Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 19 Andrei Sakharoí hlaut friðarverðlaun Nóbels 1975 og er nú í stofufangelsi í sovésku borginni Gorkí. Alexander Solsénitsyn hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1970 og var rekinn í útlegð 1974. Vladimir Bukofski heimsótti ísland 1979, en hann var látinn laus í fanga- skiptum 1976 og er nú í útlegð. Vesturlöndum láta sem þau séu að eiga viðskipti við aðila, sem ganga út frá sömu siðferðisforsendum og við. Hagur þegnanna breytist ekki á meðan verkalýðshreyfingar víðs vegar á Vesturlöndum, að með- töldu Alþýðusambandi íslands, senda fulltrúa á 1. maí hátíðahöld- in í Moskvu ár hvert, þar sem engin frjáls verkalýðsfélög eru starfrækt. Ekkert breytist, á meðan við tökum þátt í ólympíuleikum í Moskvu og horfum með velþóknun á skrautsýningar, á sama tíma og læknar eru á stofugangi á geð- veikrahælum við það að dæla heilaskemmandi lyfjaskammti í vistmenn. Það verður engin breyting, á meðan við undirskrifum auðmjúk- ir friðar- og slökunarsamninga við Ráðstjórnarríkin, sem láta varla blekið þorna, áður en næst er látið ríða til höggs. Solsénitsyn kemur skilmerki- lega orðum að þessari hugsun í ræðu sinni, þar sem hann vitnar í þá kenningu Lenins (bls. 40), að sá maður, sem taki ekki allt, sem fyrir framan hann liggi, sé bjáni. Taktu allt, sem þú getur, segir Lenin. Sóttu fram, ef þú getur sótt fram, en hörfaðu undan, ef þú rekst á vegg. Eðli alræðisins verður ekki skilgreint betur í fáum orðum, og við munum engu um það breyta og engum geta hjálpað nema við skiljum þessi orð. Frjálsar þjóðir Vesturlanda hafa mikið vald, sem fólgið er í ómældum efnahagslegum- og hernaðarlegum mætti. Þessar þjóðir, ef þær standa saman, geta beitt valdi sínu þannig, að ráð- stjórnin skilji, að á móti tilslökun verði að koma tilslökun. Á þann hátt getum við lagt lóð á vogar- skál frelsisstríðsins, sem kúgaðar þjóðir Ráðstjórnarríkjanna munu hefja, til að losna undan oki valdsmannanna, undan oki sósíal- ismans. Lykillinn að eigin öryggi okkar og aðstoð við andófsmenn og kúgaða alþýðu manna er beiting valds af festu og réttsýni, enda sýnir þróun síðustu ára að vald með sífelldri undanlátssemi er ekkert vald. Saga þremenninganna, sem rita í Frelsisbaráttuna i Ráðstjórn- arrikjunum. er um margt ólík, en um leið er hún samnefnari fyrir þá, sem eru tilbúnir að leggja lífið að veði fyrir hugsjónir sinar. Andófsmennirnir eru hinir raunverulegu leiðtogar þjóða sinna, sem með verkum sínum hafa sýnt fram á, að skriðdrekar og múrveggir mega sín einskis gegn staðföstum huga og óbilandi hugrekki. Frá afmælishátíð KRFÍ i júni á sl. ári. Afmælishátíð Kven- réttindaf élags Islands Kvenréttindafélag íslands heldur afmælishátið að Kjarvals- stöðum sunnudaginn 25. janúar kl. 14. Slik afmælisvaka er ár- legur viðburður hjá félaginu en tilgangur þessa hátiðarhalds er m.a. sá að vekja athygli á fram- lagi kvenna á sviði bókmennta, visinda og lista. Á hátíðinni verða m.a. kynnt vísindarit, ljóðlist, skáldsaga, smásaga, smásagnasafn og frum- samið tónverk. í anddyri Kjar- valsstaða verður sýning á innlend- um og erlendum bókum eftir konur og um konur. Höfundar og fleiri lesa úr bók- unum „Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur", „99 ár“, æviminningabók Jóhönnu Egils- dóttur, „Hrifsum", ijóðabók eftir Bergþóru Ingólfsdóttur, „Þetta er ekkert alvarlegt" eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur, „ísland á bresku valdasvæði 1914—1918“ eftir Sól- rúnu B. Jensdóttur og „Haust- viku“ eftir Áslaugu Ragnars. Elisabet Gunnarsdóttir mun einn- ig fjalla um bókina „Kvennaklós- ettið" sem hún hefur þýtt. Signý Sæmundsdóttir sópran- söngkona, Gunnar Kvaran selló- leikari og Bernard Wilkins flautu- leikari, flytja tónverkið „Sex jap- önsk ljóð“ eftir Karólínu Eiríks- dóttur. Valva Gísladóttir þver- flautuleikari og Anna Rögnvalds- dóttir fiðluleikari munu flytja dúett eftir Bach og í lokin mun Signý Sæmundsdóttir syngja lög eftir Schubert við undirleik Guð- ríðar Sigurðardóttur. ORKUSPARNAÐUR OKKAR FRAMLAG I ORKUSPARNAÐI SYNUM um helgina kl. 2—5 sd. í Varahlutahúsinu v/Rauöageröi 2 DATSUN GÆÐING Nú á ótrúlega góöu veröi. Veruleg hækkun á næstu sendingu. DATSUN PICK UP DIESEL Buröargeta 1200 kg. - Vél sem hefur margra ára reynslu íslenskra leigubifreiöa- stjóra. - Lúxusinnrétting. CHERRY GRAND LUX ÞANN SPARNEYTNASTA FRÁ DATSUN Framhjóladrifinn. Fylgihlutar m.a.: Klukka - Útvarp - Snúningshraöamælir Opnun á skuthlera og bensínloki úr ökumannssæti ásamt fleiru er fylgir lúxusgerö bíla. VERID VELKOMIN AÐ SKOÐA GÆÐINGANA Datsun & umboðið INGVAR HELGASON Vonarlandi vid Sogaveg Simi 33560

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.