Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
HLAÐVARPINN
Umsjón: Hallur Hallsson
Á FARALDSFÆTII
Síðasti farandrakarinn
Listasafnið vildi ekki
lána verk svo notast er
við myndir af dagatölum
„ÞAÐ má ef til vill segja að ég sé
síðasti farandrakarinn, en ég
klippi í Reykjavík fyrstu viku
hvers mánaðar. Síðan held ég til
Ólafsvíkur, Grundarfjarðar,
Stykkishólms og klippi þar en auk
þessa klippi ég á Hellu, í Þykkva-
bænum og Fljótshlíðinni," sagði
Hinrik Þorsteinsson, rakari í
spjalli við Mbl. í vikunni.
„Jú ég hef iðuiega lent í ævin-
týrum en það sem rekur mig
áfram í þessu er samskipti við
fólk. Ég nam rakaraiðn hér hjá
Guðjóni í Veltusundinu og fluttist
síðan til Stykkishólms og bjó þar í
sex ár. Það er fremur lítið pláss
svo ég fór og klippti í Ólafsvík,
Grundarfirði og Búðardal. Leið
mín lá síðan til Reykjavíkur en ég
hafði eignast svo marga vini fyrir
vestan, að ég gat ómögulega hugs-
að mér að hætta að klippa þar.
Það hefur gengið á ýmsu. Ég hef
orðið veðurtepptur, orðið að leita
gistingar á bæjum og orðið að
skilja bílinn oftar en einu sinni
eftir, svo eitthvað sé nefnt. Ein-
hverju sinni var ég á leið til
Búðardals og hafði auglýst komu
mína þangað, því auðvitað þýðir
ekki að koma bara sisona einn
góðan veðurdag og ætlað að byrja
að klippa. Fólk verður að vita af
manni. Nema hvað, þegar ég lagði
af stað var rigningasuddi. Þegar
leið á daginn gerði slagviðri. Þrátt
fyrir það hélt ég áfram för minni
og fékk inni á bæ í Dölum og
dvaldi þar í 2 nætur. Vegna snjóa
þýddi ekkert að reyna að hreyfa
sig. Á þriðja degi hélt ég áfram
ferðalagi mínu. Ég lenti í hvarfi á
leiðinni og braut fjaðrir í bílnum.
í Álftafirði var mikill snjór og
auðvitað festi ég bílinn svo ég
byrjaði að moka. Ég mokaði og
mokaði, — allan daginn mokaði ég
og að lokum sá ég fram á að ég
yrði að skilja bílinn eftir. Að
sjálfsögðu var ég orðinn glor-
hungraður en hafði engan mat
haft með mér. Eftir mikla leit
fann ég brjóstsykursmola í
hanskahólfinu og það er sá bezti
brjóstsykursmoli, sem ég hef
bragðað. Svo hélt ég gangandi að
næsta bæ en þegar þangað kom
var enginn heima. Ég fann síma
og tók upp tólið. Eftir nokkuð
vafstur fékk ég samband og gat
komið skilaboðum. Konan mín,
sem er kennari, hafði hafið eftir-
grennslan og hringt á bæi en loks
haft spurnir af mér á bænum, þar
sem ég dvaldi í 2 daga. En
skilaboðin komust tit skila og ég
var sóttur á jeppa. Það hefur
gengið á ýmsu og um daginn varð
ég til að mynda að skilja bílinn
minn eftir í Ólafsvík í hálfan
mánuð.
En áfram held ég og þá vegna
tengsla sem skapast við fólkið —
vegna persónulegra tengsla. Fyrir
nokkru fluttumst við hjónin aust-
ur í Fljótshlíðina. Svo hagar
málum, að ég er ekki bara far-
andrakari, ég er líka farandpré-
dikari. Ég hef verið í hvítasunnu-
söfnuðinum frá þvi ég var ellefu
ára. Við stöndum í miklum fram-
kvæmdum austur þar. Erum að
koma upp 700 fermetra byggingu,
þar sem hægt verður að koma
fyrir námskeiðahaldi, biblíuskóla,
hvíidarheimili, unglingastarfi og
hvers konar mótshaldi. Það er
hvítasunnuhreyfingin í heild
sinni, sem stendur að þessari
uppbyggingu. En í dvöl minni í
Fljótshlíðinni hef ég tekið upp
skærin austur þar og klippt fólk,
einnig á Hellu og í Þykkvaþænum.
