Morgunblaðið - 04.04.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1981
13
HELGARVIÐTALIÐ
Það færist sífellt í aukana að konur hasli sér völl í störfum, sem talin hafa verið vígi
karlmanna. Anna Lára Friðriksdóttir er 25 ára gömul og hún ætlar sér að verða
atvinnuflugmaður, stundar nám af kappi og hefur þegar lokið einkaflugmannsprófi. Anna
Lára er alls ekki fyrsta konan, sem lýkur atvinnuflugmannsprófi en hún er ein af mörgum
sem varða veginn — sem telja, að hin „helgu vígi“ karlmanna séu alls ekki helg og konur
geti haslað sér völl þar sem annars staðar í þjóöfélaginu. Blaðamaður ræddi við Önnu
Láru í vikunni.
m g m
Frjals eins
og fuglinn
fljúgandi
Anna Lára fyrlr framan flugvélina aina. M>nd RAX
FLUGBAKTEHÍUNA fékk ég áöur
en ég fæddist. Hanna, systir mín,
smltaði mig. Hún er 20 árum eidri
en ég og 17 ára gömul stundaöi
hún flug. Hún hætti og sneri sér
aö búi og börnum. Sem barn
dreymdi mig um aö fljúga. Þegar
ég var í gagnfræöaskóla, var ég
staöráöin í því aö veröa flugmaö-
ur. En eitthvaö dvlnaöi þessi
áhugi minn í menntaskóla. Þá
dreymdi mig aö veröa sjúkraliði,
mannfræöingur, ég held bara allt.
Nú, en flugbakterlan var ekki
dauð — hún bara blundaöi. Þaö
var svo fyrir fjórum árum, aö ég
átti leiö í Nauthólsvíkina og gekk
þá framhjá flugskóta Helga Jóns-
sonar. Inn fór óg og spuröi hvort
ég gæti ekki lært aö fljúga. Jytte,
eiginkona Helga, tók á móti mér
og hún hélt nú þaö — ég gæti
lært aö fljúga. Hún bauö mér
umsvifalaust upp í flugvél og upp
fórum viö og vorum I um hálftíma.
Það var stórkostlegur hálftími,
undursamlegur og bakterían
vaknaði af dvala. Ég haföi ánetj-
ast fluginu.“
Og hvaö er þaö sem er svo
heillandi?
„Þaö er stórkostlegt aö fljúga.
Aö svífa um loftin blá, fjarri
mönnum, alein, og líta til jaröar
og hugsa meö sér: Ég er laus viö
þetta allt, frjáls elns og fuglinn
fljúgandi.
Eg hóf flugnám, fór rólega af
staö því flugnám er dýrt. En ég
hef lokiö einkaftugmannsprófi og
nú bý ég mig af kappi undir
atvinnuflugmannspróf. Fyrir um
ári síðan keypti ég ásamt nokkr-
um kunningjum mfnum litla flug-
vél, Skyhawk, en hún á tvítugsaf-
mæli um þessar mundir og nefnist
Dúa, fráb.ær vél.
Þaö er nóg aö gera í náminu og
ég verö aö hafa mig alla viö. Ekki
bætír úr skák, aö vlð verðum aö
sækja tíma suöur tii Keflavíkur,
sem er óskiljanleg ráöstöfun, þar
sem allir nemendur eru af fleykja-
víkursvæðinu og langflestir kenn-
arar. En ég vil taka þaö fram, aö
gefnu tilefni, aö ég er ekki fyrsta
konan sem læri til atvinnuflug-
manns. Þegar hafa nokkrar konur
lokiö atvinnuflugmannsprófi hér á
landi.
Og þig dreymir auðvitaö aö
fljúga DC-10?
Nei, I sjálfu sér dreymir mig
ekki að fljúga DC-10. I þessum
risaþotum er allt svo staölaö,
vélrænt. Þaö er ( sjálfu sér
ákaflega lítiö spennandi aö
stjóma risaflugvél, breiöþotu. Ég
hef miklu meiri áhuga á minni
vélum og gæti vel hugsað mér, aö
starfa sem flugmaöur hjá litlu
flugfélagi. flogiö litlum reltum,
jafnframt ööru starfi. Nú starfa ég
sem sölumaöur hjá fööur mínum,
Friðriki Sigurbjörnssyni, í is-
lenzk-erlenda verzlunarfélaginu.
Fetta karlmenn fingur út I þegar
þú — konan — stjórnar flugvél?
Nei, ég hef ekki fundiö til
hræöslu hjá karlmönnum I vél hjá
mér bara af því ég er kona.
Aöeins einn hefur orðlð flugveikur
I vél hjá mér og þaö var karlmað-
ur.
Hefur þú oröiö hrædd í flugvél?
