Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 jH»r0unbIíil>il> 0*0tnififafrifr Síminn á afgreiðslunni er 83033 JM*r0unbI«ibib FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 BSRB og f jármálaráðherra: Allt að 6% grunn- kaupshækkun — í áföngum á lengdum samningstíma SAMKOMULAG milli Bandala«s starfsmanna ríkis <>k lueja <>k fjármálarádherra. um viðauka við kjarasamninK handalaKsins, var undirritad f fjárm <1 •rártuneytinu í K*r. Samkomulauid felur í sér. aÁ félaKar BSKB fá Kreiddan i áfönKum þann mismun. sem skap- aðist milli félaKa BIIM og BSRB við dómsúrskurð Kiaradóms. I>á er samninKstiminn framlenKdur til ársloka. Kristján Thorlacius, formaður BSRB saKði i K*r, að hér væri ekki um stórt skref að ræða. en það væri i áttina. Hins veKar kvað hann þetta mál alls óskylt mótmælum BSRB við skerðinKarákvæðum bráðabirKða- laKa ríkisstjórnarinnar á vísitöl- unni <>k stæðu þau mótmæli enn ÓhÖKKUð. Samkvæmt upplýsingum Krist- jáns Thorlacius munu laun sam- kvæmt 1. til 10. launaflokki hækka um 2% frá 1. janúar, laun sam- kvæmt 11. til 15. launaflokki verða hin sömu frá 1. janúar og laun samkvæmt 101. til 105. launaflokki í BHM-töflu. Hlutfallshækkunin þar er á bilinu 2,31% í 2,62%. Síðan verða laun þar fyrir ofan samræmd launum BHM-félaga í áföngum, þannig að hækkunin verður 3% frá 1. janúar. Síðan hækka þessi laun um '/s af því sem á vantar samræmingu 1. júní og næst síðan full samræming 1. september 1981. Kristján kvað þessa þriðjunga vera í hlutfallshækkun frá 0,72% og upp í 3%. Eru seinni áfangarnir hærri. Þá er samningstíminn framlengdur frá 31. ágúst til 31. desember eða út þetta ár. Samninganefnd BSRB sam- þykkti þetta samkomulag á fundi sínum í gær með 38 atkvæðum gegn einu. Kristján Thorlacius sagði: „Vísitölumálið, bráðabirgða- lögin og þetta mál, eru að sjálf- sögðu óháð hvert öðru. Við höfum mótmælt kjaraskerðingunni sem átti sér stað með bráðabirgðalög- unum. Þau mótmæli standa að sjálfsögðu enn, en á hinn bóginn er rétt að það komi fram, að samtökin áttu ekki endurskoðunarrétt í þessu máli. I því sambandi vil ég lýsa ánægju minni með að fjár- málaráðherra skyldi taka upp við- ræður við okkur og að það skyldu nást samningar. Þetta er ekki stórt, en þó í áttina." Samkomulagiö felur í sér grunn- kaupshækkanir á samningstíman- um, eða fram til 1. septemher, og eru þær á bilinu milli 2 til 3% og allt að 6%. Hins vegar mun vegin meðaltalshækkun grunnlauna BSRB hækka um 2,6% og er þá tekið tillit til hækkana í einstökum flokkum og fjölda BSRB-félaga, sem fá greitt samkvæmt hverjum flokki. Mynd þessa tók ljósm. Mbl. Emilia á æfingu á óperunni Fidelio í Háskólabíói í gær. Einsöngvararnir eru, talið frá vinstri, Sigurður Björnsson, Elín Sigurvinsdóttir, Kristinn Hallsson. Manfred Schenk. Ludovico Spiess og Astrid Schirmer. — Sjá bls. 25. Lægsta fiskverð, sem seljend- ur geta samþykkt er 19% + 5,5% Stjórnin tekur í dag ákvörðun um 5—8 milljarða gkr. yfirdráttarheimild SELJENDUR i yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, sjómenn og útvegsmenn, hafa tilkynnt oddamanni yfirnefndar. að lægsta fiskverð, sem þeir geti myndað meirihluta um, sé 19% <>k áfanga- hækkunin 1. marz verði eigi minni en 5,5%, en fiskverðsákvörðunin gildi til 1. júní. SamanlöKð er hækkunin þvi 25,5%. Rikisstjórnin mun í dag ákveða hámark yfir- dráttarheimildar Verðjöfnunar- sjóðs sjávarútvegsins hjá Seðla- bankanum og