Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
19
flokka
þeim dvölina bærilegri. Auðvitað
hafa menn töfl, spil, bækur og
annað slíkt til að stytta sér stundir.
Auk þess er unnt að stunda nám í
bréfaskóla og læra arabísku. Þá
eru kvikmyndasýningar og sjón-
varpsefni frá Noregi er sent á
spólum. í sænska sjúkrahúsinu í
Naqoura sögðu þeir mér, að ekki
væri unnt að fá sjónvarpsefni á
spólum frá sænska sjónvarpinu
vegna deilna um höfundarréttar-
greiðslur. Heyrðist mér, að þeir
teldu Norðmenn að ýmsu leyti
betur setta en sig, til dæmis í
launum. Fram kom bæði hjá Berth-
elsen og öðrum, að mikilvægasta
velferðarmálið væri líklega að gefa
mönnum tækifæri til að komast af
og til á brott frá Norbatt svæðinu.
Fara þeir þá gjarnan í styttri
ferðir til ísraels og í lengri fríum
heim til Noregs. Prestur liðsins
hefur skipulagt ferðir á Biblíuslóð-
ir. íþróttafulltrúinn sér um að
menn stundi líkamsrækt og skipu-
leggur kappleiki. Pósthús er í Ebel
es Saqi og sérstakur blaðafulltrúi,
sem gefur út blað fyrir sveitina.
Okkur íslendingum er gjarnt að
líta á hermenn sem menn, er
standa utan hins venjulega þjóðfé-
lagsramma. Þetta er mikill mis-
skilningur. í Norbatt eru bæði
atvinnuhermenn, og sjálfboðaliðar,
sem gegnt hafa herskyldu og horfið
að öðrum störfum, en síðan haft
löngun til að starfa í gæslusveitun-
um. Við litum í Ebel es Saqi
listamenn í norskri silfursmíði,
menningarfulltrúa í Moss og skóla-
meistara í menntaskóla í Hamm-
erfest.
Auðvitað er það margt, sem
ræður ákvörðunum manna um að
rífa sig upp og gjörbreyta um
lifnaðarhætti með því að ganga í
herinn og fara til Suður-Líbanon.
Fyrir íslending er erfitt að setja
sig í þau spor, en flestum okkar
myndi líklega fyrst detta í hug
launin. Þau eru dágóð og greidd af
Sameinuðu þjóðunum, auk þess
sem menn njót.a þeirra fríðinda að
geta keypt ýmsan varning toll-
frjálsan, þar sem þeir eru starfs-
menn Sameinuðu þjóðanna.
Eins og áður sagði er aðbúnaður
allur fremur frumstæður hjá Nor-
batt og vakti það undrun okkar, að
ekki skyldi hafa verið gert meira til
að búa að mönnum eftir þriggja
ára dvöl norsku sveitanna þarna.
Margir dvelja lengur en eitt tíma-
bil, sem er sex mánuðir. Við hittum
til dæmis óbreyttan skotliða, sem
hafði verið í Norbatt í tvö ár og var
ekki á þeim buxunum að hætta.
Menn þrífast vel, maturinn í þeim
mötuneytum, sem við heimsóttum,
var góður og síður en svo skorinn
við nögl.
En hver er áhættan? Hvaða líkur
eru á því, að menn lendi í átökum.
Hermaður hefur þá skyldu að
leggja líf sitt að veði við störf sín.
Helsta starf sveitanna er að halda
uppi eftirliti. Hermennirnir eru
ekki í raunverulegu stríði, þar sem
þeir skiptast daglega á skotum við
andstæðing sinn. Finni þeir flugu-
menn á eftirlitsferðum sínum, eiga
þeir að gefa þeim skipun um að
stöðva með því að beina að þeim
vopnum. Síðan skjóta þeir aðvör-
unarskotum fyrir ofan og til hliðar
við andstæðinginn, hlýði hann
þeim ekki er skotið í fæturna á
honum. Venjulega hlýða menn,
áður en skotið er á þá. Þeir eru þá
teknir til yfirheyrslu og áminntir
rækilega, áður en þeim er sleppt.
Til að gera yfirheyrsluna ábúðar-
meiri er gjarnan hafður hundur til
taks, þar sem hún fer fram.
