Morgunblaðið - 04.04.1981, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.04.1981, Qupperneq 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 Getum boöiö plastmottur í stæröinni 120x60x21/2 cm. Hentugar til notkunar á vinnustööum, vegna stööu viö vinnu, eins heppilegar í búningsklefa, (sundstaöi/íþrótta- hús). Auövelt aö krækja mottunum saman á alla kanta. Athugið hvort siíkar mottur henta yður. — Hringið og fáið nánari upplýsingar. B. Sigurðsson sf., Skemmuvegi 12, Kópavogi, sími 77716. DAUÐI TÁNINGS Góði Guð! Ég er aðeins 17 ára. Dagurinn þegar ég dó var venju- legur skóladagur. Ég hefði heldur átt að fara með strætisvagninum. En ég var of mikill karl til þess. Ég man hvernig ég narraði mömmu til að lána mér bílinn. „Gerðu það!“ sagði ég. „Allir krakk- arnir eru á bílum.“ Þegar hringt var út úr skólanum þennan dag, fleygði ég bókunum niður í skólatöskuna. Nú var ég frjáls þangað til klukkan 8 næsta morgun! Ég hljóp út á bílastæðið, spenntur fyrir því að fá að aka bíl og vera minn eiginn herra. Frjáls! Það skiptir ekki máli hvernig slysið vildi til. Ég var að fíflast — ók alltof hratt — tefldi á tæpasta vað hvað eftir annað. En ég naut svo sannarlega frelsisins og skemmti mér konunglega. Það síðasta sem ég man var að ég tók fram úr gamalli kerlingu sem rétt drattaðist áfram. Þá heyrði ég ærandi hávaða og fékk ofboðslegt högg. Gler og stál þeyttist um allt. Mér fannst eins og skrokkurinn á mér væri að rifna í sundur. Ég heyrði að ég æpti. Skyndilega vaknaði ég. Allt var mjög hljótt. Það stóð lögregluþjónn yfir mér. Svo sá ég lækninn. Líkami minn var illa farinn. Það sá varla í mig fyrir blóði. Það stóðu glerbrot út úr mér hér og þar um líkamann. Það var skrítið að ég skyldi ekki finna neitt fyrir þessu. Nei, heyrðu mig nú! Viltu láta það vera að draga þessa hvítu dulu yfir hausinn á mér. Ég get ekki verið dauður. Ég er aðeins 17 ára. Ég á stefnumót við stúlku í kvöld. Ég sem er talinn svo efnilegur. Ég hef ekki lifað ennþá. Ég get ekki verið dauður. Seinna var ég settur í kassa. Foreldrar mínir urðu að koma til að bera kennsl á mig. Af hverju þurftu þau endilega að sjá mig svona? Hvers vegna þurfti ég endilega að horfa beint í augun á henni mömmu þegar hún varð fyrir mesta áfalli ævi sinnar? Pabbi virtist allt i einu orðinn svo gamall. Hann sagði við manninn þarna á staðnum: „Já, þetta er sonur okkar.“ Kistulagningin var einkennileg reynsla. Eg sá alla ættingja mína og vini ganga að kistunni. Þeir gengu framhjá kistunni, einn í einu, og horfðu á mig með svo sorgbitnum augum að ég hef aldrei séð annað eins. Nokkrir félaga minna voru grátandi. Nokkrar af stúlkunum snertu við hendinni á mér og snöktu um leið og þær gengu burt. Vill ekki einhver vekja mig? Vill ekki einhver bjarga mér héðan? Ég þoli ekki að sjá pabba og mömmu svona niðurbrotin. Afi og amma eru svo lömuð af sorg að þau geta varla gengið. Bróðir minn og systur mínar eru eins og í leiðslu. Þau hreyfa sig eins og þau séu stjörf. Það trúir þessu enginn — og ég ekki heldur. Gerið það, ekki grafa mig! Ég er ekki dáinn! Ég á eftir að lifa svo margt. Mig langar til að hlaupa og hlæja aftur. Ekki setja mig niður í jörðina. Ég heiti því Guð, ef þú gefur mér aðeins eitt tækifæri til þá skal ég verða gætnasti bílstjórinn í öllum heiminum. Ég bið bara um eitt tækifæri enn. Gerðu það, Guð. Ég er aðeins 17 ára. (Frá Umferðarráði) Föstuvaka í Hafnarfjarð- Mótmæla breytingum á rekstri Hvitabandsins ÍMM) 83 r.Tn^r.