Það er því í nógu að snúast hjá
mér og auðvitað verð ég stundum
þreyttur en maður fyllist eldmóði
eftir stutta hvíld. Ég hef eignast
svo marga vini í Reykjavík og á
Snæfellsnesinu og Dalasýslu, að
ég get ómögulega hugsað mér að
hætta þessu flandri mínu,“ sagði
Hinrik Þorsteinsson.
„LISTASAFN íslands á 4329 verk í
fórum sínum. Stöku sinnum eru
þessi verk sýnd almenningi í sýn-
ingarsal Listasafnsins en að sjálf-
sögðu koma aðeins örfá verka þess-
ara á veggi á hverjum áratug. Til eru
verk sem ekki hafa sést áratugum
saman, en spurst hefur til þeirra í
miður góðum geymslum, þeim rykk-
ornum einum til ánægju er varan-
lega bólfestu taka sér í römmum og
myndtökum," skrifar Höskuldur
Jónsson, ráðuneytisstjóri fjármála-
ráðuneytisins í sýningarskrá, „List-
kynning í Arnarhvoli", en hann
hefur haft forgöngu í ráðuneytinu
um sýningu listaverka á veggjum
ráðuneytisins. Það er greinilegt, að
Höskuldur er lítið hrifinn af þeirri
áráttu Listasafnsins að vilja helst
loka listaverk niðri í kjallara, „ryk-
kornum" til ánægju og því hefur
hann hafið krossferð til að bjarga
listaverkum frá því að rykfalla, að
best verður séð.
En gefum Höskuldi orðið á ný:
„Ríkisstjórnir koma og fara.
Menntamálaráðherrar stjórna þess-
ara eiga það þó sameiginlegt að hafa
boðið stjórn Listasafns íslapds að
auka við sýningarrými safnsins með
því að nýta veggi stjórnarráðsbygg-
inga. Slíkur boðskapur hefur jafnan
orðið starfsmönnum stjórnarráðsins
til óblandinnar ánægju svo og mörg-
um unnendum Listasafnsins er gefið
hafa því verk en ekki eygt í áranna
ráð að þau yrðu mönnum sýnd: — en
nokkra stund tekur stjórnvaldsboð
að ná eyrum forráðamanna Lista-
safns íslands.
Árið 1981 hefur hafið göngu sína
og litlar líkur virðast þess að ró
rykkornanna í Listasafninu verði
raskað á því ári.
Að undanförnu hefur verið sýnd
viðleitni í þá átt í kaffistofunni í
Arnarhvoli að tengja lyst á mat og
drykk við þá list er auga metur og
anda gleður. Fyrst var á ferðinni
sýning á grafíkmyndum, þá færði dr.
Gunnlaugur Þórðarson okkur mynd-
ir Karls Kvaran og að undanförnu
hefur staðið yfir sýning á myndum
úr einkasafni dr. Gunnlaugs. Segja
má að gestir kaffistofunnar hafi vel
kunnað að meta.
í myndleysi undanfarinna ára
hafa starfsmenn fjármálaráðuneyt-
isins orðið að spila upp á eigin
spýtur. Fyrirtæki úti í veröldinni
sendir ráðuneytinu dagatal árlega og
skreytir það myndum af spila-
mönnum. Þessar myndir hafa verið
innrammaðar og eru hinar snotr-
ustu. Því hefði þó ekki verið spáð við
stofnun Listasafns íslands árið 1884
að útlend almanök yrðu á árinu 1981
sú lausn sem nærtækust væri til að
verma kalda steinveggi Stjórnarráðs
Islands.
Sjaldan vinnur spilamaður fyrsta
slag. Við skulum vona að ekki sé búið
spil og úr rætist. í kaffistofunni er
reyndar bikar einn mikill sem viður-
kenning á að stjórnarráðsmenn
kunni að halda á spilunum," skrifaði
Höskuldur ennfremur. Við vonum að
úr rætist hjá þeim í stjórnarráðinu
og vonum, að ósvikin listaverk vermi
í náinni framtíð kalda veggi Stjórn-
arráðs íslands starfsmönnum til
ánægju.
Hinrik Þorsteinsson, mundar skærin.
íleiðinni
Ráð við of
hröðum akstri
Úr Kópavogstíðindum:
— Þeir brosa bara góölátlega, var svariö, þegar viö inntum einn
íbúa Skólagerðis eftir því, hvort íbúum við götuna væri ekki loksins
fariö aö finnast gatan jaöra viö aö vera ófær. Þaö skiptast sem
kunnugt er á djúpar lautir og háir hryggir og minnir þaö helst á
svonefndan „rússíbana" í skemmtigörðum og tívolíum, þegar ekiö er
eftir götunni, jafnvel þótt hægt sé fariö, sem vera ber.
