Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 37 móðs og fórnarvilja æskunnar. Það hefur gerst hvað eftir annað í mannkynssögunni, að æskufólk hefur orð- ið fórnardýr freistara og svikara í þjón- ustu ófrelsis. Hin afdrifaríku mistök jafnaðarmanna virðast þau, að þeir héldu að fenginn árangur myndi réttlæta hreyfinguna af sjálfu sér. En að vísa til efnalegra framfara, aukinna áhrifa verkalýðsfélaga, aukins jöfnuðar í möguleikum fólks til meira öryggis í lífinu, til stórbættra skóla- og menntunarskilyrða, stórbættra skilyrða fyrir sjúka, aldraða og fatlaða, er ekki nægjanlegt í sjálfu sér. Þá, sem vegna stuttrar ævi, vegna æsku, skortir reynslu, hafa heldur ekkert til samanburðar. Það þarf að sannfæra þá með því að setja hugmyndirnar fram með styrk rök- semdanna og ekki einungis með því að vísa til góðra verka fyrri kynslóða. Unga fólkið sannfærist ekki af röksemd- um fyrir fortíð sem það á enga hlutdeild í, heldur af röksemdum fyrir framtíð sem það finnur og vonar að það eignist. Eins og æskan er, þannig eru einnig andans menn þjóðarinnar. Fyrir þá hafa hugsjónirnar einnig meg- inþýðingu. Efnalegar framfarir, félagslegt öryggi, stuðningur þjóðfélagsins við listamenn og rithöfunda eru ótvíræð gæði, en þau nægja ekki til að fullnægja grundvallarþörfum þeirra fyrir frumlega hugsun, djúp tilfinn- inganna, skuldbindingu persónuleikans og þrána til að skapa nýja heima í orðum og litum, formum og tónum. I hugum æskufólks og listamanna getur hæglega farið svo, að velferðin og hinar efnalegu framfarir, sem misst hafa upp- haflegt hugsjónasamhengi sitt og inn- blástur, verði eins konar afsökun hinna bjargálna til að viðhalda ríkjandi ástandi, andstaða forréttindahópa gegn breyting- um, ytri afsökun fyrir innri tómleika og tákn um sjálfselsku og kaldrifjuð viðhorf til lífsins. Fari svo, að máttarstólpar eins þjóðfé- lags megni hvorki að fylla þá innblæstri sem eiga að túlka þjóðfélagið á skapandi hátt né þá sem eiga að erfa það, þá snúa listamenn og æskufólk sér að öðrum möguleikum hugsjóna og þjóðfélagsgerða. Þá eru þeir einnig auðveldari bráð þeirra sem freista og draga á tálar með ýkjum yfirlýstrar framfarastefnu. Við urðum vitni að öldufaldi slíkrar þróunar í uppreisn æskunnar árið 1968 og við lifum enn við afleiðingar hennar, góðar og illar. í leit sinni eftir öðrum kostum en þeim sem ekki hafa megnað að veita innblástur og hefur því verið kastað á glæ, er afar hætt við að æskan og andans menn læsist í fastmótaða afstöðu andstæðra hug- mynda. Gagnrýni hættir að koma af sjálfu sér og verður í vaxandi mæli kerfisbundin. Einlægni hverfur og lætur undan fyrri kenningum. Fordómalaus viðhorf til manna og málefna víkja fyrir hugsjóna- legri þráhyggju og rangfærslum. Ofríki yfir hugsunum og gerðum ný- græðlinganna tekur að læðast inn bak- dyramegin, en þeir vita það ekki sjálfir ennþá. Á meðan hafa þeir lagt undir sig það tómarúm sem máttarstólpar þjóðfélagsins skildu eftir sig í tíðarandanum. Þar eð máttarstólpar þessa lands eru jafnaðarmenn og hinar ýmsu stefnur félagsfrjálslyndis sem í timanna rás hafa orðið grundvöllur stjórnmálaflokkanna, Vinstri flokksins, Róttæka vinstri flokks- ins og íhaldsflokksins, og þar sem tíðar- andinn stjórnast af æskufólki og andans mönnum, er fannst, að þessir máttarstólp- ar byðu þeim steina í stað brauðs, er það ekkert undarlegt, að tíðarandinn í þessu landi ræðst nú næstum algerlega af margvíslegum og misjöfnum félagsskap vinstrí sinnaðrar hugmyndafræði. Það eru ekki jafnaðarmenn og Alþýðusambandið sem tíðarandinn túlkar. Þvert á móti eru þessar stofnanir oft skotspónn hans. Þetta ástand er að sjálfsögðu keypt sínu verði. Ekki fer hjá því, að tíðarandinn