Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
Endurbyggingu
húsanna á
Bernhöftstorfu
haldið áfram
TORFUSAMTÖKIN hafa nú að
mestu lokið vð að gera upp Land-
læknishúsið svonefnda á Bern-
höftstorfunni. t næstu viku hefst
undirbúningur að viðgerð á húsi
bak við Landlæknishúsið og Banka-
stræti 2.
Torfusamtökin héldu fund með
fréttamönnum þar sem skýrt var frá
gangi framkvæmda við endurbygg-
ingu húsa á Bernhöftstorfunni.
Endurbygging Landlæknishússins
hófst í febrúar 1980. Lokið er að
mestu við að gera við húsið að innan
en enn á eftir að gera upp hluta af
útveggjunum. Það mun bíða til vors.
í húsinu er nú veitingahúsið Torfan,
Galllerí Langbrók, skrifstofur Lista-
hátíðar í Reykjavík og Torfusamtak-
anna.
Kostnaður við viðgerð hússins
nemur nú tæpum 700.000 krónum.
Þorsteinn Bergsson formaður Torfu-
samtakanna sagði á blaðamanna-
fundinum að samtökin teldu sig hafa
sloppið vel fjárhagslega. Við endur-
bygginguna hefði mikið verið unnið í
sjálfboðaliðavinnu og vinna margra
ekki hátt metin.
Hann sagði að samtökin hefðu í
upphafi fjármagnað framkvæmdirn-
ar með fyrirframgreiðslu húsaleigu,
400.000 krónum. Samtökin hefðu svo
tekið á sig greiðslur fram eftir sumri
en þá fengu þau styrk frá ríkinu að
upphæð 270.000 krónur og frá
Reykjavíkurborg fengu þau 60.000
króna styrk.
Það kom hins vegar fram á
fundinum að samtökin hafa greitt
65.000 krónur í fasteignagjöld til
borgarinnar. Upphaflega var þeim
gert að greiða 120.000 krónur en
samtökin kærðu það mat. Fóru þau
fram á það að fasteignagjöld yrðu
felld niður, en þeirri beiðni var
neitað. Nú liggur hins vegar fyrir að
gjöldin verða lækkuð um allt að 60%
og því var þessi upphæð, 65.000
krónur, greidd í nóvember sl.
Yfirumsjón með vinnu við land-
læknishúsið hafði Knútur Jeppesen
arkitekt og Halldór Bachman stjórn-
aði trésmíðavinnu.
Viðræður við ríki
og borg um áfram-
haldandi framkvæmdir
Enn hefur ekki verið ákveðið
endanlega hvað verður til húsa í
Bankastræti 2 og húsinu bak við
Landlæknishúsið. Þó er það nokkuð
víst að veitingahúsið Torfan mun
taka síðar nefnda húsið á leigu
undir starfsemi sína. Þorsteinn
sagði að ýmsir aðilar hefðu sýnt
áhuga á að fá inni í Bankastræti 2,
m.a. bakarí og verslanir.
Kostnaðurinn við endurbyggingu
Bankastrætis 2 er um 600—700.000
krónur. En kostnaðurinn við að
endurbyggja þau hús sem eru
brunnin, Gamla bakaríið og Korn-
hlöðuna er lauslega áætlað um 4—5
milljónir. Þorsteinn sagði að upp
hefði komið sú hugmynd að í þeim
tveimur húsum yrði komið fyrir sal
sem tæki 2—300 manns í sæti og
hægt að nota sem t.d. kvikmynda-
hús, leikhús og fundarsal.
Þorsteinn sagði að sem fyrr yrðu
samtökin að fjármagna næsta
Hverjar eru starfsað-
ferðir Ananda Marga?
Stjórn Ananda Marga á íslandi
hefur heðið Morgunblaðið fyrir
eftirfarandi grein:
í fréttatíma sjónvarpsins 19.
nóvember sl. varpaði biskup Is-
lands, herra Sigurbjörn Einars-
son, fram ofangreindri spurningu.
