Morgunblaðið - 24.01.1981, Side 33

Morgunblaðið - 24.01.1981, Side 33
HVAÐ ER AD GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 33 Sýningar um helgina Frá sýningu A. Paul Webers í Djúpinu við Hafnarstræti. Ljónm. Kristján EinarsHon. i i m*.f Frá sýningunni sem nú stendur yfir i Galleri Langbrók i Bernhöftstorfu. Myndir og munir eftir aðstandendur gallerisins Og fleiri listamenn. Ljónmynd Kriatján Einarsson. Frá sýningu Vetrarmyndar i vestursai Kjarvalsstaða: vefnaður eftir Sigriði Jóhannsdóttur og Leif Breiðf jörð. Ljósm. Emilia Bjorg Bjðrnsdóttir. Frá sýningu Vetrarmyndar í Vestursal Kjarvalsstaða: oliumál- verk eftir Hring Jóhannesson. Ljósm. Emiiia Bjorg Bjðmsdóttir. Frá hollensku skartgripasýningunni á Kjarvalsstöðum. Ljósm. Emilia Björg Björnsdóttir. I ■' I Munch-sýning og fyrirlestur í dag verður opnuð sýning á málverkum og grafikmyndum eftir norska málarann Edvard Munch (1863—1944) í anddyri Norræna hússins. Sýningin mun verða opin til 22. febrúar. Á árunum kringum aldamótin síðustu dvaldi Munch löngum í Þýskalandi og bjó þá m.a. hjá dr. Max Linde í húsi hans skammt utan við Burgtor. Linde bað Munch að mála nokkrar skógar- myndir til að skreyta herbergi barna sinna, en Munch afhenti aldrei myndirnar og eru þær því nú í eigu Munch-safnsins í Ósló. Sjö þessara mynda eru nú til sýnis í Norræna húsinu og auk þeirra úrval grafíkmynda. Eru það litó- grafíur, tréristur og ætingar. Sowerberry likkistusmiður og frú veita Oliver ráðningu. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Dags hríðar spor á stóra sviðinu DAGS hríðar spor eftir Valgarð Egilsson hefur nú verið flutt af litla sviði Þjóðleikhússins upp á það stóra og er fyrsta sýningin eftir flutninginn nú í kvöld. Leik- ritið var sýnt sextán sinnum á litla sviðinu og var jafnan húsfyllir. Dags hríðar spor er bitur skop- ádeila á islenskt samfélag þar sem bæði embættismcnn og almenning- ur fá sínar sneiðar. Leikstjórar eru Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason. en leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jó- hannsson og lýsinguna annast Ingvar Björnsson. Með helstu hlut- verkin fara Rúrik Haraldsson. Hcrdis Þorvaldsdóttir, Þórir Steingrimsson, Árni Blandon, Flosi ólafsson og Ifelgi Skúlason. Barna- og fjölskyldusýning Þjóð- leikhússins á Oliver Twist sem frumsýnd var um síðustu helgi verður sýnd þrisvar um þessa helgi; í dag kl. 15.00 og á morgun kl. 15.00 og einnig kl. 20.00 annað kvöld. Söguna af hrakningum munað- arleysingjans Olivers Twist ætti að vera óþarft að rekja hér, því hún er vel kunn. Með helstu hlutverkin fara Börkur Hrafnsson og Sigurður Sverrir Stephensen sem leika Oli- ver til skiptis, Flosi Ólafsson leikur hr. Bumble umsjónarmann, Bryn- dís Pétursdóttir leikur frú Bumble, Baldvin Halldórsson leikur Fagin, Þórunn Magnea Magnúsdóttir leik- ur götudrósina Nancý, Erlingur Gíslason leikur skúrkinn Bill Sikes, Ævar R. Kvaran leikur hr. Bron- low, Valur Gíslason leikur hr. Grimwig, en alls koma um 30—40 manns fram í sýningunni. Sýning þessi er skipulögð í samvinnu við forstjóra Munch- safnsins í Ósló, Alf Bee, og mun hann halda fyrirlestur um Edvard Munch í Norræna húsinu sunnu- daginn 25. janúar kl. 16.00. Nefnist fyrirlesturinn: „Face’tter af Edvard Munchs kunst". Með fyrir- lestrinum verða sýndar litskyggn- ur. Alf Boe hefur verið forstöðu- maður fyrir listasöfnum Ósló- borgar frá 1977 og undir hans stjórn eru því bæði Vigelandssafn- ið og Munch-safnið. Auk þess hfur hann starfað í tengslum við mörg önnur söfn og einnig Óslóarhá- skóla. Alf Boe er listfræðingur að mennt og stundaði nám í Bergen, Ósló og Oxford með listiðn sem sérgrein og hfur hann skrifað margt um það efni. Leikfélag Kópavogs: 66. sýning d Þorláki þreytta í kvöld sýnir Leikfélag Kópa- vogs Þorlák þreytta í 66. sinn og verður sýningum haldið áfram meðan aðsókn helst eins og verið hefur. Leikfélag Kópavogs hefur nú tekið í notkun sjálfvirkan sím- svara sem opinn er allan sólar- hringinn og tekur á móti pöntun- um. Eins og fyrr segir ræðst það af aðsókninni, hvað Þorlákur verður lengi á fjölunum í Kópa- vogi, en ákveðið hefur verið að sýna hann, ef þörf krefur, jafn- framt Leynimelnum, sem frum- sýndur verður í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.