Morgunblaðið - 24.01.1981, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.01.1981, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 Nýr borgarstjóri kosinn í V-Berlin Berlin. 23. jan. — AP. ÞINGIÐ í Vestur-Berlín kaus í dag Hans-Jochen VoKel horgarstjóra í kjöl- far fjármálahneykslisins i borgarstjórninni. Vogel er fyrrverandi dómsmálaráðherra Vest- Veður víða um heim Akureyri +1 skýjaó Amaterdam 5 skýjaó Aþena 11 rigning Bertin +3 skýjaó BrUsael 6 skýjaó Chicago 8 heióskírt Feneyjar 6 heióskírt Frankfurt 1 heióskírt Færeyjar 9 skúrir Genf 0 heióakírt Hefainki 3 skýjaó Jerúsalem 15 heióskírt Jóhannesarb. 22 rigning Kaupmannahöfn 1 skýjað Laa Palmas 19skýjaó Lissabon 19 heióskírt London 12 skýjað Los Angeles 21 rigning Madrid 18 heióskírt Malaga 15 mistur Mallorca 14 hálfskýjaó Míami 15 skýjaó Moskva +4 skýjaó New York 4 skýjaó Osló 4 skýjaó París 7 skýjaó Reykjavík 1 úrkoma í {grennd Rió de Janeiro 31 rigning Rómaborg 109 heióskírt Stokkhólmur 3 úrkoma Tel Aviv 23 heióakírt Tókýó 107 heiðskírt Vancouver 14 rigning Vfnarborg 2 heiðskírt ur-Þýzkalands og var áður borgarstjóri Miinchen. Hann er 53 ára að aldri. Vogel fékk 73 atkvæði, 60 voru á móti og tveir sátu hjá. Borgar- stjórn sósíaldemókrata og frjálsra demókrata hefur 72 sæti í þinginu, en kristilegir demó- kratar 63. Að minnsta kosti einn kristilegur demókrati mun hafa kosið Vogel. Vogel tekur við af Dietrich Stobbe, sem sagði af sér ásamt borgarstjórn sinni þar sem tveir þingmenn hans sem áttu einnig sæti í stjórn banka í Berlín, samþykktu að ábyrgjast lán handa byggingameistara, sem er nærri gjaldþrota og flýði frá borginni, þannig að skattgreið- endur verða að borga brúsann. Guido Brunner, fyrrverandi fulltrúi Vestur-Þjóðverja í stjórn Efnahagsbandalagsins, var kos- inn staðgengill Vogels með 72 atkvæðum gegn 63. Hann mun einnig fara með efnahagsmál og samgöngumál í borgarstjórninni. Vogel tilkynnti að kosningar yrðu haldnar síðar og gekk þar með að kröfu kristilegra demó- krata, sem töldu kosningarnar „hreinlegustu leiðina" til að yfir- stíga hneykslið í borginni, sem sósíaldemókratar hafa ráðið í 26 ár samfleytt. Kim sýnd miskunn Seoul. 23. jan. AP. SUÐUR-Kóreustjórn breytti í dag dauðadóminum gegn andófs- leiðtoganum Kim Dae-Jung i æviiangt fangelsi samkvæmt fyrirmælum frá Chun Doo Hwan forseta að þvi er tilkynnt var í dag. Hæstiréttur hafði skömmu áður staðfest dauðadóminn. Chun forseti fer til Washington eftir fimm daga til viðræðna við Ronald Reagan forseta. Síðan til- kynnt var um fundinn hefur verið búizt við því að Chun forseti sýndi Kim vægð til að ryðja úr vegi viðkvæmasta deilumáli Banda- ríkjamanna og Suður-Kóreu- manna. ENN SIGRAR ALI — Myndin er frá því þegar hnefaleikakappinn Mohammed Ali kom í veg fyrir að þunglyndur maður kastaði sér ofan af níundu hæð í byggingu í Los Angeles. Það tók Ali nokkra klukkutíma að tala um fyrir manninum en allt fór vel að lokum. Minna korn handa Rússum en áætlað MoHkvu. 23. jan. — AP. KORNFRAMLEIÐSLA Rússa í fyrra var 182,2 milljónir lesta miðað við 235 milljónir lesta, sem opinberlega var stefnt að á árinu, og framleiðsla á kjöti og mjólk og fleiri afurðum var minni en áður að þvi er tilkynnt var í dag. Olíuframleiðsla varð líka nokkru minni en áætlað hafði verið í fyrra, en framleiðsla á jarðgasi náði því marki, sem að var stefnt. Iðnaðar- framleiðsla jókst um 3,6% miðað við 4,5%, sem stefnt var að. Framleiðslan á olíu 1980 var 603 milljónir lesta (12,06 milljón tunn- ur á dag), eða um 3% meiri en árið á undan. Þetta bendir til þess, að aukning olíuframleiðslunnar sé hægari en áður. Þótt CIA hafi spáð því að olíu- framleiðsla Rússa muni minnka eftir 1985, er að því stefnt í áætlunum Rússa að framleiðslan 1985 verði 620 til 645 milljónir lesta (12,4 til 12,9 milljónir tunna á dag), sem er nokkur aukning. Sovézkir embættismenn hafa lagt áherzlu á, að sigrazt verði á „mat- vælavandamáli" í Sovétríkjunum, svo að frammistaða Iandbúnaðarins í fyrra hlýtur að valda þeim vonbrigðum. Kornframleiðslan var aðeins 10 milljónum lesta meiri en 1979, þegar mikill uppskerubrestur varð, og framleiðslan nam alls 170 milljónum lesta. Veðurfari, einkum rigningu, er kennt um landbúnaðarvandann í fyrra. Því er neitað að kornsölu- bann Bandaríkjamanna hafi haft áhrif og sagt að farið hafi verið í kringum það. Christopher hugðist fara Los Aniceles. 