Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 Jm 4 ílcöáuc m / w * tFð morgun i tmmá jtt; m DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 messa. Fermingarbörn aðstoða. Þess er vænst að fermingarbörn og aðstandendur þeirra komi til messunnar. Sr. Þórir Stephen- sen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma i safnaðarheim- ili Árbæjarsóknar kr. 10:30 árd. Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 2. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa að Norðurbrún 1 kl. 2. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: í Breiðholtsskóla: Sunnudaga- skóli kl. 10:30. Messa kl. 14. Biblíulestur mánudagskvöld kl. 20:30. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúla- son. DIGRANESPRESTAKALL:- Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10 árd. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson messar. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugard.: Barnasam- koma í Hólabrekkuskóla kl. 2. Sunnud.: Barnasamkoma í Fella- skóla kl. 11 f.h. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartar- son. GRENSÁSKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 2 — altarisganga. Organleik- ari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRlMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Fjölskyldumessa kl. 2. Sr. Ragn- ar Fjalar Lárusson. Þriðjud. kl. 10:30 árd.: Fyrirbænaguðsþjón- usta. Beðið fyrir sjúkum. Kirkju- skóli barnanna er á laugardög- um kl. 2 í kórkjallara (gömlu kirkjunni). LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. / Matt. 8.: Jesús gekk ofan af fjall- inu. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2. Sr. Arngrímur Jónsson. Organleik- ari dr. Orthulf Prunner. Les- messa og fyrirbænir fimmtu- dagskvöld 28. janúar kl. 20:30. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjölskylduguðsþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. Fullorðnir eru hvattir til að mæta með börnunum til guðsþjónustunnar. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Guðsþjónusta kl. 2. Að- stoðið eldra fólk til þess að sækja guðsþjónustuna með ykk- ur. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Minnum á samverustund aldraðra á vegum safnaðarfélag- anna kl. 3. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 2. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18, altarisganga. Æskulýðs- fundur kl. 20:30. Föstudagur 30. jan.: Síðdegiskaffi kl. 14:30. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10:30. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Frank M. Halldórsson. Kirkju- kaffi. Munið bænaguðsþjónustur á fimmtudagskvöldum kl. 20:30 og félagsstarf aldraðra á laugar- dögum kl. 4—5. SELJASÓKN: Barnaguðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10:30 árd. Barnasamkoma að Seljabraut 54 kl. 10:30 árd. Guðsþjónusta að Seljabraut 54 kl. 2 e.h. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma kl. 11 árd. í Félagsheimilinu. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Sigurð- ur ísólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Organisti Árni Arinbjarnarson. Einar J. Gíslason. KFUM & K: Samkoma kl. 20.30 að Amtmannsstíg 2 B. Ræðu- maður verður Jónas Gíslason dósent. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20:30. DÓMKIRKJA KRISTS Kon- ungs Landakoti: Lágmessa kl. 8:30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðð. Alla rúm- helga daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. NÝJA POSTUL AKIRK J AN, Háaleitisbraut 58: Messur kl. 11 og kl. 17. KAPELLA St. Jósefssystra f Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. í upp- hafi Kristniboðsviku KFUM & K. Sr. Jónas Gíslason lektor prédikar. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN f Hafnarfirði: Barnatími kl. 10:30 árd. Guðs- þjónusta kl. 14. Helgi Hró- bjartsson sjómannafulltrúi pre- dikar. Eftir messu heimsækir fermingarfólk og foreldrar þeirra aldraða í Hrafnistu. Safn- aðarstjórn. KAPELLA St. Jósefsspítala Hafnarfirði: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Há- messa kl. 8:30 árd. Rúmhelga daga er messa kl. 8 árd. KÁLFATJARNARSÓKN: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Stóru Vogaskóla kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson. INNRI-NJARÐVÍKUR- KIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Tvísöngur: Helga Ingimundar- dóttir og Fanney Karlsdóttir. Athugið breyttan messutíma. YTRI-NJARÐVÍKUR- KIRKJA.'Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Fyrirhugaðir tónleikar f kirkjunni kl. 15 falla niður. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Skólabíllinn leggur af stað kl. 10:30. Bænaguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Sókn- arprestur. