Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
17
Félagsleg könn-
un Hjartavemdar
„VIÐ vonumst til að geta skýrt
frá áhættuþáttum einstakra
starfsstétta í samhandi við hjarta
(>K æðasjúkdóma siðar á þessu ári
eða i byrjun hins næsta,“ sagði
Nikulás SÍKfússon. yfirlæknir,
þeKar Iljartavernd boðaði blaða-
menn á sinn fund ok skýrði frá
útkomu skýrlsna um félaKsfræði-
leKar kannanir. sem Iljartavernd
hefur KenKÍst fyrir. „Hjarta-
vernd hóf hóprannsóknir á höfuð-
borKarsvæðinu 1967 en þá var
valið úrtak úr þjóðsskrá, á aldr-
inum 34 ára til 61 árs, alls 17
þúsund einstaklinKar. Þessi hóp-
ur hefur verið rannsakaður í
þremur áfönKum. 1967—68,
1970-71 ok 1974-76. Fjórði
áfariKÍ könnunarinnar stendur
nú yfir, en hann hófst árið 1978.
Hóprannsókn Iljartaverndar er
viðtæk faraldsfræðileK könnun.
fyrst ok fremst á hjarta ok
æðasjúkdómum ok áhættuþáttum
þeirra. Þessar félaKsfræðileKU
kannanir eru undirbúninKsvinna
til að meta áhættuþætti einstakl-
inKa á að fá hjarta— ok æðasjúk-
dóma. Það er tenKsl félaKsIeKra
aðstæðna ok þessara sjúkdóma.
ok eins ok ók saKði áður, þá
vonast éK til að þær niðurstöður
Hkkí fyrir síðar á þessu ári eða í
byrjun þess næsta,“ saKði Niku-
lás SÍKfússon ennfremur.
Þeir ÓLafur Ólafsson, land-
læknir og Haukur Ólafsson, MA
hafa unnið kannanirnar fyrir
Hjartavernd og skýrði Haukur frá
helstu niðurstöðum á fundi með
fréttamönnum, en menn voru
sammála um, að það sem helst
hefði komið á óvart væri, hve
stéttaskipting eins og hún þekkist
meðal nágrannaþjóða okkar, væri
lítil hér á landi og hins vegar hve
vinnuvika Islendinga væri löng.
„Bættur félagslegur aðbúnaður,
svo sem betri húsakynni, batnandi
viðurværi, betri menntun og sam-
göngur, samfara aukinni velmeg-
un, hefur stuðlað að betri heilsu
fólks, ekki síður en læknisaðgerðir
og lyfjagjafir," sagði Haukur og
hélt áfram. „Félagslæknisfræðin
er ein af sérgreinum læknisfræð-
innar. I hóprannsókn Hjarta-
verndar hefur verið leitast við að
kanna ýmis félagslæknisfræðileg
atriði meðal þáttakenda. í þessu
skyni var notaður staðlaður
spurningalisti. I honum eru 24
megin spurningar um félagsleg
atriði, margar þeirra í allmörgum
liðum," sagði Haukur.
Hann sagði að kannanirnar
hefðu verið tvíþættar og niður-
stöðurnar koma fram í tveimur
skýrslum. I fyrri skýrslunni grein-
ir frá niðurstöðum á menntun,
atvinnu, húsnæði, heilsufari og
lifnaðarháttum karla á höfuð-
borgar svæðinu. Rannsóknin náði
yfir Reykjavík og nærliggjandi
sveitarfélög. Þriðjungur af sextán
árgöngum karla á aldrinum 34 til
61 árs var boðaður til rannsóknar-
innar. Alls voru boðaðir 2955
karlar og var þáttaka 75,1%.
Mótmæla frum-
varpi um drag-
nótaveiðar
í Faxaflóa
FULLTRÚARÁÐ Sjálfsta>ðisfé-
laganna á Akranesi hefur beðið
Mbl. að birta eftirfarandi tillögu,
scm samþykkt var einróma á
fundi ráðsins 18.3. s).:
„Fundur haldinn í Fulltrúaráði
Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi
miðvikudaginn 18. marz 1981 skor-
ar alvarlega á þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins að berjast af
hörku á móti frumvarpi Stein-
gríms Hermannssonar um drag-
nótaveiði í Faxaflóa og telur það
lífsiiauðsyn fyrir Akranes að frið-
un flóans verði tryggð áfram.“
Þáttakendum var skipt í 4
flokka eftir skólagöngu þeirra.
Niðurstöður urðu m.a. þær, að
9,3% mættra höfðu háskólapróf,
16,7% stúdentspróf eða hliðstæða
menntun, 38,7% höfðu gagnfræða-
próf eða svipaða menntun og 33%
höfðu barnaskólapróf eða minna.