Það er bæði rétt og skylt að
biskupinn og allur almenningur
fái svar frá þeim, sem málið er
skyldast og best þekkja til. Áður
en svör eru greidd verður þó ekki
komist hjá að víkja nokkrum
orðum að því samhengi, sem
spurningin var sett fram í og gera
í stuttu máli grein fyrir eðli
Ananda Marga og markmiðum.
Er Ananda Marga
sértrúarhópur?
Tilefni viðtals við biskupinn var
sjónvarpsþáttur um Moon-hreyf-
inguna. Biskupinn varaði almennt
við þeirri hreyfingu svo og vottum
Jehova, og varpaði síðan fram
þessum spurningum: „... hverjar
eru starfsaðferðir Ananda Marga,
og hvert rennur ágóðinn af þeirri
matvælasölu, sem þeir hafa, til
dæmis að taka Loks vék
hann að svokölluðum Guðsbörnum
og leiðtoga þeirrar hreyfingar.
í fyrrgreindum sjónvarpsþætti
var dregin upp vægast sagt óhugn-
anleg mynd af Moon og söfnuði
hans. Ummæli biskupsins eru því
mjög fallin til að vekja þá hug-
mynd að Ananda Marga sé ámóta
skuggaleg hreyfing og þátturinn
gaf tilefni til að álíta að Moon-
hreyfingin væri. Þessi samanburð-
ur er þó að öllu leyti óréttmætur.
Varla er hægt að segja að hreyf-
ingarnar eigi annað sameiginlegt
en að stofnendur þeirra eru báðir
Asíumenn og að hreyfingarnar
hafa báðar öðlast útbreiðslu í
Evrópu og Norður-Ameríku á und-
anförnum árum. Hinsvegar er
Moon-hreyfingin, samkvæmt því,
sem haldið er fram af hálfu
fyrirsvarsmanna hennar, kristileg
trúarhreyfing, sem undirbýr
endurkomu Krists, en Ananda
Marga er andleg hreyfing, sem er
ekki tengd neinum trúarbrögðum,
hvorki kristnum né öðrum. Með
orðinu „andlegur" í þessu sam-
bandi er átt við andstæðu efnis-
hyggju, en það þýðir ekki að
hreyfingin sé trúarlegs eðlis. Hins
vegar byggir hún á andlegri heim-
speki, sem er sameiginieg Hind-
úum og Búddistum, sbr. t.d. þætti,
sem sýndir eru um þessar mundir
í sjónvarpi um trúarbrögð heims-
ins. Kenningar Lao Tse, sem koma
fram í Bókinni um veginn, byggj-
ast á sömu grundvallarhugmynd-
um og jafnvel siðspeki Gyðinga
virðist að verulegu leyti runnin af
sömu rót, sbr. grein í nýlegri
Lesbók blaðsins.
Ananda Marga kennir Tantra-
yoga, kerfi andlegra (vitrænna og
líkamlegra) æfinga, sem miða að
alhliða þroska mannsins, ekki sist
siðrænum og andlegum. Bænahald
er ekki ástundað í Á.M.
Meðal þeirra sem leggja stund á
Tantra á vegum A.M. eru menn,
sem aðhyllast hin fjölbreyttustu
trúarbrögð, þar á meðal evangel-
isk-lúterska kristni (þótt þeir leiði
hjá sér kreddur kirkjunnar). Jafn-
vel kaþólskir prestar eru í þessum
hópi (geistlegum yfirvöldum til
takmarkaðrar gleði). Þó er sá
hópur líklega stærstur, sem alls
ekki aðhyllist nein trúarbrögð. í
A.M. er lögð rík áhersla á að
enginn játist undir annað í hug-
myndafræði en það, sem samrým-
ist bestu samvisku hans og skyn-
semi.
