Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 13

Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 45 Gcstir py í ganilá trénu ***** ' js Bjallan gefur út þrjár barnabækur ræða um málefni fjölskyldunnar sem leiði af sér markvissa stefnu- mörkun í þessum málum. í inn- gangi að bókinni segir þó: „að ekki sé svo að skilja, að hér sé um nýtt fyrirbæri að ræða. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur frá upphafi lagt áherzlu á eflingu og vernd heimil- is og fjölskyldu. En nú hafa augu manna opnast fyrir því, að í umróti hraðstígra þjóðlífsbreyt- inga er hagsmunum heimilis og fjölskyldu hætt og tími til kominn að sporna við fæti.“ í næstu þáttum Mannlífs verða greinar úr bókinni „Fjölskyldan í frjálsu samfélagi" kynntar að nokkru marki í von um að þeir sem hafa áhuga og vilja til breytinga og betra lífs á Islandi með umræðum manna á meðal kynntist áherzluatriðum höfunda og útgefenda. Jöfn réttindi karla og kvenna á vinnu- markaðnum: Höfundur: Hólmfríður Árna- dóttir, viðskiptafræðingur. í byrjun greinar sinnar segir Hólmfríður að með lagabálka eins og samþykktum Alþjóðaatvinnu- málastofnunariúnar nr. 100 frá 1951 um sömu laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf, sem ísland fyrst Norðurlandanna fullgilti 1958 og nr. 111 frá 1958 um jafnrétti til atvinnumöguleika og meðferð í starfi sem ísland fullgilti 1964 auk íslenzkra laga um jafnrétti karla og kvenna og þann merka ásetning, sem að baki þeim stendur, mætti ætla að jafnrétti sé milli karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Hver skyldi raunin vera? Höfundur sýnir síðan fram á það með niðurstöðum kannanna sem gerð- ar hafa verið á meðallaunum karla og kvenna í ýmsum starf- stéttum hversu mikill launa- munurinn er í raun, varla þarf að taka það fram að sá munur er körlum í hag. Aðeins einn hópur, þ.e. þeir sem vinna skv. bónus- kerfi/er til þar sem tímakaup karla er lægra en kvenna (4,3%). Aðrar níðurstöður eru mjög áhugaverðar þegar jafnréttislögin eru hugleidd. í öðrum kafla tínir Hólmfríður til nokkrar ástæður þess, að þrátt fyrir eina fullkomnustu jafnrétt- islöggjöf í heimi eru karlar á íslandi almennt hærra launaðir en konur. Þar tekur hún kauptaxta til meðferðar, yfirborganir, yfir- vinnu, menntun og stöður. I kafl- anum um yfirborganir segir hún: „Það er athyglisvert, að því er sjaldan borið við, að konur séu afkastaminni til vinnu en karlar, og gaman til þess að vita, að eina launakönnunin, sem sýnir, að kon- ur hafa hærri tekjur en starfs- bræður þeirra, er einmitt í bónus- vinnu fiskvinnslunnar, þar sem laun eru greidd eftir nákvæmlega mældum afköstum." Allar niður- stöður Hólmfríðar ættu að vekja áhuga þeirra sem hugleiða jafn- réttismál og starfa úti á vinnu- markaðnum. Síðasti kafli Hólmfríðar í grein- inni fjallar um þróunina í jafn- réttismálum og er hann ekki sízt athyglisverður. Niðurlagsorð hennar eru þessi: Forsenda jafn- réttis karla og kvenna á vinnu- markaði er gjörbylting á afstöðu til mæðra og feðra: Samábyrgð foreldra um uppeldi, viðurkenning löggjafans á föðurhlutverkinu til jafns við móðurhlutverkið, skipt- ing barnsburðarleyfis, sveigjan- legur vinnutími, aukning dagvist- unarrýmis, samfelldur skólatími. Með þeirri jöfnun, sem þannig vinnst á aðstöðu kvenna og karla, mun fylgja jafnrétti á vinnumark- aði sem annars staðar i þjóðlífinu. „Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna“ ÚT ER komin bókin Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur. IÐUNN gefur út. Þetta er þriðja bókin um þá tvíburabræð- ur, en hinar fyrri hafa verið mikið lesnar og komið út í nokkrum útgáfum, síðast á þessu ári. Þá er þess að geta að fyrsta bókin um bræðurna er nú komin í danskri, finnskri og sænskri þýðingu og er væntanleg á norsku, hollensku og þýsku. Auk þessara þriggja bóka um Jón Odd og Jón Bjarna hefur Guðrún Helgadóttir sent frá sér tvær sögur handa börnum, í afahúsi og Pál Vilhjálmsson, og leikrit hennar, Óvitar, komið út í bók. Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna er myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Hér er tekinn upp þráður í frásögn af fjölskyldu bræðranna og daglegu lífi hennar. Reyndar fer fjölskyldan stækkandi því að afi „sem aldrei var til“ skýtur nú upp kollinum. Bræð- urnir fara í sumarbúðir og sú dvöl verður ekki tíðindalaus. Bókin er í þrettán köflum, 112 blaðsíður. Prisma prentaði. Ný bók: „Fimm Grimms- ævintýri“ Út eru komin Fimm Grimmsævin- týri, myndskreytt af danska teiknar- anum Svend Otto S. Þorsteinn frá Hamri íslenskaði. Iðunn gefur bók- ina út í samvinnu við Gyldendal í Danmörku. I bókinni eru þessi ævintýri: Mjallhvít, Úlfurinn og kiðlingarnir sjö, Brimaborgarsöngvarnir, Stíg- vélaði kötturinn og Þumalingur. — Svend Otto S. hlaut H.C. Andersen- verðlaun fyrir myndskreytingar sín- ar árið 1978. Teikningarnar í Fimm Grimmsævintýrum eru allar í litum. — öll eru ævintýri þessi meðal þekktustu Grimmsævintýra, en tvö þeirra, Stigvélaða köttinn og Þumal- ing, er þó ekki að finna í safni Theódórs Árnasonar sem þýddi Grimmsævintýri á sinni tíð. Fimm Grimmsævintýri er liðlega 120 blaðsíðna bók í stóru broti. Hún var sett i Odda en prentuð í Danmörku. HJÁ bókaútgáfunni Bjöllunni eru nýkomnar út þrjár úrvals barna- og unglingabækur: Berin á lynginu, Gestir i gamla trénu og Briggskipið Bláliljan. Berin á lynginu koma nú út í annarri útgáfu. Bókin kom út hjá Bjöllunni 1977, seldist upp og hefur verið ófáanleg um skeið. Vinsældir bókarinnar urðu til þess að hún var endur- útgefin og ákveðið að gefa út Gesti í gamla trénu. Þessar bækur eru báðar úr norrænum barnabókaflokki, Barndomslandet. Fjórir sér- fræðingar um lesefni barna hafa valið í hann ljóð, sögur, leiki og ævintyri og leitað víða fanga í löndum heims. Þorsteinn frá Hamri hefur þýtt báðar bækurnar og aukið við íslensku efni. Briggskipið Bláliljan fékk verðlaun Bonniers útgáfufyrir- tækisins 1955 sem besta sænska barnabókin það ár. Ári síðar hlaut hún Nilla Hólmgeirssonar skjöldinn, virtustu barnabókar- verðlaun Svía. Þýðandinn, Guðni Kolbeinsson, las söguna í íslenska útvarpið fyrir fáum árum. Útgáfa Briggskipsins Blálilj- unnar markar upphafið af nýj- um bókaflokki, Sagnavali Bjöll- unnar. I honum verða úrvals- bækur frá ýmsum löndum, eink- um ætlaðar börnum og ungling- um. ASIMINN KR: 22480 JH*rounbIfltiib Borgfirzk blanda Ný Blanda úr BorgarfírSi. ÞjóSlegur fróSleikur, skopsögur, gamanvísur, frásagnir afstysförum og dulraenum atburSum. Bodil Erling Forsberg Poulsen Gavin Francis Lyall Clifford Æsispennandi njósnasaga. Miskunnarlaus og grípandi. BrjálaSur byssumaSur hé/t í OO manns í gíslingu. Asbjorn Oksendal Kossar hans kveiktu eld í blóSi hennar. Hvers vegna óttaSist hún manninn sem hún elskaSi? ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST. Margföld metsölubók eftir Asbjörn 0ksendal. Hrikaleg, sönn lýsing á flótta úr þraelabúSum nazista í Noregi. Frásögn 0ksendals er engu öSru lík. Hún er svo spennandi að viS stöndum bókstaflega á öndinni. ÞEGAR NEYÐIN ER STÆRST, er bók í algjörum sér- flokki. Hörpuútgáfan Hörpuútgáfan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.