Morgunblaðið - 24.01.1981, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 24.01.1981, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 39 ust 9 börn er öll lifa foreldra sína, eru 5 þeirra búsett hér í fæð- ingarsveit sinni en 4 í þéttbýlinu vestan heiðar. Öll eru systkinin frá Holti einkar mannvænleg bæði í sjón og reynd, og bera foreldrum sínum og æskuheimili gott vitni. Sama ár og Sigurgrímur kvænt- ist tók hann við búi í Holti af föður sínum og bjó þar í meira en 50 ár, síðustu tvo áratugina í sambýli við syni sína 3 er þar búa nú. Á árunum fyrir og eftir 1930 var þröngt í búi hjá íslenskum bænd- um og hefir þurft bæði hagsýni og dugnað til forsjár svo stórri fjöl- skyldu sem þá var í Holti. En fjölskyldan var samhent og bðrnin lögðu fljótt fram krafta sína til styrktar, og er tæknivæðing hélt innreið sína i sveitum landsins hófst stórbúskapur í Holti, lagðar voru við heimajörðina 4 nálægar jarðir sem fallið höfðu í eyði og mikið land brotið til ræktunar. Sigurgrímur vísaði veginn af mik- illi framsýni til félagslegrar upp- byggingar búskaparins og stór- framkvæmda. Er nú í Holti byggt á þeim grunni er hann lagði, þar standa 3 íbúðarhús, og byggingar yfir fóður og fénað, svo stórar í sniðum að fáar hliðstæður á í íslenskum sveitum. Sigurgrímur Jónsson var um langan aldur kvaddur til starfa í þágu félags- samtaka bænda, hann var í stjórn Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps í rúma þrjá áratugi og formaður þess í 15 ár, einnig áratugum saman fulltrúi bænda í sveit sinni hjá flestum þeim samtökum sem þeir áttu aðild að. Þá var hann um skeið fulltrúi á aðalfundum Stétt- arsambands bænda og Sambands ísl. samvinnufélaga, sat hann og á 3 Búnaðarþingum sem fulltrúi Sunnlendinga. Merkasta starf Sigurgríms í þágu bænda er þó án efa forysta hans í málefnum Mjólkurbús Flóamanna. Var hann einn hvata- manna að stofnun þess og þar í stjórn 43 ár, síðustu árin sem formaður. Þá var hann um ára- tugaskeið fulltrúi á aðalfundum Mjólkursamsölunnar og lengi í stjórn hennar. Voru ströf hans innan þessara fyrirtækja heilla- drjúg og til þess fallin að skapa samstöðu meðal félagsmanna. Má hiklaust telja Sigurgrím einn af helstu forystumönnum við upp- byggingu nútíma mjólkuriðnaðar hér á landi. Sigurgrímur Jónsson hafði for- ystu í málefnum Stokkseyrar- hrepps lengur en nokkur annar maður á þessari öld, hann átti sæti í sveitarstjórn í 30 ár eða frá 1928—’58 og var oddviti hennar frá 1934—’38 og 1946-’58 eða í 16 ár alls, auk þess átti hann sæti í fjölda nefnda á vegum sveitarfé- lagsins og stofnana þess sem hér yrði of langt upp að telja. Lengst af á þessum tíma var þjóðfélags- þróunin og þar með breytingar á atvinnulífi og verslunarháttum suðvestanlands Stokkseyringum óhagstæðar, vannst þó margt til framfara á nefndu tímabili, sumt fyrir óbeina forystu sveitarstjórn- ar, annað með samvinnu hennar við yfirvöld fjármála og fram- kvæmda i landinu. Meðal framkvæmda er Sigur- grímur hafði forystu um eða studdi að má nefna þessar. Reist var barnaskólahús fyrir Stokks- eyri sem enn er notað ásamt skólastjórabústað. Veitt var raf- magn frá Sogsvirkjun til Stokks- eyrar og stofnuð rafveita á vegum hreppsins til viðtöku