Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRIL 1981
25
Aðalfundur Verzlunarmannafélass Reykjavíkur:
Starfsárið einkenndist
af mikilli samningavinnu
AÐALFUNDUR Verzlunar
mannafélags Reykjavíkur var
haldinn að Hótel Esju hinn 26.
marz siðastliðinn. A fundinum
var lýst kjöri stjórnar félagsins,
en Magnús L. Sveinsson var
endurkjörinn formaður félags-
ins. Starfsemi félagsins á siðast-
liðnu ári einkenndist af mikilli
samningavinnu i aðalsamningum
og sérsamningum. Merkasta at-
riðið. sem vannst i kjarasamning-
um, voru aukin kjararéttindi
afgreiðslufólks, sem getur fengið
kauphækkun að uppfylltum skil-
yrðum um starfstima og mennt-
un á námskeiðum, sem haidin
verða.
í fréttatilkynningu frá félaginu
segir að önnur helztu mál, sem
félagið hafi unnið að á árinu, hafi
verið bygging 24 íbúða, sem VR
byggði og seldi félagsmönnum
sínum á kostnaðarverði. Þá voru
reist 6 ný orlofshús að Húsafelli.
Áfram var og haldið byggingu
Húss verzlunarinnar, en VR á þar
tæplega 10% eignarinnar.
Utbreiðslu- og fræðslustarf á
vegum féiagsins var stóraukið
með útgáfu VR-blaðsins, útgáfu
bæklings um VR, fræðslufunda,
námskeiða og auglýsinga. Fjár-
veitingar voru úr sjúkrasjóði til
fyrirbyggjandi starfs á sviði heil-
brigðismála, unnið er að könnun á
því, hvort einhverjar starfsgrein-
ar verzlunar- og skrifstofufólks
gefi tilefni til sérstakra aðgerða á
sviði heilsuverndar og sjúkdóms-
varna.
Á aðalfundinum gerði Pétur A.
Maack, gjaldkeri félagsins, grein
fyrir reikningum félagsins og
Guðmundur H. Garðarsson gerði
grein fyrir reikningum Lífeyris-
sjóðs verzlunarmanna.
í stjórn VR eiga nú sæti:
Magnús L. Sveinsson, formaður,
Hannes Þ. Sigurðsson, Auður R.
Torfadóttir, Pétur Á. Maack,
Helgi E. Guðbrandsson, Ingibjörg
R. Guðmundsdóttir, Jóhanna Sig-
urðardóttir, Klemenz Hermanns-
son, Grétar Hannesson, Elís
Adolphsson, Halldóra Björk Jóns-
dóttir, Böðvar Pétursson, Teitur
Jensson, Elísabet Þórarinsdóttir
og Arnór Páisson.
Hagkaup opnar húsgagna
verzlun með IKEA-vörur
Launasjóður rithöfunda:
Samhljóða álit
allsherjarnefndar
Allsherjarnefnd Sameinaðs þings
hefur skilað samhljóða áliti um
þingsályktunartillögu Halldórs
Blöndal (S) o.fl. um launasjóð
rithöfunda. Álitið er svohljóðandi:
„Nefndin hefur fjallað um tillög-
una og fengið umsagnir Rifhöfunda-
sambands Islands, Félags íslenskra
rithöfunda og Menntamálaráðs.
Einnig mætti á fund nefndarinnar
Njörður P. Njarðvík, formaður Rit-
höfundasambandsins.
Nefndin telur eðlilegt, að fram
fari endurskoðun á lögum um launa-
sjóð rithöfunda og reglugerðum
samkvæmt þeim lögum, eins og
greint er í tillögugreininni.
Nefndin tekur þó ekki afstöðu til
þeirrar hugmyndar, sem fram kem-
ur í greinargerð þingsályktunartil-
lögunnar, að stjórn launasjóðs verði
skipuð af Alþingi.
Mælir nefndin með samþykkt'til-
lögunnar með breytingum, sem
fluttar eru tillögur um, á sérstöku
þingskjali."
Alþingi, 2. apríl 1981.
