Morgunblaðið - 15.03.1981, Page 1

Morgunblaðið - 15.03.1981, Page 1
64 SÍÐUR 62. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rússar senda 50 ráðgjafa til Chad WashinRton, 14. marz. AP. RÚSSAR hafa sent allt að 50 hernaðarráðgjafa til Chad upp á síðkastið. að sögn embœttis- manns i bandariska utanríkis- ráðuneytinu. Ráðgjöfunum er ætlað að vera stjórninni, sem nýtur fulltingis yfirvalda í Líbýu, innan handar, og jafnframt að þjálfa þarlenda hermenn. Líbýumenn sendu í fyrra um 7.000 hermenn til Chad er studdu sveitir Goukounis Oueddei forseta, sem áttu í útistöðum við hersveitir hliðhollar Hissein Habre fyrrum varnarmálaráðherra landsins. Bardögum slotaði í höfuðborg Chads, N’djamena, fyrir þremur mánuðum. Rússar hafa séð Líbýu- mönnum fyrir hergögnum í mikl- um mæli, og segir í yfirlýsingum bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, að íhlutunin í Chad sé gott dæmi um alþjóðaskæruhernað, sem rekinn sé fyrir tilstuðlan og á kostnað Kremlar. Söluhæstu bifreiðarnar í fyrra: Japanir hafa sett sitt mark Tókýó, 14. marz. - AP. SJÖ japanskar bifreiðar voru í hópi 15 söluhæstu bifreiða heims á siðasta ári, samkvæmt nýút- kominni skýrslu um bifreiðasölu á heimsmarkaði. Söluhæsta japanska bifreiðin í fyrra og jafnframt mest selda bifreið heimsins var Toyota Cor- Danska stjórnin hart gagnrýnd Kaupmannahöfn, 14. marz. AP. DANSKA stjórnin sætti harðri gagnrýni í dönsk- um blöðum í morgun og krafizt var opinberra skýringa á hvað hæft væri í fregnum í fréttabréfi brezka timaritsins Econ- omist, að nýskipaður ráð- herra væri hættulegur vörnum landsins. Samkvæmt fréttabréf- inu hafa fulltrúar í höfuð- stöðvum NATO áhyggjur af skipan ráðherra, sem dönsku blöðin segja að sé Ole Espersen dómsmála- ráðherra, þrátt fyrir að danska leyniþjónustan hafi reynt að fullvissa fulltrúa um að Espersen yrði úti- lokaður frá því að hafa aðgang að leyniskýrslum vegna náins og langvar- andi sambands hans við sovézka diplómata og diplómata frá öðrum lönd- um austan járntjaldsins. Eversen er eini nýi ráð- herrann sem fer með við- kvæm mál, en sem dóms- málaráðherra er hann yfir- maður leyniþjónustu dönsku lögreglunnar. olla, en alls seldust 771.720 bif- reiðar af þeirri tegund, og var þar um að ræða 21% söluaukningu frá árinu áður. I öðru sæti varð franska bifreið- in Renault-r5, en af þeirri gerð seldust 519.851 bifreið, og í þriðja sæti varð Volkswagen Golf, en af þeirri gerð voru seldar 517.619 bifreiðar. Renault-bifreiðin var í sjöunda sæti á lista yfir söluhæstu bifreið- arnar 1979, og var um 39,7% söluaukningu að ræða árið 1980. Hins vegar voru seldar 16% færri Golf-bifreiðar 1980 miðað við 1979, og féll Golfinn úr öðru sæti í það þriðja. I fjórða sæti listans var jap- anski bíllinn Nissan Sunny (506.052), í fimmta sæti Citation frá General Motors (459.393) og Chevette frá GM var í sjötta sæti (454, 068). í sjöunda til tíunda sæti voru í réttri röð Opel Cadet, GM Cutlass, GM Century og Honda Civic. Vor í lofti. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M. Pakistönsku fangamir komnir til Sýrlands Karachi. 14. marz. — AP. RÚMLEGA 50 pólitískum föngum var í morgun flogið frá Karachi í Pakistan til Aleppoflugvallar í Sýrlandi, þar sem þeir verða afhentir í skiptum fyrir rúmlega 100 gísla, sem þrír pakistanskir flugræningjar hafa haldið um borð i flugvél er þeir rændu í innanlandsflugi í Pakistan 2. marz síðastliðinn. Þotan hélt áleiðis frá Kar- achi kl. 6.25 að íslenzkum tíma í morgun, og lenti hún í Aleppo kl. 11.25. Brottför hennar tafðist meðan beðið var tryggingar fyrir því, að gíslarnir yrðu látnir lausir í Sýrlandi. Sendiherra Pakistans í Sýr- landi sagði, að er þotan kæmi til Aleppoflugvallar í norður- hluta landsins, myndu sýr- lenzkir embættismenn ganga úr skugga um að um borð væru þeir menn sem ræningj- arnir hefðu krafizt í skiptum fyrir gíslana. Við svo búið yrði föngunum flogið áfram til Trípólí í Líbýu, og er þeir kæmu þangað yrðu gíslarnir látnir lausir. Sýrlenzkar heimildir hermdu hins vegar, að fang- arnir yrðu fluttir í sýrlenzkri flugvél frá Aleppo til Damask- us, þar sem ræningjarnir myndu slást í hópinn áður en haldið yrði til Líbýu, sem verður griðland ræningjanna og fanganna. Þegar ræningj- arnir slást í förina með föng- unum verða gíslarnir látnir lausir og þeir fluttir til Pakist- an í sýrlenzkri þotu. Flugræningjarnir höfðu krafizt þess að 55 pólitískir fangar yrðu látnir lausir í skiptum fyrir gíslana, en hermt er að 51 fangi sé á leið til Sýrlands, þar sem fjórir þeirra hafi neitað að fara úr klefum sínum, þar sem þeir vildu ekki fara úr landi. Hreingerningamaður, sem fór um borð í rændu flugvélina í gær, sagði að ástandið um borð væri uggvænlegt. Gísl- arnir væru illa á sig komnir og hefðu margir þeirra misst tímaskyn. Óþrifnaður væri mikill og lyktin í verra lagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.