Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 26

Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 Hættir sem stjorn- arformaður verka- mannabústaðanna „ÉG hef tilkynnt félagsmálaráðherra, að ég muni ekki taka endurskipun sem formaður stjórnar verkamannabústaðanna í Reykjavík," sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson, loggiltur endurskoð- andi, í samtali við Mhl. í gær. „Það eru viss kaflaskipti nú, þegar framkvæmdum í Breiðholti er lokið og mér finnst heppilegt að hætta á slíkum tímamótum." Eyjólfur sagði, að á þeim tólf árum, sem hann hefði verið formaður framkvæmdanefnd- arinnar og verkamannabústað- anna hefðu verið byggðar tæp- lega 2000 íbúðir í Breiðholti að raðhúsunum í Hólahverfi með- töldum, en þeim var úthlutað í lok síðasta árs. Framkvæmdir Eyjólfur K. Sigurjónsson eru hafnar við nýjan áfanga verkamannabústaða á Eiðs- granda. Með nýjum lögum um stjórn verkamannabústaðanna eru þrír stjórnarmanna tilnefndir af Reykjavíkurborg eins og áð- ur, en í stað 3ja fulltrúa Hús- næðismálastofnunar ríkisins, tilnefnir BSRB nú einn fulltrúa, ráðherra skipar formann án tilnefningar og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík tilnefnir tvo stjórnarmenn í stað eins áður. Fulltrúar Reykjavíkurborgar í nýju stjórninni eru Sigurður E. Guðmundsson, Páll Magn- ússon og Gunnar Helgason, fulltrúar fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna eru Guðmundur J. Guðmundsson og Hilmar Guðlaugsson og fulltrúi BSRB er Kristján Thorlacius. Félags- málaráðherra hefur enn ekki skipað stjórnarformann, en bú- ist er við því, að það verði Guðjón Jónsson, sem var vara- formaður síðasta stjórnartíma- bil. Hluti þátttakenda í sjávarútvegsráðstefnu Sjálfstæðisflokksins. Matthías Bjarnason á ráðstefnu um sjávarútvegsmál: Oslóarsamningurinn vék burt erlendum veiðiflotum - og tollmúrum á EBE-mörkuðum Á vörusýningunni Heimilið '80 efni Sól hf. til samkeppni um besta slagorðið fyrir Topp-svaladrykkinn sem fyrirtækið hafði þá nýverið hafið framleiðslu á. LENGST af veiddu erlendar þjóð- ir góðan helming af bolfiskafla á Islandsmiðum, sagði Matthias Bjarnason. fv. sjávarútvegsráð- herra, í fróðlegu erindi á ráð- stefnu Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál i Valhöll i gær. Arið 1967 var hlutur útlendra 53V4% heildaraflans. 1973, tveim- ur árum eftir útfærsluna i 50 milur, var aflahlutur erlendra veiðiflota enn 41,1%. Það var ekki fyrr en eftir útfærsluna i 200 milur og sigursamninginn við Breta í Osló, 1976, sem tslendingar náðu settu marki. 1978 er aflahlutur útlendra kom- inn niður i 4,6% og á sl. ári 1980 niður í 3,67%, en þær veiðar eru með frjálsum samningum okkar við aðrar þjóðir. Samningurinn í Osló tryggði jafnframt fram- kvæmd á viðskiptasamningi við EBE, sem fól i sér mikilvægar eftirgjafir á innflutningstollum á sjávarafurðum okkar i EBE- rikjum, en stærstur hluti út- fluttra sjávarafurða okkar á EBE-markað nýtur nú tollfrelsis. Guðlaug Ingibergsdóttir hlaut verðlaunin, 1000 krónur, fyrir svarið „Getur þú verið Topp-Iaus?“ Á myndinni sést Guðlaug taka við verðlaununum úr hendi Davíðs Sch. Thorsteinssonar fram- kvæmdastjóra. