Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
29
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
húsnæöi
í boöi
Hafnir
Einbýlishús um 65 ferm ásamf
bílskúr. Laust sfrax. Verö 150
þús.
Einbýlishúa
120 ferm. nýlegt. Verö 430 þús.
Eldra einbýlishúa
á 2 hæöum. allt ný endurbyggt
aö utan, fokhelt aö innan. ofnar
fylgja. Verö 200 þús.
Einbýlishús
140 ferm. ásamt bílskúrssökkli.
Steinsteyptar einingar í hann
fylgja. Verö 450 þús.
Einbýlishús
140 ferm. fokhelt, tilbúiö aö
utan. Verö 240 þús.
Úrval eigna á skrá um öll
Suöurnes.
Eignamiölun Suðurnesja,
Hafnargötu 57, sími 3868.
Sumarleiga
Einbýlishús á Nesinu meö öllum
þægindum til leigu í ágúst nk. í
húsinu eru 3 svefnherb. Hentugt
fyrir 5 manna fjölskyldu eöa
tvenn hjón. Bíll fylgir. Skrifiö eftir
frekari upplýsingum í P.O. Box
789, Reykjavík.
tilkynningar
Kvnnnadeild Rauða
kross íslands
Konur athugið
Okkur vantar sjálfboöaliöa tll
starfa fyrir deildina. Uppl. (
sfmum 34703, 37951 og 14909.
Kennsla
Aöstoða námsfólk i íslensku og
erlendum málum fyrir vorprófin.
Siguröur Skúlason magister,
sími 12526.
Óska eftir
aö taka á leigu 2ja—3ja herb.
íbúö frá og meö komandi sumrl,
helst í Vesturbæ. Tilboö sendist
augld. Mbl. merkt: .Vesturbær
— 3247 “
Skrifstofuhúsnœði
óskast
80—100 ferm. skrifstofuhús-
næöi óskast.
Þjónustumiöstöö bókasafna,
Box 7050, sími 27130.
Rörsteypuvélar til sölu
Uppl. í sfma 99-5626.
□ Gimli 5981467=1.
I.O.O.F. 10 = 16204068V. = 9. III. j
Sunnud. 5.4. kl. 13
Krœklingafjara viö Hvalfjörö
eöa Eyrarfjall, steikt á staönum,
fararstj. Jón I. Bjarnason. Verö
50 kr. frítt f. börn m. fullorönum.
Fariö frá Ð.S.Í. vestanveröu.
Myndakvöld aö Freyjugötu 27
nk. þriöjudagskvöld, Hallur og
Óli sýna, kaffi og meö því.
Páskaferöir
Snæfellsnes, gist á Lýsuhóli,
sundlaug.
Fimmvöröuháls, gengiö upp frá
Skógum, og niöur í Bása.
Útivist
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
___ ÖLC'JGÖTU 3
SfMAfi11796og 19533.
Ferðir um páskana
16,—20. apríl kl. 07. Land-
mannalaugar — skíöaferö (5
dagar). / 16.—20. apríl kl. 08.
Hlööuvellir — sföaferö (5 dagar).
/ 16,—20. apríl kl. 08. Þórsmörk
(5 dagar). / 16.-20. apríl kl. 08.
Snæfellsnes (5 dagar). / 18,—
20. apríl kl. 08 / Þórsmörk (3
dagar).
Dagsferöir i vikunní fyrir páska
og páskadagana:
16. apríl kl. 13. Vffilsfell. / 17.
apríl kl. 13. Gálgahraun —
Álftanes. / 18. apríl kl. 13.
Keilisnes — Staöarborg. / 19.
apríl kl. 13. Gengið meö Elliöa-
ám. / 20. apríl kl. 13. Húsfell.
Allar upplýsingar á skrlfstofunni,
Öldugötu 3, s. 19533 og 11798.
Feröafélag islands
Feröafélag Islands heldur
myndakvöld aö Hótel Heklu,
Rauöarárstíg 18, miðvikudaginn
8 apríl kl. 20.30, slundvíslega.
íslenski Alpaklúbburinn (ÍSALP)
sýnir myndir frá: Skíöagöngu-
ferö yfir Kjöl, skíöagönguferö á
Mýrdalsjökli, klifri á Eyjafjalla-
jökli og klifri á Hraundranga og
fleiri stööum. Allir velkomnir
meöan húsrúm leyfir. Veitingar í
hléi.
Ferðafélag islands
Tilkynning frá
félaginu Anglía
Félagiö hyggst styrkja einn
Bretlandsfara til náms eöa
menningarstarfsemi þarlendis
sumariö 1981. Umsóknir, meö
uppl. um fyrirhugaöan tilgang
fararinnar, svo og meömælum,
skulu hafa borist Menningar-
sjóöi Anglía, pósthólf 474,
Reykjavík, fyrir 15. apríl nk.