23. jan. — AP. WARREN Christopher, aðstoðar- utanrikisráðherra Bandarikjanna, fékk sig fullsaddan á þófi írana tæpum 12 tfmum áður en þeir slepptu handarísku gislunum og fyrirskipaði að flugvél yrði höfð til taks svo að hann gæti farið frá Algeirsborg með stuttum fyrirvara að sögn Los Angeles Times i dag. Blaðið segir, að á mánudagskvöld hafi Christopher borizt til eyrna, að íranar hefðu ekki áhuga á að sleppa gíslunum áður en Carter-stjórnin færi frá daginn eftir. íranar sögðust vilja semja um önnur atriði og kanna önnur mál. Þá ákvað Christ- opher að búast til brottferðar á hádegi næsta dag. Þegar alsírsku milligöngumenn- irnir urðu áhyggjufullir sagði Christopher þeim rólega: „Umboð mitt rennur út þá og ég ætla að fara heim.“ Afstaða írana mildaðist þeg- ar þeir heyrðu þetta að sögn Los Angeles Times, sem byggir frásögn sína á viðtölum við Carter og samstarfsmenn hans. Aukaþing brezka Verkamannaflokksins: Upphafíð að afdrifa- ríkum klofningi? MIKLAR líkur eru á því að aukaþing Verka- mannaflokksins nú um helgina verði upphafið af afdrifarikum klofningi i flokknum. Auka- þinginu er ætlað að ákveða nýjar reglur um kjör flokksleiðtoga. Um slikar reglur hefur hins vegar staðið mikill styrr. Frá stofnun Verkamannaflokksins hefur þingflokkurinn einn kosið leiðtoga. Endur- speglar sú aðferð rótgróna þingræðishefð í Bretlandi. Flokksleiðtogi er ævinlega forsætis- ráðherra þegar flokkur hans er við völd. Þeir, sem vilja halda í gamla formið, telja mikilvægt að vernda sjálfstæði hinna lýðræðiskjörnu þingmanna. Afskipti flokksins af Ieiðtogakosn- ingunum gætu verið fyrsta skrefið í átt til flokks-alræðis, segja þeir. Talsmenn breytinganna vilja auka vald hins almenna flokks- manns, sem þeir segja afskiptan í þessum veigamiklu kosningum. Margvíslegar hugmyndir hafa verið settar fram. Fela þær flest- ar í sér að þingmenn, verkalýðs- félög og einstakir flokksmenn kjósi flokksleiðtogann og verði settar ákveðnar reglur um vægi atkvæða þeirra. Þeir, sem talað hafa gegn breytingunum, benda á að verka- lýðsfélögin ráði núna 90% at- kvæða á landsfundi og hafi því öll ráð í hendi sér, verði breytingar- tillögurnar að lögum. Dr. David Owen, fyrrum utan- ríkisráðherra, sagði í sjónvarps- viðtali fyrir skömmu, að yrðu breytingarnar að lögum, myndi hann íhuga að ganga úr Verka- mannaflokknum og stofna nýjan stjórnmálaflokk. Dr. Owen til- heyrir svokallaðri þremenn- ingaklíku, sem hefur sakað Verkamannaflokkinn um óheyri- lega vinstrivillu. Hugmyndin um stofnun nýs jafnaðarmannaflokks nýtur mik- ils stuðnings í Bretlandi. í nýlegri skoðanakönnun kom fram að 39% kjósenda myndu í dag kjósa Verkamannaflokkinn, 30% íhaldsflokkinn og 12% Frjáls- lynda flokkínn. Ef hins vegar yrði myndað kosningabandalag frjáls- lyndra og jafnaðarmanna undir forsæti hinar vinsælu Shirley Williams, fyrrverandi mennta- málaráðherra, sem er í þremenn- ingaklíkunni, þá yrðu úrslit þau að íhaldsflokkurinn fengi 24% atkvæða, Verkamannaflokkurinn 27% en kosningabandalagið yrði stærsti flokkurinn með 31% at- kvæða. Það er því ekki að furða þótt Michael Foot, hinn vinstri sinn- aði leiðtogi Verkamannaflokks- ins, hamist nú sem óður við að bera klæði á vopnin. I því skyni hefur hann sett fram stefnu í öryggismáium og Evrópu-mál- efnum, sem er í hróplegu ósam- ræmi við fyrri sjónarmið hans, en er ætlað að koma til móts við MICHAEL FOOT, formaður Verkamanna- flokksins. hinn hófsamari öfl Verkamanna- flokksins. Sjálfur á Foot undir högg að sækja, því þrátt fyrir óvinsældir Thatcher-stjórnarinnar nýtur hann ekki álits. Nýleg skoðana- könnun sýndi að einungis 26% þeirra er spurðir voru töldu hann góðan leiðtoga. 42% töldu hann það ekki. ví? S5t.“.Írigu aukapings Verk". SHIRLEY WILLIAMS, vinsælust i þremenninga- klikunni og Ifklegust til forystu. mannaflokksins á morgun, mun óvissan grúfa yfir. Þótt þeir Owen og félagar hafi tekið yfir- lýsingum Foots rólega og vinstri menn hafi heldur firrzt við. Kunnur þingmaður úr róttækari arminum, Frank Allen, sagði í útvarpi í gær, að hann mundi ekki gráta brottför þremenn- ingaklíkunnar úr flokknn~ má því að vindarnir blási nú í fang Verkamannaflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.