Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBROAR 1981 Viðræður um Afghanistan Nýju Delhi, 11. tebr. AP. KURT Waldheim, framkvæmda- stjóri SÞ, hvatti til þess á ráð- stefnu óháðra ríkja i dag, að fundin yrði skjót og sanngjorn pólitísk lausn á Afghanistanmál- inu, þannig að íhúar landsins gætu sjálfir ráðið framtið sinni. án erlendra afskipta eða íhlutunar. Waldheim minntist ekki á Sov- étríkin beint, en vísaði til tveggja ályktana Allsherjarþingsins, þar sem hvatt er til brottflutnings erlends herliðs frá Afghanistan. Hann sagði, að tilraunir væru nú gerðar til að greiða fyrir samningaviðræðum hlutaðeigandi aðila til að koma á sanngjarnri, pólitískri lausn. Waldheim notaði tækifærið til að tilkynna, að hann hefði skipað Javier Perez de Cuellar, varafram- kvæmdastjóra SÞ, „sérstakan full- trúa“ sinn til að stuðla að viðræð- um milli Pakistans, írans og Afghanistans í því skyni að finna lausn á Afghanistanmálinu. Þing Spánar kemur saman Madríd, 11. febrúar. AP. NEÐRI deild spænska þingsins kemur væntanlega saman til fundar á þriðjudaginn til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á Leopoldo Calvo Soteío, Sósíalistar og kommúnistar hafa þegar lýst yfir því, að þeir muni greiða atkvæði gegn Calvo Sotelo, sem þarf að fá minnst 168 atkvæði af 350. Hann mun fá öll 168 atkvæði Miðflokkasambands- ins, en að auki munu nógu margir katalónskir og íhaldssamir þing- menn styðja hann til þess að hann fari með sigur af hólmi. Hann reynir einnig að afla sér fylgis þjóðernissinnaðra Baska. Cynthia Dwyer: Sé ekki ef tir föriiuii til íran Cynthia Dwyer. bandaríska hlaðakonan. sem um niu mán- aða skeið var i fangelsi i fran, sést hér á blaðamannafundi, sem efnt var til á flugvellinum i Ziirich i gærmorgun. Þar gerði hún stuttan stans áður en hún hélt áfram förinni til Banda- ríkjanna. AP-simamynd Zurích, Svíhm, 11. febrúar. — AP. BANDARÍSKI blaðamaður- inn Cynthia Dwyer var á þriðjudaginn sleppt úr haldi í Iran. Hún var stundum nefnd 53. bandariski gíslinn en stjórnvöld í íran ásökuðu hana um að hafa stundað njósnir. Kathy Bishtawi. fréttamaður AP, ræddi við Cynthiu um borð i flugvélinni á ieiðinni til Ziirich i Sviss frá Dubai. Hér á eftir fara hlutar úr þessu viðtali. Færi aftur Þrátt fyrir níu mánaða prís- und í Iran sagðist Cynthia Dwyer ekki sjá eftir för sinni til Iran. „Iranir eru ákaflega geðugir og ef ég ætti þess nokkurn kost, þá myndi ég fara aftur til Iran. Með þessu er ég ekki að halda því fram, að dvöl mín í Iran hafi verið dans á rósum, en ég var ekki beitt harðræði. En ég hef séð hinar slæmu hliðar á írönsku byltingunni," sagði Cynthia. „Ég fór til íran af forvitni. Ég vildi öðlast skilning á hvað væri að gerast í íran. Mér fannst allt of mikil áherzla vera lögð á gíslana í Banda- ríkjunum og óttaðist að íran yrði að nýju Víetnam. Þar fyrir utan — þá fór ég til íran til að fá góða fréttasögu. Og ég hélt dagbók um prísundina í íran — hana mun ég birta og það er „góða fréttin" mín þó tilgangur ferðarinnar hafi ver- ið allt annar en að lenda í fangelsi." Cynthia virtist þreytt þar sem hún ræddi við blaðamenn um borð