Stjórn Menningarsjóös Anglíu.
Svölurnar
Fundur verður haldinn 7. apríl kl.
20.30 aö SfÖumúla 11. Gestur
fundarins Haukur Hjaltason
Stjórnin
Bláfjallaganga 1981
Laugardaginn 11. apríl kl. 2 e.h.
hefst almenningsganga á skíð-
um. Gengiö veröur frá Bláfjöllum
til Hveradala um Þrengsli. Þetta
er um 16 km leiö og létt ganga
Öllum er heimil þátttaka. Innrit-
unatímar eru frá kl. 18—21, 10.
apríl og allra síöasta lagi kl. 12
viö Bláfjallaskála, keppnisdag-
inn. Þátttökugjald er kr. 70 og
greiöist á innritunarstaö. Skíöa-
fólk fjölmennið í þessa almenn-
ingsgöngu.
Stjórn Skföafélags Reykjavíkur
KFUM og KFUK
Fórnarsamkoma í kvöld kl. 20.30
aö Amtmannsstíg 2B. Helgi
Elíasson bankaútibústjóri talar.
Allir velkomnir.
Fíladelfía
Safnaóarfundur verður kl. 20.30.
Rætt um heimsóknir og aöstoö-
arforstööumann. Safnaöarfólk
er beöiö um aö ftölmenna
Safnaöarstjórn
Krossinn
Æskulýössamkoma í kvöld kl.
8.30 aó Auöbrekku 34, Kópa-
vogi. Allir hjartanlega velkomnir.
Heimatrúboðið
Óðinsgötu 6a
Almenn samkoma á morgun kl.
20.30. Allir velkomnir.
Félag austfirskra
kvenna
Fundur að Hallveigarstöðum
mánudaginn 6. apríl. Bingó
Hörgshlíð
Samkoma í kvöld kl. 8.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
Fundur veröur í Félagsheimilinu
aö Baldursgötu 9, mánudaginn
6. apri) kl. 8.30 Spllaö veröur
blngó Vinnlngar: páskamatur
og kökur. Konur fjölmenniö.
Stjórnin
Frá Indlands-
vinasamtökunum
Fundur f dag kl. 3 síödegis
Templarahöllinni Aöalfundar-
störf, erindi og myndasýning.
Fíladelfía
Sunnudagaskólarnir eru kl.
10.30. Almenn guösþjónusta kl.
20. Ræöumaöur Hallgrímur
Guömannsson. Fjölbreyttur
söngur. Fórn fyrir Afríkutrúboö-
iö.
Kvenfélag Háteigssóknar
Fundur veröur þriöjudaginn 7.
apríl kl. 20.30 í Sjómanhaskól-
anum. Gestur fundarins veröur
Margrét Hróbjartsdóttir. Þá
veröur tískusýning.
raðauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar
tilkynningar
Sumarnámskeið í ensku
Bournemouth International School 13.6.—
11.7. 1981. Úrvalsskóli í fögru umhverfi á
suðurströnd Englands. Gamalreynd og traust
þjónusta. Hagstætt verð. Allar upplýsingar
gefur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Rvík.,
sími 14029.
Skotfélag Reykjavíkur
nýr sími
86616
í félagsheimilinu
Dugguvogi 1
Opið laugardaga frá kl. 14.00—17.00.
Land undir sumarhús
Til leigu er land undir sumarhús á mjög
fögrum stað í Borgarfirði, 10 km frá
Borgarnesi, liggur mjög vel við samgöngum
en er samt mjög útúr. Landiö býður upp á
ýmsa möguleika.
Allar uppl. í síma 93-7032. Eftir kl. 9 á
kvöldin.
„Vegna fjarveru sendiherrans í opinberum
erindum svo og páskana, veröur þjóðhátíö-
ardagur Danmerkur ekki haldinn hátíölegur
aö þessu sinni á afmælisdegi drottningarinn-
ar, en í þess stað daginn fyrir Grundlovsdag-
inn, eða 4. júní 1981.“
KGL. Dansk Ambassade,
Reykjavík, den 1. april 1981.
Skálhyltingar —
Skálhyltingar
Munið nemendamótið í Skálholti 4. og 5.
apríl. Aðalfundur NSS haldinn 4. apríl kl. 16.
Ferð verður frá Miðbæjarskólanum laugar-
daginn kl. 10.00.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
ÞÚ AUGLYSIR um
ALLT LAND ÞEGAR r
ÞÚ AUGLÝSIR í *
MORGUNBLAÐINU /
\l GLYSINGA-
SIMINN ER:
22480
Guðný Ólöf Stefáns-
dóttir - Afmæliskveðja
Guðný Ólöf Stefánadóttir er
fædd að Berghyl í Austur-Fljótum
4. apríl 1911, og hefir því skilað
samtíð sinni 70 árum nú í dag.
Foreldrar hennar voru búandi
hjón þar, Anna Jóhannesdóttir og
Stefán Benediktsson.