Jóhanna Sigurðardóttir
Birgir ísl. Gunnarsson
Guðm. G. Þórarinsson
Páll Pétursson
Steinþór Gestsson
Halldór Blöndal
Guðrún Ilelgadóttir
eiginlega hafa þær fengið álit
ýmissa stofnana, sem málið varð-
ar. Álit allra hefur verið á einn
veg; af bæði tönkunum og leiðsl-
unni stafar stórhætta og oftar en
einu sinni hefur munað litlu, að
olía rynni úr þeim í höfnina og
geta menn væntanlega gert sér í
hugarlund það ástand sem þá
hefði skapast.
Þá kemur einnig fram, að leiðsl-
urnar standa í vegi fyrir skipulagi
hafnarsvæðisins í Keflavík og
íbúasvæðis í Njarðvík. Félags-
málaráðherra sagði hér í ræðu
sinni, að það væru einhver annar-
leg sjónarmið á bak við þessa
En varðandi orð 4. þingmanns
Norðurlands eystra og reyndar
fleiri hér þá sé ég ekki, hvernig
hægt er að ræða þessi mál öðru-
vísi en í samhengi við aðsetur
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli. Ég held að Alþýðubanda-
lagsmenn verði að horfast í augu
við það, að varnarliðið er hér af
því að meiri hluti þjóðarinnar
hefur samþykkt það. Það er lág-
markskrafa þeirra, sem búa í
nágrenni við Keflavíkurflugvöll,
að þannig sé búið að málum, að
ekki stafi hætta af nábýlinu eins
og nú er um að ræða varðandi
þessa olíutanka. Þetta er einmitt
mergurinn málsins, að það er
verið að reyna að finna leiðir til
þess að ráða bót á þessum vanda-
málum. Og ég verð að segja það
með allri virðingu fyrir skoðunum
Alþýðubandalagsins þá hljóta nú
heimamenn að vita betur í þessum
málum og þeirra skoðanir því að
vera þyngri á metunum.
mm v/9 mtót
VIEM5N9UK ViVáóiA'oT
WM KRÖVOK
mm m wtö
LlettA
V//VNU
ólafur Iljaltason, deildarstjóri húsgagnadeildarinnar, t.h. og Sigurður Geir Pálmason i hinni nýju
verzlun. Ljósraynd Mbl. Kmilia.
Ole Villumsen Krog (t.h.) og Þór Magnússon virða fyrir sér hluta af
þeim munum sem á sýningunni eru. Annan þeirra kaleika sem sjást á
myndinni pantaði Skúli Magnússon fógeti og gaf Viðeyjarkirkju árið
1791. Ljósm. Ól. K.M.
Sýning á silfurmunum
SÝNING á verkum Sigurðar
Þorsteinssonar gullsmiðs verður
opnuð i Bogasal Þjóðminjasafns-
ins i dag, laugardag. kl. 16.
Sýningin mun standa fram i
september nk.
Sigurður Þorsteinsson var
fæddur i Norður-Múlasýslu 1714
en hann lést 1799. Árið 1742 hélt
hann til Danmerkur til gull-
smiðanáms og bjó þar og staríaði
til æviloka.
Á fundi með fréttamönnum í
gær sagði Þór Magnússon þjóð-
minjavörður að sýningin væri
einn áfangi þess samstarfs sem
VHNKWSTWK------
Þjóðminjasafnið og Ole Villumsen
Krog silfurfræðingur frá Dan-
mörku hafa átt á síðustu árum um
rannsókn og skráningu silfur-
muna á íslandi. Krog hefur ásamt
öðrum séð um uppsetningu sýn-
ingarinnar, tekið Ijósmyndir af
munum eftir Sigurð sem til eru
erlendis og skrifað texta í sýn-
ingarskrá ásamt þjóðminjaverði.
Þór Magnússon sagði að Sigurð-
ur hefði verið meðal þekktustu
gullsmiða sem störfuðu í Dan-
mörku á 18. öld. Á sýningunni
munu vera allir munir eftir Sigurð
sem til eru hér á landi og vitað er
um. Þjóðminjavörður sagði að
Sigurður hefði alltaf haft náin
tengsl við ísland þótt hann hefði
búið erlendis og hann og ættmenni
hans á tíðum gefið kirkjum silf-
urmuni. Einnig hefðu ýmsir pant-
að frá honum muni hingað til
lands, einkum í kirkjur. Alls eru
37 munir á sýningunni ásamt
bréfum og bókum úr eigu Sigurð-
ar.