á því raf- magni og dreifingar um þorpið. Hafin var lagning holræsa. Allir sveitabæir hreppsins, sem nú eru í byggð, komust í vega- samband og tengdust rafveitu og símakerfi landsins en þetta þrennt er forsenda þess að byggð haldist. Sigurgrímur Jónsson hafði mik- il afskipti af útgerðarmálum á Stokkseyri, fyrst fá ár sem með- eigandi í útgerð en síðar og í miklu stærri stíl sem stuðningsmaður eða forystumaður útgerðar á fé- lagslegum grundvelli. Árið 1933 var stofnað Samvinnufélag Stokkseyringa, komu árið eftir 3 nýir vélbátar til Stokkseyrar er það hafði látið smíða í Danmörku. Var Sigurgrímur einn af stuðn- ingsmönnum þessa félagsskapar. Síðar, á árunum milli 1950 og ’60 hafði hann um árabil forstöðu og bókhald umfangsmikillar út- gerðar sem Stokkseyrarhreppur átti hlut að, voru þá m.a. smíðaðir 2 bátar til endurnýjunar þeim skipakosti og fór smíði þeirra fram í Danmörku. Fyrsti vísir að rekstri íshúss á Stokkseyri hófst um síðustu alda- mót og var það rekið sem slíkt í rúma fjóra áratugi. En nokkru eftir 1940 þróaðist rekstur þess yfir í hraðfry8tihús. Árið 1948 var síðan stofnaður um þann atvinnu- rekstur nýr og öflugri félagsskap- ur Hraðfrystihús Stokkseyar hf., með mikilli þátttöku Stokkseyrar- hrepps. Sigurgrímur Jónsson var fyrsti stjórnarformaður hins nýja fé- lags, og lét þar mjög til sín taka fyrsta áratuginn eftir stofnun þess. Sigurgrímur var þar öðru sinni stjórnarformaður árið 1970—’75 og skorti þá eigi holl ráð hans og hvatningu til framkvæmda þrátt fyrir háan aldur. Hefir starfsemi þessa fyrirtækis aukist gífurlega á síðasta áratug og má það nú heita stórveldi í sinni grein. Sigurgrímur hlaut við ýmis tímamót í lífi sínu þakkir og viðurkenningu fyrir störf sín. Hann var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu. Á fundi hreppsnefndar Stokks- eyrarhrepps þann 19. maí 1976 var hann einróma kjörinn heiðurs- borgari Stokkseyrarhrepps vegna margháttaðra starfa sinna i þágu sveitarfélagsins og íbúa þess. Sigurgrímur Jónsson mátti telj- ast gæfumaður, hann fékk í vöggugjöf gott atgjörvi til líkama Jósef Heimir Óskars- son — Minning Fæddur 20. mai 1964. Dáinn 1. janúar 1981. Jósef Heimir Óskarsson, Aðal- stræti 11, ísafirði, andaðist 1. janúar 1981. Hann var fæddur í Reykjavík 20. maí 1964, sonur hjónanna Óskars Hálfdánarsonar og Dagnýjar Jóhannsdóttur. Þeg- ar okkur hjónunum barst sú sorgarfregn á nýársdagsmorgun, að Jósef Heimir, Systursonur minn, hefði orðið fyrir bifreið og beðið bana, setti okkur hljóða. Við áttum bágt með að trúa því sem skeð hafði, svo ungur og lífsglaður sem hann var. En guð elskar þá sem ungir deyja. Jósef Heimir fluttist til ísa- fjarðar tveggja ára, með fjöl- skyldu sinni og hefur hún búið þar síðan. Jósef var yngstur fjögurra bræðra. Snemma gerðu veikindi sér vart hjá Jósefi, og þurfti hann að dvelja langdvölum hjá móður- ömmu sinni í Reykjavík, til lækn- inga. Var hún honum einstaklega góð. Gekkst hann undir tvær stórar skurðaðgerðir, sem hann bar með prýði. Alltaf held ég að hugur hans hafi lejtað heim til foreldra og vina á ísafirði, enda átti hann þar marga góða vini. Síðasta árið vann hann hjá Norð- urtanganum á ísafirði. Var hann mjög vel liðinn þar sem