Á þessum tímamótum Guðnýjar
langar mig undirritaða til að
senda henni nokkur afmælisorð.
Guðný er eins og að framan
segir fædd í Fljótum norður,
þeirri harðbýlu sveit, þar sem
grasið kom grænt undan snjónum,
og trjágróður þreifst betur en víða
annarstaðar, því heitt hjarta móð-
ur jarðar sló þar undir hrjúfu
yfirborði. Guðný missti föður sinn
er „Maríanna" fórst í maí-garðin-
um mikla árið 1922. Móðir hennar
stóð þá ein uppi með 7 börn á
aldrinum frá eins til fimmtán ára.
Með „Maríðnnu" fórust 13 heimil-
isfeður úr Fljótum, og má nærri
geta að víða hefur sorfið að. Þetta
sama vor fór Guðný að prestssetr-
inu Barði til séra Stanley Melax,
er bjó þar með aldraðri móður
sinni. Á Barði dvaldi hún í 5 ár og
naut þar hins almenna skólalær-
dóms, eins og títt var um unglinga
á þeim árum. Þá þegar vann
Guðný mikið í höndum, enda var
hugur hennar mjög opinn fyrir
hannyrðum og eru til eftir hana
margir listrænir handunnir mun-
ir.
Árið 1927 flutti Guðný til Siglu-
fjarðar, þar sem hún kynntist
seinna sínum lífsförunaut, Magn-
úsi Þorlákssyni. Mann sinn missti
hún árið 1976. Þau eignuðust einn
son, sem einnig er látinn. Guðný
hefir margt reynt i lífinu, þar hafa
skipst á skin og skúrir, en gerð
hennar er þannig, að hún lætur
ekki bugast, trúir á sigur hins
góða og að allt andstreymi leiði til
þroska sé það skilið á réttan hátt.
Nú seinni árin hefir hún átt því
láni að fagna, að halda hús í félagi
við vinkonu sina, Aðalheiði Rögn-
valdsdóttur, og styðja þær hvor
aðra í lífsbaráttunni.
Þótt við Guðný Stefánsdóttir
séum tvær greinar vaxnar af sama
meiði og teljum ættir okkar til
skagfirskra fornkappa, þá hófust
kynni okkar ekki að ráði fyrr en
hún tekur að sér verkstjórn á
nýstofnaðri Saumastofu „Sjálfs-
bjargar" á Siglufirði á haustnótt-
um 1959. Árið áður hafði fatlað
fólk á Islandi ákveðið að stofna
með sér samtök, og var vagga
þeirra hér í Siglufirði. Fljótt var
hafist handa með að skapa starfs-
vettvang fyrir fólk, sem ekki gat
heilsu sinnar vegna leitað á al-
mennan vinnumarkað. Þannig
varð saumastofan til. Hið mesta
lán okkar, sem að þessum málum
stóðu, var að fá þegar í byrjun svo
dugmikla og hagsýna konu til
verkstjórnar.
Það var oft vandasamt verk að
halda um þetta ungviði og hlúa að
því, svo vel mætti fara. Allt þetta
verkefni leysti Guðný af hendi
með slíkri ósérhlífni og eljusemi,
að engu er hægt við það að jafna.
Hún var ætíð í viðbragðsstöðu til
að sinna skyldustörfum allt eftir
þörfum líðandi stundar. Guðný
veitti saumastofunni forstöðu í 10
ár, og verða henni aldrei þökkuð
þau störf, sem hún innti af hendi á
þessum árum fyrir félagið okkar
hér.
Ég fann oft í samskiptum okkar,
hvað hún sinnti lítið um eigin hag,
heldur var hugurinn fyrst og
fremst bundinn því, að skila verk-
efnunum sem best og haglegast
frá sér, um tímann sem það tók
var aldrei talað.
Guðný Stefánsdóttir er sérlega
vel af guði gerð, létt í lund,
hreinskilin og hreinskiptin við
samtíðarmenn sína, dul í skapi og
flíkar ógjarna tilfinningum sín-
um. Hún hefir gaman af þjóð-
málaumræðu og ver þá gjarna
hlut þess, sem minna má sín. Þessi
meðfæddi eiginleiki hefir vafa-
laust átt sinn þátt í því að hún
hefir um langan tíma kosið að
eyða tíma sínum til lítt launaðra
starfa í þágu samtaka fatlaðs
fólks.
Hugarfar hennar, fórnfýsi og
vináttu alla viljum við samstarfs-
fólkið í „Sjálfsbjörg" þakka nú í
dag, með þeirri einlægu ósk, að
Guðný eigi lengi enn eftir að halda
heilsu sinni, og starfa með okkur
að framgangi málefna til baráttu
fyrir bættum lífskjörum smáfugl-
anna í íslensku þjóðfélagi.
Ilulda Steinsdóttir