Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 37

Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 37 Helga Sigurðardótt ir - Minningarorð Minning: Karl Gunnar Lindström Fædd 18. nóvember 1895. Dáin 19. janúar 1981. Helga Sigurðardóttir var dóttir hjónanna Haildóru Sveinsdóttur og Sigurðar Þorvarðarsonar kaup- manns og símstöðvarstjóra í Hnífsdal. Hún var yngst af systk- inum sínum og sú síðasta, sem kveður þennan heim. Hún ólst upp á hinu myndarlega heimili for- eldra sinna, þar sem mikið var að starfa og faðir hennar rak auk j»ess mikla útgerð og fiskverkun. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og átti hún margar góðar minningar þaðan. Hinn 3. janúar 1923 giftist hún Alfons Gísiasyni kaupmanni og hrepp- stjóra í Hnífsdal, en hann hafði unnið sem bakarameistari hjá Sigurði föður hennar. Þau hjónin voru mjög samhent í sínum bú- skap, bæði í blíðu og stríðu. Ekki höfðu þau lengi búið sam- an, þegar þau þurftu að takast á við fyrstu erfiðleikana. Rúmlega ári eftir giftinguna, þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni, dó Ólafía systir Helgu af barnsför- um, en hún bjó einnig á heimili foreldra sinna mð sinni fjölskyldu. Ólafía eignaðist dreng og átti fyrir tvær dætur, aðra 3ja ára og hina 7 ára. öll þessi börn voru tekin í fóstur á þetta stóra heimili og ólust þau þar upp til fullorðinsára við mikið ástríki og umhyggju. Það er erfitt hlutverk að taka að sér þrjú börn ásamt nýfæddu barni sínu, en það hefur sýnt sig, að þau voru vandanum vaxin og hafa þau verið fósturbörnum sín- um sem bestu foreldrar. Helga og Alfons eignuðust 4 börn: Ólafiu, búsetta í Hnífsdal, gifta Jóakim Hjartarsyni skipstjóra; Helgu, ekkju, sem gift var Halldóri Þór- arinssyni kennara; Þorvarð hag- fræðing, giftan Almut Andresen og Grétar Gísla, sem lést árið 1946 ungur að árum og var það mikið áfall fyrir foreldra hans og ætt- ingja. Fósturbörn þeirra eru: Ólöf Karvelsdóttir, gift Páli Pálssyni skipstjóra, Sigríður Karvelsdóttir, gift Jóhanni Ólafssyni stórkaup- manni og Ólafur Karveisson skip- stjóri, kvæntur Sigríði Sigurðar- dóttur. Helga var myndarkona í sjón og raun og var hjónaband þeirra mjög elskuiegt alla tíð, enda var Alfons hinn ágætasti maður og ástríkur heimilisfaðir. Mann sinn missti Helga 19. maí 1975 og var hann henni og ætt- ingjum sínum mikill harmdauði. Fyrstu kynni mín af tengdafor- eldrum mínum voru er ég fluttist með eiginmanni mínum vestur í Hnífsdal. Hann var þá að taka við skipstjórn á togara frá ísafirði. Það var erfitt að fá húspláss þar, en við vorum strax boðin velkomin á heimili tengdaforeldra minna og bjuggum við þar þrjá fyrstu mán- uðina. Það var yndisiegt að koma á þetta myndarlega heimili, enda voru þau hjónin höfðingjar heim að sækja. Eg hafði misst móður mína ung að árum og nú fannst mér ég vera búin að eignast aðra móður þar sem mín góða tengda- móðir var. Helga átti við van- heilsu að stríða í mörg ár og átti ég síðar eftir að stríða við sama sjúkdóm, þessvegna held ég, að við höfum alltaf skilið hvor aðra svo vel, enda var alla tíð mjög kært á milli okkar. Árið 1961 fluttust þau Helga og Alfons til Reykjavíkur og bjuggu í sambýli við Helgu dóttur sína og