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barna- samkoma kl. 10:30 árd. Messa kl. 2 síðd. Sr. Björn Jónsson. TVÆR ALDIR verða seint i næsta mánuði liðnar frá fæð- ingu sr. Jóns Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlfðarættarinn- ar. Ilann segist sjáfur, f stuttu æfiágripi sem hann samdi 1848, vera fæddur mánudag fyrstan i góu 1781, en þá bar hann upp á 24. febrúar. Sunnudagur fyrst- ur í góu á þvf herrans ári 1981 verður hins vegar 22. febrúar. og hyggjast niðjar sr. Jóns hér á suðurslóðum minnast tveggja alda afmælis ættföðursins með samkomu i Sigtúni við Suður- landsbraut þann dag kl. 3 e.h. Einn af forgöngumönnum þessarar samkomu, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, var spurður að því hvernig þetta samkomuhald hefði verið ákveð- ið. í svari sínu sagði hann: — Börn sr. Jóns, þau er uppkomust, voru fjórtán alls, og eignuðust öll þeirra nema eitt niðja. Þegar upp kom að minnast tveggja alda afmælis sr. Jóns, lá beinast við að kveðja til einn fulltrúa hvers hinna þrettán barna hans, Úr undirbúningsnefnd afkomenda 13 barna sr. Jóns i Reykjahlfð var mynda þrfr framkvæmdanefnd og var myndin tekin á fundi hennar. Frá vinstri Kristinn Hallsson, Ragna Ragnars og Finnbogi Guðmundsson. Ljósmyndari Emilia (ein af afkomendum sr. Jóns). Niðjar Jóns í Reykjahlíð hittast á 200 ára afmæli ættföðurins svo að þetta yrði gert með vitund og samþykki allra greina ættar- innar og þátttaka mætti verða sem almennust. — Nú hyggist þið efna til þessa niðjamóts hér syðra en ekki í höfuðstað ættarinnar nyrðra, í Reykjahlíð við Mývatn? — Það er rétt. Auðvitað hefði verið skemmtilegt og viðeigandi að vera þar, en hvort tveggja er, að afmælið er um hávetur, þegar allra veðra er von, og mikill fjöldi niðjanna er kominn í margmennið hér fyrir sunnan. Vissulega væri gaman, ef ein- hverjir úr frændaliðinu nyrðra eða hvar annars staðar sem er utan höfuðborgarsvæðisins, sem erindi ættu hingað suður um þetta leyti, gætu stillt svo til að vera stödd í Reykjavík sunnu- daginn fyrstan í góu, 22. 'febrúar og taka þátt í afmælishaldinu. Því fleiri sem koma, því skemmtilegra ætti þetta að geta orðið. — Hvernig verður samkom- unni hagað? — Samkomustjóri verður Ágúst Bjarman, en söngstjóri Jón Stefánsson, stjórnandi kórs Langholtssafnaðar. Söngkrafta skortir ekki í ættinni, aðalvand- inn víst sá, að bassaraddir eru þar yfirgnæfandi, færri skærir tenórar. En hér verður mest um fjöldasöng að ræða, svo allt ætti þetta að falla í ljúfa löð. — Ættföðurins og þeirra hjónanna beggja, Jóns Þor- steinssonar og Þuríðar Hall- grímsdóttur, verður vitaskuld minnzt sérstaklega, en aðal- atriðið er að koma saman í nafni sameiginlegs uppruna og styrkja ættarböndin. Á samkomunni sunnudaginn 22. febrúar kl. 3 verða kaffiveitingar, en þeir sem vilja svo sitja fram eftir kvöldi, geta fengið sér kvöldverð, sem panta verður með nokkurra daga fyrirvara. Er ekki að efa að þarna verður glatt á hjalla, slíkir gleðimenn sem Reykhlíð- ingar hafa löngum þótt. Fyrir miklu er, að sem flestir festi sér daginn nú þegar í minni, sagði Finnbogi að lokum, og strengi þess heit að koma allir sem vettlingi geta valdið, ungir sem gamlir. Fulltrúar ættkvíslanna, af- komendur barna sr. Jóns og Þuríðar, sem standa að undir- búningi eru: Arnljótur Björns- son (afkomandi Valgerðar), Jó- hannes Arason (Þorsteins), Ragna Ragnars (Hallgríms), Finnbogi Guðmundsson (Þor- láks), Guðmundur Pétursson (Sigfúsar), Jón Múli Árnason (Jóns), Sveinn Skorri Höskulds- son (Guðrúnar), Hlédís Guð- mundsdóttir (Péturs), Sigmar Jónsson (Sigurgeirs), Jón Bjarman (Hólmfríðar), Heimir Áskelsson (Bjarna), Steingrímur Gauti Kristjánsson (Sólveigar) og Kristinn Hallsson (Bene- dikts). Hópurinn hefur valið sér þriggja manna framkvæmda- stjórn, sem þau Finnbogi, Ragna og Kristinn skipa. Guðmundur teflir í þýzku deild- arkeppninni GUÐMUNDUR Sigurjónsson stórmeistari heldur í næsta mán- uði til Vestur-Þýzkalands, en þar mun hann tefla fyrir skákklúbb í Köln í þýzku deildarkeppninni. Robert Húbner, sem nýlega gaf einvígið við Korchnoi er meðlimur í þessum klúbbi, en Guðmundur var sem kunnugt er aðstoðarmað- ur Húbners. Húbner teflir á fyrsta borði en á öðru borði teflir stór- meistarinn Hort frá Tékkósló- vakíu, sem nú er búsettur í Þýzkalandi. Þýzkur milljónamæringur, Hil- gert að nafni, fjármagnar starf- semi skákklúbbsins í Köln og hann hefur verið bakhjarl Húbn- ers í áskorendaeinvígjunum. Þess má geta að Guðmundur hefur einu sinni áður teflt fyrir klúbbinn í deildarkeppninni. Það var sl. haust þegar Köln vann sigur yfir Solingen, en hjá þeim klúbbi er Spassky fyrrum heimsmeistari á fyrsta borði. Guðmundur tefldi við stórmeistarann Hecht og lauk skákinni með jafntefli. Skipað í bygg- ingarnefnd fyr- ir útvarpshús HINN 19. þ.m. skipaði mennta- málaráðherra eftirtalda menn i byggingarnefnd Rikisútvarpsins: Vilhjálm Hjálmarsson, formann útvarpsráðs, ólaf R. Einarsson, varaformann útvarpsráðs, Bene- dikt Bogason, verkfræðing, og Hörð Vilhjálmsson, framkvæmda- stjóra, sem jafnframt var skipað- ur formaður nefndarinnar. Verkefni nefndarinnar er að hafa á hendi framkvæmdastjórn og yfirumsjón með byggingu út- varpshúss fyrir starfsemi Ríkis- útvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.