Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 24

Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannssoh. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Ósamstæð stjórn Forsenda þess, að ríkisstjórnir teljist starfhæfar, er, að innan þeirra sé samstaða eða að minnsta kosti umræðugrundvöll- ur um nokkur lykilatriði. í því efni skiptir stefnan í utanríkis- og ðryggismálum að sjálfsögðu sköpum. Þar er ekki aðeins um að ræða pólitískt grundvallaratriði í samskiptum einstakra ráð- herra heldur forsendurnar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar út á við. Einræðisherrar í útþensluhug svífast einskis og fátt er útsendurum þeirra kærara en að deila og drottna fyrir tilstilli handgenginna ráðamanna ijinan lýðræðisþjóðfélaganna. Slík iðja þrífst bést, þar sem sundurlyndi ríkir á æðstu stöðum og persónulegur metnaður ræður jafnvel meiru en þjóðarheill. Eftir að utanríkisráðherra Ólafur Jóhannesson birti skýrslu sína um utanríkismál, þar sem því er kröftuglega lýst yfir, að það sé „höfuðatriði í öryggismálum okkar að við tökum þátt í starfsemi Atlantshafsbandalagsins", er jafn augljóst og dagur fylgir nótt, að innan ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens er engin samstaða um grundvallaratriði utanríkisstefnunnar. Það er ekki við stjórnarandstæðinga að sakast í því efni heldur skort á stjórnlist hjá þeim, sem gegnir því hlutverki að samræma sjónarmiðin innan ríkisstjórnarinnar. Væri hans ráðum fylgt, hefði utanríkisráðherra líklega átt að þegja um öryggismál í skýrslu sinni um utanríkismál, eins og um þau var þagað í stjórnarsáttmálanum. Þá hefði einnig verið eðlilegt til að forsætisráðherra væri samkvæmur sjálfum sér, að hann beitti sér fyrir því, að þrír ráðherrar hans væru ekki í mótmælastöðu á Lækjartorgi og Austurvelli vegna stefnu ríkisstjórnar þeirra og hans í utanríkismálum sama dag og utanríkisráðherra lagði fram skýrslu sína á Alþingi. Þrátt fyrir leynisamninga og annað pukur í kringum þessa brotalöm í starfi og stefnu ríkisstjórnarinnar, er hún öllum augljós bæði íslenskum mönnum og útlendum. Engir hafa getað greint frá efni leynisamkomulags stjórnarherranna nema þeir sjálfir og fylgismenn þeirra. Með þeim uppljóstrunum úr stjórnarherbúðunum eru öfgamennirnir í íslenskum utanríkis- málum, þeir, sem af hugsjón sjá ekkert athugavert við það að vera á mála hjá heimskommúnismanum, að heimta viðurkenn- ingu á neitunarvaldi sínu í öryggismálum þjóðarinnar. Það er engin furða, þótt forsætisráðherra reyni að klína þessari hneisu á aðra en þá, sem hann kallar „drengi góða“. Slík blekkingar- starfsemi er þó enn til að undirstrika, hve illa hefur tekist til við að samræma sjónarmiðin innan ríkisstjórnarinnar. Stjórn án samræmdrar stefnu í utanríkis- og öryggismálum er verri en engin stjórn í sjálfstæðu og fullvalda ríki, sem vegna landfræðilegrar legu sinnar er „orðið mjög skýr hluti af þeirri herfræðilegu heimsmynd sem við risaveldunum blasir í dag“ svo að enn sé vitnað í skýrslu Ólafs Jóhannessonar. Verkfall í háskólanum Verkfall stundakennara í Háskóla íslands, sem hófst í fyrradag virðist eiga að reka af fullri hörku af hálfu deiluaðila. Verkfallið truflar ekki aðeins starfsemi þessarar æðstu menntastofnunar þjóðarinnar á þeim tíma, þegar stúdentar eru að ljúka lokaáfanga námsins fyrir vorpróf, heldur beinir athyglinni að því, hve gífurlegur starfsmannafjöldi er orðinn við skólann. Fyrir utan fasta starfsmenn, sem skipta hundruðum, eru 7—800 stundakennarar við háskóíann, en þeir sinna yfir 50% af kennslunni. I Morgunblaðinu í fyrradag lagði Guðmundur Magnússon, háskólarektor, áherslu á, að „verkfall á miðju vormisseri er samningsrof og samningsrof getum við ekki stutt". Rektor telur aðgerðir stundakennaranna því ólögmætar eins og að þeim er staðið, viðsemjandi kennaranna um kaup og kjör, fjármálaráðu- neytið, er sömu skoðunar. Hér er því tekist á um annað og meira en laun. Lýsi stjórnvöld því yfir, að aðgerðir séu ólögmætar, er það skylda þeirra að sjá til þess, að af þeim verði látið. I Morgunblaðinu í gær segir Helgi Þorláksson, einn stjórnar- manna í Samtökum stundakennara við háskólann, að fjármála- ráðuneytið hafi neitað kennurum um viðræður um kjör þeirra. Greinilegt er af orðum Helga, að það er ekki út af launum, sem er deilt heldur um „hið mikla vandamál, sem stundakennslan er og það aðstöðuleysi, sem stundakennarar búa við“. Háskólinn hefur eins og menntakerfið allt verið að taka breytingum undanfarin ár. Þeir, sem fyrir þeim hafa staðið, verða einnig að vera til þess búnir að greiða kostnaðinn af þeim. Fjárveitingarvaldið og ríkisstjórnir hafa neitað að ráða nema takmarkaðan fjölda í fastar stöður við háskólann. Þess vegna hafa „pinklarnir“ hlaðist utan á stofnunina og eru nú að sliga hana. Þetta er óheillavænleg þróun, sem að lokum bitnar auðvitað á gæðum kennslunnar. Steinþór Steingrímsson á sýningu sinni i Ásmundarsal. 