Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
Frá undirritun samkomulaKsins um viðauka við aðalkjarasamning BSRB í fjármálaráðuneytinu i
í?ær. Vinstra megin við borðið situr Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra ásamt aðstoðarmönnum og
hægra megin fulltrúar BSRB, fremst Kristján Thorlacius, formaður BSRB. LjóHm. ól.K.M.
Landsvirkjun:
Ekki búizt við frekari
orkuskömmtun í vetur
„VIÐ GERUM alls ekki ráð fyrir
að til frekari raforkuskömmtun-
ar þurfi að gripa i vetur, en enn
er of snemmt að spá um hvenær
hægt verði að draga úr skömmt-
uninni,“ sagði Ingólfur Ágústs-
son hjá Landsvirkjun er Morgun-
blaðið innti hann eftir stöðunni i
raforkumálum Landsvirkjunar.
„Vatnsborðið í Þórisvatni er nú
1,2 metrum lægra en á sama tíma
í fyrra, en þó rúmum tveimur
metrum hærra en það varð lægst í
vetur. Það var lokað fyrir miðlun
úr því frá 27. janúar til 8. febrúar
og blotinn í lok janúar jók heldur
rennsli Þjórsár og Tungnaár, en
það hefur farið minnkandi aftur.
Þá eru horfur á því að á
næstunni verði að miðla vatni úr
Þórisvatni þar til frekari hlákur
verða, en með hækkandi sól verður
minni þörf á ísskolun og því ættu
ekki að vera neinar líkur á frekari
skömmtunum.
í illviðrinu í fyrradag þurfti
hins vegar að grípa til nokkurrar
ísskolunar en þess er ekki þörf
lengur og nú er raforkufram-
leiðsla vatnsaflsstöðvanna um 280
til 90 megawött," sagði Ingólfur.
Skuldbreytingar vegna íbúðakaupa:
Vandfundinn aðili
sendiráðinu
EKKI FENGUST neinar upplýs-
ingar i sovézka sendiráöinu í
Reykjavik í gær, er Mbl. hafði
samhand vlð það, um bréf Friðriks
Ólafssonar forseta FIDE, sem
hann sendi boðleið í gegnum sendi-
ráðið til sovézkra yfirvalda með
óskum um að Bellu Korchnoi og
syni hennar yrði leyft að fara úr
landi.
Talsmaður sendiráðsins sagðist
engar upplýsingar geta gefið á
þessari stundu, hvorki um bréfið
sjálft, né nokkuð annað sem snerti
mál þetta. Eins og komið hefur
fram í fréttum ritaði Viktor Korc-
hnoi stórmeistari í skák nýlega bréf
til Friðriks Ólafssonar með óskum
um að hann beitti sér fyrir því, að
sovézk stjórnvöld leyfðu konu hans
og syni að flytja frá Sovétríkjunum.
Gaf Korchnoi í skyn í bréfinu, að ef
þeim mæðginum yrði ekki sleppt úr
landi mætti búast við því að einvígi
hans og heimsmeistarans Karpovs
gengi ekki árekstralaust fyrir sig.
Bella Korchnoi dvelur nú í Len-
ingrad, að því er bezt er vitað, en
sonurinn Igor, sem er liðlega tví-
tugur, er talinn dvelja í vinnubúð-
um fyrir að neita að gegna herþjón-
ustu.
Lóðaauglýsing síðar í þessum mánuði:
300—350 lóðum úthlutað
í Reykjavík á þessu ári
Byggingasvæðin fjögur, öll
innan gömlu borgarmarkanna
SÍÐAR í þessum mánuði verða byggingarlóðir i Reykjavík auglýstar
lausar til umsókna, samtals 511 ibúðir á fjórum aðalbyggingasvæðum,
Fossvogi, við öskjuhlíðarskólann, Eiðsgranda og í Nýja miðbænum.