^.r arkirkju annað kvöld MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatiikynning til birtingar: Fundur haldinn í deild geðhjúkr- unarfræðinga innan Hjúkrunarfé- lags íslands mánudaginn 23. marz sl. mótmælir þeirri ákvörðun borg- aryfirvalda að taka Hvitabandið undir fyrir hjúkrunardeild aldraða án þess að framtíð dag- og göngu- deildarstarfsemi Geðdeildar Borg- arspítalans, sem nú fer þar fram, sé tryggð. Með þessari ákvörðun er verið að etja saman tveim hópum innan heilbrigðisþjónustunnar sem hvor- ugur hefur mátt sín mikils í kerfinu. Þessi starfsemi hófst í nóvember ’79. Mikilvægi hennar í geðheil- brigðisþjónustunni er augljóst vegna aukinna möguleika á fjöl- breyttari tilboðum í meðferð fólks með geðræn vandamál. Hvítabandið hentar mjög vel til þessarar starfsemi en miklar og dýrar breytingar þarf að gera til að hægt sé að nota það sem hjúkrunar- deild, t.d. byggja lyftu, stækka dyr o.fl. Um leið og við fögnum þeim áformum stjórnvalda að bæta úr neyð aldraðra, hörmum við að þær úrbætur bitni á þjónustu fólks með geðræn vandamál. Á MORGUN, sunnudag. verður haldin föstuvaka í Hafnarfjarð- arkirkju og hefst hún kl. 20.30. Aðalrséðumaður verður séra Heimir Steinsson rektor. Fðstu- vaka þessi er framlag Hafnar- fjarðarkirkju til þeirrar menn- ingarviku, sem nú er að hefjast i Hafnarfirði. Kínverski gítarsnillingurinn Joseph Fung leikur klassisk gítar- verk. Margrét Pálmadóttir sópr- ansöngkona syngur eisöng. Þor- valdur Steingrímsson leikur á fiðlu og kór kirkjunnar syngur valin kórverk undir stjórn organ- ista kirkjunnar Páls Kr. Pálsson- ar. „Fastan tjáir í boðskap sínum þær kenndir mannlegs lífs sem dýpst standa," segir í fréttatil- kynningu frá sóknarnefnd og Fyrsta plata Start HLJÓMSVEITIN Start sendir nú frú sér sína fyrstu plötu og er hún tveggja iaga. Start flytur lögin „Seinna meir“, iag og texti eftir Jóhann Helgason, og „Stína fina“ eftir Jón ólafsson við texta Eiriks Haukssonar. Start hefur starfað um eins árs skeið en hljómsveitina skipa Pétur Kristjánsson (söngur), Eiríkur Hauksson (söngur, hljómborð), Sigurgeir Sigmundsson (gítar), Jón Ólafsson (bassi), Nikulás Ró- bertsson (hljómborð) og Davíð Karlsson (trommur). Hljómsveitin Start mun á næst- unni verða önnum kafin við hljómleika- og dansleikjahald um allt land, þó aðallega á suðvestur- horni landsins. Ef að líkum lætur mun Laddi verða gestur þeirra á nokkrum þessara skemmtana og kynna nýju plötuna sína. sóknarpresti. „Voniná um ljós í myrkri, styrk í þjáningu og sigur fórnar og kærleika í hverri bar- áttu. Sönn menningarviðleitni og göfug list sækir í þá von og trú fyrirmynd og leiðsögn." Hlaðborð Fákskvenna FÁKSKONUR efna til kaffihlað- borðs laugardaginn 4. apríl nk. i félagsheimili Fáks við Bústaða- veg. Að venju verður mikið um kræsingar. Allir eru velkomnir, jafnt hestamenn sem aðrir sam- borgarar. Veitingarnar hefjast kl. 15. Tilgangur kvennadeildar Fáks með kaffihlaðborðinu auk þess að gleðja samborgarana, er að safna til verðugs verkefnis. BMWgœöamerkiö r' Af sérstökum ástæðum getum við boðið þennan BMW er óskabíll allra sem vilja eignast bfl með góda gæðabíl BMW 518 á mjög hagstæðu verði. aksturseiginleika, vandadan frágang, velhönnuð sæti, þægilega fjöðrun og góða hljóðeinangrun. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 :YRARUMBOÐ: BÍLAVERKSTÆÐI BJARNHÉÐINS GÍSLASONAR SÍMI96-22499

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.