Morgunblaðið - 04.04.1981, Side 37

Morgunblaðið - 04.04.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 37 mundar eru nú orðnir rúmlega 160, og kunnugir telja að vonir standi til að þeim fjölgi nokkuð enn á næstu mánuðum. Það var líka oft gestkvæmt í litla húsinu hennar á Böðmóðs- stöðum, en þar bjó hún af og til ein síðustu níu árin, eftir að Guðmundur hvarf yfir móðuna miklu, en það gerðist 18. nóvember 1971. Hún var vön því að hafa marga I kringum sig, og tók fagnandi á móti hverjum gesti, sem að garði bar. Aldrei var ég var við, að hún setti það fyrir sig, þó fyrirhöfnin við gestina væri mikil. Og hún var ekki í rónni fyrr en allir höfðu þegið góðgerðir, hvað margir sem komu. • Barna- börnin sóttu mjög til ömmu sinn- ar. Þar mætti þeim glaðværð og hlýja, en það viðmót einkenndi Karólínu um langa ævi. Slíkt viðmót kunna börn að meta. Nú er Karólína á Böðmóðs- stöðum gengin til feðra sinna. Það síðasta sem ég heyrði hana segja á dánarbeðinu, var að „Guðmundur sinn væri alltaf að kalla á sig, og hann skildi ekkert í hvað tefði för hennar". Ég veit, að það hafa orðið fagnaðarfundir er þau hittust á nýju tilverusviði. Það er sagt, að hver sé sinnar gæfu smiður, en þegar ég lít yfir ævistarf Karólínu á Böðmóðs- stöðum, þá kemur þessi málshátt- ur upp í huga minn. Hér á hann vel við, því hún var mikil gæfu- kona. En gæfa hennar var fyrst og fremst ávöxtur af þeim eiginleik- um, sem hún fékk í vöggugjöf og sem hún lagði líka kapp á að þroska með sér í lífsbaráttunni. Hún einsetti sér að leggja allt það fram sem hún mátti, til að sigrast á þeim vanda, er mætti henni á lífsgöngunni. Hennar lífsnautn var að sigrast á erfiðleikunum. Hún hélt jafnan ró sinni og glaðværð, hvað sem að höndum bar. Hún eignaðist traustan og þrekmikinn lífsförunaut, er stóð við hlið hennar í blíðu og stríðu, allt til þess er yfir lauk. Hún kom upp 14 heilbrigðum og mannvæn- legum börnum, lifði og starfaði á mestu umbrotatímum þjóðarinnar og gat því fylgst með öllu fram- faraskeiði hennar. Hún hreifst ung af samvinnustefnunni, var framfarasinnuð og hvatti aðra til átaka við ný viðfangsefni, til hinstu stundar. Þegar ég lít yfir ævistarf Karó- línu og Guðmundar á Böðmóðs- sstöðum, er mér ljóst að þeirra afrek eru hvorki minni né ómerki- legri en margra þeirra, sem taldir hafa verið með afreksmönnum þjóðarinnar. I mínum huga eru þau í þeim hópi. Blessuð sé hennar minning. Stefán Valgeirsson „Þú nátengd er okkar awku elnku amma min. Við glaðværA þinni «K gæsku gleymum ei, börnin þín“. Að kvöldi miðvikudagsins 25. mars sl. lést á Landspítalanum, amma okkar, Karólína Árnadóttir frá Böðmóðsstöðum, Laugardal. Hún var gift Guðmundi Njálssyni bónda þar, en hann lést árið 1971. Okkur systkinunum langar til þess að minnast ömmu með nokkrum orðum, enda er margt að muna frá Böðmóðsstöðum, og vissulega eru ferðirnar orðnar margar í húsið hennar. Amma var ekki bara einhver fjarlægur ættingi, heldur áttum við systkinin öll kost á því að alast upp í nánum tenglsum við hana, njóta leiðsagnar hennar og ástúð- ar, en slíkt er hverju barni gott vegarnesti. Amma var ekki rík af veraldlegum auði, en