Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
29
Gunnar Bjarnason er áttræður í
dag. Arið 1945 þegar Sjómanna-
skólahúsið vr tekið í notkun og
Vélskólinn flutti þangað hóf
Gunnar Gjarnason kennslu við
skólann og skólastjóri varð hann
tíu árum seinna, árið 1955, þegar
Marinus E. Jessen lét af störfum.
Gunnar lét sjálfur af störfum
fyrir tíu árum fyrir aldurssakir.
Undirritaður hóf kennslu við
Vélskólann árið 1955 þegar Gunn-
ar varð skólastjóri og starfaði
mjög náið með Gunnari að mál-
efnum skólans. Það fer ekki milli
mála að Gunnar Bjarnason hafði
mikil áhrif á vélstjóramenntun-
ina, í fyrsta lagi vegna þess að
Gunnar Bjarnason
fyrrum Vélskóla-
st jóri - Áttræður
hann er mikill áhugamaður og
hamhleypa til vinnu og svo hitt að
fyrir dyrum stóðu miklar breyt-
ingar á vélstjóranámi og öllu
framhaldsnámi í landinu.
Unnið hafði verið að samein-
ingu vélstjóranámsins undir einn
hatt en Fiskifélag íslands hafði
hluta af því, hin svokölluðu mót-
ornámskeið. Iðnfræðslan, þar á
meðal járnsmíðanámið, var í
endurskoðun en Vélskólinn var
um hríð aðeins framhaldsskóli
járniðnaðarmanna. Með árunum
dró mjög úr aðsókn að skólánum
enda var hún algjörlega háð því
hve margir lærlingar voru við
nám í járnsmíði og útskrifuðust.
Árið 1966 voru sett ný lög um
vélstjóranám sem Gunnar Bjarna-
son átti mikinn þátt í að móta en
með lögum þessum og undir stjórn
Gunnars óx skólinn og dafnaði
ótrúlega ört. Vélskólinn hefur
lengstum verið vanbúinn tækjum
til verklegrar kennslu en Gunnar
fékk því til leiðar komið að
vélasalurinn var stækkaður og
keyptar nýjar vélar en einnig var
hafist handa við nýbyggingu til
þess að unnt væri að taka við fleiri
nemendum vegna aukinnar að-
sóknar að skólanum.
Saga Vélskólans og starfsferill
Gunnars Bjarnasonar eru tvinnuð
saman en hvað má segja um
manninn sjálfan? Eins og fram
hefur komið þegar er aðdáunar-
verður dugnaður Gunnars að
koma málefnum í framkvæmd
sem eru á dagskrá á hverjum
tíma. Nemendur hans segja að
hann hafi verið mjög góður kenn-
ari og sá nemandi sem ekki gæti
lært hjá Gunnar Bjarnasyni gæti
alls ekkert lært.
Margs er að minnast í sambandi
við Gunnar Bjarnason sem skóla-
stjóra og yfirmann. Það var ákaf-
lega gaman að vinna með honum
og Iáta hrífast af eldlegum áhuga
hans sem stundum var að okkar
dómi heldur mikill.
Það bætti úr skák að Gunnar er
mikill húmoristi, hefur gaman af
félagsskap og er mikill gleði- og
samkvæmismaður og er við brugð-
ið hans snjöllu og hnitmiðuðu
tækifærisráðum á mannamótum.
Gunnar hefur létta lund og Ieik-
arahæfileika enda stundaði hann
leikstörf um tíma hjá Leikfélagi
Reykjavíkur, sem margur man, og
naut þeirrar skemmtunar í ríkum
mæli.
Gunnar hefur margsinnum lýst
því yfir að hann hafi haft mikla
gleði og ánægju af því að vera
kennari enda var hann mjög
vinsæll og komu hæfileikar hans
þar ótvírætt í ljós. Hann kapp-
kostaði að sníða skólann eftir
íslenskum aðstæðum og að veita
nemendum eins hagnýta menntun
og frekast var kostur svo að þeir
væru vel í stakk búnir að takast á
við störf sín í atvinnulífinu.
Gunnar Bjarnason hefur haft
mörg áhugamál um dagana og
meðal annars starfað mikið í
Oddfellowreglunni og Stangveiði-
félagi Reykjavíkur og var formað-
ur Stangaveiðifélagsins um árabil.
í skólamálum og tæknimálum
hefur hann komið víða við utan
Vélskólans, svo sem við stofnun
Tækniskóla íslands, saltfisk-
þurrkun (en hann hannaði hús til
slíks), frystihús og kælitækni (en
hann skrifaði m.a. kennslubók um
kælitækni), svartolíubrennslu í
skipum og hefur hann tekið saman
og þýtt bækur í því sambandi.
Fyrir hönd Vélskóla íslands
óska ég Gunnari Bjarnasyni, frú
Önnu og allri fjölskyldu hans til
hamingju með daginn.