annars- staðar. Oft áttum við Jóséf gleðistundir saman og minnist ég margra þeirra með söknuði. Eg þakka Jósefi fyrir margar góðar stundir, og trúi ég að endurfundir okkar eigi eftir að liggja saman að nýju. Nú þegar leiðir skiija eru mér efst í huga fagrar endurminningar um góðan dreng. Hans er nú sárt saknað. Það er ávallt harmsefni er maður fellur frá í blóma lífsins og sár söknuður hans nánustu. En eftir lifir minn- ingin um góðan dreng. Foreldrum hans og bræðrum og og sálar er honum entist langa ævi, alla hans tíð var í landinu framfaraskeið þannig að hæfileik- ar hans fengu að njóta sín, og hann hlaut stuðning annarra til forystu í þeim málefnum er hon- um voru hugleikin. í einkalífi sínu hafði hann í meira en hálfa öld samfylgd góðs maka sem studdi hann með ráðum og dáð, og er hann í elli sinni hafði látið af störfum sá hann afkom- endur sína taka upp merkið bæði heima og heiman. Höfuðeinkenni skapgerðar Sigurgríms voru eðlis- gróin prúðmennska og kurteisi, en um leið fastur vilji til þeirra málefna sem hann vildi láta fram ganga. Þegar horft er yfir farinn veg hygg ég það samdóma álit þeirra sem til þekkja, að störf hans hafi mótast af góðviljuðum fram- kvæmdahug og miklu mannviti. Á kveðjustund eru Sigurgrími Jónssyni fluttar einlægar þakkir sveitarstjórnar Stokkseyrar- hrepps og allra Stokkseyringa fyrir allt það er hann var og vann heimasveit sinni, Stokkseyrar- hreppi og íbúum hans, með lífi sínu og starfi. Helgi ívarsson í dag verður til grafar borinn á Stokkseyri Sigurgrímur Jónsson í Holti. Á hug minn leita minningarnar um viðkynningu okkar Sigur- gríms, er hófst þegar ég var á ellefta árinu. Þá var ég dreng- hnokki úr Reykjavík, er kominn var að Holti til að dvelja um tíma í sveit hjá ókunnugu fólki á stórbýli Sigurgríms og Unnar. Margir munu verða til þess að minnast höfðingsskapar Sigur- gríms, stórhuga athafna hans og ósérhlífinni forystu í félagsstarfi. En sá sem var pilturinn úr Reykjavík getur ei látið vera að minnast hins ljúfa anda, er ríkti á heimilinu í Holti. Sigurgrímur og kona hans, Unnur Jónsdóttir, sem lést fyrir fáum árum, voru sannir leiðtogar og fyrirmynd níu barna sinna og reyndar margs aðkomu- fólks, sem tíðum var langdvölum í Holti, einkum þó yfir sumartím- ann. Fjölbreytt störf í sveitinni, gáskinn á stóru heimili, en þó ekki síst nærgætni og hlýlegt viðmót Sigurgríms og Unnar drógu ávallt síðan unglinginn úr borginni til sín austur yfir fjall. Mörg varð hans ferðin til lengri eða skemmri dvalar í Holti. Árin liðu og æ ljósari varð mér andleg orka þeirra hjóna, viðtæk sjálfsmenntun og þekking um hin ólíkustu efni. í góðra vina hópi var oft spurt og margt spjallað. ósjaldan bar þá sjálfa lífsgátuna á góma. Það er mikið lán að hafa kynnst svo ágætu fólki sem Sigurgrími og Unni. Vinátta og tryggð var þeim í blóð borin, og naut ég og mín fjölskylda þess ríkulega. Sigurgrímur fær nú upplokið þeim heimi, sem hann trúði að við öðrum aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð. ó, gef þú oes. Drottlnn. en Kleðllegt ár ok KÚAnr os bleeHaðar tlðlr, Kef himneeka döKK xeKnum hmrmanna tár, Kef hlmneokan frlð fyrir lauHnarans sár og elllfan unað um xlðfr. Pétur Sigurðsson tæki handan þessa