Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
59
5 5 Svo tókust þær á, engdust í áköfum
fangbrögðum og voru strax eitt drullu-
stykki frá hvirfli til ilja55
(Sjá: Dægrastytting)
SOLUMENNSKA
Fleiri dauðsföll,
aukinn hagnaður
Alþjódaheilbrigðismálastofn-
uninni tókst á síðasta ári að gera
samkomulag við helztu fyrirtæki
i matvælaframleiðslu um að
mjóik fyrir ungbórn yrði fram-
vegis ekki auglýst í löndum
þriðja heimsins. Eigi að síður
hafa vestræn fyrirtæki haldið
uppteknum hætti við þessa aug-
lýsingastarfsemi.
Sérstök stofnun, sem sér um
alþjóðlegt eftirlit með ungbarna-
mat og hefur aðsetur í Genf, hefur
lýst yfir því, að 21 fyrirtæki hafi
brotið áðurnefnda samþykkt alls
331 sinni en telur fjarri, að öll kurl
séu komin til grafar þar að
lútandi. Brot þessi munu öll hafa
átt sér stað á þessu ári.
Astæðan fyrir því, að sam-
þykktin var gerð, var sú, að
auglýsendur gerðu sér far um að
telja mæðrum trú um, að ung-
barnamjólk væri jafnholl og
brjóstamjólk. Afleiðingin var auk-
inn ungbarnadauði í þróunarlönd-
unum.
Af hálfu eins matvælafyrirtæk-
is var því lýst yfir, að samþykktin
um auglýsingabann væri „athygl-
isverð viðurkenning á framleiðsl-
unni“. Raunin hefur orðið sú, að
mörg fyrirtæki halda áfram að
sýna auglýsingamyndir, þar sem
bústin og velsældarleg börn sitja
með mjólkurdós sér við hlið.
Aðalatriðið í samþykktinni var,
að söluherferð og auglýsinga-
starfsemi á ungbarnamjólk í
þriðja heiminum skyldi ekki vera
haldið áfram.
Eftirlitsstofnunin í Genf komst
að raun um, að fyrirtækið Cow
and Gate auglýsir framleiðslu
sína beint á Haiti, Barbados og
Sierre Leone. Hún staðhæfir einn-
ig að „mjólkurfóstra" fyrirtækis-
ins fari inn á heimili í Trinidad og
dreifi sýnishornum af mjólk svo
og kynningarritum. í bréfi frá
aðalstöðvum fyrirtækisins í Bret-
landi til einnar „mjólkurfóstrunn-
ar“ segir: „Það er auðsætt að
dreifing á sýnishornum hefur
valdið aukinni sölu“.
í mars sl. komst upp um auglýs-
ingaherferð Glaxo-fyrirtækisins á
Sri Lanka, Fiji, Tonga og Vestur-
Somoa. Eftirlitsstofnunin fullyrð-
ir, að „mjólkurfóstrur" frá Glaxo
hafi komið á heilsugæzlustöðvar
og útbýtt bæklingum og sýnis-
hornum af ungbarnamjólk. Full-
yrt er, að fóstrurnar séu sölu-
fulltrúar fyrirtækisins og þær fái
launauppbót, takist þeim að selja
ákveðið magn á mánuði.
Af öðrum fyrirtækjum, sem
talin eru hafa brotið fyrrgreinda
samþykkt, eru m.a. Nestlé, Carna-
tion og Snow Brand.
- JOHN MADELEY.
ÓVÆNT ENDALOK
Glugg! sagði
vatnið og þá
var sagan öll
VERKAMENNIRNIR á oliubor-
pallinum á Peigneur-vatni i
I.ouisiana litu upp frá verkinu
litla stund og létu augun hvíla á
spegilskyggndum vatnsfletinum.
Síðan tóku þeir aftur til óspilltra
málanna við borunina. Næst þeg-
ar þeir svipuðust um af pallinum
voru þeir staddir uppi á harða
Æ, hver skrambinn! Nú fór illa!
„Það er ekkert ósiðlegt við
þetta," segir Banerjee. „Aðeins
dálítið kitl. En það er samt erfitt
að finna réttu stúlkurnar." Ban-
erjee vill að þær séu „sterkar og
a.m.k. 170 á hæð og kunni að koma
frarn."
Nú skulum við bregða okkur inn
á Oskos-næturklúbbinn og
skemmta okkur eina kvöldstund
við að horfa á hálfnaktar konur
ata hvor aðra auri. Glímuhringn-
um eða forarpyttinum er komið
fyrir á miðju gólfi og skemmtunin
hófst með tískusýningu þar sem
sýndir voru pelsar og annar hlýr
fatnaður. Ekki leið þó á löngu þar
til einhverjir í hópnum hrópuðu:
„Út í drulluna, út í drulluna."