móti fjölmiðlana. Hann setur svipmót sitt á blöðin, á útvarp og sjónvarp með vinstri- sinnuðum skoðunum og afstöðu til mála, sem a.m.k. á kjördegi hafa aldrei reynst endurspegla hina dönsku þjóð. En í þessu samhengi vil ég endilega leggja áherslu á, eins kröftuglega og mér er unnt að gera, að það er engin þörf á samsæriskenningum til að skýra fyrirbæri tiðarandans. híö hugn;;:"ifræðile«a .tómf ™m ■sem stefna jafnaðarmanna og félagsi;;! .na s' lyndi í ýmsum myndum skildi eftir, er naegileg skýring. Það er ekki afleiðing neins samsæris, að hinir vinstrisinnuðu eru jafn ráðandi í fjölmiðlum og raun ber * „I hugmynda- heimi nútimans eru stjórnendur iðnaðarins orðn- ir réttlausir“ vitni. Það er afleiðing þess, að heil kynslóð ungs fólks játar sömu skoðanir og hefur næstum eingöngu orðið fyrir virkum áhrifum frá róttækum vinstrisinnuðum hugsunarhætti, er hún leitaði svara við spurningum sem í hennar augum höfðú úrslitaþýðingu. Ég er ekki í minnsta vafa um, að við eigum eftir að gjalda þessarar skoðanasamstöðu dýru verði. Hún stafar að vísu ekki svo mjög af meðvituðu vali unga fólksins, heldur fremur af því, að það skorti eitthvað að velja um á þeim aldri þegar maður finnur í fyrsta sinn þörf fyrir að velja milli skoðana og taka afstöðu til þjóðmálaum- ræðu samkvæmt þeim. Skoðanasamstaða vinstrisinna er á hinn bóginn bein orsök þess, að tíðarandinn „Unga fólkið sannfærist ekki af röksemdum fyrir fortíð sem það á enga hlut- deild í, heldur af röksemdum fyrir framtíð sem það...vonar að það eignist“ mótast að verulegu leyti af almúga- marxiískum hugsunarhætti, bæði er varð- ar skoðanir á innri byggingu einstakra þjóðfélaga og ástandi í heiminum í heild. Lítum fyrst á afleiðingar þessa fyrir þjóðfélagið inná við. Hin stöðuga út- breiðsla vinstrisinna á kenningum sem eru framleiðslugreinum fjandsamlegar, er, þegar til lengdar lætur, einn þáttur í því að svipta okkur að verulegu, jafnvel að öllu leyti, undirstöðunni undir efnahagslegri þróun okkar. Vinstrisinnar þurfa ekki að vera full- trúar fólksins í kringum sig; þeir þurfa ekki að vera í neinum meirihluta til að hafa þessi áhrif. Áhrif þeirra í fjölmiðlum munu ein vera nægjanleg. Fyrir þrýsting frá fjölmiðlum taka máttarstólpar þjóðfélagsins að dragast inn í vonlausa baráttu. Þeir fara að missa trúna á sjálfa sig og eigin verðmæti og mat á málum. „Duglegir stjórn- endur iðnfyrir- tækja... eru menn sem hafa til að bera eigin- leika sem koma samfélaginu að ---- Hinar síendurteknu hugmyndir hinna nýju vinstrisinna fara þess í stað að fylla daglegan hugmyndaheim okkar. Smám saman mun svo fara um alltof mörg okkar, að við gefumst upp á að streitast á móti og fyrir hin gamalkunnu áhrif endurtekningarinnar, svo og smá- undanlátssemi í daglega lífiriu við hinn ríkjandi hugsunarhátt, förum við smátt og smátt að halda, að hér sé um okkar eigin skoðanir að ræða. Við munum ekki skynja neina snögga breytingu. Við munum skynja aðlögun í eina átt, sem einnig nær til eigin hug- myndaheims. Að lokum munum við skynja kenningar vinstrisinna gegn framleiðslu- greinunum sem pólitíska nauðsyn. Þegar svo verður komið, verður sjálf- stæð skoðanamyndun okkar farin veg allrar veraldar, pólitískt athafnafrelsi okkar skert til muna og við verðum í raun og veru háð þróunarlögmáli, sem byggist á sameiginlegum forsendum vinstrisinna gegn framleiðsluatvinnuvegunum. I hverju felst áhrifamáttur hins ríkjandi tíðaranda í fjölmiðlum þegar rætt er um framleiðsluna, einkum iðnað? I fyrsta lagi er talað um, að framleiðslu- greinarnar séu ill nauðsyn. Nauðsynin er trauðla viðurkennd. Hins vegar eru hin „illu“ einkenni framleiðsl- unnar dregin fram hvenær sem tækifæri gefst, t.d. þegar