Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
11
AIR FRANCE
Lækkar verð og minnkar
þjónustu á Evrópuleiðum
FLUGFÉLAGIÐ Air France
heíur séð sig tilneytt að
lækka fargjöld á leiðum
sínum í Evróu um 40—60%
á grunnverði og hyggst
byrja á leiðinni París-
London 1. apríl næstkom-
andi, en um leið verður
dregið úr þjónustunni, að
því er segir í franska blað-
inu Express. Kemur lækk-
unin á 28 leiðir með upphaf
í París og 27 leiðir frá
öðrum stöðum í landinu, og
á þessi breyting að ná til
Miðjarðarhafsleiða 1. nóv-
ember. Segir blaðið að Air
France verði nú að taka
þátt i undirboðunum, sem
Laker hafi innleitt á Norð-
. ur-Atlantshafsleiðinni, en
orðið að gefast upp við að
koma á milli helztu borga
Evrópu í október i haust,
þar sem öllum hurðum var
skellt á nefið á honum
vegna harðrar andstöðu
Evrópuflugfélaganna. Segir
blaðið, að í kjölfar Air
France um ódýru flugfar-
gjöldin muni koma British
Airways, hollenzka flugfé-
lagið KLM og Alltalia. en
önnur stór flugfélög, svo
sem Lufthansa og Swissair
þrjóskist enn við slíka
stefnubreytingu.
„Guð gerir stundum krafta-
verk, flugfélög aldrei", er í þessu
sambandi haft eftir forseta Air
France á aðalfundi IATA. Flug-
félag hans hyggst mæta lækkun-
inni með því að fara að fordæmi
skipulögðu hópferðanna á
Norður-Atlantshafsleiðinni og
milli Parísar og London, en
helmingurinn af flugumferðinni
í Evrópu segir talsmaður félags-
ins að sé kominn yfir á leiguflug
og skipulagðar hópferðir ferða-
skrifstofa. Því séu flugfélögin
tilneydd að gera eitthvað til að
missa ekki markaðinn. Hjá Air
France verður fyrsta farrými.
sem nýtur sífellt minni vin-
sælda, látið víkja fyrir ódýrara
svokölluðu lúxus viðskiptafar-
rými. En aftan til í flugvélunum
verður einn geimur með meiri
sætaþéttingu í svonefndum Air-
bus og minnsta þjónusta veitt
þar á flugleiðum, svonefnd
„bistrot Air France". Þá taka
farþegarnir sjálfir veitingar við
brottför. Vonast M. Giraudet til
þess að flugfélagið geti með
þessu móti lækkað tilkostnað og
náð til nýs ferðamannahóps. Eru
það viðbrögð félagsins við að
forðast fyrirsjáanlegt rekstrar-
tap á árinu.
Segir blaðið að tími sé til
kominn í samanburði við Amer-
íkuflugið, þar sem fargjaldastríð
hefur geysað síðan 1977, þá hafi
Evrópa haldið uppi verði með
verndaraðgerðum. Flugfélögin
þar, sem hafi staðið þétt saman
til að verja ríki sitt, hafi þó
skolfið við tilhugsunina um að
Laker mundi einn góðan veður-
dag koma og hirða bróðurpart-
inn af kökunni, en fram að þessu
ekkert gert til að fjarlægja
hættuna. Þau hafi því legið
undir sívaxandi gagnrýni, eftir
að Ameríkuflugið varð svona
ódýrt. Eða eins og breski þing-
maðurinn Cecil Moorhouse sagði
hneykslaður við þingheim á
þingi Evrópuráðsins í árslok
1979: „Hvernig getur verið ódýr-
ast að fara um New York, þegar
maður ætlar að fljúga milli
London og Kaupmannahafnar?"
Svipaðar umræður hafa líka
orðið hjá Efnahagsbandalaginu.
Segir Express að nú sé ten-
ingnum kastað. Laker hafi fund-
ið framtíðar formúlu flugsins
með fjöldaflutningunum. Ekki sé
lengur rúm fyrir þann lúxus,
sem hafi ríkt á blómatíma far-
þegaflugsins. Þetta sé þróun sem
krefjist róttækra breytinga.
Ekki þó svo að allt eftirlit og lög
um flug fari úr skorðum og að
hver sem er geti flogið hvert sem
er á hvers konar flugvélum.
„Skipulögð samkeppni, já. Sam-
keppni frumskógarins, nei," seg-
ir Pierre Giraudet, forseti Air
France.
Veður
víða um heim
Akureyri 1 snjókoma
Amsterdam 6 skýjað
Aþena 20 heiðskírt
Berlín 1 skýjað
BrUssel 6 skýjað
Chícago 1 skýjað
Dyflinní 3 heiöskírt
Feneyjar 6 úrkoma
Frankfurt 7 snjókoma
Færeyjar 4 sútd
Genf 3 heiöskírt
Helsinki -4 skýjaó
Jerúsalem 12 heiöskírt
Jóhannesarb. 24 heiöskírt
Kaupmannahöfn 2 skýjaö
Las Palmas 17 hálfskýjaö
Lissabon 13 skýjaö
London 6 heiöskírt
Los Angeles 20 heiöskírt
Madríd 7 skýjaó
Malaga 15 heiöskírt
Mallorca 11 skýjaö
Miami 24 rigning
Moskva -2 skýjaö
New York 6 rigning
Osló -5 heiöskírt
Parts 7 skýjaö
Reykjavík 1 skýjaö
Ríó de Janeiro 35 heiðakirt
Rómaborg 16 skýjaó
Stokkhólmur 2 skýjað
Tel Aviv 17 heiöskírt
Tókýó 10 heióskírt
Vancouver 2 heiðskírt
Vínarborg 6 skýjaö
í STUTTU MÁLI
Raquel í mál
LOS ANGELES — Kvlkmyndaleik-
konan Raquel Welch hefur ákveöið
að fara í mál við kvikmyndafyrirtæk-
iö MGM og krefja þaö um 24,5
mllljónir dollara í skaöabætur fyrir
aö svipta hana aöalhlutverkinu I
kvikmyndinni .Cannery Row“, sem
er gerö eftir bók John Steinbecks.
Hlutverkið var fengiö Debra Winger
sem fór meö aöalhlutverkiö í .Urban
Cowboy".
Mikiö mannfall
BONN — Afghanskur andspyrnu-
leiötogi heldur því fram, aö skæru-
liöar hafi fellt aö minnsta kosti
30.000 sovézka hermenn síöan
Rauöi herinn hertók Afghanistan í
desember 1979.
tfgurn nokkurt urvai af sófasettum og
önnurá leiðinni.
Pöntunarþjónustan gerir okkur kleift að
uppfylla óskir um liti, efni og áklæði.
Ræðið við okkur um 'greiðsluskilmála.
Sérverslun með listræna húsmunl
Borgartuni 29 Simi 20640
VIOLA D’A
Sófasett í úrvali