Morgunblaðið - 15.03.1981, Síða 25

Morgunblaðið - 15.03.1981, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981 25 hennar, en einkar kært var með þeim systrum alla tíð. Það var á þessu ári að ég kynntist fyrst Eggerti Sölvasyni og fjölskyldu hans. Við hófum störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins í sama mánuðinum. Það tókust fljótt kynni með okkur sem hófum þar störf, þótt ókunnugir værum áður. Þó aldursmunur væri ærinn, eða rúm 40 ár, tókst góð vinátta með okkur. Ég sóttist eftir því að vera í návist hans. Hann var fullur af fróðleik og jós honum á báða bóga, þá talaði hann tæpitungulaust um stjórn- mál, hann fór ekki dult með skoðanir sínar í þeim efnum og má mikið vera ef hann, ásamt fleir- um, átti ekki drjúgan þátt í því að gera mig að framsóknarmanni . Eftir komuna til Siglufjarðar má segja að öll fjölskyldan hafi tekið til höndunum — allir höfðu eitt- hvað að starfa jafnvel sonurinn, 10 ára. Að haustinu hófu börnin nám í skólum staðarins og húsfreyjan tók upp fyrri iðju og saumaði skartföt á siglfirskar konur. í Siglufirði dvöldu hjónin frá Skúfum í 16 ár. Árið 1947 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu lengst af að Stórholti 27. Vinahóp- urinn þeirra var orðinn stór í Siglufirði sem sá nú eftir þessari fjölskyldu við brottförina. Eftir að komið var til Reykja- víkur bjuggu dæturnar jafnan með foreldrum sínum og önnuðust þau af einstakri kostgæfni. Eins og fyrr segir naut Jóninna góðrar heilsu lengst af ævinnar, en bóndi hennar var ekki eins heilsuhraust- ur. Þegar elli og sjúkdómar sóttu á hann, vöktu kona hans og dætur yfir sérhverju spori hans, en hann hafði lengst af fótaferð þó sjúkur væri. Sömu sögu er að segja af Gissuri, syni þeirra, og hans fólki, þó hann byggi ekki með þeim. Langömmubörnin sem iðulega komu í Stórholtið voru augastein- ar og eftirlæti langömmu sinnar. Eggert andaðist 3. mars 1963. Éftir að við, fjölskylda mín og ég, fluttum til Reykjavíkur og eignuðumst heimili í næsta ná- grenni við Stórholtið hófst sam- gangur á milli heimilanna. Á heimili þessa fólks var gott að koma og eigum við hjónin og þá ekki síður börnin okkar góðar minningar þaðan. Ég mun lengi minnast Jóninnu Ingibjargar Jónsdóttur. Hún var glæsileg kona, há vexti og fasprúð, stundum kembdi aftur af henni skörungsskapurinn, ef henni fannst réttu máli hallað. Áður var að því vikið hve dugleg hún var við búskapinn, hún mun hafa verið í fremstu röð húsfreyja í sveit á sinni tíð og víkingur til allra starfa utandyra. Þótt vinnudagur Jóninnu væri jafnan langur bæði norðanlands og sunnan gaf hún sér alltaf tíma til að lesa og læra. Hún unni kveðskap — og var hinn mesti vísnasjóður, oft mælti hún vísur og löng kvæði af munni fram og síðast í febrúar sl. fór hún með Gunnarshólma allan. Viðstaddir höfðu orð á því að svo væri minnið gott og framburðurinn skýr að framsögnin minnti á atvinnuleik- ara. Jóninna verður kvödd á mánu- daginn, 16.3., kl. 1.30 frá Háteigs- kirkju — sóknarkirkjunni sinni, sem hún unni mjög'og sýndi það í verki er hún og börn hennar gáfu kirkjunni á vigsludegi fagra stjaka og kross á altari kirkjunnar til minningar um Eggert Sölva- son. Jóninna var hamingju mann- eskja. Hún átti góða og umhyggju- sama foreldra. Hún naut æsku- daganna á Kirkjubæ og minntist þeirra jafnan. Systur hennar voru henni kærar og ómetanlegar. Hún eignaðist góðan mann og unni honum lífs og liðnum. Barnalán hafði hún og naut þess til hinstu stundar. Ég kveð þessa vinkonu mína með virðingu og þakka henni samfylgdina, ábendingar og holl ráð. Ég kveð hana með teimur orðum úr uppáhaldskvæðinu hennar, Gunnarshólma. — „Farðu vel ...“ t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, DANIELA JÓNA JÓHANNESDÓTTIR frá Hntfsdal, sem andaöist 8. marz, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. marz kl. 15.00. Lárus I. Sigurösson, Jón Arinbjörn Lárusson, Sigfríó Lárusdóttir, Lárus Hafstein Lárusson, Þóranna Hjálmarsdóttir, Sigurgeir Ingi Lárusson, Kristbjörg Guðjónsdóttir, Bára Björk Lárusdóttir, Stafán Ólafsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför fósturmóöur minnar, tengdamóöur, ömmu, systur og mágkonu, GUDRÚNAR ÞORVALDSDOTTUR frá Kroppstööum í Önundarfiröi. Oddur Jónsson, Erna Jónsdóttir, Jóna Oddsdóttir, Gunnar Oddsson, Elín Oddsdóttir, Vilborg Þ. Hafberg, Andrew Þorvaldason, Dagbjört Þórarinsdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Ólafur Guömundsson, Elfn Arnadóttir. f Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför SIGRÍDAR FINNBOGADÓTTUR, Stóra-Núpi. Einnig bestu þakkir til þeirra er önnuöust hana í veikindum hennar. Jóhann Sigurösson og aörir aöstandendur. f Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu við andlát og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUOMUNDAR RAGNARSSONAR, Espigerði 4. Alúöarþakkir til lækna, hjúkrunarliös og alls starfsfólks á deild ll-B Landakotsspítala fyrir góða umönnun við hinn látna og elskuleg- heit viö aöstandendur. Hólmfríöur Carlsson, Herberg Guömundsson, Anna M. Hjartardóttir, Sólveig Guömundsdóttir, Björgvin Ingibergsson, Siguröur Guömundsson, Ester Kristjánsdóttir, Ragnar Guömundsson, Sigríður Þóroddsdóttir og barnabörn. / ■ nyjan FORD TAUNUS Eftir langt hlé getum viö nú boðiö aftur þýskan FORD TAUNUS Mest seldi tö\sky'dubi»»nn $ \ Evrópu Allir þeir, sem hafa kynnst Ford Taunus vita, að þar er um aö ræöa bíl í efsta gæöaflokki. Hinum getum viö bent á eftirfarandi atriöi: • Bjart og rúmgott farþegarými • Luxus innrétting meö djúpbólstruóum sætum • 1600 cm vél — 75 hestöfl • Mjúka gormafjöörun á öllum hjólum VERÐ: FORD TAUNUS 1600 GL 4 DYRA Meö sjálfskiptingu Miöstöö og loftraastingu f sérflokki Frábæra aksturseiginleika Eyösla aöeins 7,1 á 100 km Kr. 99.000. Kr. 108.000. Sveinn Egilsson hf. SKEIFUNNI 17 SIMI 85100 Jón Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.