fyrirtæki gefur athyglis- verðan arð, en það er svo túlkað sem takmarkalaus gróðafíkn; þegar fyrirtæki hagræðir, er það skýrt sem aðför að atvinnu fólks; eða þegar fyrirtæki veldur mengun á umhverfi sínu, er því lýst sem hinu skýrasta dæmi um illvilja iðnaðarins. I öðru lagi er rætt um, að í forgangsröð- un atvinnuvega í þjóðfélaginu komi fram- leiðslugreinarnar á eftir hinum opinberu þjónustugreinum. Það er ekki mikilvægast fyrir þjóðfélagið að treysta og efla hina efnalegu undirstöðu undir tilveru sinni, sem sé framleiðsluna. Nei, það er að treysta og efla framlög hins opinbera. Gjaldþrot framleiðslufyrirtækis vekur til að mynda ekki athygli fjölmiðla í sama mæli og lokun dagvistunarstofnunar, nema hægt sé að taka fyrir atvinnuhliðina fyrirtækinu í hag. Því fylgir líka greinilega meiri virðing að vera í þjónustu hins opinbera en í framleiðslugreinunum, því að þeir sem vinna hjá ríki og bæ eru jú fólk sem helgar líf sitt vinnu í þágu annarra, en fólk í iðnaði vinnur eins og kunnugt er, aðeins til að auðgast sjálft. Undantekningin frá þessu eru auðvitað verkamennirnir, sem eru hin augljósu fórnarlömb arðráns stjórnendanna. Ég þori alls ekki að leiða hugann að einkarekstri verslunarinnar sem á mjög rýran hlut í þjóðfélagslýsingu fjölmiðla. Að líkindum er ástæðan sú, að í tíðarand- anum hefur sú staðfasta trú skotið rótum, að dreifingar- og þjónustuhlutverk einka- verslunarinnar — en ekki hins opinbera — byggist að svo miklu leyti á gróðasjónar- miðum, að hún ætti að vera óþörf með öllu og þar af leiðandi sé hún ekki umtalsins verð. í þriðja lagi er fjallað um að góð staða framleiðslufyrirtækis skuli ekki vera fyrst og fremst mæld eftir framleiðsluafköstum þess út á við heldur eftir landvinningum þess í mótun vinnsluskilyrða inn á við. Það þarf ekki að vera neitt á móti því að þetta tvennt fari saman. En það segir mikið um tíðarandann að hinn opinberi dómur sem felldur er í fjölmiðlum, þegar svo er ekki, leggur meiri áherslu á góð vinnuskilyrði en samkeppnisfæra fram- leiðslu. I fjórða lagi kemur fram að samkvæmt dómi tíðarandans sitja umhverfissjónar- mið greinilega í fyrirrúmi fyrir fram- leiðslusjónarmiðum og er þá látið eins og atvinnusjónarmið séu óviðkomandi atriði í þessu sambandi. Ef við lítum svo á heiminn í heild er það jafn augljóst, hvað tíðarandinn gegnir mikilvægu hlutverki í dómum um alþjóða- samskipti sem og um innri aðstæður einstakra þjóðfélaga. Frelsið er orðið ódýrara í samskiptum austurs og vesturs en áður var. Byltingin er hið viðurkennda meðal og sósíalisminn hinn yfirlýsti tilgangur og með þetta tvennt að vopni eru ævaforn sálfræðileg sannindi virkjuð. Jesúítar hafa verið sakaðir um að finna þau upp, en þau má rekja lengra aftur í sögunni. Franski sagnfræðingurinn Philippe de Commynes sem var uppi frá því um 1447 til 1511 var, eftir því sem ég kemst næst, sá fyrsti sem orðaði setninguna: „Tilgang- urinn helgar meðalið." Með þessari setningu hafa ótal stjórn- málaglæpir í tímanna rás verið réttlættir og hugmyndafræði harðstjórna af ýmsum toga öðlast fyrirgefningu. Nú á tímum kemur hún öllum möguleg- um einræðisríkjum kommúnista að gagni 2P fyrir tilstilli hins vinstrisinnaða yfir- bragðs tíðarandans. Það er ekki alveg eins áberandi en þó alveg jafn skaðlegt er til lengdar lætur að margir sannfærðir og góðir lýðræðissinn- ar hafa látið undan þrýstingi tíðarandans og lýst sig reiðubúna að viðurkenna kenninguna um að þróunarlöndin eigi í nafni góðs árangurs að ganga i gegnum byltingarskeið á þróunarbraut sinni með öllu sem því heyrir til, svo sem alríkis- stjórn, einstefnu þegnanna og skertum mannréttindum. Mér er ómögulegt að sjá hvar á að finna sögulegar