Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 25 ells-starfsmanna, les upp bréfið til áðshússins. 9 tlaráðherra afrit af Jbréfinu til þá líka fjarverandi. Á myndinni fhenda bréfið einum starfsmanni ileika“! verði fellt niður eða dreift á fleiri atvinnugreinar. Það er trú okkar að með því móti einu sé hægt að vinna gegn sam- drætti í okkar atvinnugrein og þar með tryggja atvinnuöryggi okkar og komið verði í veg fyrir að á annað hundrað manns búi við það óöryggi, sem atvinnuleysi veldur. Samþykkt á fundum starfsmanna gosdrykkjaverksmiðjanna." Fréttir um súrálsmálið í svissneskum blöðum: Iðnaðarráðherra grun- ar Alusuisse um að flytja íé í skattaparadís Alusuisse ítrekar að það hafi hreinan skjöld ÁSAKANIR Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra, í garð Alusuisse, sem hefur höfuðstöðvar í Ziirich, þess efnis, að fyrirtækið hafi selt dótturfyrirtæki sínu á íslandi, álverinu í Straumsvík, súrál á óeðlilega háu verði, hafa verið til umræðu í svissneskum blöðum. í blaðinu Tribune - Le Matin í Lausanne birtist fimmtudaginn 15. janúar grein eftir blaðamann að nafni Bernard Bridel undir fyrir- sögninni: „Uppblásið verð, samn- ingar ekki virtir, vafasamar aðferð- ir“, Alusuisse í gapastokki vík- inganna. — I greininni eru raktar ásakanir Hjörleifs Guttormssonar á hendur Alusuisse, um að fyrir- tækið hafi selt ísal súrál frá Gove í Astralíu fyrir 54% hærra verð en heimsmarkaðsverð. Síðan segir orð- rétt í greininni: „Hitt er þó alvarlegra, að ráð- herrann grunar Alusuisse um að flytja þann hagnað, sem það hefur af hækkun í hafi með bókhalds- kúnstum til annars dótturfyrirtæk- is síns, Alusuisse International NV, fjármagnsfyrirtæki, sem hefur bækistöðvar í skattaparadísinni á hollensku Antille-eyjum.“ Þá ítrekar blaðamaðurinn þá fullyrðingu iðnaðarráðherra, að undanfarin sex ár nemi hækkun súráls í hafi til álversins samtals 47,5 milljónum dollara. Hann segir, að til að rökstyðja ásakanir sínar hafi ráðherrann og sérfræðingar hans leitað aðstoðar hjá stóru alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki, Coopers & Lybrand í London auk þess sem þeir styðjist við tölur frá Hagstofu Ástralíu. Þá segir, að stjórn Alusuisse hafi ekki enn svarað nema munnlega og óljóst ásökunum íslensku ríkisstjórnar- innar. Á Islandi búi almenningur sig undir harða baráttu milli ísals og Islands, til marks um hörkuna nefnir blaðamaðurinn, að í einu íslensku blaði hafi verið haft eftir einum stjórnenda Alusuisse: „Þetta eru kommúnistar, sem vilja koma í veg fyrir samvinnu við erlend fyrirtæki." I grein sinni getur blaðamaður- inn Bernard Bridel þess, að Alu- suisse sé fjórða stærsta fjölþjóða- fyrirtæki Svisslendinga og sjötti stærsti framleiðandi á áli í veröld- inni. Fyrirtækið lét ekki undir höfuð leggjast að skýra málstað sinn, því að 16. janúar birtist svar frá því í blaðinu Tribune - Le Matin. Eru stafir sama blaöamanns við þá frétt og í inngangi hennar er ítrekaður grunur Hjörleifs Gutt- ormssonar um að Alusuisse flytji hagnaðinn af hækkun súrálsins í hafi til skattaparadísarinnar í Curacao á hollensku Antille-eyjum. í fréttatilkynningu Alusuisse er ekki vikið einu orði að þessum grunsemdum iðnaðarráðherra ís- lands en hins vegar gerð grein fyrir súrálsverðinu. Efni tilkynningar- innar er samhljóða og í þeirri, sem Alusuisse sendi frá sér