samt átti hún ætíð eitthvað til, sem gladdi hvert barn, sem kom í heimsókn. Alltaf var vel tekið á móti manni í litla húsinu hennar, og ætíð viss- um við að þar vorum við velkomin. Amma og afi áttu 15 börn, og afkomendurnir eru nú fjölmargir. Lífið hefur því oft verið erilsamt og erfitt, en samt sem áður átti það sínar gleðistundir. Þar sem efnin eru lítil, er oft nóg af hamingjunni. Við minnumst margra stunda sem við áttum með ömmu. Alltaf var hún kát og hress, og því var stundum slegið á létta strengi. Oft safnaði hún saman öllum krökk- unum á bænum og sagði þeim sögur. Þá tengdust sögur þessara því lífi sem hún hafði lifað, og getur sú saga sem hér fer á eftir sagt nokkuð um æfi hennar í sveitinni fyrir mörgum áratugum Á barnmörgum bænum var oft erfitt að afla heimilinu matar. Margir munnar voru til að fæða. Eitt haustið sem oftar, var tekið frá kjöt og reykt til jólanna, enda var sá siður að sjálfsögðu haldinn í sveitinni, að borða hangikjöt á mestu stórhátíð ársins. Saltað kjöt og slátur er kjarnafæða, en samt sem áður er hangikjötið sem sólargeisli í skammdeginu því í sveitinni var fæðið oft á tíðum fábreytt, einkum að vetri til, þegar erfitt var um aðdrætti. Er líða tók að jólum kom í ljós, að mýs höfðu komist í kjötið, og ekkert nema beinin eftir. Því var nú illt í efni, og útlit fyrir að skyggt yrði á jólagleðina. Börnin áttu ekki von á stórum jólagjöf- um, og því var stór hluti jólanna horfinn með hangikjötinu. En þá gerðist undrið. Áin, Brúará, sem vissulega var heimilinu góð búbót færði fjölskyldunni stóran ný- runninn lax í jólagjöf. Hann fannst strandaður á aðfangadag, og nægði heimilinu í hátíðarmat- inn. Jólagleðinni var borgið. Sannar sögur úr lífinu segja manni oft á tíðum, svo ekki verður um villst, að til er sá kraftur, æðri mannlegum skilningi, sem sér- hvern verndar og aðstoðar. Börnin þeirra afa og ömmu uxu úr grasi og urðu stór, einnig barnabörnin. Nú minnast margar litlar hnátur og hnokkar með söknuði, ömmu sinnar eða lang- ömmu í sveitinni. Sú gleði og kátína, sem fylgdi því að fá hana i heimsókn er horfin. Þá gleði fá bara minningarnar bætt. „M&rgs er aA minnast. marg8 er hér aA þakka. GuÖi aé lof fyrir iiAna tíð. Marga er að minnast. marga er að aakna. Guð þerri tregatárin stríð.“ Svala, Kalla og Ægir. í dag verður til moldar borin amma mín, Karólína Árnadóttir, Böðmóðsstöðum í Laugardal. Hennar maður var Guðmundur Njálsson (f. 10.7. 1894 - d. 18.11. 1971). Lifðu þau saman í einstaklega ástríku og farsælu hjónabandi, þar til hann lést fyrir tæpum tíu árum. Þau eignuðust 15 börn og komust 14 þeirra til fullorðinsára. Þau eru: Guðbrandur, Guðbjörn, Ólafía, Aðalheiður, Kristrún, Sig- ríður, Valgerður, Lilja, Fjóla, Njáll, Ragnheiður, Árni, Guðrún, Herdís og Hörður. Nú munu af- komendur þeirra hjóna vera rúm- lega 160. Hvað er hægt að segja um konu, sem hefur alið öll þessi börn, fætt þau, klætt og verið þeim á allan hátt einstök móðir? Ég vil kalla hana hetju. Hún vann sitt starf af fórnfýsi og æðraðist aldrei. Oft hlýtur þó að hafa reynt á þolin- mæðina, og vafalaust hefur þá komið sér vel hennar létta lund. Hún hafði