sannanir, er réttlæti slíkar þróunarhugmyndir, en þá kemur til sú sorglega þversögn að tíðarandinn þvingar fólk sem er lýðræðissinnað til að virða sína eigin ágætu reynslu og verðmætamat sjálfs sín að vettugi á þennan hátt í þágu einræðislegra þjóðfélagsforma, ef þessi þjóðfélagsform eru aðeins talin þjóna hagsmunum heildarinnar í skilningi vinstrisinna. Samkvæmt forsendum tíðarandans hvíl- ir af þessum sökum einkar óviðfelldinn skuggi yfir viðskiptum framleiðslufyrir- tækja í einkaeign við þróunarlöndin. Þetta á ekki hvað síst við um samstarf iðnfyrirtækja við þróunarlönd og einkum hlut fjölþjóðafyrirtækja í þessu samstarfi, enda þótt enginn hagfræðingur hafi til þessa getað bent á aðrar færar leiðir til þeirrar fjármagnstilfærslu og flutnings tæknikunnáttu til þróunarlanda sem einkafyrirtæki iðnríkjanna standa nú fyrir og sem þróunarríki undir stjórn kommúnista reyna af alefli að fá hlutdeild í. Vinstrisinnar nefna starfsemi einkafyr- irtækja í þróunarlöndum endurlífgaða nýlendustefnu en þeir hafa ekki fram að færa samsvarandi gagnrýni á efnahagsleg ítök Sovétríkjanna, sem halda samstarfs- aðilum sínum í kommúnistaríkjum Aust- ur-Evrópu í greip sinni. Hvað geta framleiðslugreinarnar gert til að svara öfgum tíðarandans í fjölmiðl- um? Hvað getur iðnaður gert til varnar gegn þeirri áráttu tíðarandans að þegja yfir framlagi stjórnenda í iðnaði, rangtúlkun tíðarandans á markmiðum þeirra, rang- færslum tíðarandans á hlutverki iðnaðar- framleiðslu í þjóðfélaginu? í fyrsta lagi það sem við getum öll gert til varnar gegn hinum vinstrisinnaða tíðaranda, þ.e.a.s. að krefjast nauðsynlegr- ar fjölbreytni í þjóðmálaumræðunni. Einn auðskildasti talsmaður tíðarand- ans, sænski rithöfundurinn Göran Palm, skrifaði í bók sinni frá árinu 1967, „En oráttvis betraktelse": „Sé einföldum eitt mikilvægasta vopn byltingarsinnaðrar hugsunar er eitt mikilvægasta vopn íhaldshugsunar að gera mál margslungin" — og fékk okkur þar með í hendur vopn hugsunarinnar til varnar gegn byltingunni og allri gerð hennar og tilveru. I öðru lagi verða stjórnendur í fram- leiðslugreinum að brjótast út úr sjálfskap- aðri eða nauðugri einangrun sinni. Á sama hátt og stjórnmálamenn geta ekki látið sér nægja að setja lög og stjórna, heldur verða án afláts að útskýra sjónarmið sín, færa rök fyrir hugmyndum sínum og gerðum við þjóðina, geta stjórn- endur í framleiðslufyrirtækjum heldur ekki látið nægja að fjárfesta, framleiða, selja og endurfjárfesta. Þeir verða að fara út í þjóðmálaumræðuna og taka þátt í henni, útskýra sjónarmið sín og verja sig. Þeim finnst kannski að hingað til hafi þeir ekki þurft að gera þetta og þeir hafa að vissu leyti rétt fyrir sér. En það hafa þeir síður og síður með hverjum degi sem líður. Þeim finnst kannski að þeir hafi ekki tíma eða orku til þess, og aftur kann að vera að þeir hafi rétt fyrir sér, en þá geta þeir heldur ekki skotið sér undan afleið- ingum þess að hafa ekki komið til móts við tíðarandann. Röksemdirnar gegn tíðarandanum eru nenfilega til. Þeir þurfa bara að vera fleiri sem koma þeim á framfæri og stuðla þannig að fjölbreytni umræðunn- ar. Það er ekki b2.r3 gróðafikn einstakl- ingsins sem knýr hjól iðnaðarins. Duglegir stjórnendur iðnfyrirtækja eru ekki fyrst og fremst lífsnautnamenn. Þeir hafa hvorki tíma né löngun til þess. Þeir eru menn sem hafa til að bera eiginleika sem koma samfélaginu að gagni, svo sem hugmyndaauðgi, hug- vitssemi og framtakssemi. Þeir eru skapandi einstaklingar. Auðmyndun þarf á engan hátt að vera óvirk. Þegar áframhaldandi þróun fyrir- tækis á sér stað er hún nauðsynleg til að fullnægja fjárfestingarþörfinni. Auk SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.