Morgunblaðið - 15.03.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981
27
einstakur sem málari, næstum
merkilegt að ísland skuli ekki eiga
marga alveg eins og hann. Hinn,
sá einasti sem ég hefi tíma til að
segja svolítið um, er Munch —
Edvard Munch, hinn norski mál-
arajötunn, og það er engin furða
þó að Norðmenn standi framar-
lega í listum á heimsmarkaðinum
í augnablikinu, þar sem þeir hafa
slíkan mann í viðbót við sína eldri
listkrafta. Ég ætla mér ekki að
fara að lýsa neinum af Munchs
listaverkum heldur aðeins virð-
ingarfyllst dáðst að honum. Hann
getur skapað svo mörg stór verk
enn, með sinni víðtæku þekkingu á
listinni og hann hefir háð svo
mörg stríðin í sínum innra manni,
og unnið sigur ofan á sigur — sem
glöggt má sjá á verkum hans — að
hann hefir alla möguleika sem
Jóhannes S. Kjarval: „SIrta“ 1933
Eftir að hafa talið upp marga
ágæta málara, heldur hann
áfram...
„Margir eru þeir fleiri sem ég
hef fest hugann við á mínum
mörgu ferðum gegnum sýningar-
salina — en ég læt mér nægja að
nefna tvo til, sem hafa dregið mig
til sín einna sterkast, — enda þótt
þeir séu hvor öðrum ólíkir. Annar
er Harald Solberg, fæddur 1869.
Málverk hans eru alveg útaf fyrir
sig, og líkjast engu sem ég hefi séð
á myndum, hann málar helgiblæ
náttúrunnar með hrífandi róm-
antískum einföldum litum. — Það
er aðdáun mannssálarinnar fyrir
hinni hátíðlegu alvöru og kyrrð
náttúrunnar, sem hann hefir mál-
að. Og hann hefir áreiðanlega hitt
naglann á höfuðið. — Maður
verður betri við að horfa á myndir
hans, hann vekur barnið upp í
þeirri sál sem skilur hann — og
dregur það mótþróalaust til sinn-
ar upprunalegu móður, náttúr-
unnar, úti í hinni djúpu hlustandi
einveru.
Maður man allt í einu eftir
hátíðisdögum heima á Fróni, og
sérstaklega nýársmorgni með
léttu frosti í hálfbirtingunni þegar
tunglið er að hverfa bak við
heimafjallið. Hann Solberg er
Jóhannes Kjarval: “Suðurnesja-
menn“
Johannes Larsen: „Hrossagauk-
ur“
Höskuldur Björnsson: „Litli fugl-
inn“
Gunnlaugur Scheving: „Við eidunarstörf“
Jóhannes S. Kjarval: „Stúlku-
andlit“
listamaður getur átt til þess að
skapa eitt verkið öðru sterkara og
fegurra. Og það er þess vegna að
maður trúir hinni svokölluðu
yngri listastefnu — eftir að hafa
séð Munch — svo einfaldan í sinni
meistaralegu fjölbreytni (varia-
tion). Og maður byrjar að trúa
því, að framtíðin eigi í skauti sínu
óunnin lönd, sem Iistin ein getur
unnið, og að mögulegt sé að skapa
jafn göfuga og góða list í framtíð-
inni sem nútíðarfyrirmyndina,
Hellas fornminjar (antiken) og þá
seinni guðsbarnaanda, Rafaelo,
Rembrandt og Murillo. En á öðru
sviði í annarri frígerðri mynd, þar
sem samlífið milli þjóðar og lista-
manns er betur vakandi en nokkru
sinni áður, þar þjóðirnar finna
vakandi en ekki í draumóramóki,
lífsþrótt sinn, margfalda hann í
frjálsborinni sköpunarþrá, sem er
listarinnar innsta eðli.“ .
Hér er skýrlega að orði komist
þótt málið virðist dálítið forn-
eskjulegt en þetta er nú einu sinni
skrifað af skútusjómanni ofan úr
sveit. Ekki líkist þetta í neinu
seinni tíma gjörningum Kjarvals
á ritvellinum!
En málið er, — kynnumst við
ekki list og myndhugsun Kjarvals
betur í gegnum þessi skrif. Eiga
þessi orð ekki við einn listamann í
viðbót? — Jóhannes Sveinsson
Kjarval.