— En, bætti íbúinn viö, þaö eru tvær hliöar á þessu máli. Sums
staöar í bænum eru íbúar aö biöja um „þröskulda“ á göturnar til aö
hægja á umferöinni. Viö hér í Skólagerðinu höfum þarna tilbúna
þröskulda, sem hægja á umferöinni, og þurfum ekkert aö kvabba á
bæjaryfirvöldum þar um. Með okkar hryggjum og lautum er
óhugsandi. að umferðin geti oröiö hröö. Þaö er því vafamál hvort viö
viljum láta gera götuna rennislétta og umferöina þar með hraöa. En
auövitaö mætti aö skaölausu fylla nokkrar holur og slétta svona þaö
versta.
Elsta neytinu slátrað
Úr Degi:
Fyrir stuttu var elsta nautinu slátraö í Hrísey. Þaö var 3ja ára og 7
mánaöa þegar því var slátraö. Þaö vó á fæti 826 kg en kjötþungi var
448 kg. Faöirinn var af hreinu Galloway-kyni en móöirin blendingur frá
Gunnarsholti. Nú er ekki langt í þaö aö annar ættliöur af
Galloway-blendingum sem fæðst hafa á eyjunni komist í gagniö.
Hvít-
þvegiim
ráðherra
Úr ísiendingi:
Afar skemmtilegar umræö-
ur fara nú fram í „Austurlandi"
vegna spurnlngakeppni þeirr-
ar sem blaöiö efndi til um
Sovétríkln. Hjörleifur Gutt-
ormsson, iðnaöarráöherra,
réöst all harkalega aö flokks-
bræörum st'num fyrir tiltækiö
og taldi aö meö þessu væri
btaöiö lagt undir áróöursher-
ferö fyrir Sovétríkin meö til-
heyrandi vinarhótum.
Nú rasöst ritstjórinn, Bjarnl
Þóröarson, fram á ritvölltnn f
sföasta blaöi og hefur nú
fundlö skýringu á upphlaupi
HjörWfs. „Hann heldur árunnl
hreinni. Og hafi einhver blett-
ur á hana falliö vegna gruns
um Rússaþjónkun hefur hann
nú verlö hvítþveginn af.“ Það
er sumsé skoöun Bjarna, aö
Hjörlelfur ráöist á skoöana-
braaöur sfna og kjósendur á
Austurlandi til þess aö hvft-
skúra sig af öllum grun um
austantjaldsþjónkun. Ja, sei,
sei. Talsvert viröist nú viö
»ggja-
Ein Þingvallamynda Ólafar.
Vill selja
málverk svo
sonurinn geti
fermst
á Islandi
Úr Lögbergi-Heimskringlu: „f
New Baltimore, Mjchigan býr ís-
lenzk listakona, Ólöf Kristjáns-
dóttir Wheeler ásamt syni sínum
Kristjáni og eiginmanni, John
Wheeler. Ólöf hefur veriö búsett í
Bandaríkjunum í tvö ár. Hún bjó
fyrst í Sacramento California og
læröi þar hjá Gary Pruner og nú
eftir aö hún flutti til New Baltimore
hefur hún veriö viö nám hjá Alice
Bode.
Ólöf sem er vestfirsk aö upp-
runa, lagöi stund á málaralist
áöur en hún fór frá íslandi og hélt
a.m.k. eina sýningu á olíumálverk-
um sínum í Reykjavík. Hún málar
myndir úr íslenzkri náttúru og
einnig hafa blómamyndir hennar
veriö mjög vinsæiar.
Ólöf hefur nú til sölu nokkur
olíumálverk af Þingvöllum og
elnnig nokkrar blómamyndir.
Kristján, sonur Ólafar hefur
mikinn hug á aö komast heim til
íslands í aprfl og láta ferma sig á
fslandi. Nám Ólafar hefur veriö
kostnaöarsamt og þarf hún því aö
selja málverk svo aö draumur
sonarins geti ræst. Þeir sem
áhuga hafa á aö eignast þessar
fallegu myndir Ólafar geta snúiö
sér beint til hennar og mun hún
þá veita allar upplýsingar. Heimil-
isfang hennar er: Olöf E. Wheeler,
51067 E. Village, Bldg. 4 Apt. 207,
New Baltimore, Michigan 48047,
U.S.A. og síminn er, 1—313—
949—1947."