lífs. óska ég honum þar í öllu velfarnaðar. Ástvinum hans vottum við fjöl- skyldan innilega samúð. Hróbjartur Hróbjartsson Einn af mestu og bestu bænda- höfðingjum þessa lands, Sigur- grímur í Holti, er nú hniginn í valinn eftir langt og gifturíkt ævistarf. Ekki er það ætlun mín hér að telja upp hin fjölmörgu félagsmálastörf, sem hann innti af hendi um dagana með stakri prýði. Það munu aðrir gera, en mig langar fyrst og fremst til að minnast hans með þakklæti fyrir ágætt samstarf í fasteignamats- nefnd Árnessýslu, en þar störfuð- um við saman á árunum 1963— 1970 ásamt Steinþóri Gestssyni, alþingismanni. Það var sannarlega ánægjuríkt starf að skoða og meta fasteignir í sveitum og kauptúnum Árnes- sýslu með þessum gáfuðu og skemmtilegu mönnum. Kom sér oft vel hve þaulkunnugur Sigur- grímur var í héraðinu, enda hafði hann verið formaður fasteigna- matsnefndar á árunum 1938— 1942 og starfaði hann þá með hinum kunnu bændahöfðingjum, Böðvari á Laugarvatni og Páli á Ásólfsstöðum. Fróðlegt var að heyra Sigurgrím tala um fram- kvæmdir og framfarir á þessum tæpum þremur áratugum á milli matanna, næsta ótrúlegar fram- farir. Margar ógleymanlegar stundir áttum við saman við Þingvalla- vatn, en þar skoðuðum við um þrjú hundruð sumarbústaði í fögru umhverfi. Oft reyndist erfitt að „feðra" þá marga, eins og við nefndum það að finna eigendurna. Oft kostaði það mikla helgidaga- og jafnvel næturvinnu, en við vorum allir svo gamaldags að kunna lítið á slíka útreikninga, þegar starfið og vinnugleðin var annars vegar. Það var líka bæði fróðlegt og skemmtilegt að ferðast um sveit- irnar og þorpin og kynnast högum fólksins. Sigurgrimur var bæði mannþekkjari og mannvinur. Það kom nokkrum sinnum fyrir, að hann sagði, er við renndum úr hlaði: „Aumingja blessað fólkið. Það hefur flest við sín vandmál að stríða." Sigurgrímur rak eitt stærsta bú landsins í félagi við syni sína og hafði hann allt bókhald á hendi og var það til fyrirmyndar eins og annað sem hann lagði hendur að. Sigurgrímur var kvæntur gáfu- og fríðleikskonu, Unni Jónsdóttur, ættaðri úr Þingeyjarsýslu. Hún andaðist fyrir fáum árum. Þau eignuðust níu mannvænleg börn, sem víða hafa verið valin til forustu í þjóðfélaginu. Ég átti því láni að fagna að kynnast töluvert þessum stóru og myndarlegu heimilum í Holti og var ánægjulegt að sjá hve þessi stóra fjölskylda var samhent. Ég og fjölskylda mín sendum innilegar samúðarkveðjur til af- komenda og venslafólks heiðurs- hjónanna Unnar og Sigurgríms. Sigm. Sigurðsson Syðra-Langholti Venliiniirnuiniuifehii’ Reykjavíkur Kæri félagi. I tilefni 90 ára afmælis félagsins bjóðum við þig hjartanlega velkominn til afmælis- fagnaðar að Hótel Sögu, sunnudaginn 25. janúíir n.k., kl. 14 til 17. Dagskrá verður i stórum dráttum þannig: Safnast saman í Súlnasal. Hljómsveit hússins leikur létt lög. Ávörp. Félagsmenn heiðraðir. Tvöfaldur kvartett Söngskólans i Reykjavik syngur. Manúela Wiesler og Snorri öm Snorrason leika saman á flautu og gitar. Ég vona að þú og sem flestir vinnufélaga þinna sjáið ykkur fært að taka þátt i þessari afmæUshátíð félagsins og þiggja veitingar. Með félagskveðju, f.h. VERZLUNARMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.