Morgunblaðið - 12.02.1981, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
Fiskverðsákvörðun rædd á Alþingi:
Hvaðan kemur f jármagnið?
Hvernig verður því varið?
HVAÐ líður ákvörðun fiskverðs og með hvaða hætti hyggst
ríkisstjórnin veita atbeina sinn til fiskverðsákvörðunar og
framkvæmdar hennar? Svo spurði Geir Haligrímsson, formaður
Sjálfstæðisfiokksins, Steingrím Hermannsson, sjávarútvegsráð-
herra í umræðu utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær. Ráðherra
vitnaði til nýrrar gengisviðmiðunar, rikisábyrgðar á yfirdrætti
Verðjöfnunarsjóðs, til að mæta hugsanlegum halla í frystiiðnaði,
ákvörðunar um óbreytt olíuverð til skipa, hækkunar útflutnings-
gjalda á skreið en lækkunar sömu gjalda á freðfiski.
Málsmeðferð í
ríktestjórn
Geir Hallgrimsson (S) vitnaði til
orða sjávarútvegsráðherra á Alþingi
fyrir nokkrum dögum þess efnis, að
ekkert skorti á atbeina ríkisstjórnar
til fiskverðsákvörðunar. En fjölmiðl-
ar segja okkur annað: að málið sé til
umfjöllunar á ríkisstjórnarfundum
dag eftir dag og fiskverðsákvörðun
hafi dregizt úr hömlu vegna þess hve
seint gengur að fá niðurstöðu í
ríkisstjórninni.
Sjávarútvegsráðherra hefur og
verið fúsari á upplýsingar við fjöl-
miðla en þingheim. Hann hefur í
fyrsta lagi látið eftir sér hafa að
atbeini stjórnarinnar felist í því að
hverfa frá þeim veigamikla þætti
efnahagsráðstafananna á gamlárs-
dag, að festa gengi íslenzkrar krónu
miðað við dollar, og nú skuli tekin
upp meðalgengisviðmiðun. í annan
stað segir ráðherra fjölmiðlum að
breyta eigi útflutningsgjöldum, í
stað þess að hafa sama hlutfall á
allar sjávarafurðir komi breytilegt
hlutfall. Og í þriðja Iagi hefur það
heyrst að veita eigi ríkisábyrgð fyrir
yfirdrætti Verðjöfnunarsjóðs, þann-
ig að unnt verði að ákveða viðmiðun-
arverð hærra en markaðsverð.
Nú vil ég inna ráðherra nánar
eftir þessum yfirlýsingum hans í
fjölmiðlum, og tel raunar skylt, að
hann gefi Alþingi skýrslu um málið.
I umræðum hér á Alþingi hefur
komið fram að fiskvinnslan þyldi
ekki 15% fiskverðshækkun, hvað þá
20— 24%, eins og forsvarsmenn sjó-
manna telja nauðsynlega, svo útgerð
verði rekin hallalaus og sjómenn fái
samsvarandi kjarabætur og land-
menn náðu í nóvember-desember-
mánuðum sl. Gert er ráð fyrir 6%
hækkun verðbóta á laun 1. marz,
þrátt fyrir skerðingu bráðabirgða-
laganna. Það er því ljóst að vandi
sjávarútvegsins er mikill.
Atbeini ríkisstjórnar
Geir sagði að það hefði tekizt 1976
að jafna útflutningsgjöld á sjávaraf-
urðir í stað þess að mismuna fisk-
vinnslugreinum. Árangurinn af
þeirri jöfnun hafi m.a. verið sá að
áherzla hafi jafnan síðan verið lögð
á þá fiskvinnslugrein sem á hverjum
tíma hafi verið hagstæðust sjávar-
útveginum og þjóðarbúinu. Vara-
samt sé að skekkja þann arðsemis-
hvata.
Geir benti á að skreiðarmarkaður
hafi verið mjög ótryggur. Það sé
fyrst á sl. ári sem skreiðarverkun
gefur verulega í aðra hönd. Ég tel
réttara að safna í deild skreiðar hjá
Verðjöfnunarsjóði, meðan vel geng-
ur, til að standast þær sveiflur sem
reynslan sýnir okkur að gjarnan
verði á sölumöguleikum skreiðar.
Sama má í raun segja um saltfisk-
verkun. Allt fram til sl. áramóta var,
að ég hygg, greitt úr Verðjöfnun-
•arsjóði með saltfiskverkuninni.