líka alveg einstaka hæfileika til að umgangast börn og unglinga. Enda hafa krakkar alla tíð laðast að henni, skyldir og óskyldir. Þau voru ófá bðrnin, sem kölluðu hana ömmu, þó þau væru henni alls óskyld. Þegar ég lít aftur og hugsa um þær stundir, sem ég átti með henni ömmu minni, finnst mér alltaf hafa verið sólskin. Það var líka gjarnan ekið austur í Laugar- dal á góðum sumardegi og víst er um það að alltaf var tekið vel á móti okkur. Hún kom ævinlega út á tröppur, dustaði svuntuna sína, breiddi út faðminn og kyssti okkur svo öll mörgum sinnum.-, Mér fannst alltaf eins og hún hlyti að hafa verið búin að bíða lengi eftir okkur og nú værum við loksins komin. Síðan vorum við drifin inn, kveikt var á katlinum, kökáir látnar á borð og síðan settumst við í litla eldhúsið hennar og margt var skrafað og mikið hlegið. Þegar allir höfðu gert sér veit- ingarnar að góðu, var sest inn í stofu. Þar voru tekin fram mynda- albúm og ekki mátti gleyma að skrifa í gestabókina. Þessi gesta- bók geymir líka mörg nöfnin. Enda fjölskyldan stór og vinahóp- urinn afar fjölmennur. I huga mér kemur einnig fram myndin af henni, þegar hún, á sólskinsdögum, sat úti á túni í þunnum léreftskjól með harmon- ikku eða munnhörpu og spilaði fjörugar lagasyrpur. Þetta gerði hún aðeins þegar hún var ein, en lét það gott heita, þó við krakk- arnir værum einhvers staðar ná- lægt. Henni fannst hún lítið kunna, en við krakkarnir skemmt- um okkur konunglega. Amma var líka mjög hagmælt, og hún unni mjög bundnu máli. Amma hafði til að bera mikla frásagnargleði. Það var hrein un- un að sitja og hlusta á hana segja frá mönnum og atburðum, mörg- um löngu liðnum og þar skeikaði minnið aldrei. Voru þá öll smá- atriði dregin fram í dagsljósið og gaf það frásögninni aukið gildi. Amma og afi komu líka stund- um i bæinn og hlakkaði ég alltaf mikið til þess. Þá gistu þau í nokkrar nætur og við krakkarnir tókum þátt í öllu umstanginu af lífi og sál. Aldrei kom hún amma svo, að hún opnaði ekki fljótlega svörtu töskuna sína, sem hafði að geyma ýmislegt góðgæti. Bæjarferðir afa og ömmu voru oft vegna ferminga eða giftinga. Slíkar athafnir létu þau ekki fram hjá sér fara, og hafa þau áreiðan- lega oft lagt á sig töluvert erfiði til þessa. Sína síðustu för til Reykjavíkur kom afi minn í tilefni af giftingu minni fyrir tæpum tíu árum. Var hann þá orðinn mjög lasburða. Árin liðu. Afi dó, systkinum ömmu fækkaði og hún missti eina dóttur sína. En eitt var það, sem aldrei dó og það var lífslöngun hennar og lífsgleði. Mér dettur í hug orð lítillar dóttur minnar, þegar minnst var á ömmu. „Hún langamma er svo skemmtileg, því hún er alltaf svo fjörug." Amma var búin að kenna meins um nokkurt skeið og hafði gengið undir ýmsar aðgerðir. En allt kom fyrir ekki. Sá tími kom, að ekkert var lengur hægt að gera, og hún lá í nokkrar vikur þar til yfir lauk. Fyrst lá hún hjá Ólafíu, dóttur sinni, og síðan á Landspítalanum. Naut hún á báðum stöðum ein- stakrar umönnunar. Ég heimsótti ömmu nokkrum sinnum síðustu vikurnar. Hún var þá orðin mjög þjáð en gat þó brosað, ef brugðið var á létta strengi. Hún spurði um allt og alla, vildi