Gunnar ætlar að taka á móti
afmælisgestum sínum í húsakynn-
um Stangaveiðifélagsins að Háal-
eitisbraut 68, milli kl. 16—19 í dag.
Andrés Guðjónsson skólastjóri.
Thatcher
má búast við andróðri
ráðherra sinna
New York, 9. febrúar. AP.
FRÁ ÞVÍ aö Margrét Thatcher
komst til valda í Bretlandi fyrir 21
mánuöi, hefur brezkt efnahagslíf
versnað í orösins fyllstu merk-
ingu, segir í grein bandaríska
tímaritsins TIME um forsætisráö-
herrann brezka.
Segir í forsíðugrein blaðsins
aö þrátt fyrir vaxandi
óvinsældir sýni frúin
engin merki um aö hún
hyggist slaka á efna-
hagsstefnu þeirri er
kosningasigur hennar
grundvallaöist á.
Tímaritiö segir aö
Thatcher hafi leitt
íhaldsflokkinn til stórs
sigurs meö loforöum
um niöurskurö opin-
berra útgjalda, lækkun
tekjuskatts og heit-
strengingum um aö
blásiö yröi nýju lífi í
iðnaö og annað at-
hafnalíf. Kemst tímarit-
iö aö þeirri niöurstööu,
aö þar sem árangur
hafi enn ekki oröiö af
efnahagsstefnu henn-
ar, séu Bretar nú á
barmi mestu kreppu
sem þeir hafi oröiö fyrir frá því á
fjóröa áratug aldarinnar, þar sem
10% atvinnufærra manna séu
atvinnulausir og allt bendi til
þess aö atvinnulausum eigi eftir
aö fjölga í 22 af hundraöi vinnu-
færra manna.
TIME segir, aö aöalmarkmiö
efnahagsstefnu Thatchers hafi
verið aö „kreista lífiö úr verö-
bólgunni". Hún hafi, eins og síöar
kom á daginn, varaö strax viö
því, aö kjörin færu versnandi
fyrst um sinn, en síðar kæmi svo
bati í Ijós. Blaðið segir:
„Verðbólgan var 10% þegar
íhaldsflokkurinn tók viö völdum,
en er nú 15%. Þjóöartekjur hafa
rýrnaö, vöxtur þeirra var 1,5%
1978 til 1979 en þær drógust
saman um 3% 1979 til 1980. Um
tíu þúsund fyrirtæki fóru á haus-
inn, sem er met á svo stuttum
tíma. Áriö 1980 fjölgaði atvinnu-
— verði efna-
hagsbati ekki
sjáanlegur
á næsta ári
Margrét Thatcher
lausum um 66% frá því áriö áöur,
og frá því Thatcher tók viö
embætti um 86%. Á sama tíma
hefur ríkisstjórninni hvorki tekist
aö hafa taumhald á peninga-
magninu né opinberum útgjöld-
um, en þessi atriöi voru tveir af
hyrningarsteinum efnahags-
stefnu stjórnarinnar.
Fyrstu spár um jöfnuö ríkis-
tekna og ríkisútgjalda bentu til
þess að á fjárhagsárinu 1980 til
1981 yrði jafnviröi 20 milljóna
dollara halli á ríkisrekstrinum, en
samkvæmt síöustu spám sér-
fræöinga stjórnarinnar bendir
allt til þess aö hallinn veröi yfir 30
milljaröar dollara, eöa a.m.k. sjö
milljöröum dollara meiri en gert
var ráö fyrir í fjárlagafrumvarpi
stjórnarinnar í fyrra."
Nú er svo komiö, segir TIME,
aö Bretar spyrja sig gjarnan
hvort Thatcher sé aö leiöa þá inn
í ógöngur eöa út úr þeim. „Menn
hafa ekki gert upp hug sinn, en
þaö er víst, aö kjósendur eru
orönir uggandi".
TIME segir í grein sinni, aö í
brezkum stjórnmálum séu miklar
andstæður ráöandi, annars veg-
ar ósveigjanlegir frjálshyggju-
menn og hinsvegar vinstri armur
Verkamannaflokksins, sem boöi
og krefjist „þjóðfélagslegra um-
breytinga". Segir tímaritiö aö
yröi Verkamannaflokkurinn ofan
á gæti stefna hans haft mikil áhrif
heimafyrir og á vettvangi alþjóð-
legrar samvinnu, t.d. ef Bretar
gengju úr Efnahagsbandalagi
Evrópu og ef flokkurinn geröi
alvöru úr ýmsum atriöum er
snertu varnarmál og þá einkum
Atlantshafsbandalagiö.