hér á landi og birtist í Morgunblaðinu 18. desember síðastliðinn. Þar segir, að súrálsverðið milli ísal og Alusuisse hafi ávallt verið og sé enn innan þeirra marka, sem gilda í alþjóðleg- um langtímasamningum um af- hendingu á súráli. Samanburður á hagskýrsluverði ástralsks súráls- útflutnings til íslands við innflutn- ingsverð Isals sé villandi. Ástralsk- ar hagskýrslur taki ekki tillit til afturvirkra verðleiðréttinga, sem byggjast á kostnaðarhækkunum. Auk þess taki þær ekki heldur til fjármagnskostnaðar af lánum, sem tekin séu utan Ástralíu, né af- skrifta, sem ekki séu að fullu bornar uppi af hinu ástralska dótturfyrirtæki Alusuisse. í lok tilkynningar sinnar segir Alu- suisse, að viðræður fari fram við stjórnvöld á íslandi og telji fyrir- tækið víst, að með þeim verði unnt að eyða öllum misskilningi. Eftir að hafa skýrt frá þessari tilkynningu í endursögn birtir blaðamaðurinn Bernard Bridel lít- inn ramma með þessum orðum undir fyrirsögninni: Einhvers stað- ar pottur brotinn? „Það er ef til vill barnaskapur hjá Islendingum að ráðast á svissneska stórfyrirtækið. Einn af yfirmönn- um upplýsingadeildar Alusuisse benti okkur á það í gær, að enn réðu markaðslögmálin í efnahagslífi okkar, þar sem samkeppnin væri harðvtíug: „Ef við högum okkur ekki eins og allir aðrir, kynnu Luxemborgarar eða einhverjir aðrir að verða komnir í okkar stað, áður en við rönkuðum við okkur." Samt heyrast nokkrar norðlægar raddir, sem spyrja, hvernig fjöl- þjóðafyrirtæki — sem miklar vonir voru bundnar við — geti fjárfest í landi og borið jafn lítið úr býtum eins og raun ber vitni? Er ekki einhvers staðar pottur brotinn? Nei, segja menn í höfuðstöðvum Alusuisse í Ziirich, markaður fyrir ál hefur verið erfiður síðustu ár og það er eðlilegt, að gróðinn sé ekki mikill. En hvers vegna fóru þeir þá til íslands? Vegna þess að þar er unnt að fá raforku fyrir gott verð. Við stöndum sem sé frammi fyrir viðræðum, sem munu bera þess merki, að Islendingar eiga erfitt með að skilja flókna uppþyggingu fjölþjóðafyrirtækis sem teygir anga sína um víða veröld með fjármagns- fyrirtækjum, verksmiðjum og hefur kænlega innri skipan. Þeir hjá Alusuisse segja okkur, að í viðræð- um aðilanna muni ráðamenn í Reykjavík sannfærast um hreinan skjöld fyrirtækisins." Auk þessara greina úr Tribune - Le Matin hefur Morgunblaðið undir höndum ljósrit af frétt blaðsins Neue Zurcher Zeitung frá 16. janú- ar um málið. Sú frétt er byggð á upplýsingum frá svissnesku fréttastofunni ATS í Bern, en fréttastofan vísar í skeyti sínu til greinarinnar í Tribune - Le Matin frá 15. janúar. Hvorki í Neue Zúrcher Zeitung né skeyti frétta- stofunnar er þess getið, að Hjörleif Guttormsson gruni að Alusuisse flytji hagnað til Curacao. Féll 2.000 fet meðan hann reyndi að ræsa hreyfilinn „ÉG ÁTTI mér einskis ilis von, hreyfillinn hafði gengið eins og klukka i næstum 15 kiukkustund- ir án þess að senda frá sér aukahljóð, er allt i einu drapst á honum. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, ferðin hafði gengið snurðulaust, en allt i einu. eins og hendi væri veifað, varð flugvélin aflvana og byrjaði að siga niður á við.