Morgunblaðið - 04.04.1981, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.04.1981, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 KJARVALSSTAÐIR: Samsýning 47 norrænna kvenna SAMSÝNING 47 kvenna frá öllum Norðurlöndunum opnar að Kjar- valsstöðum i dau ok mun sýninKÍn standa til 27. þ.m. Á sýninuunni eru 250 verk — málverk ok teikn- in«ar. Sýninj? þessi er eins konar farandsýning. Hún var fyrst sett upp i Finnlandi, en síðan i Noregi en þaðan kemur hún hingað til tslands. Var flutninKur sýninKar- innar hinKað styrktur af Norræna menninKarsjóðnum ok Malmö Konsthall. Héðan fer sýninKÍn til Danmerkur þar sem hún verður sett upp í Árósum. Á blaðamannafundi sem nokkrir aðstandenda sýninRarinnar efndu til kom fram að nú eru liðin rúmleKa 3 ár síðan sú huKmynd kom upp að konur frá öllum Norðurlöndunum efndu til sameÍKÍnleKrar sýningar. Eru verkin á sýningunni eftir konur á öllum aldri — sú elzta var 102 ára gömul er hún lést 1979. Reynt var að fá sem mesta breidd í sýninguna og engin ein myndlistarstefna látin ráða vali þeirra verka er fengin voru til hennar. Að hálfu íslands taka þátt í sýningunni þær Valgerður Bergs- dóttir, Sigríður Björnsdóttir, Edda Jónsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Bergljót Ragnars og Björg Þor- steinsdóttir. Eitt verkanna á sýningunni. málverk eftir sænsku iistakonuna Benedicte Berg- mann. Gunnar Hjaltason við eitt verka sinna á sýningunni sem hann opnar i dag i kjallara Norræna hússins. (LjAsm. ÓI.K.M.) Gunnar Hjaltason sýn- ir í Norrœna húsinu í DAG opnar Gunnar Hjaltason sýningu i Norræna húsinu. t>ar sýnir hann 92 myndir, flestar unnar með akryl-, pastel- og vatnslitum, en einnig myndir unnar með bleki á japanskan rispappir. Gunnar Hjaltason er fæddur 21. nóv. 1920 að Ytri-Bakka við Eyjafjörð, en fluttist til Hafnar- fjarðar 1952 og hefur búið þar síðan. Hann stundaði nám í teikniskóla Björns Björnssonar og Marteins Guðmundssonar 1933—42 og tók einnig þátt í nokkrum námskeiðum á vegum Handíðaskólans. Gunnar hefur haldið einkasýningar í Hafnar- firði svo til á hverju ári 1964— 78, í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1%9, í Vestmannaeyjum 1%5, í Mokkakaffi 1973, 75 og 80, í Eden í Hveragerði 1975, í Borgarnesi 1976, í Norræna húsinu 1978, á Akureyri 1977 og Hvammstanga 1979, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum hafn- firskra málara 1970, 72 og 74. Sýning Gunnars Hjaltasonar stendur til 12. þ.m. Samkór Selfoss SAMKÓR SELFOSS OG ÁRNESINGAKÓRINN: Sameiginlegir tónleikar 'í dag halda Samkór Selfoss og Árnesingakórinn i Reykjavik sameiginlega tónleika í Selfoss- biói og hefjast þcir kl. 17. Á söngskránni eru lög eftir inn- lenda og erlenda hofunda og munu kórarnir bæði syngja sam- an og sinn í hvoru lagi. Kórarnir eru báðir í Landssam- bandi blandaðra kóra, en sam- bandið hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að kórar í hinum ýmsu byggðum landsins efli með sér samstarf. Söngstjóri Samkórs Selfoss er Björgvin Valdimarsson en söng- stjóri Árnesingakórsins er Guð- mundur Ómar Óskarsson. Undir- leikarar eru Geirþrúður Bogadótt- ir og Hafdís Kristinsdóttir. Næst síöasta klassíska kvöld- ið á Hlíöarenda Nú er komið að næst siðasta „klassiska kvöldinu“ á veitinga- staðnum Hlíðarenda á þessum vetri. Annað kvöld munu listamenn- irnir Rut L. Magnússon söngkona og Jónas Ingimundarson píanóleik- ari koma þar fram. Á efnisskránni verða lög eftir Hándel, ensk lög frá 17. öld og ísiensk lög eftir Arna Thorsteinsson og Atla Heimi Sveinsson. MÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR: Nemenda- sýning í Háskólabíói í dag efnir Þjóðdansafélag Reykjavikur til nemendasýningar i Háskólabiói og hefst hún kl. 14.00. Sýndir verða dansar frá ýmsum löndum, svo sem Ameríku, Ítalíu, Rússlandi, Balkanlöndum, íslandi o.fl. í sýningunni koma fram um 100 dansarar, börn og fullorðnir. Undir stjórn Kolfinnu Sigurvinsdóttur koma fram hópar barna og unglinga, undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur, hópar úr gömludansanámskeiði og úr þjóðdansaflokki og undir stjórn Svavars Guðmundssonar hópur úr þjóðdansaflokki. Undirleikarar á sýningum verða þau María Einars- dóttir, Þorleifur Finnsson og Þor- valdur Björnsson, en verulegur hluti tónlistar er þó fluttur af tónböndum. Umsjón með búningum hefur Ásta Guðmundsdóttir. Kynnir verður Guðmundur Guðbrandsson. Háskólatónleikar í dag verða haldnir sjöttu Efnisskráin samanstendur af Háskólatónleikar vetrarins i Fé- ítölskum og frönskum tónverkum lagsstofnun stúdenta við Hring- frá barokktímanum og lýsir vel braut og hefjast þeir kl. 17.00. hinum sérstæða og ólíka tónlist- Flytjendur eru Camilla Söder- arstíl þessara tveggja þjóða á 18. berg, Helga Ingólfsdóttir og Ólöf öld. Flutt verða tónverk eftir Sesselja Óskarsdóttir og leika þær Paolo B. Bellinzani, Jacques M. á blokkflautu, sembal og bassa- Hotteterre, Monsieur Ravet, gígju. Þær Camilla og Helga leika Charles Dieupart, Joseph B. dé á blokkflautu og sembal sem eru Boismortier og Francesco Bar- eftirlíkingar af 18. aldar hljóðfær- santi. um. ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Helga Ingólfsdóttlr og Camilla Söderberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.