En jafnvel þótt mismunun á út-
flutningsgjöldum verði tekin upp og
jafnvel þótt gengislækkun gagnvart
dollar styrki stöðu frystiiðnaðar þá
duga þessar aðgerðir ekki einar sér
til að rétta af rekstur þessarar
vinnslugreinar. Ábyrgðaryfirlýsing-
in virðist heldur ekki duga nema
veruleg hækkun verði á erlendum
sölumarkaði, sem enn hefur þó ekki
komið í sjónmál. En hvernig á að
mæta þeirri fjármagnsútvegun?
Formælendur stjórnarinnar benda á
þrjár leiðir: 1) Svokallaðan gjaldeyr-
ishagnað Seðlabanka, sem er, þegar
grannt er gáð, ekki til staðar. 2) Að
taka erlent lán til að standa undir
rekstri undirstöðuatvinnuvegar
okkar og helztu leið til gjaldeyris-
tekna. 3) Aukna skattheimtu, en þar
er boginn yfirspenntur með því að
landsmenn borga nú á föstu verðlagi
70 milljörðum gamalkróna meira í
skatta en fyrir þremur árum. Það er
því óhjákvæmilegt að ítreka þá
spurningu til ráðherra, hvern veg
megi afla þessa fjármagns til að
standa undir útborgun þeirra við-
miðunarverða Verðjöfnunarsjóðs,
sem ákveðin hafa verið með hliðsjón
af nauðsynlegri tekjuöflun fisk-
vinnslunnar. Og þá ekki síður,
hvernig á að ráðstafa þeim pening-
um.
Sannleikurinn er sá, að ríkis-
stjórnin hefur komið sér upp snöru
um háls með því að segja í fyrsta
lagi að verðstöðvun skuli gilda, í
annan stað að fast gengi skuli
haldast, og í þriðja lagi að hávaxta-
stefna skuii ríkja. Ef ríkisstjórnin
efndi aila þessa þætti stöðvast hjól
atvinnulífsins í 50—60% verðbólgu.
Annað mál er að ekkert virðist
eftir af efnisatriðum „efnahags-
ráðstafananna frá því á gamlárs-
degi“ annað en ákvæðið um skerð-
ingu verðbóta á laun 1. marz nk. Það
ákvæði blífur í anda slagorðsins
„samningar í gildi“ fyrir tilverknað
forystuflokksins í ríkisstjórninni,
Alþýðubandalagsins.
Frá því Alþýðubandalagið og
Framsóknarflokkurinn gengu saman
í ríkisstjórn í september 1978 með
fyrirheitinu „samningana í gildi“, þá
hafa aðeins orðið tvisvar sinnum
grunnkaupshækkanir: 3% 1979 og
10% á sl. hausti. En skerðing
verðbóta á laun hafa verið 8% í
desember 1978, 16,6% samkvæmt
skerðingarákvæðum Ólafslaga, eftir
því sem félagsmálaráðherra, for-
maður Alþýðubandalagsins hefur
upplýst. Og nú, 1. marz, 9,3%.
„Kaupskerðingin" hefur numið 34%
þegar grunnkaupshækkanirnar hafa
verið um 13%.
Fiskverð fyrir helgi
Steingrfmur Hermannsson, sjáv-
arútvegsráðherra, sagðist geta full-
yrt að fiskverð yrði ákveðið fyrir
helgi. Ýmislegt hefði skýrzt sem
gerði þetta kleift: samningar milli
sjómanna og útvegsmanna hefðu
þokazt í áttina, m.a. um lífeyrismál.
Ákveðin tillaga liggur nú fyrir hjá
verðlagsráði um fiskverð og ráðinu
er auk þess kunnugt um ýmsar
ákvarðanir rikisstjórnarinnar, sem
þetta mál snerta. Þannig hefði
ríkisstjórnin fjallað um lífeyrismál-
in í gær og fiskverðið í dag. Hún
hefði ákveðið að olíugjald skyldi
óbreytt, útflutningsgjöld hækkuð á
skreið, tímabundið, en lækkuð á
frystum afurðum. Þá hefði ríkis-
stjórnin gengið frá orðalagi á yfir-
dráttarheimild Verðjöfnunarsjóðs
og sjóðsstjórnin tekið afstöðu í því
efni, svipaða þeirri sem tekin hafi
verið 1975, þ.e. að yfirdrátturinn
verði með ríkisábyrgð. Varðandi
endurgreiðslu þessa yfirdráttar
kemur sitt hvað til greina, t.d.
greiðsla með gengisbreytingu. Þá
vék ráðherra að breyttri gengisvið-
miðun, þ.e. lækkun krónunnar gagn-
vart Bandaríkjadal, sem greitt hefði
götu fiskverðs, þó þetta breytta
gengi væri ekki síður í þágu útflutn-
ingsiðnaðar. Þessi gengisbreyting
dregur úr þörfinni á yfirdrætti hjá
Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins,
sagði ráðherra.
