Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981
TIL ER málsháttur. sem segir „Allt er fertugum fært“,
en við hann er óhætt að bæta 11 árum þegar rætt er um
Jóhannes Hjálmarsson kraftlyftingakappa á Akureyri.
Jóhannes mun vera elsti keppandi í kraftlyftingum á
íslandi í dag. Hann verður 51 árs á þessu ári. Við
undirritaðir litum inn á æfingu hjá Jóhannesi nú
nýverið og spjölluðum við hann.
Hvattur til að prófa
Ég byrjaði að æfa fyrir u.þ.b.
einu ári og tveimur mánuðum,
sagði Jóhannes, og hef æft stöðugt
síðan. Aðdragandinn að því að ég
hóf æfingar var sá, að ég var að
hjálpa yngsta syni mínum, sem
var þá nýbyrjaður að æfa og gat
ekki æft á sama tíma dags og
aðrir. Eftir að hafa hjálpað hon-
um um tíma, þá fengu þeir Arthur
Bogason og Halldór, elsti sonur
minn, mig til að prófa að lyfta.
Meira þurfti ekki til að áhuginn
kviknaði og hefur hann verið mjög
mikill allt fram á þennan dag.
Ákaft hvattur
Það reyndist ekki ýkja erfitt að
byrja að æfa, því ég var óspart
hvattur af þeim yngri, sem æfðu
og hafði það mjög góð áhrif á mig.
Þó svo aldursmunurinn sé tals-
verður, sá næstelsti er 27 ára, þá
hef ég aldrei fundið fyrir honum.
Mér hefur alltaf fundist ég vera
aðeins örlítið eldri en strákarnir,
enda hafa þeir litið á mig sem
nánast jafnaldra sinn.
Æfingunum hjá mér er þannig
háttað, að ég æfi u.þ.b. einn og
hálfan tíma á dag þrjá daga í senn
en hvíli svo einn dag. Fyrir mót
undirbý ég mig á sama hátt og
aðrir lyftingastrákar hérna. Ég
byrja u.þ.b. einum mánuði fyrir
mót að „keyra" á sérstöku pró-
grammi og æfi á því fram að móti.
• Jóhannes Hjálmarsson
Ég hef tekið þátt í öllum mótum
sem fram hafa farið á Akureyri
síðan ég byrjaði og einnig hef ég
sótt mót tií Reykjavíkur.
Fyrst í stað fann ég dálítið fyrir
aldrinum og kom það einkum
fram í því að ég var nokkra daga
að ná mér eftir mót og var þá
talsvert slappur, en eftir síðustu
mót hef ég ekkert fundið fyrir
þessu og reikna ég með að það sé
merki um að ég sé að komast í
góða þjálfun.
„Þjóðaríþrótt“
ífjölskyldunnar
Það má eiginlega segja, að
lyftingarnar séu „þjóðaríþrótt" í
fjölskyldu minni, því allir þrír
synir mínir hafa iðkað þær. Það
átti sinn þátt í því að ég lét til
leiðast og prófaði þetta. Og eftir
því sé ég ekki og vil ég hvetja alla
til að koma og reyna lyftingarnar,
og þá meina ég á öllum aldri, líka
þá sem eru á aidur við mig. Það er
ekkert nauðsynlegt að æfa með
keppni fyrir augum, hérna hjá
okkur er góð aðstaða fyrir bæði þá
sem hafa hug á keppni og einnig
þá sem langar til að styrkja sig.
Hvað mig snertir hafa lyft-
ingarnar haft mjög góð áhrif á
heilsu mína, og hef ég oft sagt, að
ég ætli að halda áfram til sextugs
og vonandi stend ég við það, sagði
Jóhannes um leið og hann hófst
handa við æfingar á nýjan leik.
- SOR
Tekst loks að
sigra A-Þjóðverja?
EINS og skýrt hefur verið frá leikur isienska landsiiðið i
handknattleik tvo landsleiki gegn Austur-Þjóðverjum um na-stu
helgi. Þetta eru siðustu landsleikir liðsins áður en B-heims-
meistarakeppnin i Frakklandi hefst. Það er ekki ráðist á
garðinn þar sem hann er iægstur með þvi að leika gegn
Austur-Þjóðverjum. Þeir hafa f mörg ár verið með eitt besta
handknattleikslið heims. í þeim 9 iandsleikjum sem þjóðirnar
hafa ieikið saman hefur fsland ávallt tapað. Minnsti munur var
árið 1976 er Þjóðverjar mörðu sigur með einu marki, 21 — 20. á
heimavelli sinum.
