Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 71. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Samvinna gegn hryðjuverkum Madrid. 25. marz. AP. SPÆNSKA varnarmálaráðuneytið sagði í dag, að þótt heraflinn mundi veita liðsinni í baráttunni gegn hryðjuverkum yrði ekki um beina þátttöku hans að ræða og ábyrgðin mundi hvíla í höndum öryggissveit- anna. Um samvinnu hersins verður aðeins að ræða þegar hún verður talin nauðsynleg og þá verður fylgzt með umferð á landi, sjó og í lofti, einkum á landamærunum, til að reyna að hafa uppi á hryðjuverkamönnum. Sjóherinn tilkynnti, að sjö herskip mundu hafa gætur á norðurströnd Spánar milli Sant- ander í vestri og Pasajes í austri. Spænsk yfirvöld segja, að hryðjuverkamenn Baska leiti hælis á franskri grund og hafi skipulagt og gert árásir frá Frakklandi, er hafi kostað rúm- lega 350 mannslíf á 14 árum. Þau kvarta yfir skorti á samvinnu Frakka. Leopoldo Calvo Sotelo forsæt- isráðherra kynnti leiðtoga heimastjórnar Baska, Carlos Garaicoechea, ráðstafanirnar gegn hryðjuverkamönnum á tveggja tíma fundi. Garaicoechea kvaðst ánægður með fundinn og sagði að fyrir hendi væri gagn- kvæmur samstarfsvilji. Hann lýsti sig andvígan neyð- arástandi í Baskahéruðunum, | Svör frá Thatcher London. 25. marz. AP. MARGARET Thatcher forsæt- isráðherra vann í dag að skýrslu sinni á þingi á morg- un um ásakanirnar i Daily Mail um að Sir Roger Hollis, fyrrverandi yfirmaður gagn- njósnaþjónustunnar MI5, hafi verið njósnari Rússa og nýjar ásakanir um að þingmaður- inn Tom Driberg hafi leikið tveim skjoldum. Hún ræddi Tom Driberg, hinn látni þing- maður sem er sakaður um samvinnu við bæði MI5 og KGB. m.a. við yfirmenn öryggis- mála. Jafnframt segir Daily Mail að sonur bandarisks stjórnar- erindreka. Michael Whitney Straight. hafi flett ofan af njósnaranum Anthony Blunt. Innanrikismálanefnd íhalds- flokksins tók i dag undir kröfur um rannsókn. Nefndin vill að dómari stjórni rann- sókninni, er skuli ná aftur til áranna eftir 1940 til að gengið verði úr skugga um áhrif KGB. Sjá nánar bls. 22. þar sem það kæmi niður á öllum borgurum, en kvaðst hafa fengið fullvissanir um að ráðstafanirn- ar mundu ekki bitna á þróuninni til heimastjórnar. Lech Walesa þefar af blómi frá aðdáanda í fundarhléi í Bydgoszcz þar sem boðað var allsherjarverkfall 20 falla í götuátökum Beirút. 25. marz. AP. ANDSTÆÐAR fylkingar stuðn- ingsmanna írana og íraka áttu í götuhardögum i allan dag í hinni fornu borg Baalbek í Austur- Líbanon og 20 féllu og 50 særð- ust. Sýrlenzka gæzluliðið sendl liðsauka á vettvang. Leyniskyttur létu að sér kveða umhverfis skrifstofu forsætisráð- herra á græna svæðinu í Beirút og stórskotahríð heyrðist öðru hverju í hafnarhverfi borgarinnar. Eng- an sakaði. Engin niðurstaða á fundum með Walesa Varsjá. 