Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 14

Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 Burknatré (Grevillea robusta) Jurt þessi sem hér á landi gengur ýmist undir nafninu BURKNATRÉ eða SILKIEIK er ættuð frá Nýja- Suður-Wales í Ástralíu og í heim- kynnum sínum er hún allra þokka- legasta tré sem getur náð allt að 50 m hæð. Við slík skilyrði ber hún appelsínugul, smá blóm. Ræktuð í stofu verður jurtin einnig trjákennd en blómstrar mjög sjaldan. Varast skal að stýfa hana, hún er treg að greinast, vex venjulega upp af einum stofni, en sé óskað eftir bústinni plöntu má setja nokkrar saman í pott. Burknatréð er með nokkuð þykk leðurkennd blöð, fjaðurskipt, þau eru slétt og gljáandi á efra borði og að lögun minna þau talsvert á burknablöð og er nafnið þannig til komið. Þetta er afbragðs „græn“ planta sem þolir mörgum slíkum plöntum betur þurrt stofuloft og þrífst því vel á hitaveitusvæðum. Burknatréð getur hæglega náð 1 'k —2 m hæð á nokkrum árum og jafnframt haldið sínum spengilega vexti.Því líkar vel að vera á björt- um stað í austur- eða vesturglugga. Við umplöntun skal nota góða og frjóa mold og um vaxtartímann veitir plöntunni ekki af áburðar- gjöf með 10 daga millibili. í nágrannalöndunum, þar sem nægur hiti er til þess að rækta jurt þessa úti yfir sumartímann, fá blöðin á sig fallegan mahognibrún- an blæ sem ekki virðist geta náðst við inniræktun. Burknatrénu er venjulega fjölgað með sáningu, en ef endurnýja skal gamla plöntu má nota toppinn sem græðling. KL. Frá fundarhaldinu. F.v.: Erlendur Einarsson, Valur Arnþórsson og Oddur Sigurbergsson i ræðustól. Svæðisfundur Sambandsins og kaupfélaganna á Suðurlandi Skorað á ríkisstjórnina að búa fyrirtækjum viðun- andi rekstrargrundvöll SVÆÐISFUNDUR Samvinnu hreyfingarinnar á Suðurlandi var haldinn að Hvolsvelli laugardag- inn 21. þ.m. Að fundinum stóðu 4 kaupfélög á Suðurlandi: Kf. Ár- nesinga, Kf. Rangæinga, Kf. Skaftfellinga og Kf. Vestmanna- eyja. Af hálfu StS sóttu fundinn Valur Arnþórsson, form. sam- bandsstjórnar, Erlendur Einars- son forstjóri og Guðmundur Guð- mundsson félagsmálafulltrúi. Fundurinn hófst kl. 13 og stóð til kl. 19. Fundarstjórar voru Magn- ús Finnbogason, Lágafelli, og Sig- urgeir Kristjánsson, Vestmanna- eyjum. Erlendur Einarsson forstjóri flutti erindi um viðfangsefni Sam- bandsins, uppbyggingu þess og skipulag. í máli Erlendar kom m.a. fram, að heildarvelta sambandsins á síðasta ári nam rúmlega 160 milljörðum gkr. Starfsfólk sam- bandsins hérlendis í lok síðasta árs var 1821. Hann gerði að umtalsefni hin miklu vandamál og erfiðleika, sem verðbólgan og hinir háu vextir skapa í verzlun og öðrum atvinnu- rekstri. Verðlagsmyndunin væri röng vegna óeðlilegra verðákvarð- ana, framleiðni færi minnkandi, sem líka væri óheppilegt gagnvart erlendri samkeppni og samdráttur væri í framleiðslu og minnkandi kaupmáttur. Erlendur sagði, að unnið væri að því að þróa sam- virínuverzlunina m.a. með því að leita leiða til þess að dreifa vörunni beint frá framleiðanda til neytand- ans með sem hagkvæmustum hætti og endurskipulagningu á vöru- flutningum. Einnig væri verið að vinna að hvetjandi launakerfi í verzluninni. Erlendur taldi, að brýnustu framtíðarverkefni samvinnuhreyf- ingarinnar væru að bæta rekstur kaupfélaganna, gera hreyfinguna fjárhagslega sjálfstæða, auka virkni félagsfólksins og ráða meira af góðu og hæfu fólki til starfa. Oddur Sigurbergsson kaupfé- lagsstjóri flutti erindi um sam- vinnu kaupfélaganna og tengsl þeirra við sambandið. Hann ræddi um samstarf kaupfélaganna á Suð- urlandi á sviði tréiðnaðar síðustu 10 ár. Samstarfið er fólgið í sameiginlegri framleiðslustjórn og sölusamstarfi. Oddur taldi, að sam- starfið hafi gefið góða raun og orðið öllum félögunum hagstætt. Hann hvatti til samstarfs innan félagsmanna á fleiri sviðum. Valur Arnþórsson, stjórnarfor- maður SÍS, flutti erindi um stefnu- skrá samvinnuhreyfingarinnar. Nú eru kaupfélögin 46 og félagsmenn 42.000. Stefnuskráin hefði verið óbreytt frá upphafi, en nú væri brýn þörf á að endurskoða hana og aðlaga breyttum þjóðfélagsháttum. Hann lagði áherslu á að stefnumót- un ætti að eiga sér stað, fyrst og fremst í almennri umræðu úti í kaupfélögunum sjálfum. Valur sagðist vona, að takast mætti að ganga frá stefnuskránni fyrir ald- arafmæli Samvinnuhreyfingarinn- ar 20. febrúar 1982. Einar Þorsteinsson ráðunautur flutti erindi um tengsl félags- manna við kaupfélögin. Hann lýsti mikilvægi kaupfélaganna fyrir neytendur og framleiðendur víðs- vegar á landinu. Þá sagði hann ósanngjarnt að lagður væri sölu- skattur á flutningskostnað vöru, sem flutt væri til endursölu út á landsbyggðina. Væri sú skattlagn- ing óréttlát, mismunaði þegnunum og íþyngdi þeim er sízt skyldi. Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri mælti fyrir ályktun um efna- hagsmál þess efnis, að fundurinn fagnaði þeim efnahagsráðstöfun- um, sem gerðar hafa verið á þessu ári til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. Þó teldi fundurinn þessar ráðstafanir lítils- eða einsk- isverðar, nema þeim væri fylgt eftir með öflugum aðgerðum til frekari niðurfærslu verðbólgunnar og vaxtalækkun. Ennfremur að fundurinn bentl á, að atvinnufyr- irtækin gætu ekki staðið undir þeim fjármagnskostnaði, sem verð- bólguvextirnir hefðu í för með sér, enda væru fjölmörg verzlunar- og iðnfyrirtæki í landinu algjörlega komin í þrot með rekstrarfé, rekstrargrundvöllur brostinn og þar með atvinnuöryggi fjölda fólks stefnt í hættu. í þriðja lagi, að fundurinn skoraði á ríkisstjórn, Alþingi og aðra, sem hlut ættu að máli, að taka höndum saman til þess að búa þessum atvinnu- og þjónustufyrirtækjum viðunandi rekstrargrundvöll. Ályktunin var samþykkt ein- róma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.