Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 35 Séð yfir hluta fundarins. Magnús L. Sveinsson í ræðustói. Magnús. Þá sagði Magnús að í lóðaúthlutunum hefði meirihlut- inn ekki reynst hálfdrættingur á við sjálfstæðismenn. Nú bærust um 1000 umsóknir á ári til borgar- yfirvalda þar sem farið væri fram á lóðir fyrir sérbýli, slík væri eftirspurnin. Magnús sagði að sjálfstæðismenn leggðu áherslu á að sem flestir eignuðust sinar eigin íbúðir, en þeim sem ekki gætu slíkt væri séð fyrir svoköll- uðum félagslegum íbúðum. Vinstri meirihlutinn legði hins vegar höf- uðáherslu á félagslegar íbúðir, ekkert væri hugað að sjálfstæðum íbúðarbyggjendum og þeim raun- ar gert nánast ómögulegt að byggja. 70 dýrir at- kvæðaseðlar Magnús sagði að framkvæmdir í borginni hefðu ekki aukist þrátt fyrir skattpíningu vinstri flokk- anna. Þeir hefðu svo til fullnýtt alla tekjustofna og nýjasta dæmið væri hækkun gatnagerðargjalda, en þau hefðu hækkað um allt að 67% fyrir skömmu. „Vinstri meirihlutinn getur ekki stjórnað borginn með sömu tekjustofnun og við sjálfstæðismenn gátum þegar við vorum við stjórnvölinn, og þar skilur glöggt á milli. Meira að segja hafa framkvæmdir farið minnkandi," sagði Magnús. Magnús minntist á Guðrúnu Helgadóttur borgarfulltrúa, en hún kenndi embættismönnum borgarinnar eitt sinn um þær litlu framkvæmdir í borginni undir stjórn núverandi meirihluta. Guð- rún hefði í þessu sambandi sagt að „hin dauða hönd embættismann- anna“ hefði lagst á framkvæmdir í borginni. Magnús sagði að þetta hefði gengið svo langt að borgar- stjóri hefði séð sig tilneyddan að setja ofan í við Guðrúnu. Magnús sagði að brátt stæðu menn frammi fyrir því að allt skipulagt og byggingarhæft land í borginni væri uppurið, öllu væri slegið á frest í skipulagsmálum. „Meirihlutinn hefur unnið markvisst að því að ýta einstak- lingum og fyrirtækjum út úr borginni. Nú eru aðeins sextán mánuðir til næstu borgarstjórn- arkosninga og á þessum tíma getur ýmislegt gerst. í síðustu kosningum munaði aðeins 70 at- kvæðum að við myndum halda meirihlutanum. Þetta voru dýrir atkvæðaseðlar, þeir kosta hverja meðalfjölskyldu 3—400 þúsund krónur á ári. Við verðum að frelsa borgina úr höndunum á vinstri meirihlutanum, sem lagt hefur dauða hönd yfir allar fram- kvæmdir í borginni og þar á ofan bætist illbærileg skattaáþján. Borgin er að koðna niður í hönd- unum á meirihlutanum, við verð- um að losa borgina úr þessum álagaham,“ sagði Magnús L. Sveinsson að lokum. Sjálfstæðismenn órofa heild Síðasti framsögumaðurinn var Markús Örn Antonsson. Markús hóf mál sitt á því að ræða um skoðanakönnum Dagblaðsins og sagði að rétt væri að taka niður- stöðum hennar með fyrirvara, bæði hefði úrtakið verið lítið og einnig hefðu margir verið óákveðnir. Hins vegar væri ljóst að meirihlutinn tæki þessum niðurstöðum alvarlega og vitnaði hann í ummæli Sigurjóns Péturs- sonar, forseta borgarstjórnar og oddvita Alþýðubandalagsins í borgarmálum, í því sambandi, en viðtal við hann birtist í Þjóðvilj- anum eftir að niðurstöður könn- unarinnar birtust. I viðtalinu sagði Sigurjón m.a. að uppbygging dagheimila hefði verið ör. Markús sagði að áætlað væri að taka um 150 pláss til notkunar á þessu ári og væri það svo til sama talan og meðaltal síðustu tólf ára, þ.e. áranna ’68—’79. Þetta væru nú öll afrekin! Þá minntist Markús á hina svokölluðu „almennu