Ég neita þv( ekki, aö þaö fer
ónotaleg tilflnning um mig þegar
litlar flugvélar hrapa til jaröar. Og
ég hef oröiö smeyk. Elnhverju
sinni var ég meö farþega á leiö frá
ísafiröi til fleykjavíkur. Veöriö var
ákaflega slæmt, miklir sviptivind-
ar og vélin lét illa, kastaöist upp
og niöur. Þá fór um mig ónotaleg
tilfinning. Þó ekki mín vegna,
heldur af þv( ég var meö farþega
um borö. Þegar svo háttar, þegar
veöriö er slæmt, þarf mikillar
einbeitingar viö. En ég er ekki
hrædd þó hreyfill bili, því alltaf má
lenda Þær eru svo meðfærilegar
þessar litlu vélar.
Þú feröast mikiö flugsins
vegna, ekki satt?
Jú, þaö gefur einstakt tækifæri
til feröalaga. Þá lærir maöur aö
meta náttúruna betur, njóta henn-
ar. Ég hef alltaf haft yndi af
feröalögum, hef feröast mikiö um
Evrópu og einnig hef ég komiö til
Japan. Þá fór ég einhverju sínni
meö bakpoka um Grænland, þaö
var stórkostlegt. Fór einsömul, og
velddi mér til matar. En óg hef
einnig feröast mlkiö um ísland.
flaunar er ég í íslenzka Alpa-
klúbbnum og hef nýlega dvallö (
snjóhúsi á Esju, þar áöur gekk ég
á Öræfajökul, Snæfellsjökul og
Eiríksjökul.
Vlnir mínir segja aö óg sé
endemis dellumokari. En ég hef
alltaf haft gaman aö reyna eitt-
hvað nýtt. Eg æföi júdó um t(ma,
og tvö ár í röö varö ég íslands-
meistari í þeirri íþróttagrein. Þá er
ég meöltmur í Skotfélagi fleykja-
víkur, og æfi nú lyftingar.
iJÁi* —
Bryndis Valgeirsdóttir, eigandi Fjarkans í Austurstræti.
Mynd Mbl. RAX.
FJARKINN FIMMTÁN ÁRA
„FJARKINN er 15 ára á þessu ári og við erum enn
með sama matseðilinn að segja má og þegar við
byrjuðum. Þetta er litill staður, með litinn matseðil,
en það sem við hofum á boðstólum er ljúffengt,“
sagði Bryndis Valgeirsdóttir, eigandi veitingastað-
arins Fjarkans i Austurstræti i spjalli við blaða
mann.
„Fyrir um tveimur árum voru gerðar gagngerar
endurbætur á staðnum.
Við hofum ávallt lagt
áherzlu á einfaldleika en innan tiðar munum við
hafa djúpsteiktan fisk á boðstólum,“ sagði Bryndis
ennfremur.
Bragi Kristjónsson:
Spjall um sjón-
varp og útvarp
íslenzk tunga sætir hnjask-
kenndri meðferð í Ríkisútvarp-
inu. Tungan er ekki bara rétt
byggðar setningar og skiljanleg
íslenzk orð: einnig flutningur
máls og almenn tignun þess.
Flutningur tungunnar hjá þul-
um hljóðvarps er til fyrirmynd-
ar. Þulir eru ytri ásýnd miðilsins
og mikilsvert að þeir séu starfi
sínu vaxnir.
Hjá sjónvarpi hefur ekki enn
orðið sú skolun, sem æ verður í
tímans rás: hinir lakari falla út
og hæfari taka við, í sjónvarpi
ætti að vera óþarfi að bjóða
sjáendum að hlusta á fólk blæst
á máli og yfrið smámælt — auk
útbreiddra talgalla, sem er
nokkuð almenn pest hjá þeim
miðli.
Málbrúkun ýmissa umsjár-
manna hljóðvarpsþátta er hins-
vegar óræk sönnun þess, að litlar
kröfur eru á þeim bæ gerðar til
kunnáttu í máli og tali. Fram-
sögn er svo önnur saga, sýnu
dapurlegri: Enn er t.d. nær allt
barnáefni hljóðvarps flutt á
gamla framsagnarhættinum:
„ertu-þarna-ennþá-auminginn-
minn,“ og má vera mikið sam-
bandsleysi ríkjandi á veruleika
dagsins hjá umsjárfólki þess
efnis, að ekki verði brátt um
bætt.
En hljóðvarpið flytur einnig
þætti, sem beinlínis fjalla um
íslenzkt mál í bráð og lengd.
Áratugum saman höfðu veg og
vanda af þætti um tunguna þeir
Jakob Benediktsson, Ásgeir
Blöndal Magnússon, Bjarni Vil-
hjálmsson og Jón Aðalsteinn
Jónsson. Prófessor Halldór Hall-
dórsson flutti einnig árum sam-
an margan kjarngóðan pistil um
þessi efni.
