Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
55
Ást og eldur
Ný bók eftir Erling Poulsen
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi
hefur sent frá sér nýja ástarsögu.
Ást og eldur, eftir danska rithöf-
undinn Erling Poulsen. Sagan
fjallar um hjónin Coru og Ben
Bertilson. sem búa i Venezuela og
hafa verið gift í 7 ár. Inn í söguna
koma einnig hinn dularfulli Rud-
olf Martin og danski skipasmið-
urinn Anton Myller og hafa þeir
báðir mikil áhrif á Coru.
Ást, afbrýði, dularmögn og
flóknir forlagaþættir fléttast sam-
an á síðum bókarinnar og spinna
spennandi söguþráð.
Áður eru komnar út í bóka-
flokknum Rauðu ástarsögurnar: 1.
Hjarta mitt hrópar á þig, 2. Ást í
skugga óttans, 3. Það ert þú sem
ég elska og 4. Óvænt örlög.
Eyjan - ný bók eft
ir Peter Benchley
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hf. hefur sent frá sér bókina
Eyjan eftir bandaríska rithöf-
undinn Peter Benchley í þýðingu
Jóhönnu Kristjónsdóttur og 111-
uga Jökulssonar.
Peter Benchley er einn þekkt-
asti spennusagnahöfundur heims
um þessar mundir, ekki síst vegna
þess að frægar kvikmyndir hafa
verið gerðar eftir sögum hans. Ber
þar fyrst að nefna „Jaws“ (Ókind-
in) og „The Deep“ (Djúpið) en
báðar þær myndir hafa verið
sýndar hérlendis. Nú hefur einnig
verið gerð kvikmynd eftir Eyj-
unni.
Bókin fjallar um bandarískan
blaðamann, Blair Maynard, sem
tekur sér það fyrir hendur að
kanna orsakir þess að fjölmargir
bátar hverfa sporlaust í Karab-
íska hafinu og höfundur hefur lag
á að koma lesandanum sífellt á
óvart.
Eyjan er sett, umbrotin, filmu-
unnin og prentuð í Prentsmiðj-
unni Hólum hf., en bundin í
Arnarfelli hf.
(Cr fréttatilkynningu.)
Þreiming - skáld$aga um
átök Egypta og Israela
Þrenning heitir bók, sem ný-
komin er út frá Bókaforlagi Odds
Björnssonar á Akureyri. Bókin
er eftir Ken Follett, en islenskun
er eftir Herstein 'Pálsson. í for-
lagskynningu segir svo um hina
nýútkomnu bók:
Þann 7. maí 1977 birtist eftir-
farandi frétt í Lundúnarblaðinu
The Daily Telegraph:
Frá því var skýrt í dag, að talið
er, að ísrael hafi átt sök á því,
að skip með úranfarm, sem
hefði nægt í þrjátíu kjarnorku-
sprengjur, hvarf á rúmsjó fyrir
níu árum.
Embættismenn sögðu, að atvik
þetta væri „ósvikið James
Bond-mál,“ og þótt njósnastofn-
anir fjögurra landa hefðu kann-
að þetta dularfulla mál, var
aldrei hægt að ganga úr skugga
um, hvað varð um þær 200 lestir
af úrangrýti, sem hurfu ...“
Atburður sá er lýst er hér að
ofan gerist árið 1968. Leyniþjón-
usta ísraels hefur komist að því
um seinan, að Egyptar, með að-
stoð Sovétmanna, munu eignast
kjarnorkusprengju innan nokk-
urra mánaða — sem þýddi ótíma-
bæran endi á tilveru hinnar ungu
þjóðar. Það var ólíklegt að hægt
yrði að koma í veg fyrir það, nema
þá aðeins að Israelsmenn sjálfir
gætu orðið sér úti um úran í sínar
eigin kjarnorkusprengjur. Niður-
staðan varð sú að þeir ákváðu að
ræna því, en til að það yrði
mögulegt urðu ísraelsmenn að
finna mann til að framkvæma
þessa ólíklegu áætlun, mann sem
var jafn ólíklegur og áætlunin
sjálf.
Þrenning er hrollvekjandi
spennandi saga, en jafnframt er
hún um leið stórfurðuleg ástar-
saga. í bókinni er reynt að svara
ýmsum áleitnum spurningum um
atburðarás í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs og t.d. reynt að
ímynda sér raunverulega ástæðu
þess að Anwar Sadat forseti
Egyptalands sótti heim sína fornu
fjandmenn í Jerúsalem.