vistun” á dagheimilunum, en hún fælist í því að hiutur forgangsflokkanna væri minnkaður, en inn kæmu í staðinn börn giftra foreldra. Að hælast um af þessari breytingu væri hrein sýndarmennska, því afleiðingarnar væru þær að inn á dagheimilin færu börn giftra for- eldra en út hlytu að fara börn fólks í forgangsflokkunum, t.d. börn einstæðra foreldra, náms- manna eða annarra slikra, sem notið hefðu forgangs. Nú þyrfti þetta fólk að fara með börn sín í einkadagvistun sem væri meira en helmingi dýrari, á meðan borgin greiddi niður dagvistarrýmin fyrir börn giftra foreldra, en þeir for- eldrar hefðu í flestum tilvikum frekar efni á að senda börn sín í einkadagvistun en foreldrar í for- gangsflokkunum. Markús sagði að í málefnum aldraðra hefði Sjálfstæðisflokkur- inn ætíð verið leiðandi afl. Hins vegar hefði ekkert framhald orðið á þeim málum hjá núverandi meirihluta. Aðeins væri gert ráð fyrir vistheimili fyrir aldraða við Snorrabraut en þar væri áætlað að 60 manns gætu verið. Hins vegar væru allar líkur á því að í þessu húsnæði myndi aðeins verða mjög sjúkt gamalt fólk, vegna skorts á rými fyrir slíkt fólk. Markús sagði að fyrir lægju hjá borginni um 600 umsóknir um húsnæði frá öldruðum, og væri ástandið vægast sagt slæmt. Þá ræddi Markús um glundroð- ann innan meirihlutans og sagði að hann myndi verða meira áber- andi eftir því sem nær drægi kosningum, enda væru þetta afar ósamstæðir flokkar. „Við sjálfstæðismenn komum fram sem samstæð og órofa heild og það er engar hugmyndir uppi um að bjóða fram tvo lista við næstu kosningar. Við munum bjóða upp á unga og djarflega forystu í borgarmálum og við munum vinna borgina á nýjan leik,“ sagði Markús Örn Antons- son. Of há Katnagerðargjöld Davíð Oddsson svaraði spurn- ingu Stefáns Vagnssonar. Hann sagði að þetta mál hefði verið töluvert rætt í borgarstjórn. Gjöldin sem menn þyrftu að greiða væru annars vegar gatna- gerðargjöld og hins vegar gjöld vegna sameiginlegra framkvæmda við lóðir, en sameiginlegar lóðir væru ný tíska í skipulagsmálum. Stefnan væri að skerða sem mest sérbýlisaðstöðu fólks. Kostnaður vegna sameiginlegra lóðafram- kvæmda var áður innheimtur eftir á, en nú er byrjað á að innheimta kostnaðinn fyrirfram og sagði Davíð að sjálfstæðismenn hefðu verið á móti þeirri breytingu. Davíð sagði að eldra fyrirkomulag hefði verið æskilegra, því þá hefðu húsbyggjendur átt þess kost að gera þetta sjálfir og því getað gert hlutina á hagkvæmari hátt. Hann sagði að hinar nýju reglur væru slæmar og gagnstætt stefnu Sjálf- stæðisflokksins, eins og hækkun gatnagerðargjaldanna væri. Bílagoymsluhús Davíð svaraði spurningu Krist- ins Ragnarssonar. Davíð sagði að gerður hefði verið samningur við Eimskip og hafskip um afnot af svæðum við höfnina og þar á meðal væri umrædd lóð. Hinsveg- ar væri ekkert endanlega ákveðið í þessu efni og sagði Davíð að hann væri sammála Kristni um að rétt væri að taka umrætt svæði undir bílageymslu í framtíðinni. Það væri einnig stefna Sjálfstæðis- flokksins í þessu máli. Atvinnustarfsomi ug þjónusta við aldraða Davíð svaraði fyrirspurn Þórðar Einarssonar. Davíð sagði að þessi þjónusta hefði farið vaxandi á undanförnum árum. Þessari að- stoð hefði Sjálfstæðisflokkurinn komið á í sinni stjórnartíð og sagði Davíð sjálfstæðismenn ekki treysta sér til þess að draga úr þjónustunni. Magnús L. Sveinsson svaraði fyrirspurn