1 bakgrunni má sjá myndirnar „Stúlka við glugga“ og „Baðspegiir. Sýning Steinþórs Steingrímssonar Það hefur verið furðu hljótt um sýningu Steinþórs Stein- grímssonar, sem þessa dagana sýnir 45 málverk í Asmundarsal. Sýningin opnaði um síðustu helgi og henni lýkur á morgun, sunnudag. Það er liðið á miðja viku er fjölmiðlar taka við sér og birta fréttir frá sýningunni ásamt smáviðtölum. Undirritaður þekkir ekki þennan mann en af viðtölum við hann má marka, að hann hefur komið víða við, siglt vítt um veröldina og komið á fjarlæga staði, hamrað á píanó og var um langt skeið píanisti í KK-sextett- inum og sem slíkur einn færasti jasspíanisti hérlendis. Tónlistin hefur tekið hug hans allan frá frumbernsku ásamt leiknum við form og liti. Ég gerði mér ferð á sýninguna á fimmtudag eða sama dag og frétt kom um hana hér í blaðinu og ég skal strax játa að ég varð dálítið hissa og er þó mörgu vanur. Ekki er mér kunnugt um námsferil þessa manns eða hvort hann hafi yfirleitt gengið í nokkurn skóla — sýnist frekar sem maðurinn sé að mestu sjálflærður. Það er mikið rétt sem Steinþór segir um list sína: „Ég er samt með eitthvert inn- byrgt andóf gegn perfektion þótt mér sé ljóst, að listin, rétt eins og víðáttur hafsins hefur sín lögmál." Einnig „tilraun til þess að halda áfram að improvisera þar sem línur og litir eru hluti af instrumentinu". Þetta segir heilmikið um myndirnar á sýningunni og það er alveg víst, að þessi maður hefur af myndrænum hæfileik- um að ausa. Þó óskar maður þess oft er litið er á myndirnar, að Nlyndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hann hefði skólað sig betur á sviði myndrænna lögmála. Mál- aragleðina hefur hann auðsjáan- lega næga og hann á furðu létt með að ná sterkum áhrifum í einföldum formum, t.d. í mynd- unum „Baðspegill“ (17) og „Blóm í glugga". Máski koma hér fram bestu eðliskostir Steinþórs sem málara en hann á til ágæta litasýn, sem kemur fram í mynd- um svo sem „Fjörugrjót" (1), „Hús við sjó“ (2), „Haustdagar" (11), „Stúlka við glugga" (16) „Úr Görðunum á Akranesi" (34), og fleiri líkum myndum. Stundum geta myndirnar minnt á Einar Baldvinsson en það er þó alveg ljóst að Steinþór á sinn sérstaka tón á hljómborði forma og lita og óska ég þess, að hann leggi mikla rækt við þessi sérkenni sín í framtíðinni. Hann hefur hér allt að vinna. Svo samgleðst ég listamannin- um með sýninguna og óska honum alls hins besta í framtíð- inni. Sýning Frank van Mens Frank van Mens er ungur maður frá Harlem í nágrenni Amsterdam, sem dvalið hefur hér á landi undanfarna mánuði og kennt málmgrafík við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Sem slíkur hefur hann reynst skólanum ágætur starfskraftur og það má koma hér fram, að það hefur mikla þýðingu að fá er- lenda gistikennara að skólanum. Þeir koma ósjaldan með ný og fersk viðhorf sem eru ómetanleg fyrir okkur hér á hjara veraldar. Listamaðurinn er mjög hol- lenzkur í sér ef litið er á myndverkin, sem hann sýnir um þessar mundir í Djúpinu við Hafnarstræti, þ.e. í kjallara veitingastaðarins „Hornsins". Maður þekkir sumt í myndum hans frá sýningu íslenzkra „nýlistamanna", lærðra í Hol- landi, en munurinn er sá að Frank van Mens notar litinn miklu meira og er á heimavíg- stöðvum í list sinni ef að svo má komast að orði. Ég þykist kenna áhrif frá Cobra-listhópnum og jafnvel Chagall hinum rúss- neska, sem eins og allir vita er búsettur í Frakklandi. í myndum Frank van Mens blómstrar ævintýrið, furðufugl sést gleypa skip, og fuglar eru í kvenlíki með brjóst o.fl. Fram koma hús, flugvélar, bryndrekar, fallosar o.fl. Sumar myndanna eru í meira lagi erótískar, en á þann veg að fáir geta móðgast — „þekkilega erótískar" mundi ég nefna það. Þessi sýning á sannarlega skil- ið að henni sé gaumur gefinn og að fjölmiðlar spjalli við lista- manninn um myndir hans, list í Hollandi og áhrif íslands á hann persónulega og list hans. Mér líst svo á að fáir hafi lagt leið sína á þessa sýningu og er það lítil gestrisni af mörlandanum. Sér- staklega ættu listamenn og þá einkum þeir sem álíta sig virka í list sinni að gerast svo lítillátir að tylla tá í „Djúpið" næstu daga en sýningunni lýkur næstkom- andi miðvikudag. Merkilega lítið hefur selst af þessum glaðlegu myndum þótt ódýrar séu og þó er ekki að vita nema, að hér sé um að ræða einn af mönnum morgundagsins í hollenzkri list. Jæja, sjón er sögu ríkari og ég hvet sem flesta að skoða þessa sýningu, verði þeim að góðu, og loks er einungis eftir að þakka fyrir sig. Bragi Ásgeirsson Frank van Mens á sýningu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.