Frá tölunni 511 dragast þó ibúðir sem þegar er búið að gefa ýmsum
vilyrði fyrir, svo sem samtökum aldraðra, þannig að eftir verða
300—350 lóðir, að því er Hjörleifur Kvaran á skrifstofu borgarverk-
fræðings sagði i samtali við Morgunblaðið i gær. Hjörleifur er
forsvarsmaður lóðanefndar, sem annast framkvæmd þessara mála.
Hjörleifur sagði, að í Fossvogi
væri um að ræða 145 tii 155 íbúðir
austan Borgarspítalans. Þar af
hefði þegar verið ráðstafað til fatl-
aðra 18 íbúðum, 4 til Geðverndarfé-
lagsins, 26 til fatlaðra og 6 færu í
erfðafestuuppgjör. Af þeim sem
eftir væru sagði Hjörleifur að væru
16 einbýlishúsalóðir, 41 fyrir parhús
og 44 íbúðir í fjölbýlishúsum.
Bréf FriÖríks:
Engar upp-
lýsingar í
sovéska
Við Oskjuhlíðarskólann er um að
ræða lóðir fyrir 114 íbúðir samtals,
þar af eru 13 einbýlishúsalóðir en
afgangurinn fyrir raðhús og parhús.
í sumum tilvikum verður um að
ræða aðallóð auk aukalóðar fyrir
minni íbúð, ætlaða fyrir skyldmenni
þeirra er aðallóðina fá. Sagði Hjör-
leifur að það væri hugsað fyrir
aldraða foreldra fólks, eða börn
þeirra er væru að hefja búskap.
Við Eiðsgranda er um að ræða 10
til 12 einbýlishúsalóðir, og í Nýja
miðbænum 230 íbúðir, þar af 15
fyrir raðhús ■en afgangurinn væri
ætlaður undir fjölbýlishús. Hjörleif-
ur kvað þegar vera búið að gefa
fyrirheit um að aldraðir eða tvenn
samtök þeirra fengju um 100 íbúðir
á þessu svæði.
Að sögn Hjörleifs er hér um að
ræða þær lóðir sem auglýstar verða
og úthlutað á árinu 1981. Vera kynni
þó að eitthvað bættist við, ef í hlut
ættu aðilar á borð við byggingar-
nefnd verkamannabústaða, er þyrfti
að geta gert áætlanir langt fram í
tímann.
Sem fyrr segir verða umræddar
lóðir auglýstar nú síðar í þessum
mánuði. Þá kvað Hjörleifur nokkurn
umsóknarfrest þurfa að líða, og þá
tíma til að vinna úr umsóknum og
til úthlutunar, þannig að varla væri
við því að búast að slíkt gerðist fyrr
en í apríl eða maímánuði í vor. Hér
er sem fyrr segir alls um að ræða
511 íbúðir, en ef dregnar eru frá þær
sem þegar er búið að úthluta eða
gefa vilyrði fyrir, verða til úthlutun-
ar til almennra húsbyggjenda, 300
til 350 lóðir á þessu ári.
Hjörleifur sagði stærð þeirra
íbúða engert væri ráð fyrir að risu á
umræddum lóðum vera svipaða og
verið hefði undanfarin ár. Ekki væri
þó um að ræða stærstu gerðir
einbýlishúsa eins og til eru í höfuð-
borginni, heldur væri hámarks-
stærðin í Fossvogi til dæmis einbýl-
ishús á tveimur hæðum, 2x98 fm. og
bílskúr að auki, og einnig væri þar
önnur gerð, 106 fermetrar og íbúð-
arhæft ris. Stærðir á öðrum svæð-
um væru svipaðar.
sem getur bundið fé
í nógu langan tíma
UNDIRBÚNINGUR að skuld-
breytingum vegna íbúða-
kaupa stendur nú yfir og
hefur nefnd skipuð af ríkis-
stjórninni fjallað um málið á
tveimur fundum og er það nú
til athugunar hjá Seðlabanka
íslands.