Sigurjóns Jónssonar. Júlíus Hafstein spurðl um stefnu Sjálfstæð- isflokksins gagnvart bygg- ingu íþróttahúsa á vegum íþróttafélaganna. Gunnlaugur B. Daníelsson spurði hvort ekki væri vit- legra aö aflétta leigu af íþróttahúsum tii íþróttafé- laga, heldur en að hvetja félögin til aö byggja íþróttahús. Erna Hauksdóttir spuröi hvort leggja ætti niöur niöurgreiöslur á dag- heimilakostnaöi og hvort gera ætti gangbraut undir Breiönoltsbrautina. Magnús sagði að atvinnustarfsemi væri ætlað pláss í Breiðholtinu. Nýlega hefðu lóðir verið auglýst- ar, en enginn sótt um. Magnús sagði að nú væri búið að auglýsa aftur. Þá sagði Magnús að í Mjóddinni, sem byrjað væri að byKRja upp, væri gert ráð fyrir ýmisskonar þjónustu. Ennfremur sagði Magnús að ekki væri geri ráð fyrir nærri nógu mörgum lóðum undir atvinnustarfsemi í Breiðholti. Dagheimili Magnús svaraði spurningu Hildegard. Hann sagði að borgin hefði veitt fé til barnaheimila sem rekin væru af einkaaðilum. Hins vegar sagðist Magnús telja að borgin væri ekki tilbúin til að taka yfir reksturinn, en yrði það gert þá myndu sömu reglur hljóta að gilda á því heimili og öðrum í eigu borgarinnar. Elliðaárdalur Davíð svaraði spurningu Er- lendar. Hann sagði að Sjálfstæð- ismenn væru þeirrar skoðunar að friðlýsa beri Elliðaárdalinn. Hann sagði að Elliðaárnar væru fagurt svæði, perla í borginni og bæri að vernda árnar og dalinn. Þá sagði Davíð að stefna flokksins í um- hverfisfundum væri óbreytt frá því sem kom fram í stefnuskrá flokksins sem kynnt var undir heitinu „Græna byltingin". Magnús bætti við svar Davíðs og sagði að sjálfstæðismenn hefðu lagt á það áherslu að vernda Elliðaárdalinn. Hins vegar sagðist hann hafa heyrt minnst á hug- myndir sem beindust að því að bygKja sundlaug í sandhólunum við Stekkjabakkann. Annars sagði Magnús að stefna Sjálfstæðis- flokksins í umhverfismálum lægi ljós fyrir. Magnús sagði að von væri á að grænt svæði við Krumma- og Kríuhóla verði grætt upp nú í sumar. Þá sagði Magnús að bygging íþróttahúss við Hóla- brekkuskóla væri ekki á döfinni á þessu ári. íþróttahús og dagvistun Davíð Oddsson svaraði spurn- ingu Júlíusar Hafstein. Davíð sagði það skoðun flokksins að slá ekki á hönd íþróttafélaga í þessu efni. Sjálfstæðismenn væru hlynntir frjálsum félagasamtök- um. Hins vegar sagði hann óskyn- samlegt að byggja mörg íþrótta- hús í einu, fara bæri hægt í sakirnar. Magnús L. Sveinsson svaraði spurningu Ernu. Hann sagði að það ætti að gera gangbraut uandir Breiðholtsbrautina og sagði hann að framkvæmdir ættu að hefjast á þessu ári. Hvað dagvistunarstofn- anirnar áhrærði sagði Magnús að ekki hefði verið rætt um að hætta að greiða þetta niður. Hins vegar sagði hann að greiðslur þessar hefðu farið vaxandi og væru nú á þriðju milljón gkróna á hvert barn. Leiga íþróttahúsa Davíð svaraði spurningu Gunn- laugs. Davíð sagði það ekki sann- gjarnt að íþróttafélögin greiddu verulega leigu fyrir afnot af íþróttahúsum. Davíð sagði að upp- haflega hefði verið talað um að félögin greiddu leigu sem svaraði kostnaði við rekstur húsanna. Þessi upphæð hefði farið lækkandi undanfarin ár og næði leigan nú ekki þessu marki. Hins vegar sagði Davíð að húsin nýttust vel og í raun væri ekki hægt að nýta þau betur, þar væri fólk frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. - ÓJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.