Morgunblaðið - 04.04.1981, Síða 22

Morgunblaðið - 04.04.1981, Síða 22
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? 22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 Regnboginn frumsgnir „Times Square“ Vatzlav Um þessar mundir sýnir Leik- listarfélaK Menntaskólans við Hamrahlið leikritið Vatzlav eftir Sawomir Mrozek. Þýðinguna gerði Karl Ágúst Úlfsson, en leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. Hafa þeir, svo og leikendur, fengið mjög góða dóma hjá gagn- rýnendum fyrir verk sitt. Næsta sýning er i kvöld kl. 20.30 og önnur annað kvöld á sama tíma, en sýnt er i hátiðarsal MH. Frá æfingu Skagaleikflokksins á Atómstöðinni eftir halldór Laxness. Skagaleikflokk- urinn frumsýn- ir Atómstöðina í DAG frumsýnir Skagaleik- flokkurinn á Akranesi Atómstöðina eftir Halldór Laxness í leikgerð sem heitir Norðanstúlkan og er eftir Svein Einarsson og Þorstein Gunnarsson. Sýningin hefst í Borgarbíói kl. 20.30. Leikstjóri er Gunnar Gunn- arsson leikhúsfræðingur og leikmynd hefur Gylfi Gísla- son myndlistarmaður gert. Lýsingu annast Lárus Björnsson og tónlist er eftir Valgeir Skagfjörð. Méð helstu hlutverk fara: Hallbera Jóhannesdóttir, Ha- lldór Karlsson, Auður Sig- urðardóttir og Hallgrímur Hróðmarsson. Æfingar hafa staðið um 7 vikna skeið og er Atómstöðin 13. verkefni Skagaleikflokk- sins. Kirkjukór Lögmanns- hlíðarkirkju endur- tekur tónleika sína Kirkjukór Lögmannshlíð- arkirkju endurtekur hljóm- leika sína í Akureyrarkirkju í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20:30, vegna f jölda áskorana og gífurlegrar aðsóknar á sunnudaginn var. Auk kórsins koma fram Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson, sem leika á selló og orgel og 15 manna strengjasveit Tónlistarskóla Akureyrar. Einsöngvarar verða Eiríkur Stefánsson, Helga Alfreðsdóttir og Þórar- inn Halldórsson, en stjórn- andi er Áskell Jónsson, sem verður sjötugur á morgun, sunnudaginn 5. apríl. André Isoir FÍLADELFÍUKIRKJAN: Orgeltónleik- ar André Isoir f DAG heldur franski orgelleik- arinn André Isoir tónleika í Filadelfiukirkjunni í Reykjavik og hefjast þeir kl. 17.00. Á morgun mun hann svo halda tónleika i Skálholtskirkju og á miðvikudag í Landakotskirkju. Á cfnisskrá tónleikanna i Fíla- delfiukirkjunni eru m.a. verk eftir Thomas Preston, Claude le Jeune, J.S. Bach, Bach-Vivaldi- Isoir, J.A. Reinecken, G. Lasceux, Michel Corette, Leos Janacek o.fl. André Isoir er fæddur 1935. Hann hefur sérhæft sig í barokk- músik og þykir standa flestum framar á því sviði, en einnig er mikið látið af túlkun hans á nýrri tíma tónverkum. Hann stundaði nám við Tóniistarháskólann í Par- ís og hlaut þar fyrstu verðlaun í orgelleik og impróvisasjón við brottfararpróf 1960. Hann er nú fastráðinn organisti við kirkjuna i Saint-German des Prés í París. Hann hefur farið víða um heimaland sitt til tónleikahalds og um Þýskaland, haldið tónleika á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og í Japan. í þrjú ár samfleytt fór hann með sigur af hólmi í alþjóðlegri keppni í impróvísasjón, sem hald- in er árlega í Haarlem í Hollandi. Isoir hefur leikið inn á rúmlega þrjátíu hljómplötur í Frakklandi og sjö sinnum (á árunum 1972— 1979) hlotið Grand Prix du Disque og auk þess hin eftirsóttu forseta- verðlaun, Grand Prix du Président de la République. Nú hefur hann tekið sér fyrir hendur að leika öll verk meistara Bachs inn á plötur og er það margra ára verk. Ingeborg Einarsson sgnir í Eden UM ÞESSAR mundir sýnir Ingeborg Einarsson í Eden i Hveragerði. Þar sýnir hún 15 vatnslita- myndir og 6 olíumálverk. Þetta er fyrsta sýning hennar og stendur hún til 10. apríl. Ingeborg Einarsson á sýn- ingu sinni i Eden í Hvera- gerði. \Auv V : í DAG frumsýnir Regnboginn ensk-bandaríska kvikmynd, „Times Square“, gerða af Robert Stigwood. Leikstjóri er Alan Moyle. Aðalhlutverk leika Tim Curry. Trini Alvarado, Robin Johnson og Peter Coffield. Myndin fjallar um tvær ungl- ingsstúlkur, sem eru af gjörólík- um uppruna en kynnast á sjúkra- stofu og lenda í ýmsum ævintýr- um eftir að þær strjúka af sjúkra- húsinu. Tónleikar á morgun í Hveragerðiskirkju Á MORGUN verða haldnir tón- Árni Sighvatsson baritónsöngvari, leikar í Hyeragerðiskirkju og Haraldur Árni Haraldsson bás- hefjast peir kl. 16.00. leikari flytja verk eftir ýmsa Á tónleikunum munu Sigurður höfunda, bæði innlenda og er- Pétur Bragason tenórsöngvari, lenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.