Loks veltir TIME framtíö
Thatchers fyrir sér, og skýrir frá
auknum áhyggjum samstarfs-
manna forsætisráöherrans
vegna allrar þeirrar gagnrýni sem
stefna stjórnarinnar og gjöröir í
efnahagsmálum veröur fyrir. í því
sambandi veltir ritiö því fyrir sér
hvort pólitískur frami frúarinnar
kunni aö veröa ( voöa batni
ástand efnahagsmálanna ekki á
næstu misserum.
í þessu sambandi hefur TIME
eftir einum velmetnum, en
ónafngreindum ráöherra: „Ef
efnahagsþróunin tekur ekki kipp
upp á við næstu 12 til 15
mánuöina og ef ekki dregur úr
atvinnuleysi á sama tíma, mætti
búast viö því aö borin yröi upp í
stjórninni tiilaga um stefnubreyt-
ingu. Yröi Thatcher því mótfallin
kæmi óhjákvæmilega til kosn-
inga í stjórninni, og yröi hún
undir, ætti hún ekki annarra
kosta völ en aö taka poka sinn."
Ráöherrann spáir því, aö bíöi hún
ósigur af þessu tagi, klofnaöi
íhaldsflokkurinn og Verka-
mannaflokkurinn færi meö sigur
af hólmi í kosningum.
Nýr formaður Framf arafélags Breiðholts
Á AÐALFUNDI Framfarafélags
Breiðholts, sem haldinn var í
fyrrakvöld, var kosinn nýr for-
maður og stjórn. Fráfarandi
formaður, Inga Magnúsdóttir,
gaf ekki kost á sér, en hún hefur
gegnt formannsstöðunni i tvö ár.
1 framboði voru Gunnlaugur B.
Daníelsson og Lena Rist og fóru
atkvæði þannig að Lena fékk 38
atkvæði en Gunnlaugur 24.
Þegar þessi úrslit lágu fyrir
ákváðu nokkrir fyrrverandi
stjórnarmeðlimir að gefa ekki
kost á sér, en þrátt fyrir það buðu
sig fram til stjórnarkjörs helm-
ingi fleiri en kjósa skyldi. í
stjórninni eiga sæti 10 manns, þá
sitja fjórir varamenn einnig
reglulega stjórnarfundi.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Keflavík
Tll sölu mjög vel meö farlö
vlölagasjóöshús. Góöir grelöslu-
skilmálar.
2ja hæöa elnbýlishús viö Sól-
vallagötu. Losnar fljótlega.
Sérhæö vlö Vatnsnesveg ásamt
nýjum bílskúr.
2ja herb. íbúö viö Mávabraut.
Raöhús í smíöum, veröur skilaö
tokheldu og fullfrágengnu aö
utan í sumar. Teikningar á
skrifstofunni.
Fasteignasalan Hafnargötu 27,
Kaflavik, aimi 1420.
Innflytjendur
Get tekiö aö mér aö leysa út
vörur. Tilboö merkt: „Vörur —
3333“, sendíst augld. Mbl.
Ungan reglusaman
námsmann
vantar herb. meö aögang aö
eldhúsi til leigu fram til 1. júní.
Hugsanlega næsta vetur. Uppl í
síma 54131 eftir kl. 17 á daginn.
húsnæöi
í boöi
é — i 1114 rt ftá
Grindavík
Til sölu 4ra herb. íbúö ásamt
bílskúr. í parhúsi. Sér inngangur.
ibúöin er í góöu ástandi. Laus
fljótlega
Eignamiölun Suðurnesja,
Hafnargötu 57, aimi 3868.
IOOF 11 — 16202128% — 9.0
IOOF 5 = 1622128% = SK
□ Helgafell 598112027 — VI.
D St:St: 598102127 - VII - 7 - Fr.
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur í safn-
aöarhelmilinu í kvöld kl. 20:30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Halldór S. Gröndal.
Fri Guöspekí-
fólaginu
Áakriftarafmi
Qartglara ar
39573.
í kvöld kl. 21 veröur Sigvaldi
Hjálmarsson meö erindi „Hvaö
er kyrröin?" (Septíma). Allir vel-
komnlr.
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl.
20:30. Allir hjartanlega velkomn-
Nýja Postulakirkjan
Messa í kvöld, fimmtudaginn 12.
febr. kl. 20:30 aö Háaleitlsbraut
58. Séra Gene Storer frá Kan-
ada talar. Eftir messu veröur
kaffi á heimlli Lennart Hedins.
Alllr velkomnir.
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
20:30. Ræöumenn Ásgrímur
Stefánsson og fleiri bræöur utan
af landi.
Skátafélagiö
Landnemar
boöar á aöalfund, fimmtudaginn
26. febr. í Austurbæjarskóla, kl.
20:00.
Ad. KFUM
Fundur í kvöid kl. 20:30 aö
Amtmansstíg 2b. Kristniboö —
Framtíöarhorfur. Katrín Guö-
laugsdóttir og Gisli Arnkeisson
sjá um fundlnn.
Allir karlmenn velkomnir.