Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1981
23
Kekkonen
hvetur til
ákvörðunar
URHO Kekkonen, Finnlandsíor-
seti, hvatti i dag Mauno Koi-
visto, forsætisráðherra, og fjög-
urra flokka samsteypustjórn
hans til að taka skjótt ákvarðan-
ir í þeim málum, sem hafa valdið
hálfgerðri stjórnarkreppu í
landinu síðustu dagana.
Deilur stjórnarflokkanna snú-
ast um tryggingamál í sambandi
við nýjan kjarasamning við laun-
þega til næstu tveggja ára. Þrír
stjórnarflokkanna eru sammála
þeirri tilhögun, sem gert var ráð
fyrir, en kommúnistar eru henni
andvígir.
Búist er við því, að ef kommún-
istar fallast ekki á samþykkt
hinna flokkanna, jafnaðarmanna,
Miðflokksins og Sænska þjóðar-
flokksins, muni Koivisto afhenda
forseta lausnarbeiðni sína 10.
apríl nk. Kekkonen kallaði einnig
á sinn fund formann Kommún-
istaflokksins, Aarne Saarinen, og
sagðist eftir þann fund búast við
falli stjórnarinnar í næstu viku.
Landamæri
opnuð á ný
Quito, 3. april. AP.
LANDAMÆRI Ecuador og Perú
voru aftur opnuð í dag í fyrsta
skipti síðan 28. janúar þegar
herlið landanna börðust út af
landamæradeilu. Herir land-
anna voru aðskildir 26. febrúar.
Arás á
hersins
San Salvador. 3. april. AP.
HRYÐJUVERKAMENN gerðu
vélbyssuárás í dag á bifreið
forseta herráðsins í E1 Salvador,
Rafael Flores Lima ofursta, og
drápu bílstjórann, en herráðsfor-
setinn var ekki i bilnum.
Árásin var gerð þegar bílstjór-
inn ætlaði að sækja Flores Lima á
heimili hans í norðvesturhluta
höfuðborgarinnar. Árásarmenn-
irnir flúðu.
Sprenging
í olíuskipi
Rio de Janeiro, 3. aprll. AP.
SPRENGINGAR urðu í olíuflutn-
ingaskipi þar sem það lá við festar
á Guanabara-flóa við Rio í dag og
eldur kom upp í skipinu. Engan
sakaði af áhöfninni, en tveir
hafnarverkamenn fengu brunasár.
Notaði tilræðismað-
urinn sprengikúlur?
Washington, 3. april. AP.
TALSMENN bandarisku alrík-
islögreglunnar sögðu i gær-
kvöldi. að vera kynni að tilræðis-
maðurinn, sem reyndi að ráða
Reagan forseta af dögum, hefði
notað sprengikúlur i byssuna. í
morgun var kúla fjarlægð úr
hálsi lögreglumannsins, sem
særðist við árásina, og gekk
aðgerðin vel.
Roger Young, talsmaður FBI,
bandarísku alríkislögreglunnar,
sagði, að nú væri talið, að allar
sex kúlurnar hefðu verið sprengi-
kúlur, en hann lagði þó áherslu á,
að það yrði kannað nánar. Hann
sagði, að kúlurnar væru holar
fremst og fylltar sprengiefni, sem
spryngi þegar kúlan lenti í ein-
hverju.
Læknar lögreglumannsins, sem
særðist í árásinni á Reagan, höfðu
fyrr ákveðið, að kúlan yrði ekki
tekin strax úr hálsi hans en þegar
FBI skýrði þeim frá niðurstöðum
rannsókna sinna, var ákveðið að
fjarlægja hana umsvifalaust. Að-
gerðin gekk vel og og að henni
lokinni sögðu læknarnir, að lög-
reglumaðurinn væri „þungt hald-
inn en þó ekki í lífshættu".
Talsmaður FBI vildi ekki full-
yrða, að kúlan, sem lenti í Reag-
an, hefði verið sprengikúla og
kvað það verða rannsakað betur.
Hann sagðist heldur enga skýr-
ingu kunna á því hvers vegna
kúlurnar, sem lentu í Reagan og
lögreglumanninum, hefðu ekki
sprungið, ef eins væri í pottinn
búið og þeir héldu.
Um sama leyti gerðu hryðju-
verkamenn skotárás á byggingu
búnaðarbanka ríkisstjórnarinnar
í öðrum hluta San Salvador og
flúðu.
Stjórnarherinn hefur hafið loft-
árásir og stórskotaliðsárásir á um
500 skæruliða, sem hafa búizt til
varnar í fjöllunum 23 km fyrir
norðan höfuðborgina. Báðir aðilar
Skriðdrekaárás
á kristna borg
Beirút, 3. april. AP.
