Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 54 BLðM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Jólatré Elstu heimildir um jóla- tré á íslandi eru frá miðri 19. óld hjá einstaka kaup- mannsfjölskyldum. Þessi venja hlýtur að hafa átt erfitt uppdráttar í trjá- Jausu landi. en íslendingar smíðuðu þá sín jólatré sjálf- ir og eru af því fregnir frá 1880 — 1890. Þessi heima- smíðuðu jólatré. skreytt krækilyngi. sortulyngi eða eini. tíðkuðust svo í sveitum fram undir seinni stríðsár- in. Það er fyrst milli 1940 — 1950 að lifandi jóla- tré fara að verða almenn- ingseign og nú ilma þau svo að segja í hverri stofu á jólunum. Rauðgreni er algengasta jólatréð hér á Norðurlönd- útitré á almannafæri en inni. Það fer eftir aðstæðum hvaða tré tíðkast sem jóla- tré í hinum ýmsu löndum: t.d. balsamþinur í Kanada, blágreni í Þýskalandi, rauðgreni í Danmörku og Bandaríkjamenn taka gjarnan það sem hendi er næst, aka þá út í skóg og velja og höggva trén sjálfir. Okkar jólatré eru að mestu flutt inn frá Danmörku og er Landgræðslusjóður aðal innflytjandinn. Fyrstu ís- lensku trén komu á markað 1960—1970 og fer hlutur þeirra vaxandi. Verð jóla- trjáa er háð samþykki verð- lagsyfirvalda og miðast við innflutt jólatré sem eru í Barrtré í Öskjuhlíð. Ljósm. V. Sigtr. um, með grænu fíngerðu barri og stendur vel. Norðmannsþinur þykir mörgum vera fegurst með sitt mjúka ilnriandi barr. Hann endist líka best. Þetta er dýrasta jólatréð, kostir þess, eftirspurnin og til- kostnaður í uppeldi skapa verðið. Hvítgreni er einnig dálít- ið notað. Það líkist rauð- greni en ilmar öðruvísi. Stafafura hefur orðið vinsæl á síðari árum sem íslenskt jólatré. Blágreni er jólatré í Evr- ópu og loks má nefna Sitkagreni, barr þess er hvasst og stingandi og það er því frekar notað sem 80% tollflokki. Hér er þess að gæta að íslensk skógrækt er að mestu rekin sem land- græðsla og þá erm uppi önnur sjónarmið, það þarf betra land og meira rými á hvert tré ef rækta skal jólatré sérstaklega. Slíkir teigar eru þó til hérlendis, t.d. í Skorradal og Hauka- dal. Þessu er annan veg háttað annarsstaðar í Evrópu, þar eru jólatré ræktuð á rýru landi sem ekki nýtist til annars. Enginn vafi er á því að við getum ræktað öll okkar jólatré sjálf. Kannske gæti ræktun þeirra orðið merkileg „aukabúgrein" fyrir aldamót. Sherlock Holmes enn á ferð KOMIÐ er út 3. bindið í heildarúígáf'j á sögum og ævintýrum Sherlock Holmes eftir Arthur Conan Doyle. í þessu þriðja bindi eru þessar sögur: Konungur Bæ- heims í vanda staddur, Tvífar- inn, Rauðkollafélagið, Morðið á tjarnarbakkanum, Glóald- inkjarnarnir og Betlarinn með vararskarðið. Ævintýrin um Sherlock Holmes byrjuðu að koma út nokkru fyrir síðustu aldamót og hafa fáar sögupersónur unnið sér slíkt nafn sem hann. Loftur Guðmundsson ís- lenskaði sögurnar, en útgef- andi er Sögusafn heimilanna. Gettu Við ætlum að leyfa ykkur að spreyta ykkur á þessu einfalda verkefni: Heldurðu að hatturinn á myndinni sé hærri en hann er breiður? Lausn: Gf þú maelir hæð hans og breidd, sérðu að málin eru ná- kvæmlega eins. Segið börnunum sögur Margir foreldrar tala við börnin sín allt frá því að þau fæðast — sumir meira að segja löngu áður en þau fæðast. Það er góður siður að ræða við börnin sín um allt milli himins og jarðar. Það er meira virði en margan grunar að börnunum sé mætt með hlýju og skilningi allt frá fæðingu og jafnvel fyrr, því margir vilja halda því fram, að heilsan og andlegt jafnvægi móður meðan á meðgöngutíma stendur, séu mjög mikilvægir þættir fyrir heilsu barnsins síðar á ævinni, andlega og líkamlega. Nú er tími sumarleyfa og útivistar — þá megum við ekki gieyma að lesa fyrir börnin eða segja þeim sögur, örva hugmyndaflug þeirra og auka orðaforða þeirra — byggja upp fyrir framtíðina! Dular- fullur eldspýtu- stokkur Settu eina eldspýtu þvert yfir hálftæmdan eldspýtu- stokk, eins og sýnt er á myndinni. Með því festirðu afganginn af eldspýtunum. ftí sýíir nú vinum þínum eldspýtustokkinn, en gSSÍÍf þess vel að opna hann tæplega til hálfs, svo að þversum-eldspýtan sjáist ekki. Síðan snýrðu eld- spýtustokknum við og viti menn — eldspýturnar falla ekki niður. Þá segirðu vin- um þínum, að þú getir látið þennan undra-segulmagns- kraft hverfa, þegar þú óskar þess. Þú þrýsir á enda stokksins eins og sýnt er á annarri mynd, snýrð stokknum við og sjá: allar eldspýturnar detta úr stokknum! Hvílíkur galdramaður! Sniglaleikur í flestum spilum er leikurinn í því fólginn að komast sem fyrst í mark. í þessum leik er það öfugt. Sá, sem kemur síðastur í mark (þið reynið sem sagt að fá sem lægsta tölu á teningnum), hefur unnið. Sniglar fara nefnilega aldrei hratt yfir eins og þið vitið. Þið getið svo teiknað þetta upp á stærra blað og skipt því eins og á myndinni, notað tölur eða eitthvað álíka, og svo auðvitað tening. Tvær í einu höggi Farartækið er hvorki stórt né flókið. Það rúm- ar samt tvo ef samkomulagið er gott. Ög það er það svo sann- arlega. Af hverju ekki að leyfa öðrum að vera með sér og njóta bílferðar- innar? Þegar börnin eldast og þrosk- ast gefa þau „samvinnunni" meiri gaum og hafa þá gaman af því að vera með öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.