í flugvélinni á leið til Zúrich. Hún hins vegar svaraði spurningum blaðamanna greiðlega og án hiks. Þó var augljóst að hún var mjög þreytt enda hafði hún beðið lengi á flugvellinum í Teheran. „Ég gat ekkert sofið þar — ég var of spennt," sagði Cynthia, en hún var tekin föst þann 5. maí síðastliðinn. Hún var ákærð fyrir njósnir og ásökuð um að hafa reynt að koma á sambandi við stjórnar- andstöðuöfl í íran og hafa haft samband og samráð við þessi öfl. Um réttarhöldin sagði Cynthia. „Ég sá aldrei kærur gegn mér. Samkvæmt írönsku stjórnarskránni þá ber að bera fram kæru 48 klukkustundum eftir handtöku. Þetta var aldr- ei gert. Ég sagði þeim hvað ég hefði gert — og reyndi að beita hófsemi. Þannig vildi ég ekki verjanda. Óttaðist að það kynni að lengja dvöl mína í landinu." En réttarhöldin — þau stóðu raunar yfir í aðeins 1 dag, fóru fram í Erwinfang- elsinu í Teheran. Cynthia sagði, að þar væru pólitískir fangar í haldi. Hún sagðist hafa verið um tíma í klefa með Jean Waddell, trú- boða ensku biskupakirkjunnar en nú eru 4 Bretar hafðir í haldi í landinu. Þá sagði hún að íranir hefðu verið í klefa með sér og örlög þeirra væru óráðin. „Enginn reynir að ná þeim út,“ sagði hún. Hún var spurð hvort fangar væru pynt- aðir en vildi ekki tjá sig. „Vinir mínir dveljast enn í fangels- um,“ sagði hún. Að lokum sagðist Cynthia hlakka til að komast heim til fjölskyldu sinnar. „Ég fer beint í eldhúsið og matreiði manni mínum góðan rétt. Ég bíð full eftir- væntingar að sjá börn mín á ný,“ sagði Cynthia Dwyer — síðasti bandaríski gíslinn í íran. Eldur öðru sinni í hóteli í Las Vegas Las VegaK, 11. febrúar. — AP. ATTA biðu hana og að minnsta kosti 242 siösuðust i eldsvoða i Hilton-hótelinu í Las Vegas i nótt og eldsupptnkin eru talin grunsam- leg. Tveir menn eru í yfirheyrslu vegna brunans. Fyrir aðeins þrem- ur mánuðum fórust 84 og 700 slösuðust i eldsvoða i Grand Hotel sem er skammt frá. Hundruð gesta flúðu úr bygging- unni, sem er 30 hæða og með 2.783 herbergjum. Þetta mun vera stærsta hótel í Bandaríkjunum og annað stærsta hótel í heiminum. Sumir hótelgestir klifruðu upp á þak byggingarinar, þar sem þeim var bjargað í þyrlur. Aðrir hrópuðu á hjálp út um glugga með brotnum rúðym eða notuðu lök til þess að klifra niður. Eldtungurnar teygðu si'; þrjátíu metra í loft upp og eldurinn barst hratt út gegnum Kosningar í Suður-Kóreu Seoul. 11. febrúar. AP. KJÖRSÓKN var dræm framan af i Suður-Kóreu í morgun. þegar kosn- ing hófst til kjörmannasamkundu, sem kýs nýjan forseta. Yfirvöld sögðu þó, að kjörsókn mundi aukast þegar liði á daginn. Chun Doo-Hwan, forseti, var í hópi hinna fyrstu, sem mættu á kjörstað. Því er spáð að flokkur hans fái 70% sæta á kjörmannasamkund- unni sem er skipuð 5.278 f'lUtruum. Samkundan ur saman 2s! Vebrú- til að velja forsetann, sem er kjörinn til sjö ára. Önnur kjörmannasamkunda til- nefndi Chun forseta í ágúst í fyrra og hann segir að muni aðeins sitja eitt kjörtímabil. Þrír aðrir flokkar bjóða fram, aðeins til málamynda, að talið er. gluggana, frá áttundu hæð upp á efstu hæð. Mikill reykjarmökkur lagðist yfir svæðið sem hótelið