Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 17 ista. Af þessu stafaði merkilega varkár framkoma Vestur-Þjóð- verja, burtséð frá Ólympíuleikun- um, á ári Afghanistans og Pól- lands. Á fundi NATO í Briissel fyrir jólin var opinberlega sýnt fram á samstöðu bandamanna um nauðsynlegar aðgerðir, ef Rússar réðust inn í Pólland, en í raun og veru lauk ráðstefnunni með einka- fundi, þar sem þýzka sendinefndin hafnaði öllum tillögum um til- teknar aðgerðir til að staðið yrði við hinar almennu yfirlýsingar í lokatilkynningunni. Meiri sam- stöðu er að finna í París um þessar mundir en í Bonn. Rómantískir Reaganítar Hvaða vonir getur stjórn Reag- ans haft um að endursameina aðhvort rómantískir eða stöðug- lyndir íhaldsmenn, sem vilja þreifa sig áfram skref fyrir skref. Rómantísku Reaganítarnir virð- ast halda (þótt fáir þeirra segi það upphátt), að mögulegt sé að endurskapa heimsmynd áranna frá því um 1950 fram yfir 1960; koma aftur á „Pax Americana". Þess vegna vilja þeir, að Banda- ríkjamenn birgi sig aftur upp af kjarnorkuvopnum, bæði til þess að koma í veg fyrir að Rússar geti orðið fyrri til að beita kjarnorku- vopnum, eins og þeir eru á góðri leið með að verða hæfir til, og gera Bandaríkjamönnum sjálfum kleift að verða fyrri til, eða í það minnsta að gera þeim kleift að fá Rússa til að sýna heilbrigða gætni. Til þess að koma þessu til leiðar vilja þeir fresta nýjum Salt-við- ræðum til langs tíma. Þess vegna vilja þeir hernaðarbandalag Bandaríkjanna og Kína. Afleið- tveimur meginmarkmiðum. Ann- ars vegar að eyða hættunni á kjarnorkuyfirburðum Rússa, án þess að reyna að fá fram nýja yfirburði Bandaríkjamanna í staðinn. Það táknaði, að Rússar yrðu beðnir að hefja viðræður einhvern tímann á árinu 1981 um endurskoðun Salt-samningsins, þannig að viðurkennd yrði sú meginregla, að „jafnræði" ríkti, en gallar Salt-2 Carters yrðu sniðnir af. í endurskoðuðum Salt-samn- ingi mætti stinga upp á allveru- legum niðurskurði á heildarfjölda langdrægra kjarnorkueldflauga Rússa og Bandarikjamanna og jafnframt innleiða einfaldari mælistiku á þann mátt, án þess að stuðzt yrði við algebru-formúlur samnings Carters — aðeins tölur um fjölda kjarnaodda, eða mega- tonn, svo dæmi sé nefnt. Annað markmiðið er að taka skýrt fram, að viðleitnin til að halda Rússum í skefjum fari fram Vestrænir utanrikisráðherrar ræðast við i Brílssel: Francois-Poncet, Carrington, Genscher og Muskie. bandalagið? Reagan mun komast að því, að tíminn mun vinna með honum að nokkru leyti, þar sem Evrópumenn munu gera sér grein fyrir því á árinu 1981, sem Banda- ríkjamönnum fannst eiginlega liggja í augum uppi fyrir einu ári eða tveimur. En hvort Reagan tekst að fylkja Evrópu að baki sér fer eftir því, hvaða stefnu hann tekur í utan- ríkismálum, og það fer eftir því, hvorum hópi ráðunauta hans tekst að móta utanríkisstefnuna. Reag- anítar eru tvenns konar og mun- urinn á þeinrf fer ekki eftir hug- myndafræði. Þeir aðhyllast sömu almennu hugmyndirnar í öllum meginatrið- um: að Rússar hafi fært sér détente í nyt, þannig að kominn sé timi til að halda þeim í skefjum; að Vesturlönd verði að bera meira skyn á sina eigin hagsmuni og minna verði að fara fyrir hug- myndum, sem Carter hefur fengið frá Woodrow Wilson og klætt í nýjan búning; að töluverður endurvígbúnaður verði að eiga sér stað og að Bandaríkin verði að endurheimta forystuhæfileika sína. Um þetta eru allir sammála. Munurinn á endurskoðunarsinn- unum í hópi íhaldsmanna fer eiginlega eftir lyndiseinkennum. Endurskoðunarsinnarnir eru ann- ingin yrði sú, að ríki heimsins mundu skiptast í vini Bandaríkj- anna og mótherja þeirra og að þeir vissu hvar þeir stæðu, annað- hvort undir vængjum arnarins eða andspænis köldu augnaráði hans. Evrópumenn efast um, að raun- hæft sé að Bandaríkjamenn haldi fram hernaðaryfirburðum sínum, jafnvel þótt efnahagur Rússa sé í kalda koli. Þeim býður í grun, að bandalag Bandaríkjamanna og Kínverja gæti orðið til þess, að Rússar, sem eru eins og klemmdir á milli þeirra, hugsuðu sem svo, að þeir ættu ekki annarra kosta völ en að fara í stríð (á sama hátt og bandalag Frakka og Rússa fyrir 1914 kom Þjóðverjum, sem voru eins og klemmdir á milli þeirra, til að hugsa, að þeir ættu engan annan kost en strið). Jafnvel þótt Evrópumenn fáist til að sætta sig við