Norskir hermenn hafa særst í
skotbardögum og í stórskotaárás-
um á búðir þeirra, þá hafa sumir
orðið fyrir slysum eða gengið á
jarðsprengjur. Eina nóttina, sem
við dvöldumst í Ebel es Saqi skaut
Haddad, majór, 40 sprengjukúlum
úr skriðdrekum eða fallbyssum inn
yfir Norbatt svæðið. Þetta er svo-
nefnd „terror-skothríð", ekki er
miðað á neitt ákveðið skotmark
heldur hending látin ráða. í slíku
kúlnaregni er eins gott að vera vel
á verði. Þá hafa sveitir Palestínu-
manna skotið eldflaugum inn á
svæði Norðmanna og valdið tjóni á
mannvirkjum.
Kæmi til stórárásar til dæmis
frá ísrael, er ekki líklegt, að
mörgum mannslífum verði fórnað,
áður en UNIFIL-liðið dragi sig til
baka. Hins vegar er tilvist þess
staðfesting á alþjóðlegu pólitísku
viðhorfi sem enn má sín nokkurs.
Fleiri hættur eru á þessum
slóðum en skotárásir og jarð-
sprengjur. I sumarhitanum, þegar
jörðin skrælnar, er hætta á skógar-
eidum og þá dafnar skordýralífið
og bakteríurnar. Sólin skein í heiði
einn dag okkar í Ebel es Saqi. Áður
en hún rann til viðar, höfðu tveir
innfæddir komið á sjúkrastofuna
vegna eiturslöngubita. Líklega
hafa þeir verið bitnir af svonefnd-
um palestínskum höggormi, sem
yfirleitt er ekki banvænn, ef menn
komast fljótt undir læknishendur.
Þá eru þarna tvær tegundir
sporðdreka, gulur, sem er stór-
hættulegur, og svartur, sem er
algengari og meinlausari. Önnur
skorkvikindi er einnig nauðsynlegt
að varast, svo sem eins og hundrað-
fætluna Scolopendra Gigantea,
sem mikið er af. Hún krækir sig
fasta í menn með öllum hundrað
fótunum. Þó er sagt, að hún sé
ógnarlegri ásýndar en hættuleg.
Sem betur fer var ekki skordýra-
veður í Ebel es Saqi nema einn dag,
á meðan við Kjartan dvöldumst
þar, og við gættum þess vel að
hrista skóna okkar, áður en við
fórum í þá.
æsta grein:
í TE HJÁ BRAHIM
OG TALAÐ VIÐ PLO
Farið um nágrenni gæslusvæðisins, „hreiður" PLO skoðað og litið
við í smyglarabæ, ekið um Haddadsland og skroppið til ísrael.
Hnignun
Samtaka
óháðra ríkja
Verkefni fundar utanríkis-
ráðherra Samtaka óháðra rikja
í Nýju Delhí á dögunum var að
gera úttekt á árangri af starfi
samtakanna frá því að leiðtoga-
fundur þeirra var haldinn í
Havanna fyrir tveimur árum og
hefja undirbúning að næsta
leiðtogafundi. sem ráðgerður er
í Bagdad á næsta ári. Tuttugu
ár eru liðin frá stofnun samtak-
anna á þessu ári, en stofnfund-
urinn var haldinn i Belgrad og
var Tító Júgóslavíuforseti þar
fremstur í flokki. en aðrir
stjórnmálaskörungar sem stóðu
að stofnuninni voru t.d. Nehru.
sem þá var forsætisráðherra í
Indiandi. Nasser Egyptalands-
forseti og Súkarnó Indónesiu-
forseti.
Grundvöllur samtakanna og
skilyrði fyrir inngöngu í þau var
að viðkomandi ríki væru ekki í
bandalagi við risaveldin, en auk
þess var samtökunum ætlað að
stuðla að friðsamlegum sam-
skiptum ríkja er byggju við ólík
stjórnmála- og efnahagskerfi.
Stuðningur við þjóðfrelsishreyf-
ingar og barátta gegn nýlendu-
stefnu voru einnig meðal skil-
yrða fyrir inngöngu, en stofnrík-
in voru 25.