Þá var isienska landsliðið að undirbúa sig undir B-keppnina i
Austurrfki. Það verður fr<*ðlegt að fylgjast með islenska liðinu
i leikjunum um helgina. og vonandi vinnast fyrstu sigrar gegn
Austur-Þjóðverjum í handknattleik.
Landsleikir íslands og Austur-Þýskalands
Alls leiknir 9 leikir.
11.12. 1973 ísland — A-Þýskaland í Rostock 14—35
17.11.1974 ísland — A-Þýskaland í Reykjavík 21 — 24
19.11.1974 fsland — A-Þýskaland í Reykjavík 20—24
9.12.1976 ísland — A-Þýskaland í Belgíu 18—25
10.12.1976 fsland — A-Þýskaland i Frankfurt 20—21
27. 2.1977 fsland — A-Þýskaland í Klagenfurt 20—27
8.1.1980 ísland — A-Þýskaland i Minden 15—25
5. 7.1980 ísland — A-Þýskaland i Schleife 16—26
6. .7. 1980 fsiand — A-Þýskaland i Cotthus 18 — 22
Leikirnir núna i Reykjavik verða þvi 10. og 11. leikir
þjóðanna. Fyrri leikurinn verður föstudainn 13. febrúar í
Laugardaishöll kl. 20.00 og sá siðari þann 15. febrúar kl. 20.00
á sama stað. Forsala hefst báða dagana i Höllinni kl. 17.30.
Miðaverð 60 í sæti, 50 í stæði og 15 fyrir börn.
Ragnhildur vann
enn einn sigurinn
Unglingamót KR, sem haldið
var í Fossvogsskóla 7. febrúar
1981, var eins og undanfarin ár
eitt af stærstu mótum vetrarins,
59 keppendur mættu til leiks, þó
svo mun fleiri hefðu skráð sig til
keppni. Komu þar fram mörg
borðtennisefni og verður gaman
að fylgjast með þeim á næstu
árum.
í stúlknaflokki komu úrslit
ekki á óvart, þar sigraði fs-
landsmcistarinn Ragnhildur Sig-
urðardóttir UMSB stöllu sina i
UMSB Kristinu Njálsdóttur í
úrslitaleik 21 — 16 og 21 — 13.
Þetta er í sfðasta sinn, sem þær
keppa i stúlknaflokki á Ungl-
ingamóti KR, þar sem þær færast
upp i kvennaflokk á næsta ári. f
þriðja sæti varð Sigrún Bjarna-
dóttir UMSB en hún vann Ernu
Sigurðardóttur UMSB 21 — 16 og
21-14.
Úrslit í einliðaleik drengja 15—
17 ára komu heldur ekki á óvart
en þar sigaði Jóhannes Hauksson
KR Einar Einarsson Víking 22—
20 og 21—18 í úrslitaleik. í þriðja
sæti varð Jónatan Þórðarson KR
en hann vann Skúla Skúlason
Völsungi 21—16 og 21—6.
í einliðaleik sveina 13—15 ára
komu úrslit nokkuð á óvart. í
þennan flokk voru 43 keppendur
skráðir og keppti þar margui; á
sínu fyrsta móti. Flestir bjuggust
við að KR-ingurinn Kristinn Már
Emilsson sigraði, en í undanúr-
slitum tapaði hann fyrir Bergi
Konráðssyni Víking 21—19, 13—
21 og 18—21. í úrslitaleik sigraði
síðan Birgir Sigurðsson KR Berg,
17-21, 21-16 og 21-17. í þriðja
sæti varð síðan Kristinn Már,
sigraði Bjarna Bjarnason Gerplu
21-18 og 21-12.
í tvíliðaleik sigruðu þeir Jó-
hannes Hauksson og Jónatan
Þórðarson KR þá Einar Einarsson
Víking og Björgvin Björgvinsson
KR í æsispennandi úrslitaleik
21-19, 12-21 og 21-19, í þriðja
sæti urðu síðan Kristinn Már
Emilsson og Birgir Sigurðsson KR
en þeir unnu Kristján Haraldsson
og Skúla Skúlason Völsung 18—
21, 21-16 og 23-21.
Þess má geta að sex keppendur
mættu til leiks frá Húsavík, 4 frá
Völsung, einn frá UMFR og einn
frá UMF Eilíf.
• Þú æfir jafnvægið mjög mikið með því að standa á öðru
niður.
• Renndu þér til skiptis á hægra og vinstra skíði.
Kiua.*?na * e*nu* Farðu • Htla brekku og reyndu að renna þér á öðrum fæti