mann hennar að Álfheimum 24, þar til þau fluttust til Hveragerðis árið 1%7 og dvöldu þau á dvalarheimilinu Ási, þar til Alfons veiktist í febrúar 1975 og fluttust þau hjónin þá að elliheimiiinu Grund í Reykjavík. Þar dvaldi svo Helga sín síðustu æviár í góðu yfirlæti. Vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka for- stjóra og öllu starfsfólki fyrir góða umönnun. Nú, við leiðarlok, vil ég færa minni elskulegu tengdamóður innilegt þakklæti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Ég vil að lokum færa öllum börnum og barnabörnum og öðrum ættingjum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi Helgu Sigurðardótt- ur. Sigríður Sigurðardóttir Fæddur 8. ágúst 1897 Dáinn 5. desember 1980 Þann 5. desember sl. andaðist í Helsinki Karl Gunnar Lindström. Hann var umboðsmaður Timbur- verzlunarinnar Völundar hf. í Finnlandi í röskan þriðjung aldar. Þessa aldna Islandsvinar vildi ég minnast nokkrum orðum. Karl Gunnar var fæddur 8. ágúst 1897. Að aflokinni herskyldu í riddaraliði Finnlands, starfaði hann hjá ýmsum af stærstu timb- urútflutningsfyrirtækjum Finn- lands, svo sem Enso-Gutzeit o.fl. Síðan stofnaði hann sitt eigið umboðsfirma, Woodsellers o.y., sem hann rak til æviloka. Árið 1952 voru ólympíuleikarn- ir haidnir í Helsinki. Fórum við sem áhorfendur á leikana, Harald- ur bróðir minn og Agnes kona hans. Þá átti ég því láni að fagna að dvelja sem gestur á heimili þeirra Lindströmshjóna, Karinar og Karls Gunnars, meðan leikarn- ir stóðu og varð mér hvorutveggja ógleymanlegt, hinir glæsilegu leikar og hin frábæra gestrisni hjónanna. Var það sama, hvort dvalið var á heimili þeirra í Helsinki eða á hinni undurfögru eyju, Flaggholmen, þar sem sumarbústaður þeirra hjóna stóð í Finnskafióa. Karl Gunnar kom til Islands flest árin frá 1946—1980 til að heilsa upp á viðskiptavini sína hérlendis, sem voru margir í hópi timburinnflytjenda. Það var ávallt tilhlökkunarefni fyrirokkur Völundarmenn, þegar von var á Karli Gunnari. Hann bar með sér hinn hressandi blæ finnsku skóg- anna, maður þéttur á velli og þéttur í lund. Elínborg Gísladóttir símamœr — Minning Elínborg var fædd í Langholti í Meðallandi. Foreldrar hennar voru séra Gísli Jónsson prestur þar. Hann brautskráðist úr Prestaskólanum Cand. theol. 25. ágúst 1892 og veitt Meðallands- þing 25. október sama ár. Vígður 30. s.m. Séra Gísli var mjög fær í erlendum tungumálum, svo sem Norðurlandamálum, þýsku, frönsku, svo ekki sé talað um latínu. Skipsströnd voru tíð fyrr á árum við hina válegu óralöngu og hafnlausu strandlengju við suður- strönd ísiands. Kom sér því vel að hafa drenglynda menn í embætt- um, svo sem lækna og presta í þesssum héruðum, sem gátu talað við þá, sem á lífi voru og skipuiagt framhaldsáætlun. Af þessum til- efnum voru heiðraðir sem riddar- ar Prússnesku krónuorðunnar, séra Gísli Jónsson, séra Magnús Bjarnason á Prestsbakka á Síðu og Þorgrímur Þórðarson, læknir í Hornafirði, svo segir mér próf. Björn Magnússon. Þann 25. apríl 1893 kvænist séra Gísli Sigrúnu Hildi Kjartansdótt- ur prests í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum Jónssonar. (Hún var alsystir séra Gísla í Sandfelli og séra Kjartans á Staðastað og