Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 44

Morgunblaðið - 24.01.1981, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 HÖGNI HREKKVISI „HAKW WÍFJR aifcH {.iiRr FVí?JR TAMWL^KN! / * Með morgunkaffinu l>að var mjöK ódýrt, en pk vissi bara ekki aft það er vejíKteppi! COSPER ? COSPER 1 Jk V irðingarvcrö hreinskilni Ingjaldur Tómasson skrifar: „Ollum er sáu er í fersku minni sjónvarpsþátturinn, þar sem einn ágætur útvarpsþulur lýsti óbil- andi trú sinni á kommúnismann, bæði í nútíð og framtíð. Hann fullyrti að Berlínarmúrinn, sem skar í sundur samband þúsunda fjölskyldna á einni nóttu, hefði verið sök vestræna auðvaldsins. Þulurinn var augsýnilega mjög ánægður með þá miklu hernaðar- vél sem Rússar hafa nú í við- bragðsstöðu víðs vegar um heim, því að nú „þora vesturveldin ekki í þá“. Allar innrásir Rússa og allt það mannlega böl sem hefir fylgt þeim, allar fangelsispíningarnar, nauðungarflutningarnir, morðæði Stalíntímans, yfir allt þetta lagði þulurinn blessun sína. Þá er bara gerðinnrás Ætíð þegar Rússar telja yfirráð sín í hættu í leppríkjunum, þá er bara gerð innrás og öll andstaða barin miskunnarlaust niður, og þeir sem valdið hafa andstöðunni ýmist drepnir, settir í einar verstu dyblissur sem þekkjast (Gulag- eyjarnar) og þeim sem berjast fyrir auknu frelsi er þrýst niður á svokallað lágplan mannlífsins (Dubceck). Og auðvitað gleður það þulinn og trúbræður hans mnilega að Rússar hafa hina fullkomnustu heræfingastöð á Kúbu, þar sem kúbanskir hermenn eru notaðir sem senditíkur til að þjóna hags- munum Rússa víðs vegar um heim. Og að þetta skuli gerast næstum undir pilsfaldi Randa- ríkjamanna. Rkki ólíklegt að hinir Ingjaldur Tómasson mörgu aðdáendur kommúnista, sem skipa nú fjölmörg hin æðstu embætti ríkisbáknsins okkar, færu að eins og „félagar" þeirra í leppríkjum Rússa hafa gert, að biðja þá að koma sér til hjálpar, ef þeir teldu hið mikla veldi sitt hér í hættu. Ilin milda ásjóna orkuráðherra Fleiri en fyrrnefndur þulur hafa kastað lýðræðisgrímunni og sýnt bæði í orði og verki algera þjónk- un við hið rússneska hernaðar- stórveldi. Einn af þeim er núver- andi iðnaðarráðherra. Hann hefir framfylgt trúlega þeirri stefnu Alþýðubandalagsins að vinna af öllum lífs- og sálarkröftum gegn allri meiri háttar orkubeislun og stóriðju. Afleiðingar þessarar þjóðskaðlegu afturhaldsstefnu eru nú sem óðast að koma í ljós. Allar olíustöðvar eru keyrðar á fullu, sem þýðir gífurlegan gjaldeyris- austur út úr landinu. Sama gildir um orkuskömmtun til stóriðju. Sem oftar birtist hin milda ásjóna. orkuráðherra í sjónvarpi nýlega. Þulurinn spurði hvers vegna ekk- ert væri gert til að fyrirbyggja orkuskortinn, sem nú væri tilfinn- anlegur. Svar ráðherra var þetta: Við höfum nú gert heilmikið, svo sem virkjun í Svartsengi 6 mega- wött, Bjarnarflagi 2 mw og Kröflu ein 8 mw. Engin smáræð- is rausn Ég held nú að ráðherrann geti ekki þakkað sér neitt af þessum „afrekum" í orkuframkvæmdum. En í Morgunpósti útvarps upplýst- ist að í lögum væri að orkuráð- herra hefði aðeins „heimild" til að veita fyrirtækjum „leyfi" til að virkja tvö megawött. Svo að það er engin smáræðis rausn af ráðherra að „leyfa" Hitaveitu Suðurnesja að virkja 4 megawött í viðbót!! Sál og sannfæring fyrir „haunadisk" Það er virðingarvert þegar menn viðurkenna hina einu sönnu trú sína á hinn rússneska alheims- sósíalisma. En hitt er alvarlegra, þegar hinir íslensku svokölluðu lýðræðisflokkar styðja þá og styrkja í bak og fyrir og leiða þá til vegs og valda á öllum sviðum þjóðlífsins. Og með ólíkindum er í leit að forfeðrum Þessir hringdu . . 