Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
17
I
völd m.a. betri kost að hafa
handbærar upplýsingar um bæði
nýgengi og algengi þeirra vanda-
mála sem hér um ræðir en slíkt er
nauðsynlegt til að hægt sé að sjá
fyrir um þörf þjónustu á þessum
vettvangi og búast undir hana.
Alþjóðlegu endurhæfingarsam-
tökin (Rehabilitation Internation-
al) hafa nýverið gefið út stefnu
mörk sín fyrir níunda áratuginn í
tilefni árs fatlaðra 1981 og hafa
þar tekið upp sömu skilgreiningar
á afleiðingum sjúkdóma og slysa
og greindar eru í bók Alþjóðlegu
heilbirgðismálastofnunarinnar.
í stuttu máli eru forsendur
skráningar og flokkunar um sjúk-
dóma og slysa þessar: Starfsmenn
í heilbrigðisþjónustu hafa til lang-
frama vanist að einskorða hug
sinn við ferlið „orsök — sjúkdóm-
ur — einkenni — lækning". Svo
eðlilegt sem það ferli er þá er það
endasleppt þegar lækning ekki
tekst, bót ekki fæst.
Tillaga Alþjóðlegu heilbrigðis-
málastofnunarinnar um framhald
ferlisins er eftirfarandi:
1. Mein (impairment) sem er fólg-
ið í missi eða starfsemisröskun
líffæris, líffærishluta eða lík-
amshluta eða í röskun sálarlífs.
2. Fötlun (disability) sem er fólg-
in í hvers konar færnisskerð-
ingu eða færnissviptingu
(vegna meins) til að fást við
viðfangsefni á þann veg og
innan þeirra marka sem
mönnum er eiginlegt og ætl-
andi.
3. örorka (handicap) sem er fólg-
in í annmörkum sem mönnum
eru búnir vegna meins eða
fötlunar og draga úr eða koma í
veg fyrir að þeir fái rækt
hlutverk sem þeim eru ætluð (í
samræmi við aldur, kyn, sam-
félagsvenjur og menningar-
háttu).
Þetta ferli má skýra með dæm-
um:
Maður veikist af lungnabólgu
sem í ljós kemur að orsakast af
tilteknum bakteríum. Ferlið er þá
að vitað er um orsök, sjúkdóm og
einkenni, og meðferð er veitt í
samræmi við það, einkenni dvína
og sjúkdómurinn batnar, eftirköst
engin, varanlegt mein ekkert.
Annar veikist hastarlega með
verk í brjósti og greind er krans-
æðastífla. E.t.v. er vitað um með-
virkandi orsakaþætti, e.t.v. ekki,
og það korna- fram ýmisleg ein-
kenni en með réttri og nægjan-
legri meðferð dvína þau og maður-
inn kemst til heilsu. Þó býr hann
að líkindum við varanlegt mein,
fólgið í röskun á flæði blóðs til
ákveðins geira hjartavöðvans.
Vera má að það valdi honum engri
færnisskerðingu, en vera má einn-
ig að áreynsluþol verði eftirleiðis
minna sem kann að verða honum
fötlun til frambúðar að því leyti
að hann getur ekki tekist á við
viðfangsefni á þann veg sem
honum var eiginlegt áður. Á hinn
bóginn ekki líklegt að þetta ástand
leiði til örorku þar eð hann getur
haldið áfram vinnu sinni og rækt
aðrar skyldur þrátt fyrir minnkað
áreynsluþol.
Enn annar maður veikist með
máttleysi í annarri hlið líkamans.
Einkenni vaxa og hann fær helft-
arlömun. Oftast er vitað um ein-
hver tildrög slíkrar lömunar. Bati
getur verið með ýmsum hætti en
líklegt að til frambúðar verði
minni máttur í útlimum þeirrar
hliðar og er þar með til staðar
varanlegt mein sem leiðir til
fötlunar því að færni hans er skert
til að fást við ýmis viðfangsefni
eins og t.d. að ganga, að sinna
persónuþörfum og öðrum athöfn-
um, o.s.frv. Ef ekkert er að gert er
örorka sjálfgert framhald fötlun-
arinnar að því leyti að hann getur
ekki rækt hlutverk sín, að öllum
jafnaði fólgin í atvinnu og e.t.v.
fyrirvinnu, þátttöku í félagslífi
o.s.frv.