Fyrsti keppandinn kom nú fram
á sjónarsviðið, stúlka kölluð Ma"
ic, klædd ein« — j ,, .,j76
(l. . -o og skátastulka.
magic dansaði í takt við tónlistina
nokkra stund þar til maður í
fremstu röð veifaði framan í hana
fimm dollara seðli. Magic beið þá
ekki boðanna en brölti til manns-
ins, rak honum rembingskoss á
kinnina, en í öllum látunum fækk-
aði spjörunum eitthvað og fyrr en
varði var hún ber að undanskild-
um mjóum mittislinda.
Nú komu tveir dómarar —
karlmenn — á vettvang og Magic
og andstæðingur hennar tóku sér
stöðu á fjórum fótum í forinni.
Svo tókust þær á, engdust í
áköfum fangbrögðum og voru
strax eitt drullustykki frá hvirfli
til ilja. Þær gáfu ekkert eftir í
bardaganum og áhorfendurnir
öskruðu af hrifningu.
Upphafsmaðurinn að þessari
„karlmannlegu" skemmtun þeirra
Kaliforníubúa er ákaflega upp
með sjálfum sér af tiltæk'"1- jj.
veit, að si"—' .. ?
, ’ -vnium geðjast ekki að
pessu," var haft eftir honum,
„einhvers konar siðavendi, en
þetta er vissulega góð skemmtun.
Ég vil miklu heldur sjá konur
fljúgastá í forarpytti en fara í
óperuna, enda hundleiðast mér
óperur.“
- LEE GRANT.
landi og ekki deigan dropa að sjá
svo langt sem augað eygði.
Það er sagt, að það gerist margt
kátlegt hjá körlunum, sem leita
eftir olíu í Suðurríkjum Banda-
ríkjanna, en að týna heilu vatni
hefur víst ekki hent þá fyrr.
Peigneur-vatnið var hálf önnur
fermíla á stærð, þriggja feta djúpt
og alkunnur hrygningarstaður
rækjunnar, sem litlu veitingastað-
irnir í New Orleans eru svo
hreyknir af. Þegar olíuborinn var
kominn niður í 1228 feta dýpi
breyttist vatnið í það, sem einn
viðstaddra kallaði „eldgos á
hvolfi".
Það heyrðist mikið glugg-
glugg-hljóð þegar vatnið hvarf,
bátar, prammar og olíuborpallur-
inn hurfu næstum í botnleðjuna
og 50 verkamenn i Diamond
Crystal-saltnámunni •— beint und-
ir vatninu — áttu fótum sínum
fjör að launa undan vatnsflóðinu
sem hvolfdist yfir þá.
Eftir því sem þeir segja hjá
Texaco, sem áttu olíuborpallinn,
hafði enginn haft fyrir að segja
þeim, að saltnáma væri undir
vatninu og að þeir mættu ekki
gera gat á vatnsbotninn.
Texaco og námafélagið brjóta
nú um það heilann þessa dagana
hvort unnt reynist að endurtaka
ósköpin með því „að sýna myndina
öfugt" ef svo má segja. Þar er þó
við ramman reip að draga,
778,887,821,400 gallon af vatni á
vitlausum stað, heilan sV"- „»
sarreiðum ,jjtSCigendum og út-
uáuöan rækjustofn.
Dr. Darryl Felder, sjávarlíf-
fræðingur í Lafayette, heldur því
hins vegar fram, að hér hafi verið
unnið tjón, sem aldrei framar
verði bætt fyrir. Hann segir, að
um það leyti, sem vatnið hafi verið
fyllt að nýju, muni það helst
líkjast Dauðahafinu vegna salt-
mengunarinnar.
- nAROLDJACKSON
LIFI
Stórbrotnar
endurminningar
Martin Gray
„Þið verðið að lesa
þessa bók”
Hér er bók, sem ekki er eins og aðrar bækur. Maður
opnar hana og byrjar að lesa og maður getur ekki lok-
að henni aftur. Þetta er ekki skáldsaga, þetta er líf.
Þetta er ekki bókmenntaverk, þetta er óp. Mig skortir
orð tii að lýsa henni. Það eina sem ég get sagt er: þið
verðið að lesa þessa bók, þið verðið að lesa hana.
Emile Pradel, L'École tibératrice.
Saga Martins Gray er skráð
eftir fyrirsögn hans sjálfs af
franska sagnfræðingnum
og rithöfundinum Max
Gallo. Bókin hefur vakió fá-
dæma athygli og hvarvetna
verið metsölubók. Þetta er
ein sérstæðasta og eftir-
minnilegasta Cnágasaga
áura tíma, ótrúlegri en
nokkur skáldskapur, eins
og veruleikinn er svo oft,
saga um mannlega niður-
lægingu og mannlega
reisn, saga þess viljaþreks,
sem ekkert fær bugað.
Enginn mun lesa hana
ósnortinn, og séfiTvér les-
9P.d: mun taka undir með
Emile Pradel: ,,Þið verðið
að lesa þessa bók, ÞIÐ
VERÐIÐ AÐ LESA HANA."
„Holocaust er hreinasta barnasaga miðað við lýsingar Grays á
því helvíti sem hann mátti ganga i gegnum.”
Dagblaðið
„Hím er
ógleymanleg”
IÐUNN