nauðsyn þess, að Rússum verði haldið i skefjum á nýjan leik, vilja þeir halda opnu einhvers konar sambandi við Rússa. Undir stjórn rómantiskra Reaganíta mundu Bandaríkin eiga stirt samband við Evrópu. Tvær vígstöðvar Stöðuglyndir Reaganítar mundu á hinn bóginn einbeita sér að á tveimur vígstöðvum. Færa verð- ur út línuna, sem var dregin yfir Evrópu 1945, suðaustur á bóginn, þannig að hún verndi olíufram- leiðsluríkin við Persaflóa. Vegur- inn til Ruhr og Tokyo liggur um Hormuz-sund. Samherjar Banda- ríkjanna verða einhvern veginn að sætta sig við það. Þó verður enn ekki komizt hjá rökræðum. Ef fallast á á jafnræði í kjarnorkuvopnum er nauðsyn- legt að koma til leiðar jafnræði í venjulegum vopnum. Annars munu skriðdrekar og fótgöngulið Rússa vinna styrjaldir í skjóli þráskákarinnar í eldflaugum. Það táknar, að Vestur-Evrópa og Jap- an verða að leggja meira af hergögnum af mörkum. Banda- ríkjamenn munu einnig nauða í samherjum sínum til að fá þá til að gegna meira hlutverki í hinni nýju Suðaustur-Asíu, hluta hinna tveggja vígstöðva, þar sem við- leitnin til að halda Rússum í skefjum mun fara fram. Nóg svigrúm er fyrir fjörugar umræður. En líklegra er, að þessi yfirvegaða skilgreining á mark- miðum Bandaríkja Reagans hljóti stuðning vina Bandaríkjamanna en rómantískari útgáfan. Ef Reag- an vill þægilegt bandalag, lætur hann stöðuglyndu mennina um utanríkisstefnuna. (Economist) Katrinarstrandið: Ratsjá óvirk og siglt eftir lóran t SJÓPRÓFUM vegna strands Katrínar á SkciAarársandi hefur komið fram, að ratsjá skipsins varð óvirk í veiðiferð- inni og siglt var eftir lóran. Var ákveðin stefna að hauju samkva'mt lóran er báturinn lenti i brimgarðinum skammt austan við Nýjaós. Allar líkur benda því til að lórantækið hafi gefið rangar upplýsingar, að einhver bilun hafi orðið, en aðvörunarljós, sem á að kvikna þegar slíkt gerist kviknaði ekki. Hríðar- bylur var á og svartamyrkur er slysið átti sér stað. A næstu dögum mun skipstjórinn á Þór- unni Sveinsdóttir mæta í sjó- próf vegna björgunar Katrínar af strandstað. Lýsing og ýmis smærri raftæki kA fj / smærri raftæki f'v / >r i • ! 7 Kað til orkusparnaðar frá Orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðu neytisins og Sambandi isl.. rafveitna 1. Slökkvum ljósin þesar við förum. 2. Notum rétta lýsingu. 3. Flúrpípur. 4. Spegilperur. 5. Ilöldum ljósunum hreinum. 6. Kaffivélar. 7. Notum hitakönnur. 8. Sjóðum í litlu vatni. 9. Ilraðsuðupottar. 10. Notum hraðsuðukatla. 1. Venjum okkur á að slökkva ljósin þegar við yfirgefum vist- arverur. Þetta á bæði við um glóperur og flúrljós. 2. Lýsingin þarf að vera rétt. Hún má hvorki vera of lítil né valda ofbirtu. Best er að hún beinist sem mest að því em horft er á, en ekki framan í áhorfandann. Auk þess þarf að vera hæfileg birta í herberginu. Ljósir fletir endurkasta birtunni miklu bet- ur en dökkir. Veljum því frem- ur ljósa liti en dökka, þá þarf minni lýsingu. I lampa sem eingöngu er til skrauts er best að nota perur sem taka lítinn straum, t.d. 15 W. 3. Flúrpípur gefa um 6 sinnum meira ljós en glóperur miðað við sömu raforkunotkun. 4. Spegilperur safna ljósinu sam- an og beina því í ákveðna átt. Birta frá 40 W spegilperu er svipuð og frá 75 W venjulegri glóperu, en nær til minna svæðis. Notum spegilperur þar sem við á, t.d. geta þær hentað í leslampa og önnur vinnuljós. 5. Ryk, fita og önnur óhreinindi á perum og skermum getur minnkað Ijósið um allt að 30%. Hreinsum því lampa og perur reglulega. 6. Það þarf um 30% minni orku við að laga kaffi í kaffivél en þegar „hellt er upp á könnuna". Auk þess er ekki hitað meira vatn en notað er. 7. Notum hitakönnu til að halda kaffinu heitu, en ekki hitaplöt- una á kaffivélinni. 8. Sjóðum kartöflur, grænmeti og egg í eins litlu vatni og mögu- legt er. Á hitaveitusvæðum er hagkvæmt að nota heitt krana- vatn við suðu matvæla. 9. Þegar matreitt er í hraðsuðu- potti styttist tíminn sem mat- reiðslan tekur, allt niður í þriðjung. Með þessu ~ móti minnkar raforkunotkunin um allt að 40%. Raforkusparnaður næst þó fyrst þegar suðutím- inn er yfir 30 mínútur í venjulegum potti. 10. Við suðu á vatni er notuð um helmingi minni orka ef notað- ur er hraðsuðuketill í stað potts. Auk þess er suðutíminn mun styttri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.