vita allt nákvæmlega. Ekkert var henni óviðkomandi. Hennar einstaka stálminni brást aldrei. Það er mér alveg ógleymanleg stund, þegar ég sat við rúmstokk- inn hennar á Landspítalanum í hinsta sinn. Hún leið svo ljúft inn í annan heim og þar með var þjáningum hennar lokið. Áreiðan- lega hefur henni verið tekið þar opnum örmum. Ég þakka ömmu minni elsku- legri allar samverustundirnar. Minningin um hana er fjársjóður, sem eyðist aldrei. Sigrún Veturinn hefur verið erfiður mörgum, skammdegið langt, en alltaf er það svo að það birtir á ný, dagar lengjast menn og málleys- ingjar eru eins og leystir úr álögum langs íslensk vetrar. Er ég rita þessar linur er mér vor í huga, það er vorþeyr í lofti, eða svo hefði hún tengdamóðir mín sagt um veðrið í dag. Hún segir reyndar ekki til um veðrið framar, en daginn áður en hún skildi við okkur hér á jörð sagði hún er hún leit til lofts af sjúkrabeði sínu, það fer að hlýna og ég veit að henni skjátlast ekki þar fremur en áður. Karólína Árnadóttir fæddist í Miðdalskoti í Laugardal 20. nóv- ember 1897. Faðir hennar var Árni Guðbrandsson í föðurætt af Víkingslækjarætt, en móðir hans var Sigríður Ófeigsdóttir yngri frá Fjalli á Skeiðum. Guðrún Jóns- dóttir móðir Karólínu var fædd í Upp-Ranakoti á Stokkseyri af Bergsætt. Guðrún ólst upp hjá prestshjónunum á Kálfholti í Holtum þeim séra Stefáni Helga- syni Thordarsen og Sigríði Ólafs- dóttir Magnússonar frá Viðey. Karólína átti því ættir sínar að rekja til góðra sunnlenskra bændaætta. Hún ólst upp í faðmi skógarins í Laugardal, ásamt mörgum systkinum. Þau eru nú öll látin utan ein systir Ingveldur á Efra-Hvoli í Mosfellssveit. Þó veraldarauður hafi ekki ver- ið mikill á þeim bæ var þar menningarheimili þar sem for- eldrar kenndu börnum sínum heiðarleik, prúðmannlega fram- komu og vinnusemi. Karólína var að eðlisfari glaðlynd kona vel gefin og sérstaklega minnug. Hún kunni fyrn ljóða og sjálf orti hún ljóð, þó ekki bæri hún það á torg, en þar leynast mörg gullkorn. Hún skrifaði dagbók lengst af ævi sinnar, og væri það áreiðanlega lærdómsríkt mörgum að lesa það sem þar er skráð. Ung að árum giftist hún ná- granna sínum Guðmundi Njáls- syni. Hann var glæsilegur maður sérstaklega skemmtilegur í við- ræðum gamansamur, greindur og gagnorður. Hjónaband þeirra var einstaklega gott og lærdómsríkt að kynnast þeirra sambandi. Þar ríkti gagnkvæm ást og virðing hvort fyrir öðru. Þau byrjuðu búskap sinn harðindaárið 1918 að Kringlu í Grímsnesi, þar eignuð- ust þau frumburð sinn sem þau misstu aðeins tveggja mánaða gamlan. Karólína undi sér illa á mýrlendinu og þráði dalinn sinn, með skógi og skjóli í haga. Flutt- ust þau því fljótlega að Ketilvöll- um í Laugardal, en er jörðin Böðmóðsstaðir var föl til kaups, vaknaði sjálfstæðiskennd þeirra og þau sáu í hendi sér að á Böðmóðsstöðum gætu þau reist sér gott bú. Þar var mikill jarðhiti og góð veiði í þá daga í Brúará, bæði lax og silungur. Hús voru þar að falli komin, en strax næsta ár var reist nýtt hús. Ólafía móðir Guðmundar fluttist með þeim að Böðmóðsstöðum og var hjá þeim allt til dauðadags. Hún var frábær dugnaðar- og mannkostakona