Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 45 Horfin heimsmynd InKibjórK ÞorKeirsdóttir skrifar: „Þriðjudagskvöldið 17. þ.m. fór fram umræðuþáttur í Sjónvarpinu um stöðu kirkjunnar í íslensku nútíma þjóðfélagi í umsjá Gunn- laugs Stefánssonar. Strax í upphafi lagði stjórnandinn höfuðáherslu á þá spurningu, hvort kirkjan ætti erindi við okkur í dag. Fjórir voru mættir til andsvara við borðið (þjón- andi prestur, alþingismaður, kunn leikkona og prófessor einn í guð- fræði) auk þriggja annarra, sem komu þar fram í viðbótarþáttum. Þekkt fólk og vel gefið upp til hópa. Eg gerði mér því góðar vonir um innihaldsríka stund. En því miður verð ég að játa að þrátt fyrir lifandi áhuga spyrjandans, góðar og ákveðnar spurningar og fáein skýr svör, var heildarútkoman að mínu mati ótrúlega lífvana og bragðdauf og góðu efni og mjög svo tímabærri spurningu glutrað niður í þokukennt hjóm, sem örðugt var að henda nokkrar reiður á. Ef spurt hefði verið, hvort Kristur ætti erindi við okkur íslendinga í dag, efast ég ekki um að greiðara hefði orðið um svör. Blysberar í andlegum efnum En hvers vegna er svo mörgum „tregt um tungu að hræra“ á skýran og afdráttarlausan hátt, þegar kirkj- an á í hlut? Ættu þó allir að vita, að kirkjan allt frá upphafi hefur verið einhver sterkasti áhrifavaldurinn í menningu okkar og andlegu lífi, eins Ingibjörg borgeirsdóttir og reyndar allsstaðar, þar sem hún hefur náð fótfestu. Okkar eigin saga sýnir ljóslega, að fjölmargir okkar ágætustu manna á liðnum öldum voru einmitt kirkjunnar þjónar, og sumir þeirra þjóðinni slíkir blysber- ar í andlegum efnum, að óvíst er, hversu farið hefði um menningu hennar, andlegt líf og tilveru sem þjóðar, ef þeirra hefði ekki við notið. Mér koma í hug nöfn eins og Eysteinn Ásgrímsson, Oddur Gottskálksson, Guðbrandur Þorláks- son, Hallgrímur Pétursson og Jón Vídalín. Tveir þeirra síðastnefndu létu þjóðinni eftir í arf ómetanleg Á heiður skilið A.J. skrifar: „Velvakandi. Nú langar mig til að biðja þig að gera mér greiða. Þannig er mál með vexti, að fyrir nokkrum kvöld- um fór veðurfræðingurinn Guð- mundur Hafsteinsson með vísu í upphafi veðurfregna í sjónvarpinu. Efni vísunnar var orðaskipti Kölska og Sæmundar fróða um veðrið. Ég hafði mjög gaman af vísunni, en lærði hana ekki. Þess vegna langar mig til að biðja veðurfræðinginn, eða aðra sem kunna vísuna, að senda þér hana til birtingar hér í dálkum þínum. Hafi svo Guðmundur Hafsteinsson þökk fyrir. Mér finnst hann frábær í sjónvarpinu. Hann skýrir allt svo vel út fyrir okkur sem glápum, að hann á heiður skilið." Sæmundur og kölski yrkjast á Eftir gömlum frásögnum áttust þeir oft margt saman Sæmundur fróði og kölski. Var það eitt með öðru að Sæmundur sagði hann skyldi aldrei geta hitt sig í rúmi óklæddan. En einu sinni bar so við að kölski kemur á gluggann við rúm Sæmundar og er hann þá eigi kominn í fötin. Þá segir Sæmundur: En kölski svarar: -Ilvaö fréttist?“ „Illt citt.“ „Er hríð?“ „Ji, stríð.“ ■Hvernin? „Hvcfsin." „Hvaðan?" „Nnrðan." „Er frost?" „Ailireyst." „En snær?" „Eráhær." „Er myrkt?" „Sótsvart." „Sést ei?" „Ónei." Og þegar þeir voru búnir að talast þetta við var Sæmundur alklæddur og fór á fund kölska. verðmæti, sem framar öllu varð henni andlegt veganesti, orkugjafi og leiðarljós næstu aldirnar, þegar við lá að ís og eldur og hverskonar óáran gengu af þjóðinni dauðri. Hcimsmynd miðaldanna En tímarnir breytast og mennirn- ir með. Vissulega eru Passíusálm- arnir og Vídalínspostilla, þessir and- legu bjarghringir liðinna kynslóða, þjóðinni dýrmætur arfur, gersemar, er halda