25. marz. AP. I.ECH WALíiSA sagði í dag að engin niðurstaða hefði fengizt i dag i viðræðunum, sem miða að þvi að afstýra allsherjarverkfalli i Pól- landi. en báðir aðilar heíðu sam- þykkt að taka viðræðurnar upp að nýju á morgun. Walesa sagði að loknum hálfrar annar klukkustundar fundi með Mi- eczyslaw Rakowski aðstoðarforsætis- ráðherra að viðræðunum hefði verið frestaö, þar sem stjórnarnefnd, sem var skipuð til að rannsaka barsmíðar á þremur verkamfinnum á fimmtu- daginn, hefði ekki lokið við að semja skýrslu sína. „Þar sem engin niðurstaða liggur fyrir er engin ástæða til að sitja 12 tíma á fundi,“ sagði Walesa í útvarps- viðtali. „Við bíðum, við erum fúsir til viðræðna og þegar niðurstöðurnar liggja fyrir tökum við afstöðu til þeirra." „Viðræðunum yrði ekki haldið áfram á morgun ef enginn árangur hefði náðst í dag,“ hafði Walesa áður sagt i viðtali. Spenna hefur aukizt vegna barsmíð- anna í Bydgoszcz, er leiddu til hótan- anna um allsherjarverkfall, og fréttir herma að hamstur sé hafið á matvæl- um, sem eru af skornum skammti. Auk þess hefur sjónvarpið lýst sam- eiginlegum heræfingum Rússa og Pólverja á hverju kvöldi í fimm daga. Um 1, 000 manns fögnuðu Walesa þegar hann kom til fundarins með ríkisstjórninni og honum varð orðfall þegar fjórir menn lyftu honum upp og báru hann á gullstól inn í bygginguna þar sem viðræðurnar fara fram. „Ég er viss um að viðræðurnar verða góðar og að þeim muni Ijúka með samkom- ulagi," sagði Walesa. „Ef ég tryði því ekki, dytti mér ekki í hug að semja," sagði hann. Næstráðandi hans, And- rzej Gwiazda, tók í sama streng. Kröfur verkamanna, sem voru birt- ar í dag, eru þessar: Að embættis- mönnum, sem báru ábyrgðina á at- burðunum í Bydgoszcz, verði vikið úr starfi eða refsað. Að öryggi meðlima verkalýðsfélaga verði tryggt, svo og réttur þeirra til að svara gagnrýni, sem kemur fram í fjölmiðlum, í sömu fjölmiðlum. Að málsókn verði hætt gegn fólki, sem var handtekið fyrir pólitíska andstöðu 1976-1980. Að bændur fái að stofna óháð verkalýðs- félög. Að felld verði niður stjórnar- tilskipun um að verkamenn í verkfalli fái aðeins hálf laun. „Ég vil ekki verkföll fremur en ríkisstjórnin, en ef það er eina leiðin til að halda fram málstað okkar gerum við verkfall," sagði Walesa fyrir fundinn. í Bydgoszcz eru verkamenn bjart- sýnir á samkomulag. En mörg verka- lýðsfélög eru að flytja skrifstofur sínar úr húsnæði í borgum í verk- smiðjur til að tryggja öryggi verka- lýðsleiðtoga og betri skipulagningu ef til verkfalls kemur. Verkfallsviðbúnaður Solidarnocz hefur breiðzt til allra háskóla í Varsjá og óháð stúdentafélög hafa boðað verkföll ef verkamenn leggja niður vinnu. í Bydgoszcz hefur a. m. k. einn embættismaður, Eduard Berger form- aður héraðsráðsins, boðizt til að segja af sér. Einnig er krafizt afsagnar varalandstjórans, saksóknarans og lögreglustjórans. Skálmöld í Kampala Nairubi. 