Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 18

Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 P Sjö dagarí Líbanon texti: Björn Bjarnason/myndir: Kjartan Gunnarsson Undir norska fánann hafa þeir radað sér talið frá vinstri Arnór Sigurjóns- son, lautinant, A. Hanssen, maj- ór, G. Pettersen, undirofursti annar æðsti maður sveitarinn- ar, R. Heggestad, ofursti æðsti maður sveitarinnar, og K. Aune, majór stjórnandi daglegra að- gerða i sveitinni. í skápnum á bak Myrold- haug, lautinant yfirmanni verk- fræðisveitarinnar, má sjá sýnis- horn af ýmsum sprengjum, sem Norðmenn hafa fundið. í fang- inu heldur Myroldhaug á sov- éskri sprengikúlu, sem gengur undir heitinu Stalinorgelið, vegna þess hve hvin i henni. Útsýnisturninn gnæfir við himinn. Úr þessum turni má sjá yfir til ísraels og fylgjast með liðssafnaði handan landamær- anna. Eggum, majór, yfirmaður undirfylkis B, stendur uppi á þaki höfuðstöðva sinna og lýsir þaðan staðháttum. Stund milli striða. Liðsmenn verkfræðisveitarinnar njóta veðurbliðunnar að loknum há- degisverði. Fleygur milli stríðandi Norska ríkisstjórnin ákvað 22. mars 1978 að verða við tilmælum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá 19. mars um að senda lið í friðargæslusveitirnar í Suður- Líbanon. Nú eru um 830 hermenn í norska liðinu. Auk herfylkisins er þar sveit með varðhunda, sjúkra- sveit, fjarskiptasveit, verkfræði- sveit, flutningasveit, viðgerðasveit og herlögregla. I upphafi voru einnig fjórar þyrlur sendar með liðinu, en þær eru þar ekki lengur. Þyrlurnar voru vinsæl skotmörk og kostnaðurinn við viðhald þeirra og rekstur þótti of mikill. Stjórnstöðin er í Ebel es Saqi. Þar sitja þeir Heggestad, ofursti, og Pettersen, undirofursti. Þeir eru yfirmenn án daglegrar stjórnun- arskyldu. Þungi eftirlitsstarfanna hvílir á Aune, majór, sem hefur forystu í stjórnstöðinni. Þar sitja menn við talstöðvar og síma allan sólarhringinn, taka á móti upplýs- ingum, gefa fyrirmæli um gagn- ráðstafanir og senda boð áfram til höfuðstöðva UNIFIL í Naqoura. Arnór Sigurjónsson, lautinant, starfar í stjórnstöðinni auk þess sem hann hefur umsjón með næt- ureftirlitsferðum frá Ebel as Saqi. Um allt svæði sitt hafa Norðmenn komið á fót stöðvum og frá hverri þeirri er haldið uppi gæslu. Eftirlit er haldið upp frá föstum útsýnis- stöðvum eða með því að senda fámenna hópa að næturlagi út í óbyggðina. Liðinu er skipt í tvö undirfylki, sem lúta hvort um sig stjórn majóra. Bera þeir ábyrgð á eftirliti á sínum svæðum. Mikil áhersla er lögð á góð fjarskipti bæði inn á við og út á við. Fjarskiptabúnaðurinn hjá þessu rúmlega 800 manna liði er jafn mikill og hjá 8000 manna stórfylki í Noregi. Bæði er unnt að ná með fjarrita og talstöð til Noregs og til að reyna tækjakost- inn var mér leyft að tala í síma heim til íslands úr litla loftskeyta- skúrnum í Ebel es Saqi. Verkfræðisveitin annast fram- kvæmdir fyrir liðið. Reist hafa verið nokkur flekahús og fleiri eru á leiðinni. Enginn býr lengur í tjöldum eins og nauðsynlegt var í fyrstu, en víða var aðbúnaður frumstæður. Þá annast verkfræði- sveitin einnig sprengjuleit og eyð- ingu á sprengjum, sem finnast ósprungnar. Að jarðsprengjum er leitað með því að ganga hægt og pikka með byssusting í jörðina fyrir framan sig. Hundar hafa einnig verið þjálfaðir til að leita að sprengjum. Myroldhaug, lautinant, yfirmað- ur verkfræðisveitarinnar, sýndi okkar margar mismunandi gerðir af sprengjum, sem sveitin hafði fundið. Þar var belgísk skriðdreka- sprengja, belgísk handsprengja, handsprengja og ljóssprengja frá Israel, lítil ísraelsk sprengja til að granda bílum, risastór sovésk sprengjukúla, sem gengur undir heitinu Stalínorgelið, vegna þess hve hvín í henni, kínversk hand- sprengja og sovésk handsprengja. Vopnin frá kommúnistalöndunum