Ljóst er að mörk milli meins,
fötlunar og örorku kunna að vera
óskýr og oft fljótandi. í ýmsum
tilvikum kann heldur ekki að vera
ljóst strax að menn hafi hlotið
varanlegt mein eftir sjúkdóm eða
slys þótt líklegt sé að slík atvik
geri fljótlega vart við sig. f
sumum tilvikum kann einnig að
vera matsatriði hvort mein leiðir
til fötlunar en að öllum jafnaði fer
það ekki milli mála. Hins vegar
geta augljóslega margir þættir
komið við sögu og ráðið hvort
fötlun leiðir til örorku eða ekki.
Mörg atriði skipta þar máli, lík-
amsástandið, sálarhagurinn, fyrri
störf, menntun, búseta, umferðar-
aðstæður, atvinnuframboð, fjöl-
skylda og ýmis persónuatriði,
hneigðir, viðleitni, skapgerðar-
þættir o.s.frv.
Vért er að benda á að örorka er
ekki síður merki um vanefni
samfélagsins til að mæta þörfum
þeirra sem fatlast hafa. Samfélag-
ið reiknar ekki með slíkum með-
*
Islenska óperan:
Heimsfrægar óper-
ur senda heillaóskir
MARGAR heimskunnar óperur
hafa sent fslensku óperunni heilla-
óskir i tilefni stofnunar íslenskrar
óperu, en stjórn fslensku óperunnar
hafði þegar samband við ýmis
óperuhús eftir stofnunina og hafa
siöan borist boð um ýmiskonar
aðstoð frá kunnum óperuhúsum.
eins og Vínaróperunni og Covent
Garden i Bretlandi, samkvæmt upp-
lýsingum Garðars Cortes stjórnar-
formanns fslensku óperunnar.
Meðal þeirra ópera, sem sent hafa
kveðjur og árnaðaróskir, eru tvær
fyrrgreindar óperur, sænska óperan,
danska óperan og sú norska.
í kveðjunni frá Vínaróperunni var
boðin margskonar aðstoð, söngvarar
ef á þyrfti að halda, leikstjórn og
fleira og sama er að segja frá öðrum
aðilum, en í bréfi Vínaróperunnár
var lýst yfir sérstakri ánægju með
það, að nú yrði þessi tegund tónlist-
arinnar sjálfstæður meiður á grein
hinnar merku íslensku menningar.
Góður afli línubáta
en lakari hjá togurum
TÍÐARFAR var mjög óstöðugt í
janúar og sjósókn erfið af þeim
sökum. Sjór var óvenjulega kaldur
útaf Vestfjörðum, enda ísinn
skammt undan, og allt veiðisvæðið
ákaflega lífvana. Tók fiskur því vel
beitu og var línuafli góður eftir því,
en afli togara þeim mun lakari.
Patreksfjarðarbátar fengu sinn afla
aöallega djúpt vestur af Látrabjargi,
en bátar frá Djúpi og nyrðri fjörðun-
um sóttu mest í Álkantinn og á
austursvæðið, segir í fyrirliti frá
skrifstofu Fiskifélagsins á ísafirði.
í janúar stunduðu 13 (12) togarar
og 20 (28) bátar botnfiskveiðar frá
Vestfjörðum. Réru bátarnir allir
með línu, nema einn bátur frá
Patreksfirði, sem var á netum.
Heildaraflinn í mánuðinum var
7.300 lestir, en var 8.360 lestir á
sama tíma í fyrra. Var afli togar-
anna nú 4.293 lestir á móti 5.910
lestum ífyrra, en afli bátanna 3.007
lestir á móti 2.450 lestum í fyrra.
Var meðalaflinn í róðri nú um 9
lestir, en var 5,2 lestir í fyrra.
Afiahæsti línubáturinn í mánuð-
inum var Þrymur frá Patreksfirði
með 236,1 lest í 18 róðrum, en í fyrra
var Orri frá ísafirði aflahæstur í
janúar með 177,6 lestir í 25 róðrum.