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti ráð- stefnuna með nokkrum ávarpsorð- um, en hún er sótt af milli 70 til 80 Steingrímur Hermannsson: Ekki til bóta að skipta um hesta í miðri á „ÉG IIEF nú satt að segja lítið kynnt mér þetta, en ég las þó fyrirsögnina og kannast við innihaldið." sagði Steingrímur Hermannsson formaður Fram- sóknarflokksins. er Morgun- blaðið spurði hann i gær álits á hugmyndum Benedikts Gröndal um að mynda þurfi nýja ríkis- stjórn fyrir mitt þetta ár, án þátttöku Alþýðuhandalagsins. „Ég hef ekki trú á þeim vinnu- brögðum, að menn sem eru í stjórnarsamstarfi setjist niður með öðrum og vinni á þann hátt," sagði Steingrimur enn- fremur. „Slíkt yrði hvorki stjórnarsamstarfinu né þjóð- inni til góðs. Ég hef ekki tekið þátt í neinu slíku, og það hefur enginn rætt við mig um aðra ríkisstjórn. Þessar hugmyndir eru algjörlega óraunhæfar, enda met ég skoð- anakannanir á þann veg, að núverandi ríkisstjórn hafi byr, og æskilegast er að reyna að halda þeim byr og ná verðbólg- unni niður eins og að er stefnt. Það getur ekki verið til bóta, frá mínum bæjardyrum séð, að skipta um hesta í miðri á. — Nær er að reyna að ná landi hinum megin. Þetta eru aðeins vangaveltur í krötunum, sem ég ekki þekki,“ sagði Steingrímur að lokum. fulltrúum víðsvegar að af landinu. Eftir setningarræðu formannsins flutti Matthías Bjarnason, fv. sjávarútvegsráðherra, fróðlega ræðu um sjávarútvegsmál, sem Mbl. mun gera sérstök skil síðar. Þá hófst dagskrárliður, sem fjall- aði um stjórnun fiskveiða í ljósi fenginnar reynslu, og stjórnunar- leiðir, sem verið hafa í þjóðmála- umræðu. Framsögumenn vóru: Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri, ísafirði, Hörður Þórhallsson skipstjóri og útgerð- armaður, Húsavík, og Sigurður Einarsson, útgerðarmaður, Vest- mannaeyjum. Ólafur B. Ólafsson, forstjóri Miðness, flutti erindi um fjár- mögnun fiskiðnaðar, framleiðni og afkastaaukningu; Már Elísson, fiskimálastjóri, og Hjalti Einars- son, framkvæmdastjóri SH, fjöll- uðu um söluhorfur á fiskmörkuð- um og samninga við EBE og EFTA; Guðmundur Karlsson, al- þingismaður, um rannsóknar- starfsemi í sjávarútvegi og Ágúst Einarsson, viðskiptafræðingur, um fjármál, sjóði, fjármagns- kostnað og lánsfjármarkaði. Eftir hvert framsöguerindi vóru heimil- aðar fyrirspurnir og athugasemd- ir, sem leiddu til nokkurra um- ræðna. I dag verður ráðstefnunni hald- ið áfram í Valhöll með panelum- ræðum kl. 9.30 árdegis. Þátt- takendur verða fulltrúar sjó- manna, fiskvinnslufólks og út- gerðaraðila. Eftir hádegi starfa umræðuhópar í fimm málaflokk- um. Síðdegis skila umræðuhópar niðurstöðum og þá varða almenn- ar umræður. Ráðstefnuslit eru ráðgerð kl. 17 síðdegis. Vörubifreiðastjórar á Suðurnesjum: Átelja harðlega seina- gang við framkvæmd nýrrar flugstöðvar „EINS og nú horfir, stefnir í verulegt atvinnuleysi hjá vörubifreiðastjórum á Suðurnesjum. í framhaldi af þeirri þróun mála, átelur fundurinn harðlega seinagang vegna undirbúnings framkvæmda við byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli og mannvirkjagerð varðandi olíubirgðastöð í Helguvík og lifsnauðsynlegra flutninga á olíugeymum varnarliðsins af Nikkolsvæðinu, rétt við neyzluvatnssvæði Njarðvíkinga," segir í ályktun, sem samþykkt var einróma á almennum félagsfundi Vörubifreiðastjórafélags Suðurnesja. Fundurinn í félaginu var framkvæmdir þessar eru sér- haldinn 20. janúar síðastliðinn og í ályktun hans segir ennfrem- ur: „Fundurinn beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnar ís- lands, að hún hlutist til um að hafizt verði þegar í stað handa við ofangreindar framkvæmdir. Þá varar fundurinn sérstaklega við þeim aðilum, sem hafa reynt að drepa málum þessum á dreif og villa fólki sýn, varðandi þessi þjóðhagslegu hagsmunamál.“ Að lokum segir í ályktun vörubifreiðastjóranna: „Þar sem stakt hagsmunamál fyrir okkur Suðurnesjamenn, lýsir fundur- inn yfir stuðningi við áður gerðar samþykktir bæjar- og sveitastjórna á Suðurnesjum varðandi málefni þessi.“ C5 INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.