Morgunblaðið - 15.03.1981, Side 32

Morgunblaðið - 15.03.1981, Side 32
SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981 Annar slösuðu mannanna fluttur úr þyrlunni yfir i sjúkrabíl á þyrlupallinum við Borgarspitalann i gær. Mennirnir tveir, sem eru á milli tvitugs og þritugs, eru báðir taldir allmikið slasaðir, en þó ekki i lifshættu. LjóKm. Mbi.: Raiínar Axelason. Síminn á afgreiðslunni er 83033 jnerjjwnblabib Þyrla sótti slasaða menn í Landmannalaugar: af hengju féiagar úr Björgunarsveitinni Ing- ólfi, sem voru við æfingar við Veiðivötn, sem höfðu samband við Slysavarnafélagið í gegnum Gufu- nesradíó. Til þeirra hafði komið fólk úr Landmannalaugum, og skýrt frá því, að tveir menn er farið höfðu frá skálanum í Landmannalaugum milli klukkan 19 og 20 kvöldið áður, væru ekki enn komnir fram. Voru þeir á snjósleða, en illa búnir. Pélagar Björgunarsveitarinnar brugðust þegar við, og hófu leit að mönnunum, og skýrðu Siysavarnafélaginu frá gangi mála. Nokkru síðar fundust mennirnir, en þeir höfðu farið á snjósleðanum fram af hárri hengju, og voru bæði slasaðir og hraktir af kulda. Til- kynntu björgunarsveitarmenn, að þeir óttuðust að um innvortis meiðsli væri að ræða og meiðsli á hrygg, svo nauðsynlegt væri að þyrla sækti mennina. Þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-Rán, var þegar í stað undirbúin fyrir flug austur, og fór hún frá Reykjavík um klukkan 8. Vegna éljagangs og slæms skyggnis komst hún hins vegar ekki niður til lendingar þe'gar austur var komið, en varð að sveima yfir Landmanna- laugum nokkra hríð. Þegar lending var síðan möguleg, var búið að hlúa að mönnunum og búa þá undir flutninginn, og var þeim þá farið að hlýna. Læknir var með þyrlunni, og hlúði hann að mönnunum í Landmanna- laugum og leiðinni til Reykjavíkur eftir því sem unnt var, en þyrlan fór af stað um klukkan 10.43 og kom á lendingarpallinn við Borgarspítal- ann um klukkan 12 á hádegi. Voru mennirnir þegar fluttir á slysadeild og eru nú á Borgarspítalanum. Félagar úr Björgunarsveitinni Ingólfi voru sem fyrr segir á æfing- um við Veiðivötn. Þeir voru tuttugu saman, með snjóbíl og sex vélsleða, og kom nærvera þeirra sér vel sem nærri má geta. Skipherra í sjúkra- fluginu austur var Þröstur Sig- tryggsson, flugstjóri var Björn Jónsson og aðstoðarflugmaður Ben- óný Ásgeirsson. Læknir Borgarspít- alans sem fór með þyrlunni var Leifur Jónsson. Hannes Hafstein sagði, að björg- unin hefði í alla staði tekist eins vel og við var að búast. Allir þeir er lagt hefðu hönd á plóginn ættu þakkir skildar, björgunarsveitarmenn, áhöfn þyrlunnar, læknalið spítalans og starfsmenn Gufunessradiós. Hannes sagði þetta fyrstu ferð nýju þyrlunnar af þessu tagi, og lending á pallinum við Borgarspítalann, og hefði allt gengið að óskum. Yfir- stjórn leiðangursins var í höndum Slysavarnafélagsins. Hannes Hafstein sagði að lokum, að sjaldan væri fólk of oft hvatt til að fara að öllu með gát í óbyggð- aferðum, ekki síst á þessum árstíma. Hornafjarðarflugslysiö: Flakið á land Höfn i Hornafirði. 14. marz. Björgunarfélagsmenn á Höfn í Hornafirði náðu í gær á land flaki Piper-flugvélar Flugfélags Austur- lands með því að koma flotholtum á vélina á fjöru og cinnig komu þeir netabelgjum fyrir inni i vélinni. Flotin á vélinni voru um 20 olíu- tunnur, 250 lítra. Þegar mest var voru 5 bátar á staðnum að aðstoða við flutning flaksins til lands, en þegar vélin var komin á þurrt kom berlega í ljós hve gífurlega illa vélin var farin, svo til enginn hlutur heill á henni og mótorarnir héngu stór- skemmdir utan á vélinni. — Einar Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Jflarcrinblwbib „STAÐREYND er að bilastæðamál í miðborg Reykjavikur eru í megn- asta ólagi, og ætla má að nú vanti um eitt þúsund bílastæða a.m.k. þannig að ástandið yrði viðunandi." sagði Markús Örn Ántonsson borg- arfulltrúi i samtali við Morgun- blaðið í gær. En Markús fór þess nýlega á leit i framkvæmdaráði Reykjavikurborgar, ásamt tveimur öðrum fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins, Jónasi