Á þessum tuttugu árum hefur
aðildarríkjunum fjölgað í 91, og
samtímis hefur dregið úr mikil-
vægi þessara samtaka. Pomp og
prakt, írafár og ágreiningur
hafa sett stöðugt meiri svip á
fundi samtakanna, og hið göfuga
ætlunarverk hefur runnið meira
og minna út í sandinn. Nægir í
því sambandi að benda á ógnar-
og óreiðustjórnir í mörgum að-
ildarríkjanna, t.d. einræðis-
stjórnir Pol Pots, Idi Amins og
Nguema, sem jafnazt hafa á við
hvaða nýlendustjórn sem er, og
er þá vægt til orða tekið. í tylft
S-Ámeríkuríkja eiga mannrétt-
indi undir högg að sækja, eins og
fram kemur í nýjustu ársskýrslu
Amnesty International, og þegar
kemur að þeirri grein í stofnlög-
um samtakanna er lýtur að því
að „treysta frið og öryggi",
nægir að benda á stríðið milli
Irans og Iraks og styrjöldina
milli Eþíópa og Sómala, en öll
þessi ríki eru í Samtökum
óháðra ríkja. Borgarastyrjaldir
geisa í Líbanon, San Salvador og
Kampútseu, og Marokkó er i
nýlendustríði i Vestur-Sahara.
Eþíópíustjórn fer með her á
hendur Erítreumönnum og Indó-
nesar á hendur íbúum Austur-
Tímor.
Eitt ljósasta merkið um að
samtökin hafa misst tiltrú sína
er að Iranir og Irakar gátu ekki
fallizt á að samtökin beittu sér
fyrir friðarumleitunum í styrj-
öldinni, sem nú geisar milli
þessara ríkja, heldur kusu þau
heldur að láta Olof Palme, fyrr-
um forsætisráðherra í Svíþjóð,
reyna að miðla málum.
Ástæðurnar fyrir þessari
þróun eru m.a. þær, að Fidel
Castro, núverandi formaður
samtakanna, glataði virðingu
sinni með því að styðja innrás
Sovétríkjanna í Afganistan, Tító
er látinn, og loks urðu vonir
Indiru Gandhi, sem hafði hug á
að skipa sess Títós innan sam-
takanna að honum látnum, að
engu þegar hún gekk Sovétríkj-
unum á hönd í maí sl. með því að
undirrita samning um gífurleg
vopnaviðskipti.
Hlutleysi aðildarríkja þessara
samtaka hlýtur að vera dregið í
efa þegar þess er gætt að
Egyptaland og Saudi-Arabía
hafa fallizt á að láta Bandaríkj-
unum í té flotaaðstöðu, og Sóm-
alía virðist vera að fara í spor
þeirra. Hernaðaraðstoð Banda-
ríkjanna við Pakistan og flest
ríki S-Ameríku, svo og stuðning-
ur Sovétríkjanna við Eþíópíu,
Sýrland og Víetnam, hljóta að
draga úr sjálfstæði þessara
ríkja.
I seinni tíð hafa fundir Sam-
taka óháðra rikja farið að snúast
um efnahagsmál, og þá einkum
hið breiða bil sem er milli
þróunarríkja og iðnríkja í heim-
inum, í æ ríkari mæli. Alþjóða-
fyrirtæki hafa þar legið undir
miklu ámæli, en ekki hefur verið
á það minnzt að mútur og
spilling sem tíðkazt hafa í kring-
um starfsemi þeirra í þróunar-
löndum hefðu ekki getað þrifizt
nema af því að ráðamenn í
þessum ríkjum eru móttækilegir
fyrir slíku og þeir setja persónu-
lega hagsmuni ofar þjóðar-
hagsmunum. Nægir í þessu sam-
bandi að benda á framferði
Kenyatta-fjölskyldunnar í
Kenya og eignir Móbútus í Sviss.
Önnur reynd hefur aldrei verið
til umræðu á fundum Samtaka
óháðra rikja. I Alþjóðaþróun-
arskýrslunni 1980 kemur fram
að 40% fátæklinga í sex af 15
þróunarlöndum hafi innan við
10% af meðalárstekjum í þess-
um löndum. Þannig er ástandið í
Malaísíu, Mexíkó, Venezúela,
Hondúras, Perú og Brasilíu, en
samskonar þróunar gætir einnig
mjög verulega í ýmsum ríkjum
Afríku, t.d. Nígeríu, Zaire,
Zambíu, Ghana og á Fíla-
beinsströndinni, þar sem hinir
fátæku verða sífellt snauðari og
hinir ríku stöðugt ríkari.
Eldfjallið Etna á Sikiley hóf og gjósa miðvikudag. Nokkur hús hafa
farið undir hraun og á símamvnd-AP sést hvar einbýlishús verður
glóandi hrauninu að bráð.