Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 '-.... -« 'ý&íÆ; : • géi ? i j 'ZS' - *■«& Reagan, Evrópa og rússneski bjöminn Ratsjárflugvél lendir í Vestur-Þýzkalandi. Liður í ráðstöfunum vegna ógnunarinnar við Pólland. Bilið, sem aðskilur hina tvo hluta Atlants- hafsbandalagsins, hefur aldrei verið eins mikið og í ársbyrjun 1981, segir tímaritið The Economist í ritstjórnargrein. Munurinn á hugarástandi manna í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur aldrei verið eins mikill síðan í Berlínar- og Kúbudeilunum 1961, þegar síðast reyndi á samstöðu vestrænna ríkja vegna stefnu Krúsjeffs, segir blaðið. Greinin verður endursögð hér á eftir. Schmidt kanzlari og Reagan forseti. Tími hinnar framsæknu stefnu Rússa undir forystu Brezhnevs er hættulegri vegna þess að stefna þeirra hefur verið betur undir- búin. Ef bandalagið á að komast yfir þessa erfiðleika, verða bæði Evrópumenn og Ameríkumenn að skilja hvers vegna viðhorf þeirra til heimsmálanna eru ólík. Aðdragandi Ljóst er, að Bandaríkjamenn tóku Ronald Reagan fram yfir Jimmy Carter vegna þess að náð hafði hámarki hæg, en kröftug breyting á viðhorfum Bandaríkja- manna til Rússa, er hófst á síðari hluta áttunda áratugarins. Reag- an og repúblikönum fannst — og það finnst Carter og flestum demókrötum líka nú orðið — að innrásin í Afghanistan og ógnunin við Pólland væru hlekkir í sömu atburðakeðju og Angóla, Suður- Jemen og austurhorn Afríku. Þrír til fimm af hundraði árlegs endurvígbúnaðar Rússa, sem Brezhnev fyrirskipaði á árunum kringum 1%5 eftir ósigra Krúsj- effs í Berlín og á Kúbu, á að tryggja, að sókn Brezhnevs heppn- ist þar sem sókn Krúsjeffs fór út um þúfur. Þetta hefur meðal annars leitt til þess, að galopin rauf hefur myndazt í varnir Vest- urlanda milli Tyrklands og Paki- stans. Dvöl kúbanskra hermanna í Afríku og víetnamskra hermanna í Indókína eru liður í sömu útþenslustefnunni. Kúbumenn og Víetnamar fylgja vissulega fram hagsmunamálum sínum, en hags- munir þeirra og Rússa fara sam- an. Bandaríkjamenn sjá nú greini- lega fyrir sér rússneska björninn, stóran og hatursfullan, gegnum dulargervið, og eiga ekki annarra kosta völ en að veita honum viðnám. En þegar Bandaríkjamenn heimsækja Evrópu, finnst þeim þessi vissa sín þoku hulin. Flestir Evrópumenn vilja heldur trúa, að dvöl Rússa í Afghanistan, Kúbu- manna í Afríku og Víetnama í Kambódíu séu staðbundin slys, sem fá verði út úr heiminum með samningum ef mögulegt sé, en sætta sig við ef það reynist ekki unnt. Annað hvort muni Ameríku- menn fylla glufuna í Suðaustur- Asíu eða ekki — en fari svo, muni einhver hulinn máttur sjá til þess, að þeir tveir þriðju hlutar olíu Evrópu, sem koma frá Persaflóa, haldi áfram að berast með frið- samlegum hætti gegnum Horm- uz-sund. Á sama tíma verði hægt að varðveita í Evrópu sjálfri þann frið, sem gert er ráð fyrir að hafi verið mótaður á árunum fyrir 1970. lnnrás Rússa í Pólland yrði jafnvel talin, þegar öllu yrði á botninn hvolft, grimmdarverk, framiðá innilokuðu heimili Rússa. Tíminn græðir ... Hluti skýringarinnar á þessirm ólíku viðhorfum er vafalaust tímamismunurinn milli Norður- Ameríku og Evrópu. Hugmyndir, sem streyma yfir Átlantshaf, fara yfirleitt úr vestri í austur og eru nokkurn tíma á leiðinni. Það er vegna þess, að síðan 1945 hafa Bandaríkin orðið að hafa á hendi forystuna um að móta stefnu vestrænna ríkja og reyna að greina skyldleika atburða, sem gerast í ýmsum heimshlutum. Bandaríkjamenn urðu fljótari en flestir bandamenn þeirra að skilja, að ekki var hægt að víkja sér undan ögrun Krúsjeffs í Berlín og á Kúbu 1961—1962. Þegar sigrazt hafði verið á þeirri hættu, höfðu Ameríkumenn á hendi for- ystuna um spennuslökun, détente, með tilraunabannssamningnum 1963. Og þegar détente fór úr- skeiðis, urðu Bandaríkjamenn fyrstir til að sjá — í gegnum þoku Víetnams, Watergate og Carters — hættumerkin, sem fólust í vígbúnaði Rússa og framsókn rússneskrar utanríkisstefnu í Afr- íku og Asíu. Svipað endurmat Evrópumanna á markmiðum Rússa mun að nokkru leyli fylgja í kjölfarið á því að augu Bandaríkjamanna hafa opnazt. Evrópumönnum mun skiljast, að rökræður um hvort Rússar töldu sókn sína inn í Afghanistan sóknar- eða varnar- ráðstöfun skipta ekki máli, þar sem niðurstaðan er sú sama: útþensla. Rússar hafa þanið út heimsveldi sitt með vopnavaldi í átt að olíuframleiðslusvæði og fólkið þar, eigendur