HAGKAUP opnaði sl. mánudag
nýja húsgagnaverzlun i húsi
fyrirtækisins i Skeifunni, en í
verzluninni verða eingöngu á
boðstólum húsgögn og búnaður
frá sænska stórfyrirtækinu
IKEA. — Sigurður Geir Pálma-
son hjá Hagkaup sagði i samtali
við Mbl., að þeir Hag-
kaupsmcnn hefðu lengi ihugað
þann möguleika að opna hús-
gagnaverzlun i húsnæði þvi,
sem Ilúsgagnaverzlun Guð-
mundar var í áður. Siðan hefði
verið ákveðið að láta til skarar
skriða þcgar bauðst að selja
vörur IKEÁ-fyrirtækisins hér.
Sigurður sagði aðspurður, að
IKEA væri mjög stórt fyrirtæki,
og væri með verzlanir mjög víða,
en það framleiddi ekkert af
vörunum sjálft heldur léti fram-
leiða hina ýmsu hluti eftir þeirra
hugmyndum. — „í því sambandi
má kannski geta þess, að við
höfum þegar viðrað þá hugmynd
við IKEA, hvort ekki væri hægt
að bjóða ákveðna hluti út hér á
landi, þannig að islenzkir fram-
leiðendur ættu þar möguleika.
Það er erfitt að segja til um það
á þessari stundu hvort þetta er
r unhæfur möguleiki, en það
æðst fyrst og fremst af því,
*hvort íslenzkir framleiðendur
yrðu samkeppnishæfir í verði,"
sagði Sigurður ennfremur.
Það kom fram hjá Sigurði, að
IKEA legði sig í líma við að vera
með sem allra breiðasta línu, en
óneitanlega höfðaði vara þeirra
frekar til yngra fólks. — „Það
má segja, að allt annað yfir-
bragð sé á vörum IKEA heldur
en maður á að venjast í venju-
legum húsgagnaverzlunum,"
sagði Sigurður. Auk þess að hafa
á boðstólum allar gerðir hús-
gagna, selur IKEA ýmsan hús-
búnað eins og borðbúnað, lampa,
rúmáklæði og teppi svo eitthvað
sé nefnt.
Sigurður sagði aðspurður, að
auðvitað yrði Hagkaup ekki með
alla línu fyrirtækisins, en reynt
yrði að bjóða upp á nokkuð
breiða línu. — „Ef fólk hefur
áhuga á einhverjum vörum, sem
við höfum ekki á lager, erum við
auðvitað boðnir og búnir að
panta þær að utan,“ sagði Sig-
urður.
IKEA-vörur koma í einingum,
sem lækkar flutningskostnaðinn
verulega. Kaupendur fá vörurn-
ar í einingum og sjá um að setja
t.d. húsgögnin saman. Aðspurð-
ur um greiðslukjör sagði Sigurð-
ur, að vörur fyrir minni upphæð
en 3000 þyrfti fólk að staðgreiða,
en væru fjárhæðir hærri byði
Hagkaup upp á greiðslukjör.
Hann sagði sama verð gilda,
hvort heldur að fólk staðgreiddi
vöruna, eða þá það fengi hana á
greiðslukjörum, ein hins vegar
borgaði fólk skuldabréfavexti af
eftirstöðvum væri um greiðslu-
kjör að ræða.
Salóme Þorkelsdóttir:
Nýir olíugeymar hagsmunamál
íbúanna í Keflavík og Njarðvík
í umræðum á Alþingi í fyrra-
dag um olíugeymana í Ilelguvik
flutti Salóme Þorkelsdóttir
stutta ræðu og sagði m.a.:
Þetta er fyrst og síðast hags-
munamál byggðarlaganna í
Njarðvík og Keflavík og íbúanna
þar. Þetta er staðbundið hags-
munamál, enda hafa bæjarstjórn-
irnar bæði í Njarðvík og Keflavík
árum saman krafizt úrbóta. Sam-
tillögu, svo sem pólitísk. Ég vísa
slíkri fullyrðingu algerlega á bug.
Ef Alþýðubandalagsmenn vilja
stuðla að því, að íbúar á svæðinu
verði ekki látnir gjalda nábýlis við
varnarliðið ættu þeir að gera sér
ljóst, að það er tímabært nú þegar
og hefur verið það í raun allar
götur frá því 1951 þegar bráða-
birgðaráðstafanir voru gerðar á
þessu svæði.