25. marz. AP. SKÆRULIÐAR er beittu plastsprengjum og sprengjuvörpum drápu þrjá hermenn, létu vélbyssukúlum rigna yfir aðalstöðvar stjórnar- flokksins og tóku rafmagn af miklum hluta Úganda i dag i árásum í Kampala og nágrenni. Fjórar sprengingar skóku Kampala í nótt og hermenn og skæruliðar skutust á á aðalgötum borgarinnar í þann mund sem skrifstofur voru opnaðar. Borgar- búar flúðu fljótlega úr höfuðborg- inni og borgin var mannlaus það sem eftir var dagsins. Frelsishreyfing Úganda (UMF), sem er hægrisinnuð og styðst við ættflokka, lýsti sig ábyrga á árásunum. Hreyfingin kvaðst hafa samvinnu við annan skæruliðahóp fjandsamlegan Milton Obote for- seta, Mospor (hreyfinguna til bar- áttu fyrir pólitískum réttindum), undir forystu Yoweri Museveni fyrrum varnarmálaráðherra. „Við verðum að beita öllum nauðsynlegum ráðum til að upp- ræta einræði," sagði félagi úr UMF. „Þetta verður löng barátta og við erum vel vopnaðir." Paulo Muwanga varaforseti for- dæmdi árásirnar og sagði: „Þetta fólk hefur sagt þjóðfélaginu stríð á hendur. Eyða verður óvinum þjóðfélagsins." Völd Haigs „ekki skert“ WashinKtod. 25. marz. AP. RONALD Rragan forseti lýsti því yfir í dag. að Alexander M. Ilaig utanríkisráðherra væri enn helzti ráðgjafi hans í utan- ríkismálum. þótt hann hefði skipað George Bush varafor- seta formánn nefndar. sem á að samræma stjórnarstefnuna þegar upp kemur neyðarástand heima eða erlendis. Aðrir ráða- menn sögðu Haig hafa beðið álitshnekki. Reagan sagði fréttamönnum, að engin mótsögn væri í því fólgin að Haig væri aðalráðgjafi hans í utanríkismálum og Bush yrði formaður nefndarinnar. Jafnframt reyndu Reagan og utanríkisráðuneytið að gera lít- ið úr fréttum um togstreitu í skrifstofukerfinu vegna óánægju Haigs. Reagan neitaði því einnig að Haig hefði hótað að segja af sér vegna málsins. Aðrir sögðu að frekari ávítur yrðu til þess að Haig hætti. Sjá nánar bls. 23. Hreinsun spáð í Afghanistan Nýju Delhl. 25. marz. AP. MEIRIIIÁTTAR hreinsun embættismanna, sem kommúnistar hafa skipað í Afghanistan, í þvi skyni að auka vinsældir ríkisstjórnar Babrak Karmals forseta, var spáð i dag samkvæmt vestrænum diplómataheimildum. UKt '*< • í ráði er samkvæmt heimildun- um að víkja nokkrum háttsettum embættismönnum kommúnista og skipa óflokksbundna menn í þeirra stað til að láta líta út fyrir að stjórnin standi á breiðari grundvelli og sé ekki eins rígbund- in í hugsjónafræði. Breytingarnar munu fara fram eftir ráðgerðan stofnfund fyrir- hugaðrar „föðurlandsfylkingar" í apríllok, en hann átti upphaflega að fara fram 21. marz. I útvarps- ræðu í síðustu viku talaði Karmal um „nýtt lýðræðislegt andrúms- loft, einingarandrúmsloft" í Afgh- anistan. Samkvæmt fyrri fréttum er þrýst á kunna Afghani, sem standa utan stjórnmálaflokka, að sækja stofnfund föðurlandsfylk- ingarinnar. Upphaflegi stofnfund- urinn rann út í sandinn vegna ónógrar þátttöku og aflýsa varð hersýningu sama dag, sem var nýársdagur Afghana, vegna rign- ingar. Unnið er að endurbótum á fyrrverandi þinghúsi Afghanist- ans, sem verður aðalbækistöð fylkingarinnar. Jafnframt er óhugur i Hindúum og Síkhum, búsettum í Afghanist- an. vegna rána í 48 verzlunum þeirra í Kabúl á fimmtudaginn. Verðmæti ránsfengsins var áætl- að a.m.k. 1,5 millj. dala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.