Að sögn Ólafs Jónssonar
formanns stjórnar Húsnæð-
ismálastofnunar ríkisins er
stefnt að því að nefndin fái
málið aftur til umfjöllunar í
næstu viku og afgreiði tillögu-
gerð sína til ríkisstjórnarinn-
ar í þeirri viku.
„Þetta er erfitt mál og í
mörg horn að líta, en mjög
brýnt að það hljóti afgreiðslu
sem fyrst. Aðalvandamálið er
að finna aðilja, sem getur
bundið verulegt fjármagn í
eins langan tima og nauðsyn
krefur,“ sagði Ólafur.
Vigdís Kristjdns-
dóttir látin
VIGDÍS Kristjánsdóttir vefnaðar-
listakona lézt i Reykjavík aðfara-
nótt sl. þriðjudags. Hún var fædd
11. septcmber 1904 á Korpúlfs-
stöðum i Mosfellssveit og var því
76 ára að aldri.
Vigdís Kristjánsdóttir stundaði
myndlistarnám hjá Stefáni Eiríks-
syni, Ríkharði Jónssyni og Guð-
mundi Thorsteinsson og tónlistar-
nám í Reykjavík og síðar í Þýzka-
landi. Hún lauk teiknikennaraprófi
frá Handíða- og myndlistaskólan-
um 1945. Síðan nam hún við
Listaháskólann í Kaupmannahöfn í
5 ár og fór þaðan námsferðir til
Hollands, Frakklands og Ítalíu og
síðar stundaði hún í tvö ár mynd-
vefnaðarnám í Osló. Starfaði hún
síðan sem listmálari í Reykjavík og
lagði einnig stund á myndvefnað.
Lentum fyrirvaralaust
í kúlnareg ni öf gahópa
ÞEGAR við vorum að fara
af flugvellinum í Beirút á
hótelið að kvöldi til fyrir
réttri viku, lentum við fyrir-
varalaust inni í kúlnaregni
einhverra öfgahópa. Það
geta allir gert sér grein
fyrir því hvernig manni
liður undir slíkum kringum-
stæðum. Að sjálfsögðu verð-
ur maður hræddur og segja
má að þetta atvik hafi orðið
til þess að fylla mælinn og
verið orsökin fyrir því að
samningum var rift, sagði
ómar ólafsson flugstjóri
hjá Arnarflugi við komuna
til íslands í gær. Níu starfs-
menn Arnarflugs komu um
segir flugstjóri hjá Arnar-
flugi um dvölina í Beirút
ellefuleytið í gærkvöldi til
landsins eftir beint flug frá
Jórdaníu, en nokkrir urðu
eftir, en eins og Mbl. skýrði
frá i gær var samningum
Arnarflugs og Jórdaníu-
manna rift þemur mánuðum
áður en þeir áttu að renna
út.
— Við sáum ekki ástæðu
til þess að vinna í Beirút
meðan á borgarastríði stend-
ur og ekki hægt að tryggja
öryggi okkar, hélt Ömar
áfram. — Það hafa verið slík
lætin í Beirút að undanförnu
að okkur hefur ekki or^ið
svefnsamt vegna sprenginga
og skothríðar í nágrenni
hótels okkar dag eftir dag.
Alia flugfélagið, sem við
flugum fyrir, hafði áður hætt
næturdvölum í Beirút vegna
sprengjuhótana Sýrlendinga,
en þrátt fyrir það urðum við
aldrei vör við að skothríð
hefði sérstaklega verið beint
að okkur.
I þessu borgarastríði, sem
varað hefur í 7 ár, deyr fjöldi
saklausra manna á degi
hverjum, eins og fram kom
er jórdanska sendiráðið var
tekið og þar sem ekki var
hægt að tryggja öryggi okkar
frekar en annarra vegfar-
enda, varð það að samkomu-
lagi við Alia að samningum
yrði rift. Ég vil þó taka það
fram, að samvinnan við jór-
dani var í alla staði góð og
samningunum rift með skiln-
ingi og vinsemd af báðum
aðilum.