SÝRLENZKT herlið gerði geysiharðar skriðdrekaárásir með
stuðningi sovézksmíðaðra flugskeyta i dag til þess að ná á sitt
vald kaþólsku borginni Zahle í Austur-Líbanon. Kristnir
hægrimenn hafa beðið um alþjóðlega íhlutun til að „stöðva
þjóðarmorð á kristnum mönnum.u
Setulið kristinna falangista í völdum eldflauga Sýrlendinga og
Zahle barðist með flugskeytum og
stórskotaliðsvopnum gegn
skriðdrekum Sýrlendinga og eyði-
lögðu 15 þeirra að sögn talsmanns
þeirra.
Sýrlenzki herinn tilkynnti í
stjórnarmálgagninu „Al-Thawra“
að hann væri staðráðinn í að
„refsa falangistum fyrir að æsa til
bardaganna í Zahle.“ Blaðið sak-
aði falangista um að „fara eftir
fyrirskipunum ísraelsmanna" og
reyna að magna átökin við Sýr-
lendinga vegna fyrirhugaðrar
ferðar Alexanders Haig, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, til
Miðausturlanda.
Eldur logar í nokkrum fjölbýlis-
húsum í Zahle og skurðdeild
borgarspítalans eyðilagðist af
tveir læknar særðust að sögn
útvarpsstöðvar falangista. Alls
hafa 82 fallið og 245 særzt á einum
sólarhring í Zahle og við græna
beltið í Beirút að sögn yfirvalda.
Tvö hundruð þúsund íbúar
Zahle hafa hafzt við í kjöllurum
og sprengjubyrgjum í þrjá sólar-
hringa án rafmagns og hita og
matvæla- og vatnsbirgðir eru á
þrotum að sögn falangista.
bíl yfirmanns
í E1 Salvador
segjast ráða svæði nálægt Guaz-
apa.
Herinn á einnig í höggi við
skæruliða í norðausturhéraðinu
Morazan og í San Vicente.
í Róm ræddi Arturo Rivera y
Damas erkibiskup við Jóhannes
Pál páfa II um málamiðlun í
átökunum.
Veður
víða um heim
Akureyri 7 alskýjað
Amsterdam 11 skýjað
Aþena 17 heiðskírt
Berlín 15 heiðskírt
BrUssel 11 rigning
Chicago 26 rigning
Feneyjar 17 þokumóða
Frankfurt 19 skýjað
Færeyjar 4 alskýjað
Genf 16 skýjað
Helsinki 7 skýjað
Jerúsalem 16 heiðskirt
Jóhannesarborg 23 heiðskírt
Kaupm.höfn 11 skýjað
Las Palmas 19 skýjað
Líssabon 17 rigning
London 13 heiðskírt
Los Angeles 17 heiöskírt
Madrid 11 heiðskírt
Malaga vantar
Mallorca 13 rigning
Míami 28 heiðskírt
Moskva 9 heiðskirt
New York 19 heiðskírt
Osló 6 skýjað
París 13 skýjað
Reykjavík 7 súld
Ríó de Janeiro 30 skýjað
Rómaborg 20 skýjað
Stokkhólmur 10 heiöskírt
Tel Aviv 20 heiöskírt
Tókýó 17 rigning
Vancouver 10 skýjað
Vínarborg 16 skýjað
ERLENT
Genscher
ræðir við
Brezhnev
Mowkvu, 3. april. AP.
HANS-DIETRICII Gensch-
er, utanríkisráðherra Vest-
ur-Þýzkalands, ræddi við
Leonid Brezhnev, forseta
Sovétríkjanna, í Kreml í
dag. Áður skoraði Genseher
í ræðu í Moskvu á öll ríki að
hlutast ekki til um innan-
ríkismál Póllands í stefnu
sinni.
Genscher hvatti einnig til þess í
ræðu í hádegisverðarboði sem
Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra hélt honum að Afghanistan
yrði sjálfstætt, óháð ríki og að
ekkert erlent herlið yrði í landinu.
Hann sagði að Vestur-Þjóðverj-
ar veittu Pólverjum efnahagsað-
stoð að beiðni Varsjár-stjórnar-
innar og kvað aðstoðina „framlag
til samvinnu í Evrópu".
Genscher og Gromyko ræddu
fjölmörg mál í sambúð acsturs og
vesturs, m. a. eldflaugar í Evrópu-
ríkjum, ástandið á óróasvæðum í
heiminum, Madrid-ráðstefnuna,
samskipti þýzku ríkjanna og sam-
búð Rússa og Vestur-Þjóðverja.
SJOFÖTIN
SEM ÞEIR
BIÐJA UM
SEXlfll OG SEX NORÐUR
Nóbelsverð-
laun hækka
Stokkhólmi. 3. april. AP.
PENINGAVERÐLAUNIN, sem
veitt verða Nóbelsverðlaunahöfun-
um i ár, verða hærri en að undan-
förnu, eða ein milljón sænskra
króna, að því cr Nóbeisstofnunin
tilkynnti f dag.
í fyrra voru verðlaunin 880.000
sænskar krónur. Samkvæmt árs-
reikningum stofnunarinnar varð
12,4 milljóna króna hagnaður á
rekstri stofnunarinnar á síðasta ári.