er spurning. hve mikið lið hún vill veita fiskvinnsl- unni i landinu. en talið er að yfirdráttarheimildin þurfi að vera á bilinu 5 til 8 milljarðar gkróna eða 50 til 80 milljónir króna. Þessi ákvörðun seljendanna, að fallast ekki á lægra fiskverð, er rökstudd með því að kauphækkun almennra kjarasamninga í landinu hinn 27. október síðastliðinn hafi ekki verið undir 10%. Síðan hafi komið verðbótahækkun hinn 1. des- ember, sem var 9,52%. Það 'saman- lagt er um 20,5%. Síðan sé væntan- leg vísitöluhækkun 1. marz ekki undir 5,5%. Að því viðbættu er hækkunin orðin 27,1%. Því sé hér ekki um annað að ræða en viður- kenningu á orðnum hiut, sem þar að auki komi til framkvæmda mun seinna en kauphækkanir land- verkafólks. Kostnaður fiskvinnslunnar við þessa fiskverðshækkun, er algjört matsatriði og við ákvörðun yfir- dráttarheimildar Verðjöfnunar- sjóðs hjá Seðlabankanum, sem ligg- ur fyrir ríkisstjórn á fundi hennar í dag, verður hún að gera upp við sig, hve langt hún gengur í að tryggja sjóðnum fjármagn. Ekki er eining um afkomutölur t.d. frystingarinn- ar og greinir oddamann og fulltrúa hennar á um réttmæti þeirra. Ágreiningur er því um það, hve viðmiðunarverð sjóðsins þarf að vera mikið hærra en markaðsverð, en í þessu tilfelli skiptir gengis- skráning ekki meginmáli, þar sem viðmiðunarverðin eru í dollurum. Miðað við 19% hækkun fiskverðs, mun greiðsla Verðjöfnunarsjóðs hækka um 14,25%. Talið er, að þeir fjármunir, sem deilt er um, en þeir spanna um það bil framleiðslu hálfs árs, séu á bilinu 5 til 8 milljarðar gamalla króna og er það sú upphæð, sem ríkisstjórnin þyrfti að ábyrgj- ast. Þar að auki telur fiskvinnslan, að hún eigi inni hjá sjóðnum fyrir síðastliðið ár fjárhæð, sem er um 1,2 milljarðar gkróna. Fiskverðsákvörðun hefur aldrei fyrr dregizt með þessum hætti í svo langan tíma, en lögin um Verðjöfn- unarsjóð voru sett í árslok 1961 og fyrsta fiskverðsákvörðun var í upp- hafi árs 1962. Árið 1976 var fisk- verð, sem taka átti gildi 1. janúar ákveðið 16. febrúar, en þá var í gildi bráðabirgðaverð, hið sama og gilti fyrir næsta verðtímabil á undan. Nú er ekkert verð í gildi. Arnarflug leig- ir Boeing 737 ARNARFLUG hefur gert samning við brezka flugfélaKið Britannia um leigu á Boeing 737-200 far- þeKaþotu í 6—12 mánuði og hefur félagið að sögn Magnúsar Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Arn- arflugs, leigt til að sinna þessu Fjaðrafok út af flugskýlunum: „Þið étið þetta allt, eins og allt annað“ — sagði Ólafur Jóhannesson við Ólaf Ragnar á fundi utanríkisráðherra i gærmorgun „ÞIÐ ÉTIÐ þetta alit. eins og allt annað.“ sagði Ólafur Jóhannes- son, utanríkisráðherra. á fundi utanríkisnefndar Alþingis i KærmorKun. við fulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Ólaf Ragnar Grimsson, sem hafði gaKnrýnt utanríkisráðherra fyrir meðferð hans á fyrirhuguðum framkvæmd- um við ný fluKskýli á Keflavikur- fluKvelli. Á fundi utanríkisnefndar í gærmorgun heindi Ólafur Ragnar Grímsson ýmsum fyrirspurnum til utanríkisráðherra um mál þetta og fóru umræður þeirra rólega fram fyrst í stað en síðan hitnaði í þeim og þar kom, að Ólafur Ragnar Grímsson veittist að Ólafi Jóhann- essyni og sagði, að þetta væri ekki hans mál heldur Framsóknar- flokksins og hann væri ekki lengur formaður Framsóknarflokksins. Þegar hér var komið sögu sagði Ólafur Jóhannesson þessi orð, sem urðu fleyg í þingsölum í gær: „Þið étið