Morgunblaðið - 15.03.1981, Page 28

Morgunblaðið - 15.03.1981, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981 Minning: Snorri Arngrímur Arngrímsson Dalvík Fæddur 17. mars 1908. Dáinn 9. febrúar 1981. Snorri fæddist hérna fram í Tjarnarsókninni, í litlum torfbæ sem Jarðbrúargerði hét. Þar gekk hann sín fyrstu spor í þessu lífi og sleit sínum fyrstu sauðskinns- skóm og stuttbuxum. Þar mun hann hafa mótast og drukkið í sig með móðurmjólkinni þann manndóm, þrek og lífsgleði, sem entist til síðustu stundar. I litla bænum Jarðbrúargerði voru húsa- kynni ekki stórbrotin, en þaðan er stórkostlegt víðsýni og örnefni í hundraðatali, þaðan sér til sjávar, þangað sem leiðin lá. 15 ára gamall fluttist Snorri með móður sinni til Dalvíkur í Vegamót, sem hann var löngum kenndur við, Snorri í Vegamótum. Þá hófst annar þáttur lifsleiksins, ég segi leiksins, því auðvitað er lífið leikur, þó oft sé það blandað „drama". Það skiftast á skin og skúrir og oft gefur á bátinn í ólgusjóum tilverunnar, enda Iítið gaman ef alltaf væri lognmolla og sléttur sjór, og síst var það Snorra að skapi, því hann var áræðinn, laginn og kappsfullur að hverju sem hann gekk. Ég var ofurlítið til sjós með Snorra sem unglingur, en allt of stutt. Þó kynntist ég þar glaðlyndi hans, trúmennsku, lipurð, hand- lagni og karlmennsku ef í nauðir rak. Koma mér þá í hug orð skáldsins „betri voru handtök hans heldur en nokkurs annars manns.“ + Móöir okkar og tengdamóöir, ÞÓRA D. STEPHENSEN, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 17. marz nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Líknarsjóö Dómkirkj- unnar. Dagbjört og Þórir Stephensen, Guóbjörg og Magnús Stephensen. f Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur, dóttur, systur og ömmu, LILLYAR MAGNUSDOTTUR, Hringbraut 56, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. marz kl. 13.30. Oddgeir Karlason, Sveinn Oddgeirsson, Guölaug Albertsdóttir, Sigurrós Sveinsdóttir, systkini og barnabörn. + Ástkær móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA ÞÓRODDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Flafnarfiröi mánudaginn 16. marz kl. 10.30 f.h. Tryggvi Aöalsteinsson, Hilmar Aðalsteinsson, Þórey Aóalsteinsdóttír, Ingímundur Axelsson, Fjóla Aóalsteinsdóttir, Magnús Karlsson, Aóalsteinn Aðalsteinsson og barnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim er sýndu hluttekningu viö andlát og útför GUÐRÍOAR SIGUROARDOTTUR frá Borgarnesi. Vandamenn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför eiginmanns og bróöur, AXELS SIGURDSSONAR frá Gíslastööum. Gunnþórunn Sigurbjörnsdóttir, Unnur Siguróardóttir. + Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför ERLINGS THORLACIUS, Kársnesbraut 108. Anna Thorlacius, Olafur Thorlaciua, Guórún Jónsdóttir, Ragnhildur Thorlacius, Gunnar Adolfsson, Egill Thorlacius. Snorri var vélstjóri á bátum hér á Dalvík í mörg ár við mikinn orðstír, en lengst var hann vél- gæslumaður við Frystihús KEA á Dalvík eða 25—27 ár og vita allir í þessu byggðarlagi hversu vinsæll hann var í því starfi. Það væri verðugt að skrifa stóra bók um menn eins og Snorra og auðvitað hafa skáldin þvílíkar fyrirmyndir í heimsbókmenntunum, en hvoru- tveggja er að ég er ekki skáld og svo hitt að Snorri var þannig gerður að hann vildi ekki berast mikið á eða vera í sviðsljósi, þó get ég ekki annað en borið virðingu fyrir mönnum eins og Snorra. Hann dansaði aldrei kringum gullkálfinn, en hann vann fyrir sinum í sveita síns andlits og kleif þrítugan hamarinn í lífsbarátt- unni. Árið 1938 giftist Snorri eftirlif- andi konu sinni Kristínu Aðal- heiði Júlíusdóttur frá Sunnuhvoli, hún er systir mín. Þau eignuðust 5 börn sem öll eru gift og þjóðnýtir borgarar. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörn 5. Fyrir ellefu árum brast á gjörn- ingaveður í lífi Snorra. Þá bilaði heilsan snögglega. Sýndi sig þá best hvílíku sálarþreki drengurinn hafði yfir að ráða, því aldrei hefur heyrst æðruorð af hans vörum og frekar hefur hann miðlað frá sér kímni og léttleika heldur en sorg og sút þessi ár sem hann hefur verið á einum fæti. Og enn harðn- aði á dalnum síðastliðið haust. Þá fór Snorri suður á Landspítala og átti þaðan ekki afturkvæmt. Þar var tekinn hinn fóturinn af og mundi þá margur álíta að fokið væri í flest skjól og allar bjargir bannaðar. En Snorri lét aldrei hugfallast og horfði vonglaður til heimkomu. En mótstöðuaflið var orðið lítið og hann þoldi ekki inflúensu, hann andaðist í Land- spítalanum þann 9. febrúar sl. eftir alveg óvenjulega baráttu. Við Snorri vorum mágar eins og að framan greinir og oft ræddum við saman heimsmálin, lang oftast í gamansömum tón. En öllu gamni fylgir nú einhver alvara, þó við gætum aldrei leyst nein stór heimsvandamál, þá var viljinn fyrir hendi. Ég kveð nú Snorra með þakklæti fyrir samfylgdina. Hans er sárt saknað af vinum og vandamönnum, en óskað farar- heilla. Hann var hetja, Guð blessi hann. Hjálmar Júlíusson. Dalvik Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. VOLVO Lapplander fœr varla nokkur fegurðarverðlaun, en hann stendur fyrir sínu Skoðaðu sýningarbíl hjá okkur. Hann venst!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.