hálfsystir Einars bónda í Skál- holti, föður séra Kjartans í Holti undir Eyjafjöllum og Þuríðar, seinni konu séra Jóns prófasts á Hofi í Vopnafirði Jónssonar.) Heim: „Islenzkir guðfræðingar 1847—1947“ eftir prófessor Björn Magnússon. Þau hjón voru systra- börn, mæður þeirra voru Ragn- hildur í Skógum og Þórunn kona Jóns smiðs á Skúmstöðum á Eyr- arbakka, Gísladætur frá Gröf í Skaftártungu, af hinni mann- mörgu Hlíðarætt. Þau hjón eign- uðust 12 börn, 10 dætur og tvo syni, þau misstu tvíburasystur í frumbernsku og stúlku á ferming- araldri, bráðgáfaða og gervilega og var það þungt áfall fyrir alla fjölskylduna. Af börnunum eru nú fjögur á lífi. Þann 7. maí 1900 var séra Gísla veitt Mosfell í Grímsnesi. Milli þessara hjóna ríkti ávallt ástríki og gagnkvæmur skilningur. And- rúmsloftið var því fullt af gleði og hamingju, ásamt gestrisni með afbrigðum, gagnvart hverjum sem að garði bar, jafnt fátækum sem ríkum. Ekki má gleyma messukaffinu á Mosfelli, þar sem öllum kirkju- gestum var boðið í bæinn að veizluborði, að messu lokinni í hvert sinn sem messað var. Þau hjón voru dáð og virt af sóknar- börnum sínum öllum. Kom það skýrast fram í verki, þegar sá hörmulegi atburður gerðist að séra Gísli, sem erindi átti austur i Landeyjár, drukknaði 10. júní 1918 í Þverá hjá Hemiu, þar sem holbakki var við landtöku. Hann hafði ævinlega með sér góðan og öruggan fylgdarmann utan hér- aðs, sem þá gat lýst því sem gerðist. Framkoma Grímsnesinga gagn- vart ekkjunni var til slíkrar fyrir- myndar að aldrei firnist þeim er til þekktu. Gagnkvæm vinátta ríkti meðal þessa fóiks ævilangt. Frú Sigrún var föðursystir þeirr- ar, sem þetta ritar. En nú er hún Ebba Gísla (svo var hún ævinlega nefnd) horfin úr sjónmáli um stund og er þar skarð fyrir skildi, sem aldrei verður fylit, svo einstök var hún. Kemur mér þá í hug hin síendurtekna málvenja sem virðist eiga djúpar rætur í íslenzkri tungu við andiát manna, hver sem hún eða hann var, að maður komi í manns stað. Hér virðist vera algjör þversögn gagnvart einstalingslögmálinu, sem er eitt stærsta furðuverk tilverunnar. Þegar séra Gísli féll frá, eins og áður getur, voru þrjár elstu syst- urnar erlendis. Ebba var sú fjórða í röð systkinanna, því elst af þeim, sem heima voru, 21 árs, þegar holskeflan reið yfir Mosfell. Ekki þarf að fara mörgum orðum um ástandið á Mosfelli um þessar mundir. Ekkjan stóð ein uppi með barnahópinn sinn og aldraða móð- ur, sjáandi inn í það tóm að þurfa að hrekjast burt frá þeim stað, sem var þeim svo kær, út í óvissuna. Það er ekki ný saga með prests- ekkjur hér á iandi, sem sitja á ríkisjörðum, hún er margendur- tekin, og því miður eru þær margar ömurlegar og ósæmandi í menningarþjóðfélagi, með þeirri sultarlús, sem þeim er úthlutað af fjárlögum í eftirlaunum. Frú Sig- rún lét ekki bilbug á sér finna og gekk að verkum sem áður. öll voru börnin dugnaðarfólk og vel gefin og komu að miklum notum við heimilisstörfin meðan þau voru að vaxa. Þann 30. nóvember 1918 var séra Þorsteini Briem veitt Mosfell og reyndist hann ekkjunni sem bezti vinur og leyfði henni að vera eitt ár á staðnum meðan hún væri að átta sig og finna annan stað og fast land undir fótum. Þetta mun