Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.02.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1981 45 . I) V- „ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS \Æ UJÍUI g“l u ,r Dagvistarstofnanir: Vinnuálagið þar er gífurlegt Þessir hringdu . . . Kvæðið eftir Sigurð Júlíus Jóhannesson InKÍbjörK Guömundsdóttir hafði samband við Velvakanda ok sagði: — Ég var í sveit á sumrin á Heggsstöðum í Hnappadalssýslu, hjá hjónunum Ingveldi Sigurðar- dóttur og Guðmundi Hálfdanarsyni, frá því að ég var fjögurra ára gömul og fram á fullorðins ár, og kem þangað enn til afkomenda þeirra. Hjá þessum hjónum var oftar en einu sinni í sumardvöl, að vísu ekki á Heggsstöðum, Sigurður Júlíus Jóhannesson, sem síðar varð læknir í Kanada, mikill hugsjónamaður í bindindismálum og skáld. Alda- mótaárið, 1900, kom út eftir hann bók, Sögur og kvæði, útg. í Winne- peg. Hann sendi Ingveldi eintak af þessari bók, en hún gaf mér það síðar. Meðal efnis í þessari bók er kvæði það sem spurt var um í þætti þínum, Velvakandi, og heitir það Dáinn. Ingibjörg Jónsdóttir. Hafnar- firði, hringdi í Velvakanda og benti á að kvæði þetta væri að finna í ljóðabók eftir Sigurð Júlíus, Kvistir, útg. í Reykjavík árið 1910, „kostnað- armaður Jóh. Jóhannesson". Hartmar Pálsson hafði samband við Vekvakanda og benti á að Barnablaðið Æskan hefði árið 1950 gefið út ljóðabók eftir Sigurð Júlíus Jóhannesson. Ljóð: Steingrímur Arason valdi. Athugasemd Fjölmargir lesendur höfðu sam- band við Velvakanda vegna fyrir- spurnar St. Þ. í Velvakanda-dálkum á þriðjudag. Ýmist var að fólk ætti bókina Sögur og kvæði frá árinu 1900, Kvisti frá 1910 eða Ljóð frá 1950, en sumir átti kvæðið aðeins í uppskrift og vantaði jafnvel eina eða fleiri vísur inn í. Þar sem bækur þessar munu allar vera ófáanlegar, fannst Velvakanda rétt að gefa fólki kost á því að kynnast þessu kvæði, rifja það upp eða bera saman við uppskriftir sínar, og birtist það hér í dálkunum til vinstri. Móðir skrifar: „Velvakandi. Tilefni þessa bréfs er að lýsa stuðningi mínum við kröfur fóstra um bætta vinnuaðstöðu og laun. Ég hef sjálf átt barn á dagvistar- heimili og veit vel hvers virði það er að þar starfi menntað starfsfólk, þar sem ég hef bæði reynsiu af því að barnið mitt var á deild þar sem starfaði eingöngu ófaglært fólk og svo hins vegar fóstrur. Á þessum tveim deildum var reginmunur. Um- rætt starfsfólk sem ekki hefur fósturmenntun getur verið ágætis manneskjur, en skortir þá verk- kunnáttu ef ég má nota það orð, sem til þarf, sem er að sjálfsögðu ekkert skrýtið, þar sem fóstrur hafa að baki 3ja ára nám. Börn og foreldrar verst úti Ég tel að líkja megi þessu dæmi við það þegar kennarar og ófaglærð- ir kennarar eigi í hlut. Fólki er það hvorki meðfætt að vera kennarar né fóstrur. Þetta vita allir og þess vegna er langrar skólagöngu krafist. Þeir aðiljar sem eiga eftir að verða verst úti ef fóstrur leggja niður störf og nýta menntun sína á öðrum vettvangi eru börnin og foreldrar þeirra. Hvar stæði fólk? Eiga börn að gjalda þvermóðsku- háttar og skilningsleysi vinnuveit- enda fóstra? Fóstrur eru illa laun- aðar og hafa verið það í mörg ár. Vinnuálagið á þeim er einnig gífur- legt, það held ég að allir sem inn á þessar stofnanir hafa komið séu sammála um. Ég vildi gjarnan að fólk ihugaði það hvar það stæði ef öll dagvistarheimili lokuðu nú á þessum jafnréttistímum þegar yfir 50% allra mæðra vinna utan heimil- is (eða eru þær ennþá fleiri?).