Elíassyni og Hilmari Guðlaugssyni, að borgarverkfræð- ingur tæki saman skýrslu um bila- stæðamál gamla miðhæjarins. „Við fórum fram á þessa greinar- gerð vegna þess að við teljum úrbóta þörf í bílastæðamálum miðbæjar- ins,“ sagði Markús Örn við Morgun- blaðið. „Ljóst er að stóran hluta vikunnar er erfiðleikum bundið að finna bílastæði í miðborginni, eink- um þann tíma sem bankar og aðrar opinberar stofnanir eru opnar. Eftir lokunartíma þeirra virðist hins veg- ar sem dauft sé á þessum slóðum, og verslunareigendur fullyrða að versl- un í miðbænum hafi stórlega minnk- að. Virðist svo, sem bílaeigendur kjósi nú fremur að versla í verslun- Aðkallandi að finna lausn á vandanum segir Markús Örn Antonsson um í öðrum borgarhverfum, þar sem auðveldara er að finna stæði fyrir bifreiðar." Markús Örn sagði, að í svari borgarverkfræðings hefði komið fram, að síðasta athugun á bíla- stæðamálunum hefði farið fram árið 1975. Þá hefðu verið 1777 bílastæði á svæðinu vestan Lækjargötu að Æg- isgötu. Jafnframt hefði verið leitt í ljós að á þessu svæði hefði verið lagt 1826 bifreiðum vestan Aðalstrætis, 11% fleiri bílum en stæði voru fyrir, og í Kvosinni 13% fleiri bílum. Markús sagði ennfremur, að áætl- að væri að árið 1975 hefðu 25 þúsund bílar ekið um Kvosina daglega. Samkvæmt þeim tölum hefði verið áætlað að bílastæðaþörfin væri milli 2500 og 2750. Síðan þá hefði bíla- stæðum fækkað, meðal annars vegna þess að Alþingi hefði tekið fleiri stæði, og jafnframt hefði bifreiðum fjölgað. Því mætti ætla að vantaði um 1000 bílastæði í miðborginni nú að minnsta kosti. Markús Örn Antonsson sagði jafn- framt, að kynntar hafi verið tillögur að skipulagi í Grjótaþorpi, sem hefði það í för með sér að um 100 bílastæði hyrfu. Einnig væri möguleiki á því, að Alþingi byggði á lóðum sínum, og gætu þar horfið um hátt á annað hundrað stæði undir hús og annað, sem eru nú til almennra nota meira og minna. Af úrlausnum á þessum vanda sagði Markús á hinn bóginn fyrir- sjáanlegt, að á svokölluðum Seðla- bankagrunni nyrst í Arnarhóli gætu rúmast 190 bílar í tveggja hæða bílageymslu, og einnig hefði borgar- verkfræðingur í fyrra kynnt hug- myndir um bilageymsluhús milli Tryggvagötu og Hafnarstrætis, sem byggt yrði í samvinnu við eða í samráði við lóðaeigendur þar. Þar væri um að ræða hús upp á 550 bíla, sagði Markús, samkv. hugmyndum er kynntar hafa verið borgarskipu- lagi Reykjavíkur. fram Bilastæði á Hótel Islands-planinu eða Hallærisplaninu í miðborg Reykjavikur. Sifellt verður erfiðara að finna stæði fyrir bifreiðar i miðbænum, og er nú talið að þar vanti um 1000 stæði til að vel væri. ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti i gærmorgun tvo unga menn, er slasast höfðu á snjósleðaferðalagi skammt frá Landmannalaugum. Var komið með mennina tvo að Borgarspítalanum laust eftir klukkan 12 á hádegi i gær, og voru mennirnir taldir allmikið slasaðir en þó ekki i lifshættu. Hannes Hafstein framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags Islands sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að tilkynning um slysiö hefði borist um klukkan 6 í gærmorgun. Það voru Margeir í 2. sæti í Tallin MARGEIR Pétursson er nú i 2.-3. sæti á skákmótinu i Tallin i Eistlandi með 4 vinn- inga eftir 6 umferðir. Stór- meistarinn Gipslis er efstur i mótinu með 4 lh vinning. Margeir, sem er alþjóðlegur meistari, er í 2. sæti ásamt stórmeistaranum Bronstein með 4 vinninga og i 4.-9. sæti eru þeir Tal, Nei, Gufeld, Vogt, Ftacacnik og Kiarner með 3'á vinning. I sjöttu umferð mótsins, sem tefld var á föstudag, vann Margeir Hazai frá Ungverja- landi í 32 leikjum, en Margeir hafði svart. Margeir er eini V-Evrópu- búinn, sem tekur þátt í mótinu og stýrði hann hvítu mönnun- um síðdegis í gær gegn Vogt, en í dag mætir hann Gipslis, efsta manni mótsins. Á morg- un og þriðjudag er ekki teflt í mótinu, en Margeir teflir fjöl- tefli í skákklúbbi í Tallin á þriðjudaginn. Óku á snjósleða Um 1000 bílastæði vantar í miðborg Reykjavíkur i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.