Áður hefur komið út bókin
Nálarauga eftir Ken Follet hjá
Bókaforlagi Odds Björnssonar.
Þrenning er 286 blaðsíður, prentuð
og bundin í Prentverki Odds
Björnssonar á Ákureyri.
ERUNG POUISEN
Ást og eldur
Bókin er 198 blaðsíður. Skúli
Jensson þýddi óg. Prentverk Akra-
ness annaðist prentun og bókband.
BIRGIR Svan Símonarson hefur
nú sent frá sér 4. ljóðabók sina og
nefnist hún „Ljóð úr lífsbarátt-
unni“. Anton Helgi segir á bak-
siðu bókarinnar:
Ljóð úr lífsbaráttunni birta
myndir úr lífi reykvískrar sjó-
mannafjölskyldu. Drengurinn og
foreldrarnir, amman og nágrann-
arnir — allt er þetta lifandi fólk,
sem mun hrífa lesandann með sér
inn i miskunnarleysi hversdags-
lífsins, inní drauma og erjur, sorg
og gleði.
Sviðið er í Vesturbænum; Það er
litast um við höfnina, kíkt inn í
frystihús og smiðjur, spjallað við
rakarann, verzlað við brotajárns-
salann og tekið eftir Pétri Hoff-
mann, þar sem hann mundar
öxina góðu.
Ljóð úr lífsbaráttunni er gefin
út af bókaútgáfunni Letri Reykja-
vík.
LJÓÐ
ÚR
LÍFSBARÁTTUNNI
Ljóð úr lifsbaráttunni
4. ljóðabók Birgis Svan
BIRGIR SVAN
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
1437 H
Heimilisborvél
Mótor: 320 wött
Patróna: lOmm
Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín.
1417 H.
Heimilisborvél
Mótor: 420 wött
Patróna: 13 mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar
hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./mín
Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta,
svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og
limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja
við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri
SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð
uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan-
greindra fylgihluta eru á boðstólum
hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir
borstandar, skrúfstykki, borar,
vírburstar, skrúfjárn og
ýmislegt fleira sem eykur
stórlega á notagildi SKIL
heimilísborvéla. Eigum
einnig fyrirliggiandi
margar fleiri gerðir
og stærðir af SKIL
rafmagnshandverkfærum.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI VELJA SKIL
EinKaumboö á islandi fyrir Skil ratmagnshandverkfæri.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670
Komið og skoðið, hringið eða
skrifið eftir nánari
upplýsingum. Athugið hvort
SKIL heimilisborvél og
fylgihlutir eru ekki
hagnýt gjöf til heimilis ykkar
eða vina ykkar.
AÐRIR UTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVIK:
SlS Byggingavorudeild.
Suðurlandsbraut 32.
Verslunin Brynja, Laugavegi 29.
HAFNARFJÖRÐUR:
Rafbuðin, Alfaskeiði 31..
KEFLAVIK:
Stapafell h/f.
ÞINGEYRI:
Kaupfelag Dyrflrðinga
ISAFJÖRÐUR:
Straumur h/f.
HÓLMAVIK:
Kaupfelag Steingrimsfjarðar
BLÖNDUOS:
Kaupfelag Hunvetninga
SIGLUFJÖRÐUR:
Rafbær h/f.
AKUREYRI:
Verslunin Raforka
Handverk, Strandgötu 23.
HUSAVIK:
Kaupfelag Þingeyinga
VOPNAFJÖRÐUR:
Kaupfelag Vopnfirðinga
EGILSTAÐIR:
Verslunin Skogar
SEYÐISFJÖRÐUR:
Stalbuðin
NESKAUPSSTAÐUR.
Eirikur Ásmundsson
HÖFN:
Kaupfelag Austur-Skaftfellinga
VIK:
Kaupfelag Skaftfellinga
Þumalína
Jólakjólar, blússur, skyrtur, vesti og buxur. Mjög fallegir úti- og inni-trimmgallar,
nærfatnaöur og náttföt í miklu úrvali, allt til aex ára aldurs, aö ógleymdu: Allt til SÆNGURGJAFA
og TÆKIFÆRISBRJÓSTAHÖLD fyrir mömmu. WELEDA jurta-snyrtivörurnar óviöjafnanlegu lást
einnig lyrir alla fjölskylduna. NÆG BÍLASTÆDI. Sendum í póstkröfu. þuma|ína Leifsgötu 32, s. 12136