og var mikil hjálparhella á heimilinu og bar mikla umhyggju fyrir öllum. Var samband Karólínu og hennar með eindæmum gott. Börn Karólínu og Guðmundar urðu fimmtán talsins og eru þrettán á lífi. Guðrún dóttir þeirra lést fyrir sjö árum aðeins rúmlega fertug. Þó húsakynni á Böðmóðsstöðum hafi ekki verið stór, var þar ætíð pláss ungum sem öldnum háum sem lágum þó margir væru fyrir. Þegar börnin voru öll að alast upp var þar t.d. alltaf farskóli að vetrum og má geta næri að í mörg horn hefur verið að líta með fæði og skæði, því þá voru allir hlutir heimagerðir. Var til þess tekið hversu mikill myndarbragur og hreinlæti var á Böðmóðsstöðum, og er erfitt að ímynda sér hvernig hægt hefur verið að komast yfir öll störf er komu í hlut húsmóður- innar, en þar kom sér vel hagsýni hennar dugnaður og verklagni og létt lund. Fyrir tæplega þrjátíu árum brugðu Karólína og Guð- mundur búi og tóku þá börnin við jörðinni, þar er nú þríbýli. Þau reistu sér snoturt lítið og þægilegt hús og fagran garð. Þar undu þau sér innan um ættingja og vini. I þessu húsi bjuggu þau saman þar til Guðmundur lést 18. nóvember 1971. Síðan hefur Karólína búið þar ein og þó ekki ein, því börn, barnabörn og barnabarnabörn hafa verið þar hjá henni nær óslitið síðan. Margar minningar streyma fram í huga manns er litið er til baka. Marga morgna höfum við notið hressingar í viðmóti þýðu. Viðræðum í léttum dúr, ívafið alvöru lífsreyndrar konu er allt gaf til þess að gleðja aðra. Við munum líka góðar stundir er hún dvaldi hjá okkur og sagði okkur og börnum okkar ævintýri, ævintýri sinnar eigin lífssögu. Við kynnt- umst á þann hátt lífi aldamóta- kynslóðarinnar, þeirrar sem braust út úr steinaldarkofum til þess að geta skoðað tunglssteina i hendi sér. Karlólína átti lika sina drauma. Hún elskaði fjölskyldu sína, náttúru Islands, Laugardal- inn, skóginn sem hún ólst upp með í Miðdalskoti, hana tók líka sárt að sjá hann hverfa úr hlíðum dalsins. Hún hvatti okkur til ræktunarstarfsins á rimanum er hún og Guðmundur skenktu okkur fyrir nokkrum árum, til að rækta upp og gladdist innilega við hvern græðling er í moldu komst og upp óx. Það var okkur mikil uppörvun. Trú hennar var sönn og einlæg og við vitum að hún mun njóta góðra samfunda vina sinna er á móti taka einlægum vin. Af Hminu fýkur laufið. Bðrnin breyta um svip. Fuglarnir kveðja. i íestar toga hin friðlausu skip ... Ég lýt hinum mikla mætti. i>að leiðir mig hulin hönd, ok hafið, — og hafið kallar. — hað halda mér engin bönd. Ér er fuglinn, sem flýffur, skipið, sem bylfcjan ber. Kvæði mín eru kveðjur. Ék kem, og ég fer. (Davið Stef.) Blessuð sé minning hennar. Vilhjálmur Sigtryggsson skemmtísnekktur .....—fískíbátar Höfum bafið framleiðslu á þrem bátateguudum, fiskibátum, segl- bátum og skemmtisnekkjum. Bátarnir eru 6,3 m lengd og 2,45 m breidd. Seglbáturinn verður til sýnis á bátasýningunni Sýningarhöllinni Bíldshöfða POIYESTERHE Dalshrauni 6. Sími: 53177. I Vinsamlega sendið mér upplýsingai NAI-'N: I r—.ORIN 1 | seglbátur ■ p“|01.YMPIA | I I skemmtisnekkja j HUGINN HI.IMII. fiskibátur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.