Markmið Ananda Marga
og starfsaðferðir
Ananda Marga vinnur að því að
allir menn geti átt þess kost, með
ögun sjálfsvitundarinnar, að ná
einingu við innsta eðli tilverunn-
ar.
Á Vesturlöndum hefur einhliða
sókn eftir efnislegum gæðum leitt
ómældar þjáningar yfir fjölda
manna og heft andlegan þroska
þeirra. I öðrum heimshlutum
skortir fjöldann, einkum vegna
lífsþægindagræðgi Vesturlanda-
manna, brýnustu lífsnauðsynjar
svo að langur vegur er frá að fólk
eigi kost á fullnægju andlegra
þarfa sinna. Þessvegna leggur
A.M., auk yogakennslu, megin-
áherslu á að koma fram félagsleg-
um breytingum til að fátækt verði
útrýmt og þeirri eymd og þján-
Shrii Shrii Anandamurti.
ingu, sem þjáir svo marga í
allsnægtasamfélögum. Þessvegna
starfar A.M. meðal drykkju-
manna, eiturlyfjaneytenda og af-
brotamanna. Af sömu sökum styð-
ur hreyfingin ýmsar andlega sinn-
aðar en félagslega róttækar hreyf-
ingar, einkum í vanþróuðum lönd-
um. Þess vegna hefur hún stofnað
heimili fyrir útigangsbörn víða
um heim. En auk þess starfar
hreyfingin að almennum líknar-
og velferðarmálum og bættu heil-
brigði með reglubundnum heim-
sóknum á elliheimili, heimili fyrir
vangefna og geðsjúka, sjúkrahús
o.s.frv. Þá rekur hreyfingin barna-
heimili og skóla, matvöruverslanir
og matstofur. Á búum hreyfingar-
innar eru ræktuð ávextir, græn-
meti og korn án notkunar eitur-
efna og tilbúins áburðar og í
verkstofum hennar eru. unnar
hollar matvörur, sem síðan eru
seldar nánast á kostnaðarverði í
verslunum hreyfingarinnar.
Hreyfingin er aðaleigandi Korn-
markaðarins i Reykjavík, stendur
fyrir útimarkaði með ávexti og ,
grænmeti á Lækjartorgi og leik-
skóla í Skerjafirði auk prent-
smiðjureksturs, bóka- og tímarita-
útgáfu og hjálparstofnunar.
Allir eiga þess kost að læra
hugleiðslu og asanas (líkamsæf-
ingar) ókeypis á vegum A.M.,
einnig biskup íslands, en ríkar
kröfur eru gerðar um siðgæði, þar
sem talið er að efling persónuleik-
ans, sem iðkun æfinganna hefur í
för með sér, kunni að reynast
hættuleg, ef siðferðisþroski helst
ekki í hendur við hugrænan
þroska.
Á vegum A.M. starfar fjöldi
munka og nunna, sem ferðast um
flest lönd heims (einnig austan
járntjalds) og kenna andleg vís-
indi. Aleigu sína bera þau með sér,
og þarfir þeirra virðast undra-
fábrotnar. Þau standa, ásamt fé-
lögum hreyfingarinnar, að fyrir-
lestrahaldi, námskeiðum og mót-
um.
Fjáröflun og
hjálparstarf
Fjár til að standa straum af
skólahaldi, ferðakostnaði og uppi-
haldi kennara, er aflað með fram-
lögum fyrirtækja hreyfingarinn-
ar, hagnaði af ávaxtasölu á úti-
markaði og með almennum sam-
skotum innan hreyfingarinnar og
utan. Starfsemin byggist að veru-
legu leyti á sjálfboðavinnu.
I ýmsum löndum hefur hreyf-
ingin með höndum hjálparstarf,
bæði að staðaldri og eins þegar
stórslys og náttúruhamfarir ber
að höndum. Fjár til starfseminnar