“ sagði banda- riski ferjuflugmaðurinn Horace P. Byrd í samtali við Morgun- blaðið í gær, en hann varð fyrir þeirri óþægilegu lífsreynslu í vikunni að eins hreyfils flugvél hans missti vélarafl, er hann var staddur 5 sjómilur vestur af Keflavik á leið til íslands. Og er hann ætlaði að halda ferð sinni áfram til Evrópu og Afríku í gær, varð hann að snúa við vegna bilunar í stjórntækjum. Horace, sem er þaulvanur flugi við hin ýmsu skilyrði, verður því stranda- glópur á Islandi enn um sinn, en hann er að ferja farkost sinn, sem er áburðardreififlugvél af gerðinni Rockwell Thush Commander, frá Bandaríkjunum til Malawi í Afr- íku. „Ég var í farflugi milli skýja- laga í 13.000 fetum þegar hreyfill- inn drap á sér. Það gefst lítill tími til að velta fyrir sér því sem kynni að bíða manns ef hreyfillinn færi ekki í gang á ný, þar sem ég hugsaði um það eitt að koma honum aftur í gang. Ég beitti öllum brögðum og loks tók hann við sér. Það var þægileg tilfinning að finna flugvélina fljúga aftur fyrir afli í stað þess að sitja í litlum og þröngum stjórnklefan- um og verða þess áskynja að úfið hafið nálgaðist óðfluga,” sagði Byrd. Hann sagði, að líklega hefði hann stritað við hreyfilinn í tæpar fjórar mínútur áður en hann hrökk aftur í gang. Hann sagðist í raun og veru ekki hafa óttast að þurfa að lenda á hafinu, hann hefði orðið fyrir reynslu af því tagi fyrir 12 árum er hann var að ferja eins hreyfils flugvél frá Kaliforníu til Hawai, en þá átti hann ekki um annað að velja en að nauðlenda á hafinu 180 sjómílur undan Hawai vegna bil- unar. „Það er þó ekkert spaug að verða fyrir bilun á úthafinu, ég þekkti 10 til 15 flugmenn sem fórust hér á milli í ferjuflugi, ýmist vegna benzínleysis eða vél- arbilunar,” sagði Byrd. Hann flaug sprengjuflugvél af gerðinni B-25 í síðustu heimsstyrjöld og var seinna í ferjudeild bandaríska flughersins og kom þá mjög oft við á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur því mikla reynslu af flugi við Island, og sagði okkur margar hrakningasögur sem ekki er rúm fyrir að þessu sinni. „Eg veit ekki hvur fjandinn kom eiginlega fyrir. Margt bendir þó til þess að ískögglar frá rótum skrúfuspaðanna hafi hrokkið inn í loftinntakið og stíflað það. Flug- virkjar fundu ekkert athugavert við hreyfilinn, enda er hann sá áreiðanlegasti sem framleiddur er í dag, en hann er hverfihreyfill af gerðinni Garrett T.P.E. 331. Hann er þó eiginlega ekki gerður fyrir flug við skilyrði af því tagi sem þarna voru, þ.e. 30 stiga frost á Celcius. Ég ætlaði að halda ferð minni áfram í dag, fljúga í einum áfanga til Bournemouth á Englandi, en sneri við eftir hálfrar klukku- stundar flug. Ég heyrði eitthvað óeðlilegt hljóð og vott að titringi og sneri við. Þegar ég átti skammt ófarið til Reykjavíkur kvað við hár hvellur er stjórnvír stélflatar brast. Hafði heppnina með mér, því ef vír af þessu tagi ofan á stélfletinum hefði brostið, hefði það valdið talsverðum erfiðleikum í fluginu," sagði H. P. Byrd. Allan tímann var hann rólegurí fasti, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í þessari ferð, sem hófst í nóvem- ber. Fyrir honum liggur að fljúga til Malawi í fimm áföngum, með viðkomu í Bournemouth, á Möltu, í Luxor í Egyptalandi og Nairóbí í Kenýa, en þaðan flýgur hann svo í einum áfanga til Blantyre í Mal- awi. „Undir venjulegum kringum- stæðum er ódýrara og fljótara að ferja flugvélar en senda þær með skipum, en þessi túr er þó orðinn bæði dýr og langur,“ sagði Byrd að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.