Ráðleysi ríkis-
stjórnarinnar
Matthias Bjarnason (S) sagði
svör ráðherra bera vott um ráðleysi
ríkisstjórnarinnar. Ákvörðun stjórn-
arinnar á gamlársdag um fast gengi
hefði sett lok á hærra verð í
íslenzkum krónum til útflutnings-
atvinnuvega. Þetta hefði verið gert í
þeirri „trú“ ráðherra að dollarinn
héldi áfram að falla. Þessi ákvörðun
hefði stórskaðað afkomu útflutn-
ingsgreina það sem af væri árinu,
enda hefði þessi ákvörðun hækkað
gengi krónunnar gagnvart Evrópu-
gjaldeyri. Ráðherrar keppast nú við
að viðurkenna að þessi ákvörðun
hafi verið mistök, sem verið sé að
leiðrétta með því að hverfa heldur
hressilega frá gamlárskveldsstefn-
unni.
Matthías sagði ráðherra hafa full-
yrt fyrir u.þ.b. viku að engin hemill á
fiskverðsákvörðun væri hjá ríkis-
stjórninni. Nú tíundaði hann hins-
vegar hreystiverk sín við að styðja
þessum ríkisstjórnarhemlum úr vegi
fiskverðsins. Þá kæmi sér á óvart að
ráðherra, sem ítrekað hefði tjáð sig
andvigan oliugjaldi i núverandi
formi, hygðist nú endurnýja það
óbreytt í þriðja sinn á stuttum
ráðherraferii sínum. Útgerðin þarf
að fá verðhækkun olíu bætta, sagði
Matthías, um það er ekki ágreining-
ur; en verðþróun olíu er utanaðkom-
andi skellur á þjóðarbúskapinn, sem
sjómenn og útvegsmenn eiga ekki
einir undir að rísa.
Syndaflóðið stóð að sögn í 40 daga
og 40 nætur. Fiskverðshik stjórn-
valda hefur staðið gott betur, eða í
43 daga. Vonandi reynist staðhæfing
ráðherra um nýtt fiskverð, sem gilda
eigi til 1. marz nk., fyrir vikulokin
rétt. En þeir ráðherrar ættu sízt að
tala um langtímastefnu, sem eru 43
dögum á eftir almanakinu í ákvarð-
anatöku í máli sem varðar undir-
stöðuatvinnuveg og afkomu þjóðar-
innar.
Verðstöðvun og
verðhækkun í
sama pakkanum
Karl Steinar Guðnason (A) sagði
ástandið í fiskverðsmálum óþolandi,
jafnt fyrir sjómenn og útvegsmenn.
Sjómenn vissu í raun ekki, hvert
kaup þeirra væri, og sama gilti um
beitingamenn, en kaup þeirra tengd-
ist fiskverði. Fiskverðsákvörðun hef-
ur oft dregizt eitthvað, en aldrei í
líkingu við það sem nú hefur gerzt.
Karl Steinar gerði verðstöðvun
stjórnvalda að umræðuefni, og þá
daglegu verðhækkunarskriðu, sem i
kjölfar hefði fylgt. Hinn fyrsta þessa
mánaðar hækkuðu öll veiðarfæri í
verði, en þau eru verulegur útgjalda-
liður í því rekstrardæmi sem hér er
til umræðu. Ég spyr sjávarútvegs-
ráðherra: Varð sú hækkun með
heimild ríkisstjórnarinnar — og í
anda verðstöðvunar? Eða má búast
við að ráðherra dragi þéssa hækkun
til baka? Eða er máske ekkert eftir
af „áramótaskaupinu" annað en
kaupskerðingin, sem ein virðist
standa upp úr „efnahagsráðstöfun-
um“ bráðabirgðalaganna.
Viðmiðun við
ísraolska pundið?
Kjartan Jóhannsson (A) sagði
stutt síðan að ráðherra hefði
kunngjört Alþingi að öll atriði varð-
andi fiskverð, er tengdust stjórnar-
ákvörðunum, væru klár. Það væru
sjómenn sem hefðu beðið um frestun
á ákvörðun fiskverðs. Nú færi hann
hinsvegar mörgum orðum um afrek
sin innan ríkisstjórnar til að greiða
fyrir fiskverði. En þetta er nú ekki í
fyrsta sinn sem orö hans ganga ekki
upp. Þá ræddi Kjartan um gengis-
viðmiðun, sem nú væri umtöluð.