Bessi frá Súðavík var aflahæstur
togaranna með 376,8 lestir (af slægð-
um fiski), en í fyrra var Júlíus
Geirmundsson frá Isafirði aflahæst-
ur í janúar með 558,9 lestir.
allir sig við áðurnefndar skilgrein-
ingar. Heldur ekki víst að menn
sætti sig við víðtækan skilning á
orðinu fötlun, að t.d. varanlegt
geðmein sé fötlun, að varanlegt
hjartamein, varanlegt lungnamein
o.s.frv. teljist fötlun. Ennfremur
líklegt að ekki verði allir á eitt
sáttir um skilgreiningu á fötlun og
örorku þegar svo hagar að menn
eru knúðir að líta í eigin barm um
þessi atriði eftir sjúkdóma og slys.
Vera má að vafaatriði og
áhorfsmál rýri gildi tilrauna til
alþjóðlegrar skráningar og flokk-
unar meina, fötlunar og örorku en
hafa ber í huga að megintilgang-
urinn er bætt skipulag og betri
undirstaða fyrir áætlunargerð um
uppbyggingu á heilbrigðis- og fé-
lagsmálaþjónustu, þ.á m. endur-
hæfingu, í samræmi við raunveru-
legar þarfir á hverjum tíma.
Ilaukur Þórðarson
STÓRKOSTLEGAR
VERÐLÆKKANIR
SÍÐUSTU OAGA
ÚTSÖLUNNAR
Fatnaöur á alla fjölskylduna
Verö áöur Verö nú
Dömuúlpur 349,00 199,00
Dömuvesti 149,00 39,95
Dömusíöbuxur 189,00 59,95
Barnarúllukragabolir 29,95 9,95
Barnamittisjakkar 99,95 9,95
Herraskyrtur 79,95 39,95
Herrasokkar í - 19,95 7,95
Fyrir heimilið
Verö áöur Verö nú
Hakkavél 159,00 69,95
Speglar m. mynd 155,00 59,95
Leirblómapottar 59,95 29,95
Trébretti 32,95 4,95
Matardiskar 69,95 29,95
Hárþvottalögur 22,95 15,95
Freyöiböö 49,95 19,95
Hljómplötur 119,00 35,00
Gerið góð kaup, verslið ódýrt
HAGKAUP
limum innan vébanda sinna, held-
ur er það fyrst og fremst byggt
upp fyrir þá sem eru fullfærir að
taka þátt í keppninni um gæði
þess. Oafvitandi leggur samfélagið
þannig steininn í götu þeirra sem
fatlast hafa og er þannig sjálft
meðvaldur örorku þeirra.
Það ferli sem hér hefur verið
drepið á gefur jafnframt tilefni til
að íhuga á hvern hátt heilbrigðis-
og félagsmálaþjónusta getur haft
áhrif á það, breytt því á betri veg
eða stöðvað. Ljóst er að drýgsta
aðferðin er fólgin í því að koma í
veg fyrir sjúkdóma og slys. Þar
næst að ráða bót á sjúkdómum að
svo miklu leyti og unnt er hverju
sinni, að búa svo um slys að
varanleg mein verði sem minnst.
Verði meinum ekki forðað eftir
sjúkdóma eða slys þarf að draga
úr eða eyða áhrifum þeirra svo að
þau leiði til eins lítillar fötlunar
og frekast er unnt, að færni til að
fást víð viðfangsefni verði sem
minnst skert. Þar kemur til kasta
endurhæfingar. Sé ekki unnt að
komast hjá fötlun þrátt fyrir
læknisfræðilega endurhæfingu
þarf að beita atvinnulegri, mennt-
unarlegri og félagslegri endurhæf-
ingu til að freista þess að koma í
veg fyrir örorku eins og frekast er
fært svo að maðurinn geti sinnt
a.m.k. hluta þeirra verkefna sem
honum er ætlandi og hann kýs.
Framannefndar skilgreiningar,
skráning og flokkun afleiðinga
sjúkdóma og slysa í mein, fötlun
og örorku hefur verið að ryðja sér
til rúms á síðustu árum á alþjóð-
legum vettvangi og því eðlilegt að
kynna þessi atriði hér á landi.
Hitt er ljóst að ékki eru allir á
einu máli hvernig túlka beri ís-
lensku hugtökin fötlun og örorka
og þar með líklegt að ekki felli
1