olíunnar, sem Evrópumenn geta ekki án verið, hefur orðið fyrir sterkum áhrifum og spyr sig hver megi sín mest. Evrópumenn verða einnig að viðurkenna, að rússnesk hótun um innrás í Pólland samræmist ekki beinlínis þeirri hugmynd, að Evr- ópa sé friðareyja. Enn sem komið er þurfa Evrópumenn aðeins að hugleiða málin í ró og næði og þá munu þeir komast að því, að þeir munu færast nær viðhorfum Bandaríkjamanna. Skógur bjarnarins Bilið milli Evrópumanna og Ameríkumanna er ekki að öllu leyti hægt að útskýra með tíma- mismun. Bandaríkjamenn verða einnig að skilja Evrópumenn. Flest ríki Vestur-Evrópu eiga meiri viðskipti við Sovétríkin en Bandaríkin og eitt þeirra — Vestur-Þýzkaland — stendur einnig í viðskiptum með mannslíf til að reyna að bjarga þýzkum samlöndum frá einangrun á bak við járntjaldið. Það breytir ekki veruleikanum, að upphafiega bjó sú hugmynd á bak við efnahags- samstarfið við Rússa, að það mundi draga úr rússneskri út- þenslustefnu, þótt raunin yrði sú, að það varð til þess að Vesturveld- in hafa hikað við að refsa Rússum, þegar þeir hafa staðið fyrir út- þenslu. Það breytir heldur engu, að Dr. Adenauer bjargaði allmörgum mönnum af þýzkum ættum vestur fyrir járntjaldið á árunum fyrir détente, án þess að greiða það eins dýru verði og Helmut Schmidt nú. Kaldhæðni fortíðarinnar breytir ekki veruleikanum nú í dag. Ef Bandaríkin munu biðja einhverja ríkisstjórn í Vestur-Evrópu að endurskoða tengsl sín við Rúss- land, mun hún hugsa sig um tvisvar, ef það þýðir að biðja verður verkalýðsfélögin að sam- þykkja meira atvinnuleysi og kap- italista að fórna auknum arði; og hún verður að hugsa sig um þrisvar, þegar eins er ástatt fyrir þeim og Vestur-Þjóðverjum og afleiðingin getur orðið sú, að Austur-Þjóðverjar dragi til baka þær fáu tilslakanir, sem þeir hafa gert í þágu mannúðar á undan- förnum árum. Þetta er skiljanlegt, en er ekki óyfirstíganleg hindrun. Því lengur sem Rússar hafa í hótunum við fólk, því fúsari verða Evrópumenn að viðurkenna, að eitthvert gjald verði að greiða til þess að fá bundinn endi á ógnunina. Vígvöllur Rætur vandans liggja dýpra. Vestur-Evrópa liggur svo nærri Sovétríkjunum og mætti þeirra, að á kreik komast hugsanir, sem aldrei er haft orð á. Evrópumenn vita, að lönd þeirra yrðu vígvöllur, ef til styrjaldar kæmi við Rússa, án tillits til þess-hverjir berjast mundu með þeim, og hernumið land ef þeir töpuðu. Þetta gerir þá ekki að hlutleysissinnum og þetta táknar ekki, að þeir muni láta deigan síga, en þetta táknar á hinn bóginn, að það er erfiðara fyrir Evrópumenn (25% erfiðara? 50% ?) en Bandaríkjamenn að taka ákvarðanir, sem hafa í för með sér áhættu gagnvart Rússum. Við þessu er ekkert að gera nema biðja guð að breyta landakortinu. En Bandaríkjamenn geta sýnt dálítið meiri hlutlægni, af því þeir eru lengra í burtu frá Rússum og þeir ættu að geta verið nógu hlutlægir til þess að skilja, hvern- ig það er að búa í sama skóginum og björninn. Það er aðalástæðan fyrir því, að fyrstu viðbrögð Evr- ópumanna við sovézkri ögrun eru gætni og íhygli, þótt Bandaríkja- menn fyllist einurð. Þungamiðja vandans er Vest- ur-Þýzkaland, sem liggur næst sovézka hernum og mestu mundi tapa í viðskiptum og mannlegum samskiptum við heim kommún- Flutningar Herjólfs aukast jafnt og þétt FLUTNINGAR með Herjólfi milli lands og Eyja hafa aukizt jafnt og þétt frá því að skipið kom tií landsins árið 1976. Herjólfur fór í sina 1500. ferð milli Þorlákshafn- ar og Vestmannaeyja siðastliðinn mánudag og höfðu tæplega 184 þúsund íarþegar ferðast með skip- inu í þessum ferðum. Ferðir árið 1976 voru 170 talsins, 270 árið á eftir, en árið 1978 urðu þær 355 talsins og hafa ekki orðið fleiri á einu ári. Það ár voru farþegarnir rúmlega 40 þúsund. Árið 1979 ferðaðist 42.661 farþegi með Herjólfi í 334 ferðum, en á síðasta ári voru farþegarnir 45.186 í 353 ferðum og hafa ekki áður orðið fleiri frá því að nýi Herjólfur kom til landsins. Bílaflutningar hafa einnig aukizt verulega frá árinu 1976 og voru 9430 bílar fluttir með skipinu í fyrra. Árið 1978 voru 9.027 bílar fluttir með skipinu á milli lands og Eyja. Vöruflutningarnir aukast einnig jafnt og þétt og fóru úr 9538 tonnum árið 1979 í 11.130 tonn á síðasta ári. Frá upphafi hafa 123 farþegar verið fluttir með Herjólfi að meðal- tali í hverri ferð, 25 bílar og 24 tonn af vörum. Herjólfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.