“ Borgnesingarnir sungu þetta svo leikandi létt Röskir við snjómoksturinn í Garðabæ Ánægður Garðbæingur hringdi í Velvakanda og hafði eftirfarandi að segja: — Fólk hringir gjarna í þig til þess að kvarta yfir einhverju. Mig langar hins vegar til að tjá þér ánægju mína með frammistöðu yfir- valda hér í bæ í snjómokstursmál- um. Þegar ég kom á fætur um sjöleytið í gærmorgiin — -heyrði UITi snjóþyngslin í útvarpinu, þá leist mér hreint ekkert á blikuna. En þegar ég leit út um gluggann sá ég að búið var að ryðja götuna þar sem ég bý, og þegar ég fór í vinnuna skömmu síðar, var greiðfært orðið um allan bæinn, þrátt fyrir fann- fergið um nóttina. Þetta kalia ég lofsverða frammistöðu, sem engin ástæða er til að þegja yfir. Tveir gamlingjar skrifa: „Velvakandi minn sæll og góður. Við vorum núna um daginn að ræða um það, tveir gamlingjar, hvort þú mundir ekki vilja vera svo hjálplegur við okkur að orða það við útvarpið, að bændur þar á bæ kæmu nú með einn virkilega gamanþátt til þess að hressa okkur með hækkandi sól. Ofsalega skemmtileKt í því sambandi viljum við benda á gamanleikinn „Neiið". Þetta er danskur einb4i*--gur með mjög skemmtilegum söngvum og til dæm- is léku Borgnesingar þetta einu sinni í útvarpið fyrir einum 25—30 árum. Ég man þó ekki glöggt hvenær það var, en það var alveg ofsalega skemmtilegt. Efnið var um hringj- ara, sem tók sig upp og brá sér í bónorðsför. Til þess að geta farið þessa för þurfti hann að fí föi hjá vini sinum. Þegar hann kp"'iur til stúlkunnar og hef.- ■ bónortið viðhana, þá -glr hún a,ltaf neia -"ú syngur hann: „Bí, bí og blaka, viltu meft mér aka, áatar yngismey, æ, segðu nú j og á, sem þýAir ... Hún: Nei. Svo fór að lokum að hann gafst upp og fór til vinar síns til að skila fötunum. Syngur um leið: Ég brá mér hingaA í bónorAsfðr og bjó mig sem hoffmanna þjón. Nú fer ég úr lánsham og kveA þessi kjör, því klukkan hún stefnir mér mót. En Amor er gjálífsigrey, nú stíg ég í turninn, upp stigann sú hreyfing er holl og fín, en klukkan mín, mun síAust svara mér „nei“. En ÍGour stúikunnar hafði líkað þetta illa, því að hringjarinn var álitinn luma á peningum, að mig minnir. Svo er það ungur stúdent sem falast eftir jáyrði hennar, en nú skipar faðir hennar svo fyrir, að hún svari honum alltaf með neii. Stúd- entinn hagar þá þannig orðum sínum við hana, að hún »»■’ honum harðtrúlof”* .oeour „ ..m með öllum nei- unum Þetta er reglutegur gamanleikur og Borgnesingarnir sungu þetta svo leikandi lett. Við gamlingjarnir von- um það besta og þökkum fyrir.“ Hitinn er dýr — lokið kuldagjóstinn úti + VINDSÚGUR = LÁGMARKSHITATAP Fallegar útihurðir af mörgum gerðum — öflugar og viðnámsgóðar — þrautreynd og rannsökuð hurðar- bygging með tvöfaldri málmvörn og spónalögum — Þéttar og loka úti súg og raka — Karmur með gúmmíbéttilista — 2 ára ábyrgð. — Scadania-hurðir. ■J BÚSTOFN Aöalstræti 9, Reykjavík, símar 29977 — 17215. Skíðaferðir m Skíðadeild Í.R. ásamt Úlfari Jacobsen Feröaskrif- stofu auglýsa skíðaferðir í skíðalandi Í.R. í Hamragili. Almenningskennsla um helgar ásamt æfingum fyrir keppendur. Breytt áætlun. Þriöjudaga og fimmtudaga Bíll I Frá JL-húsinu kl. 17.30 Noröurströnd Lindarbraut Skólabraut Mýrarhúsaskóli Esso v/Nesveg Hofsvallagata Hringbraut Biðskýli v/Landspítalann Miklubraut Shell-stöð Austurver Bústaöavegur Réttarholtsvegur Garðsapótek Vogaver Frá Breiðholtskjöri kl. 18.15. Árbæjarhverfi viö Bæjarbraut. Bíll II Miövangur, Hafnarfirði kl. 17.30 Biðskýli Silfurtún Biðskýli Karlabraut Karlabraut Búðir Víghólaskóli Verzl. Vöröufell Essu Smiðjuvegi Stekkjabakki Ölduselsskóli Miöskógar Seljabraut Seljaskógar Kjöt og Fiskur Fellaskóli Austurberg Hólabrekkuskóli Arahólar Frá Breiðholtskjöri kl. 18.15. Árbæjarhverfi við Bæjarbraut Laugardaga og sunnudaga Frá JL-húsinu kl. 9.30 Norðurströnd Liildarbraut Skólabraut Mýrarhúsaskóli Esso v/Nesveg Hofsvallagata Hringbraut Biðskýli v/Landspítalann Miklabraui Snéii-siöö Austuver Bústaðavegur Réttarholtsvegur Garðsapótek Vooa'"'- Ölduselsskóli IBreiöholtskjör kl. 10.15 Árbæjarhverfi við Bæjarbraut. Nánari upplýsingar gefur Úlfar Jacobsen Ferða- skrifstofa, í síma 13499 — 13491 á skrifstofutíma. Mætiö tímanlega — Geymiö auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.