Morgunblaðið - 04.04.1981, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981
félk í
fréttum
Preben
Kaas
fannst
látinn
+ Danski gamanleikarinn og
revíuhöfundurinn Preben
Kaas, sem nokkuð almennt er
talinn hafa verið allt að því
jafningi hins kunna landa síns
Dirch Passer sem lést á síð-
asta ári, er nú einnig látinn.
Bar lát hans að með snöggum
hætti. Lík hans fannst á floti í
höfninni í Kaupmannahöfn
fyrir nokkrum dögum. Hann
var fimmtugur. Nafn hans
sem leikara og leikhússtjóra
tengist ABC Teatret, Cirkus-
revyen og danska sjónvarpinu.
Þar var hann einmitt nú að
jefa gamanleik. Hann hefur
ekki gengið heill til skógar um
alllangt skeið. Að sögn nán-
ustu vina og samstarfsmanna
hafði hann verið í rosa stuði
og virtist hafa tekið gleði sína
á ný, eftir erfiðleikatímabil í
lífi sínu. Kona hans er leik-
konan Lísbet Dahl, en hún var
á leikför er dauða Kaas bar að
höndum.
Vill kvænast fyrstu
eiginkonu sinni aftur
+ Þessi mynd er tekin utan við
dómshúsið á Barbados. Á mynd-
inni má sjá Ronald Biggs, lestar-
ræningjan breska, sem rænt var
í Brasilíu á dögunum og fluttur
til Barbados. Þar komst löggan í
málið. Nú er það spurningin
hvort hann verði sendur heim til
Bretlands, til að taka þar út
refsingu sína. Bresk iögreglu-
yfirvöld vilja fá hann framseld-
an. Honum tókst að flýja úr
fangelsi þar árið 1965 á hinn
ævintýralegasta hátt. í samtali
við blað á Barbadoseyju segist
Biggs vilja fara aftur heim til
Bretlands. „Ég vil taka saman
aftur við fyrstu eiginkonu mína;
giftast henni á ný,“ segir Biggs. I
Brazilíu öðlaðist hann ríkisfang,
er sambýliskona hans þar fæddi
þeim son fyrir um 10 árum.
Hann segir í þessu samtali að
það hryggi sig að verða að
yfirgefa hina brazilísku konu og
son. Hann kveðst vonast til þess
að hann þurfi ekki að sitja
lengur inni í Bretlandi en svo
sem fimm ár. Hann var á sínum
tíma dæmdur í 30 ára fangelsi er
hann tók þátt í lestarráninu
mikla árið 1963.
Verður hún borgarstjóraefni?
+ Þegar þetta er skrifað hefur
fyrrum leikkona og forsætisráð-
herrafrú Dana, Helle Virkner
(Kragh) ekki tekið endanlega
ákvörðun um hvort hún gefi kost
á sér sem borgarstjóri á Frede-
riksberg í Kaupmannahöfn fyrir
sosíaldemokrata (flokk forsætis-
ráðherrans). Hún hefur verið
hvött til þess þar eð hún er talin
mjög sigurstrangleg, en borgar-
stjórinn á Frederiksbergi er
hægri maður.
Flytur í óaldarhverfi
+ Það er kmia borgarstjóri stórborgarinnar Chicago, Jane Byrne, að
nafni. — í einu hverfi borgarinnar, sem er álíka fjölmennt og
Breiðholtshverfið hér í Reykjavík, Cabrini Green heitir það, hefur ríkt
skuggaleg óöld í allmargar vikur. Byrne borgarstjóri hefur nú tilkynnt
borgarbúum að hún ætli sjálf að kanna þetta mál. Muni hún flytja í
þetta hverfi ásamt fjölskyldu sinni. í hverfinu hafa verið framin 10 morð
undanfarnar 9 vikur og 35 meiriháttar líkamsárásir. Er nú svo komið t.d.
að leigubílstjórar neita að vera á ferðinni í þessu hverfi borgarinnar. —
Þar sem Byrne borgarstjóri býr nú er hún í um það bil hálfs annars
kílómetra fjarlægð frá þessum skuggalega borgarhluta.
39
SPANN SPANN
INNFLYTJENDUR
M/S Suöurland léstar í Bilbaó 14. apríl til íslands.
Umboösmenn: Emasa Servicios, S.a.
San Vicente s/u, Planta 9A,
Bilbaó.
Sími 4235146/4237025.
Telex: 32458.
Nesskip hf. Öldugötu 15,
sími 25055.
Hestar til sölu
Hjá okkur er ávallt úrval reiöhesta til sölu.
Kaupum efnilega fola.
HESTAMIDSTÖD
Hafravatnsleið,
(ekið frá Geithálsi, sími 66885.)
Námskeið um
byggingareglugerðina
Tæknifræöingafélag íslands gengst fyrir námskeiöi
þar sem tekin veröur fyrir kynning á gildandi
byggingareglugerö.
Námskeiöiö fer fram í Tækniskóla íslands laugardag-
inn 11. apríl n.k. kl. 9.00 til 17.00.
Aðal fyrirlesari veröur Gunnar Sigurösson bygginga-
fulltrúi í Reykjavík. Áhersla veröur lögö á túlkun
byggingayfirvalda á ýmsum þáttum reglugeröarinnar.
Námskeiösgjald er kr. 250.-
Þátttaka er öllum heimil og tilkynnist skrifstofu
Tæknifræöingafélagsins ekki síöar en mánudaginn 6.
apríl í síma 21730.
Fjöldi þátttakenda takmarkast viö 30 manns.
Tæknifræöingafélag íslands.
1
Kökur yðar og brauð verða bragðbetri
og íallegri ef bezta tegund af
lyftidufti er notuð.