Þættir Jakobs, Ásgeirs og
Jóns Aðalsteins voru víðtækir í
uppfræðslu og skemmtan, ágæta
vel fram sagðir og tengdir þjóð-
bótastarfi þeirra við íslenzka
orðabók. Hlustun var almenn og
þjóðin tók virkan þátt í starfi
orðabókarmanna.
Nú er Jón Aðalsteinn einn
eftir hinna „gömlu" umsjónar-
manna við þáttagerðina. Og hef-
ur fengið ungt starfsfólk sitt af
orðabókinni til liðs. Ungmennin
eru að sönnu skýrmælt og glögg.
En þau eru fjarska litlaus og
leiðinleg. Hinn víðtæki húman-
ismi, sem jafnan gætti hjá fyrri
flytjendum — og Jóni Aðal-
steini, hefur vikið fyrir nær
hreinræktuðum sparðatíningi
fyrir orðabókina. Almennur
áhugi fyrir þáttunum um ís-
lenzkt mál og tengd málefni, er
því fremur dvínandi. Margir eru
að sönnu, nú sem fyrr, reiðubún-
ir til liðs við þetta merka starf;
en upprunalegt hlutverk þessara
þátta er víðtækara en fram-
kvæmdin nú og það ber að hafa í
heiðri.
Óvenju skýrlegur piltur, Þórð-
ur Ingvi Guðmundsson — af
stjórnarráðsstarfsmanni að vera
— stýrði spjalli nokkurra karla
um atvinnumálefni fatlaðra í
vikunni. Og fékk til fylgdar
opinn og samstæðan við-
mælendahóp, sem lýsti ástand-
inu hræsnislaust, en af sann-
girni. Það voru Halldór lögmað-
ur Rafnar, Bjarni Kristjánsson
forstöðumaður, Ólafur Jónsson
læknir og Sigursveinn tónskóla-
stjóri. Barði Þingeyingur Frið-
riksson, talsmaður vinnukaup-
enda, lýsti ýmsum jákvæðum
hugmyndum úr þeim herbúðum
og deildi réttilega á aulalegar
þvingunar- og gustukaleiðir
löggjafans, sem fyrirhugaðar
eru.
Og svo brá við, að hinn ella
mjög svo málhressi fulltrúi sjó-
mannastéttarinnar, Óskar Vig-
fússon, átti svo bágt með að tjá
sig og lýsa afstöðu samtaka
Jón Aðalsteinn
sinna, að helzt var sem hann
væri að undirbúa sig að taka við
starfi orkuráðherrans — og
hefði farið í tíma til hans í
véfréttartalshætti.
Hin opinbera loðmulla og
hræsni í málefnum fatlaðra er
löngu öllum ljós. Grámennin á
ráðherrasessunum og kansellí-
undirsátar þeirra hafa allar göt-
ur staðið í vegi fyrir raunhæfum
umbótum í málefnum fatlaðra
— og eingöngu brúkað þessi
réttlætismál til auglýsingaskr-
ums við sundlaugavígslur og á
tilfallandi hátíðum. Nær allur
raunsær atbeini á þessum svið-
um hefur fyrr og nú komið frá
félagasamtökum og framtaks-
sömum einstaklingum, ef frá eru
taldar allra brýnustu sjúkra-
stofnanir, sem þó eru sveltar
með sama yfirdrepshættinum og
einkennir mál þessi öll.
Fordómar gagnvart fctluðu
fólki hafa stórbreytzt á síðasta
áratug. Margir vinnukaupendur
hafa gert sér grein fyrir kostum
þeirra starfskrafta, sem búa í
fötluðu fólki í öllum greinum.
Þar eru gagnkvæmir hagsmunir
nýttir báðum til góðs. Samtök
fatlaðra hafa eflzt og eignazt
áhrifamikla málsvara úr eigin
röðum. Allt horfir þetta í rétta
átt. Það er helzt á sviði geðfötl-
unar, sem fordómar eða óvissu-
hræðslan, er enn nokkuð al-
menn. En með framhaldinni
upplýsingamiðlun á því sviði má
einnig ná miklum árangri.
Helzta hindrun í vegi framfara á
þessu sviði er hin opinbera
aumingjagæzka, sem heita má
nær hyldjúp í hræsni sinni.
En gott er þá að vita, að innan
um öll opinberu grámennin,
leynast raunsæir skýrleikspiltar,
eins og stjórnandi þessa þáttar.
TONLISMRSKOLI
KÓPKJOGS
Frá
Tónlistarskóla
Kópavogs
Fyrri vortónleikar veröa
haldnir laugardaginn 4. apríl
kl. 2 e.h., í sal skólans.
Skólastióri.