sjaldgæft vera. Um haustið 1919 fluttist fjöl- skyldan að Eyrarbakka og bjó þar um skeið. Þann vetur var Ebba ráðin barnakennari til Þorleifs Guðmundssonar frá Háeyri og Hannesínu Sigurðardóttur, sem bjuggu í Þorlákshöfn. Hennar var sárt saknað er hún fór þaðan, þar sem hún var ráðin við símavörzlu á Þingvöllum sumarið 1920 og má segja að þar hafi upphafið orðið að hennar löngu þjónustu, sem mörg- um er kunnugt, vegna hennar einstæðu lipurðar og yndisþokka þar sem vantaði aðeins tvo mán- uði upp á 50 ár í starfi þegar hún hætti sökum veikinda, sem þó urðu ekki alvarleg, því mikið starf hefur hún unnið síðan, til líknar öðrum mönnum. í hugum okkar frændsystkina eru nöfn eins og Ebba og Bagga (Ingibjörg) óað- skiljanleg, því þær bjuggu alla tíð með móður sinni og bjuggu henni rólegt og fagurt heimili og léttu af henni öllum áhyggjum, þær voru hennar máttarstólpar alla tíð frá því að þau fluttust til Reykjavíkur 1921 og hafa síðan lengst af búið á Ránargötu 4. Öll hin börnin frá Mosfelli stofnuðu sín eigin heimili og eru nú barnabörnin orðin allstór hópur og vel gefin. Kjartan Jón, eldri bróðirinn gekk í Verzlunarskólann og lauk þaðan prófi með hárri einkunn og gerðist aðalbókari hjá Lands- smiðjunni. Með árunum komu í ljós veikindi sem leyndust með honum og reyndust ólæknandi þrátt fyrir ítrekaða læknishjálp, m.a. próf. Busch hins alkunna heilasérfræðings í Danmörku. Kjartan varð því langlegusjúkl- ingur lengst af og lézt í júní 1980. Hann var stórvel gefinn og bar með sér óvenju ljúfan þokka, skáld og hugsuður mikill og hljóðfæra- leikari ágætur á píanó og orgel eins og Ebba systir hans. Umhyggja þeirra Ebbu og Böggu fyrir bróður sínum, verður ekki með orðum lýst. Hann gaf út þrjár ljóðabækur. Við systkin og frændlið sendum ykkur systkinum og ykkar nán- ustu innilegustu samúðaróskir. Eillft IU! Ver 088 huggun. vðrn og hlll; III1088, ovo ávallt eyjum æðra lifiA. þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kif? Eillft lif! Faðir minn mat Karl Gunnar mikils og var það gagnkvæmt. Allir samningar, sem hann annað- ist í timburviðskiptum voru afar vel unnir og orð Karls Gunnars stóðu ávallt sem stafur á bók. Þetta voru eiginleikar, sem faðir minn mat mikils. Milii fjölskyldna þeirra bundust fljótt tryggðabönd, sem enn eru órofin, þótt báðir séu nú látnir. I fyrrahaust kom Karl Gunnar til þess að kveðja vini sína á íslandi. Þessi skyldi verða hans síðasta íslandsferð. Hann sat kvöldverðarboð stjórnar Völundar hf. þann 24. september, en daginn eftir fékk hann heilablóðfall, lam- aðist og var fluttur til Finnlands skömmu síðar, þar sem hann andaðist 5.12. eftir erfiða sjúk- dómslegu. Þannig féll hann, þessi hug- þekki drengskaparmaður í kveðju- för sinni til Islands. Utför hans var gerð í Helsinki 16. desember sl. Nú, þegar Karl Gunnar vinur minn heldur til ijóssins landa meira að starfa Guðs um geim, þá óska ég honum góðrar heimkomu, því þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Ekkju hans, Karin, og dætrun- um, Caritu og Evu, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Karls Gunn- ars Lindström. Sigrún Gísladóttir. Leifnr Sveinsson Síþ'ti' Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.