stendur á. Um 450 slökkviliðsmenn reyndu að ráða niðurlögum eldsins og_ skipu- lögð var leit herbergi úr herbergi til þess að finna hugsanleg fórnarlömb eldsvoðans. Nokkur þeirra höfðu fengið reykeitrun og lík þriggja manna fundust við lyftuna á áttundu hæð. Maður, sem fannst á lífi í herbergi sínu á 24. hæð, lézt skömmu síðar. Barron Hilton, stjórnarformaður Hilton-hótela-samsteypunnar, sagði að ef rétt væri, eins og gefið væri í skyn, að kveikt hefði verið vísvitandi í hótelinu mundi fyrirtækið gera allt sem í þess valdi stæði til að sá eða þeir, sem bæru ábyrgðina, yrðu leiddir fyrir rétt. Svo virðist sem um eld á þremur stöðum hafi verið að ræða. Hussein kveður heim sendiherra Amman, 11. febrúar. AP. , SENDIHERRA Husseins Jórd- aníukonungs í Sýrlandi, IIuss- ein Hamami, sneri aftur til Amman i dag vegna þeirra breytinga sem hafa orðið til hins verra í sambúð rikjanna vegna ránsins á jórdanska sendifulltrúanum Ilisham Muhaissen i Libanon, og sendi- herra Sýrlands i Jórdaniu, Abdul-Karin Sabagh, mun fara til Sýrlands á morgun. Heimkvaðning sendiherranna getur verið fyrsta skrefið í átt til algers stjórnmálafQf" aö sögn sérf^^’mga( ef Muhaissen verður ekki sleppt heilum á húfi. Maður nokkur tilkynnti líb- anska útvarpinu í síma að sam- tökin „Ernir byltingarinnar", sem fylgja Sýrlendingum að málum, hefðu tekið Muhaissen af lífi, en opinberir talsmenn samtakanna í Beirút og Dam- askus vísuðu því á bug. Sýrlend- ingar neita staðhæfingum Jórd- aníumanna um að leyniþjónusta þeirra hafi staðið fyrir ráninu. , AP-slmamynd. HEIMT UR HELJU. Hjónin á myndinni sluppu naumlega lífs af úr hótelbrunanum í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrinótt og hér leita þau huggunar og styrks hvort hjá öðru þegar hættan var afstaðin. í brunanum fórust a.m.k. átta manns og á annað hundrað slasaðist. Fleiri gyðingar fá að fara frá Sovétríki Moskvu, 11. febrúar. — AÐ UNDAnFÖRNU hafa sov- ézk yfirvöld veitt miklu fleiri sovézkum gyðingum heimildir til að flytja úr landi en gert hefur verið í mörg ár, og af þessum sökum flykkjast sovézk- ir gyðingar á skrifstofur sem gefa út vegabréfsáritun. Heimildamaður úr röðum gyð- inga sagði við AP-fréttastof' - að allt að 120 v<v*-' „.uiia, hefðn - . wgaDréfsáritanir „ verið gefnar út á dag í síðustu viku, en það eru tíu sinnum fleiri áritanir en gefnar eru út venjulega. Diplómatar segja, að þessi „slökun" nái ekki einvörðungu til gyðinga í Moskvu, heldur einnig til gyðinga í LeníngraA Kænugarði. H:-- - -** °K enp!- -..xis vegar hefði aukning orðið á útgáfu vegabréfsáritana til annarra en gyðinga. Sumar brottflutningsumsókn- jUllUllI ir, sem afgreiddar hafa verið síðustu daga, voru allt niður i þriggja mánaða gamlar, sem er óvenjulegt. Þá fengu sumir, er neitað hefur verið margsin»':' um vegabréfsán'*— - brf)ffc- ...xun, skyndilega -„viararleyfi. Og ýmsir til við- bótar, er skyndilega var veitt áritun, höfðu sótt um brottfar- arleyfi fyrir allt að þremur árum án þess að heyra bofs þar til nú, er þeir fengu allt í einu tilkynn- ingu um leyfisveitingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.