voru frá skæruliðum Palestínu- manna, PLO. Myroldhaug taldi öruggast að láta menn leita að jarðsprengjum, því að reynslan hefði sýnt, að hundar fyndu ekki meira en 80% þeirra. Menn vinna mikið í Norbatt. Standa 12 til 24 tíma vaktir og skima eftir stigamönnum eða fylgj- ast með umferð um varðstöðvar. Við slíkar stöðvar er afdrep til að standa í og í sumum stöðvum sofa menn einnig og dveljast þá þar langtímum saman, allt að 14 dög- um. A nóttunni er síðan gengið um svæðið þvert og endilangt, oft með hunda, sem hafa verið sérþjálfaðir til að hlusta og benda stjórnendum sínum á allt það, sem óvenjulegt er. Aðrir hundar eru bundnir við línu og látnir standa einir úti alla nóttina, þeir gelta, verði þeir varir við mannaferðir. Hinir, sem eru með eftirlitshópunum, mega ekki gefa frá sér neitt einasta hljóð frekar en mennirnir. Eggum, majór, yfirmaður undir- fylkis B, sagði, að fulltrúar PLO hefðu lýst sig reiðubúna að vott- festa það, að engir menn frá Haddad, majór, eða ísraelsher hefðu getað laumast í gegnum svæði Norbatt til yfirráðasvæðis PLO. Betri viðurkenningu er ekki unnt að fá í þessu starfi. Mér virtist, að Norðmennirnir hefðu meiri áhyggjur af stigamönnum PLO en hinna, að minnasta kosti bentu þeir okkur á fleiri leiðir, sem PLO menn reyna að komst eftir. Við heimsóttum Jacobsen, kaptein, í lítilli eftirlitsstöð hans, þar sem sá yfir til ísraels. Sýndi hann okkur mjög skipulega og af ná- kvæmni, hvernig eftirlitshóparnir eru búnir undir ferðir sínar. Hafði hann meðal annars litskyggnur af öllu sínu svæði, sem menn hans gátu kynnt sér til að átta sig á staðháttum, áður en þeir héldu út í náttmyrkrið. Til þess að gera fyrirsát eru fimm menn sendir í hóp en í hlustunarhópum eru tveir og tveir saman. Berthelsen, kapteinn, sér um velferð mannanna í Norbatt. Fær hann 200 n.kr. á hvern mann til frjálsrar ráðstöfunar til að gera Hundum beitt til mannaveiða Norski herinn rekur sérstakan hundaskóla. Samkvæmt sérstöku kerfi, sem Norðmenn hafa byggt upp, eru hundar þar valdir til mismunandi starfa og menn þjálfaðir i meðferð þeirra. Flestir eru hundarnir þjálfaðir til varðstöðu en einnig til eftirlits- starfa. sprengju- og eiturlyf jaleit- ar. Öllum er hundunum kennt, hvernig þeir eigi að ráðast á menn án þess að drepa ,þá. Hundarnir híta í handlegg óvin- arins eða fætur og bitið jafnast á við 400 til 600 kílóa þrýsting. Nýlega hóíust Norðmenn handa við að þálfa hunda til að stökkva í fallhlíf úr flugvél. Lofar árang- urinn góðu um framhaldið. í Norbatt eru 17 hundar, þar af eru 16 úlfhundar og einn af Labradorkyni. Á hverri nóttu eru fjórar fimm manna sveitir sendar út til eftirlitsstarfa ásamt með hundi. Mennirnir koma sér fyrir í náttmyrkrinu á bak við hundinn. Honum hefur verið kennt að sitja þögull og hlusta eftir mannaferð- um í myrkrinu, með því að hreyfa höfuðið og sperra sig án þess að gelta gefur hann stjórnanda sín- um og fylgdarmönnum til kynna úr hvaða átt manns er að vænta. Gafst okkur tækifæri til að sjá slíkan hund á æfingu. Þegar hann hafði orðið var við manninn og bent á, hvar hann hélt sig, beindi hundastjórinn ljósi að manninum og blindaði hann og hljóp síðan með hundinn að honum en hinir miðuðu á hann byssum sínum. Vafalaust finnst flestum nóg um að standa aðeins einu sinni blind- aðir af sterku ljósi frammi fyrir urrandi úlfhundi. Norðmenn eru þeir af gæslu- sveitunum, sem nota hunda. Þeim finnst reynslan af þeim góð og segja, að hundarnir aðlagi sig furðu fljótt hinum nýju aðstæð- um, þó þoli þeir vatnið jafn illa og mennirnir og verði jafnan veikir af bakteríunum í því fyrst eftir komu sína. í Norbatt er dýralækn- ir vegna hundanna. Mortensen, yfirmaöur hundasveitarinnar, ásamt aöstoöarmanni og tveimur úlfhundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.