Hvað atvinnu snertir, þá sitja
38,9% um kyrrt mestan hluta
vinnutímans, 14,2% eru í kyrr-
stöðu en 43,8% eru á hreyfingu.
Um 14% töldu starf sitt andlega
erfitt.
Meðalvinnutími um
53 klst. á viku
Yfir 70% vinna a.m.k. 50 klst. á
viku og um 13% a.m.k. 60 klst. á
viku að jafnaði. Meðalvinnutími
reyndist vera um 53 klukkustundir
atviku. Þá kom í ljós, að 78% karla
á höfuðborgarsvæðinu búa í eigin
húsnæði, 30,3% búa í einbýlishúsi,
18,2% í raðhúsum eða viðlíka
byggingum en 45,8% búa í fjölbýl-
ishúsum. Samkvæmt heilsufars-
rannsókninni hafa 82% karla á
höfuðborgarsvæðinu leitað til
læknis vegna veikinda, eða gruns
um sjúkdóm, 63,4% karla hafa
legið á sjúkrahúsi, 43,9% hafa
gengist undir uppskurð, 17,3% eru
undir læknishendi og 16,1% karla
taka reglulega einhver lyf. Þá kom
fram, að 36,2% karla reykja sígar-
ettur og 24,4% hafa einhvern tíma
þyngst um 5 kg. eða meira á
tveggja ára skeiði sl. 15 ár.
Skipt í 3 aldursflokka
I síðari skýrlu Hjartaverndar
var mönnunum skipt í 3 starfs-
flokka. Hér er um að ræða sömu
karla og í fyrri skýrslunni. I
a—flokki eru þeir sem vinna störf,
sem krefjast fremur huglægrar
vinnu en líkamlegrar áreynslu.
Þar er t.d. um að ræða stjórnend-
ur og eigendur fyrirtækja, emb-
ættismenn og launþega í hærri
launaflokkum. í b-flokki eru þeir,
sem vinna við ýmis konar þjón-
ustu, afgreiðslu- og eftirlitsstörf
og líkamlega létta iðnvinnu. Sem
dæmi má nefna verkstjóra, skrif-
stofumenn, prentara og fleiri. í
c-flokki eru faglærðir og ófag-
lærðir, sem vinna tiltölulega erf-
iða líkamlega vinnu. Þar er um að
ræða ófaglært verkafólk af ýmsu
tagi, svo sem verksmiðjufólk,
byggingaverkamenn, handverka-
fólk, sjómenn og fleiri.
Vinnutími reyndist lengstur í
c-flokki, en í a-flokki vinna 39.6%
50 klst. eða lengur, í b-flokki
33.8% og í c-flokki 65.4%. Þá
sögðust 43.6% í a-flokki hafa
unnið aukastörf a.m.k. 10 klst. á
viku sl. 5 ár, í b-flokki 34.8% og í
c-flokki 35.1%. Þá kom í ljós, að
fjarvistir eru algengari hjá yngri
mönnum en þeim eldri og á það
við alla starfsflokkana.
Þá kom fram, að íbúðareig-
endur/húseigendur eru hlutfalls-
lega fleiri á íslandi en á hinum
Norðurlöndunum og að fleiri ís-
lendingar búa í einbýlis- eða
raðhúsum en aðrir Norðurland-
abúar. I a-flokki eru 87,1% íbúðar-
eigendur, en í b-flokki og c-flokki
eru um 80% íbúðareigendur. í
starfsflokki a búa 59,8% í einbýl-
ishúsum eða raðhúsum,, en í
b-flokki 47,6% og 52,3% í c-flokki.
Þá kom fram, að í a-flokki höfðu
87,6% einhvern tíma leitað læknis
vegna sjúkdóms, 83% í b-flokki og
79,4% i c-flokki. Á sjúkrahúsi
höfðu legið, talið í sömu röð,
68,3%, 64,5% og 59,2%. Regluleg
lyfjataka reyndist algengust í
flokki a, eða 17,6%, í flokki b
17,2% og í c-flokki 11,8%. í
a-flokki reykja 29,9% sígarettur,
37,4% í b-flokki og 38,7% í
c-flokki. í a-flokki segjast 22,2%
fara reglulega í læknisskoðun,
22,9% í b-flokki og 14,8% í
c-flokki. Regluleg íþróttaiðkun
eftir tvítugsaldur var algengust í
a-flokki, 44,4%, í b-flokki 25,6%
og í c-flokki 13,5%.
Talið frá vinstri, Davíð Davíðsson, prófessor, Ottó J. Björnsson, tölfræðingur, en þeir eru báðir i
úrvinnslustjórn könnunar Hjartaverndar, Stefán Júliusson, félagsmálastjóri Hjartaverndar. Nikulá®
Sigfússon, yfirlæknir, formaður úrvinnslustjórnar, og Haukur ólafsson MA. Mynd Mbi. ól.K.M.