þetta allt eins og allt annað." Ólafur Ragnar Grímsson óskaði eftir því að þessi ummæli yrðu bókuð og var það gert að ósk þingmannsins. I þessum umræðum í utanríkis- nefnd kom það fram hjá Eyjólfi Konráð Jónssyni, að ekki færi á milli mála, að utanríkisráðherra einn hefði ákvörðunarvald í þessum efnum. Ólafur Jóhannesson benti á það, að í stjórnarsáttmála núver- andi ríkisstjórnar væri það eitt tekið fram, að allir aðilar ríkis- stjórnarinnar ættu að fjalla um flugstöðvarmálið en í stjórnarsátt- mála vinstri stjórnarinnar 1978— 1979 hefði sérstaklega verið tekið fram, að ekki yrði ráðizt í meiri- háttar framkvæmdir i þágu varn- arliðsins, nema með samþykki allra þáverandi stjórnarflokka. Utanrík- isráðherra hefði því mun frjálsari hendur nú en þá. í samtali við dagblaðið Vísi í gær, sagði Stefán Jónsson, einn af þingmönnum Alþýðubandaiagsins, að ákvörðun um byggingu þessara flugskýla jafngilti ákvörðun um að reka Alþýðubandalagið úr ríkis- stjórninni og Ólafur Ragnar Ólafur Jóhann- ólafur Ragnar esson Grimsson Grímsson sagði í útvarpsviðtali í gærkvöldi, að Framsóknarflokkur- inn yrði að velja á milli ríkisstjórn- arinnar og flugskýlanna. Morgun- blaðið sneri sér í gær til Steingríms Hermannssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, og spurði hvað hann vildi segja um þessi ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar. Kvaðst Steingrímur ekkert vilja ræða þau. Aðspurður kvaðst hann heldur ekki vilja tjá sig um það hvort flokkur- inn stæði með heimild utanríkis- ráðherra fyrir byggingu flugskýla né heldur um það hvort hann áliti að Alþýðubandalagið myndi ganga úr ríkisstjórn yrði af þessum fram- kvæmdum. Kvaðst Steingrímur heldur vilja ræða þessi mál við sína menn en Morgunblaðið. Mikið fjaðrafok er innan Alþýðu- bandalagins út af fyrirhugaðri byggingu flugskýlanna og var sér- stakur þingflokksfundur kallaður saman í fyrradag til þess að fjalla um málið. verkefni vél frá Air Belgium og hefur möguleika á að halda þeirri vél í tvö ár. „Við áætlum að hefja flugið 1. maí nk. og áætlað er að fljúga út úr Bretiandi með brezka ferðamenn til ýmissa staða í Evrópu. Það verða íslenzkir flugmenn sem fljúga munu vélinni og hefur verið ákveðið að þjálfa fimm áhafnir, eða tíu flugmenn, til starfsins," sagði Magnús. í fyrstu umferð er gert ráð fyrir flugi í sex mánuði, en góðir mögu- leikar eru á framlengingu í sex mánuði til viðbótar og jafnvel lengur. Að sögn Magnúsar hljóðar þessi sex mánaða samningur upp á hátt á annan milljarða gkróna og er fyrirtækinu því gífurlega mikils- - verður. í dag starfar hjá Arnarflugi 21 flugmaður og með vorinu verða svo þeir fimm, sem misstu stöðurnar sl. haust, væntanlega endurráðnir með auknum verkefnum, en eins og skýrt hefur verið frá hefur fyrir- tækið nýverið gert árssamning um leigu á Boeing 707-þotu félagsins og tekið að sér rekstur annarrar slíkr- ar vélar fyrir Singapore Airlines. „Þetta hefur verið mikil orrusta fyrir okkur að komast í að fljúga vél eins og þessari, en með því getum við sagt, að við stökkvum aftur úr miðöldum inn í nútímann. Þetta er reyndar stærsta augnablik, sem við hjá Arnarflugi höfum upplifað. Sú ákvörðun okkar, að fljúga Boeing 737-200, er byggð á þeirri trú okkar, að þar fari vél framtíðarinnar, og að þetta sé vél, sem hentar langbezt íslenzkum aðstæðum," sagði Magnús Gunn- arsson að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.