Spurning væri hvort ríkisstjórn af
því tagi sem nú sæti ætti ekki að
taka upp slíka viðmiðun við ísra-
elska pundið!
Styrkja- og
millifærslukerfið
Geir Hallgrimsson (S) sagði skýrt
hafa komið fram hjá ráðherra að
yfirdráttur Verðjöfnunarsjóðs sjáv-
arútvegs, sem taka á til að greiða
mismun á framleiðslukostnaði í
frystiiðnaði og söluverði afurða er-
lendis, yrði með ríkisábyrgð. Þá hafi
ráðherra ýjað að þeirri leið að þessi
yfirdráttur yrði greiddur með geng-
isbreytingu, þ.e. gengislækkun. Beri
menn þessi orð ráðherra saman við
yfirlýsingar stjórnarinnar á gaml-
ársdag um fast og stöðugt gengi
nýkrónunnar! Er hér ekki verið að
hverfa endanlega frá þeirri efna-
hagsstefnu, ef nota má það orð, sem
þá var mörkuð? Hér er stefnt í
styrkja- og millifærslukerfið sem
dæmdist óhæft á áratugnum 1950—
1960 og kostaði stórátak að hverfa
frá í upphafi viðreisnar, 1960.
Þá vék Geir að þeirri gjörð
Alþýðubandalagsins að una við-
skiptakjaraáhrifum á verðbætur á
laun meðan þau verkuðu lækkandi á
kaup, en standa fyrir afnámi þeirra
áhrifa þegar sýnt þótti að jákvætt
verkuðu, frá sjónarhóli launþega,
eins og nú horfði um útreikning 1.
marz nk. og 1. júní nk.
Karl Steinar Guðnason (A) ítrek-
aði fyrirspurn til ráðherra um
hækkað verð á veiðarfærum, en svör
fengust ekki.
Vegaáætlun:
Samdráttur í vegaf ramkvæmdum
Lárus Jónsson, Matthías Á.
Mathiesen og Sverrir Hermanns-
son gerðu harða hríð að sam-
gönguráðherra á Aiþingi í gær
vegna smátækra áætiana og fjár-
veitinga til vegamála, er vega-
áætlun kom til umræðu. Lárus
sagði fjárveitingar og fram-
kvæmdaáform samkvæmt vega-
áætlun miðast við þær forsendur
að verðbólga milli áranna 1980 og
1981 væri aðeins 42%. Hvert
mannsbarn vissi að þessar verð-
lagsforsendur væru víðs fjarri
sanni þann veg að raungildi eða
framkvæmdageta þessa fjár-
magns, sem hér um ræddi, væri
Stórauknir
skattar
af umferð
annað og verulega minna en
ráðherra léti í veðri vaka. Með
góðum vilja væri hægt að segia að
hér væri „hjakkað í sama farinu"
og á sl. ári þegar vegafram-
kvæmdir vóru óvenju litlar.
Matthías Á. Mathiesen tók í
sama streng. Verðlagsforsendur
vegaáætlunar væru út í biáinn.
Forstöðumaður Þjóðhagsstofnun-
ar hefði sagt á fundi með fjár-
hagsnefndum Alþingis að hraði
verðbólgunnar sl. þrjá mánuði
hefði verið tæp 80%. Það fram-
kvæmdamagn, sem samgönguráð-
herra gumaði af 1981, væru orð
sem ekki stæöust frekar en svo
margt annað sem frá ríkisstjórn-
inni kæmi.
Sverrir Hermannsson sagði
fjármuni til vegaframkvæmda
1981 vera áætlaða 2,10% af þjóð-
arframleiðslu. Það væri mun
minna en á ráðherraárum Hall-
dórs E. Sigurðssonar. Hér væri
því um afturför að ræða en ekki
framför í einum vanræktasta
þætti framkvæmda hér á landi.
Hann minnti á þingsályktunartil-
lögu 19 sjálfstæðismanna um 15
ára áætlun í vegagerð, þ.á m.
varanlegri vegagerð, sem kvæði á
um verkáfanga og fjármögnun. Á
sl. ári hefði takmörkuðum vega-
framkvæmdum verið háldið gang-
andi með erlendum lánum, þrátt
fyrir að skattar af umferð hafi
verið meiri en nokkru sinni. Þeij
hefðu hinsvegar runnið í ríkishít-
ina en ekki til vegaframkvæmda.
Kaupskerðingin ein eftir af ákvæðum gaml-
árskveldslaganna, sagði Geir Hallgrímsson.
Geir
HallKrimsHon
Steingrimur
IlermannsHon
Matthian
Bjarnason
Kjartan
JóhannHHon