sínu gildi, þótt séðar verði frá nokkuð öðru sjónarhorni nú en áður fyrr, sem m.a. stafar af því, að verulegur hluti af þeim grunni, sem þessi verk voru upphaflega reist á, er nú gersamlega brostinn. Á ég hér við þá heimsmynd miðaldanna, sem segja má að ríkt hafi a.m.k. um allan hinn vestræna heim á dögum Hall- gríms og Jóns Vídalíns, heimsmynd, sem reiknaði jörðina flata kringlu og himinrúmið bláa kristalsskál, heimsmynd, er áleit heiminn fæddan fyrir aðeins 4—5 þúsund árum, enda orðið þróun þá í einskis kristins manns huga komið. Fóstra þeirrar guðfræði sem kirkjan skóp Og þessi heimsmynd — ásamt þeirri hugmyndafræði annarri, sem henni er samofin — var í upphafi að verulegu leyti fóstra þeirrar guð- fræði, sem kirkjan skóp — og reynir enn í dag að halda við lýði. Því það furðulega er að ennþá virðist kirkjan ekki hafa gert sér ljósa þessa staðreynd. Ennþá sýnist hún halda dauðahaldi í viss slitur af hinni fornu hugmyndafræði miðaldanna, sem skýrast sést á ýmsum hugtökum og orðum, sem runnin eru frá þessum gömlu hugmyndum og kirkj- an teflir óspart fram. En einmitt þetta veldur því öðru fremur, hve mál kirkjunnar er venjulegu fólki oft lítt skiljanlegt og næsta framandi, eins og Árni Gunnarsson vék að í áður nefndum sjónvarpsumræðum. Að síðustu þetta: Á meðan kirkjan heldur áfram að girða Guð og Krist af með gamalli, aflóga hugmynda- fræði og óskiljanlegum kennisetn- ingum, á hún lítið erindi við hina íslenzku þjóð í dag.“ Fyrirspurn til Seðlabanka Islands Lárus Björnsson skrifar: „Hinn 20. febrúar sl. kom ég með fyrirspurn í dálkum Velvak- anda, þar sem ég spurðist fyrir um hvaðan bankastofnanir hefðu heimild til að innheimta kr. 29,50 af hverri ávísun, sem ekki reynd- ist næg innstæða fyrir á viðkom- andi reikningi. Mér vitanlega hef- ur þessu ekki verið svarað hér í dálkunum. Eru þetta tekjur sem munar um? Mér finnst þetta vera nokkuð mikil upphæð, þar sem auk þess eru innheimtir dráttarvextir sem hlutfall af upphæð ávísunarinnar. Það væri einnig fróðlegt að vita hve margar innstæðulausar ávís- anir koma inn til banka og sparisjóða á ári hverju, og þá hve miklar fjárhæðir bankastofnanir fá með þessum hætti á ári. Eru þetta tekjur sem munar um? Hættið að tönnl- ast á göml- um krónum Bangsi hringdi og sagði: — Það hefur verið brýnt fyrir okkur, sauðsvörtum almúganum, með linnulausum áróðri, að tileinka okkur verðskyn á nýjum krónum og hætta að hugsa um gömlu krónurnar. Samt láta fjölmiðlar ekki af því að klifa á að þessi og hin upphæðin sé svo og svo mikið í gömlum krónum. Er þetta ekki í algjörri mótsögn við það sem vera ætti? Er ekki verið að gera okkur erfitt fyrir með þessu athæfi. Má ég biðja fjölmiðlafólk að ganga í lið með okkur, en hætta að tönnlast sífellt á samanburði við gamlar krónur? Fótaaðgerðir Hef opnaö fótaaögeröastofu að Álftamýri 3. Annast allar fótaaögerðir. Ath.: Sérstakar meöhöndlanir viö niöurgrónum nöglum. Tímapantanir í síma 31580. Kristín Gunnarsdóttir. Fótasérfrædingur. Álftamýri 3. Sími 31580 eóa 43986. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjar atkvæðagreiðsla. Ákveöiö hefur veriö aö viöhafa allsherjar atkvæöa- greiöslu til kjörstjórnar og annarra trúnaðarstarfa félagsins fyrir árið 1981 og er hér meö auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til aö skila listum er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 30. marz 1981. Hverjum lista þurfa aö fylgja meömæli 100 fullgildra félagsmanna. Listunum ber aö skila á skrifstofu félagsins í Alþýöuhúsinu viö Hverfisgötu. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.