18521 G.H. Johnson, 145 Fartown Pudsey, West Yorkshire, Eng- landi, skrifar: Fjölskylda mín og ég höfum um nokkurt skeið verið að reyna að rekja slóð forfeðra okkar og hefur það gengið vel að öðru leyti en því, að við vitum enn fátt um ættmenni föður okkar. Ég skrifaði íslenska sendiráðinu í London og bað það um að rétta mér hjálparhönd og þar var stungið upp á því að ég sneri mér til íslensku dagblaðanna. Ég vil raunar biðjast afsökun- ar á því að ég skuli ekki geta skrifað á íslensku en því miður kann ég ekki málið þó að það hafi verið talað á heimili mínu í æsku og þangað borist reglulega ísienskt dagblað. Hér á eftir ætla ég að geta £°irra upplýsinga, sem við höf- u'm um io^irfólk mitt. °« é? yröi þér mjög þakklaiúT; h*sandi góð- ur, ef þú gætir frætt mig ,.rökar. Það er rétt að taka það fram, aö ég er fæddur í Kanada, en faðir minn og móðir voru bæði fædd á íslandi en fluttust vestur á unga aldri. Ég bý nú í Englandi en hyggst koma til íslands í apríl- lok og dvelja í eina viku. Faðir minn hét Jón Kristján Jónsson, f. 28. júní 1882 í Stórutungu í Bárðardal í Þing- eyjarsýslu. Hann lést i Winni- peg í ágúst 1941. Föðurforeldrar mínir voru Jón Jónsson og kona hans, Hildur Friðriksdóttir. Þau áttu auk föður míns eina dóttur, Ingibjörgu. Afi minn lést í járnbrautar- slysi í Winnipeg 1883 en amma mín lést árið 1915 ef ég fer rétt með. Faðir minn átti tvo frænd- ur fyrir vestan, Roli og Jonas Friðriksson (féll í fyrri heims- styrjöldinni). Móðir þeirra var Ella Friðriksson. í bók eftir Thorleif Jackson, sem er gefin út 1918, segir að faðir minn hafi notað nafnið Bardal þegar hann var fermdur £>g kann það að hjálpa einhverj- um. Stórundarleg sjónvarpsmynd Sjónvarpsnotandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég verð að segja það eins og er að ég á í hinum mestu vandræðum með að skilja þá hjá sjónvarpinu t.d. hvað þeim gegur til með því að sýna mynd eins og þá sem sýnd var á laugardaginn var og hét Himna- hurðin breið. Átti þetta að vera alvara eða átti það að vera sniðugt? Ég veit svo mikið að mér fannst myndin síður en svo snið- ug, en þó nokkuð ósmekkleg. Svo langt var gengið, svo langt var sótt í „sniðugheitunum" („alvör- unni“?) að ein sögupersónanna var látin skera sig á háls fyrir framan pylsuvagninn í Austurstræti. Þá var efnt til myndarlegs jarð- skjálfta, eftir því sem ég fékk skilið, og síðan leitað að himnaríki í rústunum. Á vegg einum stóð: n;,T,nríki- Undir honum stóðu ruslatunnur sem "^jpersónur grúskuðu mikið í (sennilega í leit að himnaríki). Sér eru nú hver sniðugheitin. Hvernig stendur á því að sjónvarpsnotendur hafa ekkert látið í sér heyra um þetta?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.