Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 44

Morgunblaðið - 04.04.1981, Page 44
 44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1981 COSPER Það er skynsamleKast fyrir þi« að borga honum 50 kailinn, sem þú skuldar honum! ást er... Í0& ... að finna neist- ann sem kveikir ástareldinn. TM Raa U.S. Pat 0« — aM rlghts reserved * tsef Los Angeles Thnes Syndlcate V\?/í 229 Af hverju er drengurinn að fást við eitthvað, sem hann getur Vitið þér læknir; éj? hélt að ekki ráðið við — peningalega röntgenmyndavélin væri miklu a.m.k.? stærra tæki? _ 9 _ 9 _ ? Af illri nauðsyn Dagný skrifar 1. apríl: „Kæri Velvakandi! Eg hef aldrei verið dugleg við að koma hugsunum mínum á blað, en eftir að hafa lesið skrif Katrínar í dálkum þínum í dag, fannst mér ég tilneydd að leggja orð í belg. Hefði nú talið það meiri fyrirhöfn Það hefur nú alltaf þótt skyn- samlegt að skoða hvert mál niður í kjölinn áður en felldur er dómur, en því hefur Katrín auðsjáanlega gieymt. Hún heldur þvi fram að mæður vinni úti vegna þess að þær nenni ekki að vera heima. Hið rétta er hins vegar, að mæður vinna úti af illri nauðsyn. Maður verður nú að hafa ofan í sig og á og þak yfir höfuðið. Og ég hefði nú talið það meiri fyrirhöfn og að meira þyrfti til að nenna að rífa fjölskylduna upp á morgnana til að drífa börnin í dagvist í tæka tíð fyrir vinnu og þurfa alltaf að flýta sér heim úr vinnu, elda mat, þvo og gera allt á handahlaupum, heldur en vera bara einfaldlega heima allan daginn og gera hús- verkin í ró og næði. Bara fáfræði Katrín talar um að það sé fásinna að ætla að fóstrur komi í foreldra. Að halda því fram lýsti stað foreldra og að þær geti ekki borið sömu tilfinningar til barns og eðlilegt foreldri. Því hefur aldrei verið haldið fram að hlut- verk fóstra væri að koma í stað bara fáfræði. Fólk neyðist til að vinna mikið í sambandi við tal Katrínar um Hvers eiga bö™■ unglingar aðg^da. . .... „rti Katr'n «r. VXvmkWKÍr j Nú 4Umu«Jr«^di ^ H _.máluin ner * . Li>r» Nu ,. u»-—get *t i \ linur t'l dn*v'*lun*r'. í o?2r'»tun“rh*iml heimib h*r o* .tofnunum þ«r Nf* /V-d, oll born mn * llel.t * i *ö vern •»<> •likw *«>fn*n'r .ÍTbmrnið' * »ð vern tvo um minu rldir'inn f*i hilD d*** vinnu.«ð»P**” ^ utivinn»nd' heim» o» m6ft’"JJT, lau»n<n •* er ***£?,£ bomin b«r Wvelj»»t heim ^ ,nn»ð All.veg* US h«im« vi» hvort tor****. börnin burt o-ekki þurfi »® •*no heimihnu • v.rftin* bvBging»rfr*n' ! ibúð»k»upa. v.furJ^r eru orðn Wv*md» o n K ylll «ign»»t - »r »*o gifut'egV heldur mb I ,vo m»ntt rro ^vi o* Oft 1 t'hKm mik.W-O-' Gott •»««* . »i ■““■""’wí iT»«"»«»' En *tli höm^o* * ^ h»f* \ ekki fremur « J b,Wur en »* 1 okkur m''r‘h, ut^»ve.kl»ð*. og ,ji foreldr»n» j*mpph„up,nu I þrey‘1* 1 ‘^rTbotAinn hvolft 1 Oo beg»r ð‘‘u *r “ *n««ð»r». Hugsum líka um eiginmenn okkar Dísa skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég ætla að taka mig til og svara Katrínu, sem skrifaði í dálka þína á miðvikudaginn og nennir að vera heima hjá börnum sínum. Ég er hrædd um að við uppalendur verð- um að vera talsvert víðsýnni og umburðarlyndari en Katrín. Hún talar um að annaðhvort pabbi eða Þessir hringdu . . . Friðardúfurnar hreiðra um sig Þórdis Sigurðardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér er reglulega heitt í hamsi út af fasteignasköttunum. Þeir bitna mest á þeim sem minnst mega sín, ellilífeyrisþegum og öðru tekju- lágu fólki. Það er ekki verið að spyrja að því, hvað kemur í launaumslögin, heldur er ráðist á eigur þessara aðila og iagt á þá eins og fullvinnandi fólk. Mér verður rétt hugsað til friðardúfn- anna í Alþýðubandalaginu, sem fyrir kosningar töluðu um, að þær snerust ekki um pólitík, heldur um það hvort samningarnir gengju í gildi o.s.frv. Nú hafa dúfurnar hreiðrað um sig í nefndum og ráðum og hvað eftir annað ráðast þær á garðinn þar sem hann er lægstur. Ég hef heyrt tvo stjórn- málamenn andmæla fasteigna- sköttunum: Gunnar Thoroddsen og Albert Guðmundsson. Hafi þeir þðkk fyrir það. Við sem stöndum utan flokka getum líka tekið eftir því sem er að gerast í kringum mamma verði alltaf heima hjá unganum sínum. En það er best að vera minnugur þess, að það skiptir alls ekki meginmáli hve marga klukkutíma verið er hjá barni, heidur hvernig þessum tíma er varið. Það þarf að hugsa um sjálfstæði og þroska barnsins. Það er börnum hollt að umgangast aðra en foreldra sína. Þau bera vitanlega okkur, og því er ekki að leyna að viðsnúningur dúfnanna hefur valdið okkur furðu. Kemst alveg inn að hjartarótum Sigrún Jónsdóttir hringdi og sagði: — Mig langar til að koma á framfæri þakklæti mínu til unga fólksins, sem sér um að flytja fréttir á táknmáli. Mér finnst þessi ungmenni hafa sérstaklega fallega framkomu og ná til manns alveg inn að hjartarótum, enda þótt maður skilji ekki einstakar hreyfingar eða tákn. Mér finnst að það mætti gera miklu meira fyrir þessa þætti. Þeir eru til fyrir- myndar. Ég var í útlöndum fram í nóvember og þá fannst mér ég skynja það glöggt, hvað það er orðin mikil tugga, sem dagskrár- þulirnir tönnlast á eins og upp úr svefni, enda þótt það hafi staðið skýrum stöfum á skjánum drjúga stund áður en dagskráin hefst og er auk þess að finna í öllum dagblöðunum. Mér finnst löngu kominn tími til að losast við þessi ósköp. Ein hugmynd að lokum til fjármálastjóra Ríkisútvarpsins: Látið kostnaðaryfirlit fylgja hverjum þætti, a.m.k. tölur yfir heildarkostnað. Bregðið þeim á skjáinn með öðrum upplýsingum um viðkomandi þátt. Þá eigum við notendur hægara með að gera okkur grein fyrir hvar við viljum spara og hvar ekki. Við þurfum að öðlast verðskyn á þessu sviði ekki síður en öðrum. ekki sömu tilfinningar til fóstra og foreldra sinna, enda ekki til þess ætlast, og ekki fylgir fóstran með heim. Eða hvað? Unnu íyrir kaupi í vist og fiskvinnu Ég hef þekkt margar mæður sem verið hafa heima alla daga, án þess að betri eða meiri tengsl mynduðust við börnin en hjá hinum sem vinna úti. Og er Katrín ekki að dæma hart stóran hluta þjóðfélagsins? Hvað er til bjargar einstæðum foreldrum og ekkjum eða ekklum? Finnst Katr- ínu eitthvað athugavert við fólk, sem hefur alist upp hjá slíkum aðilum? Það er mikið talað um útivinnandi mæður í dag. En hvern- ig var þetta á árum áður? ömmur og langömmur okkar unnu í fiski, í sveitum, við skúringar og allt sem til féll, t.d. á kreppuárunum. Sumar höfðu börn sín með sér í vinnuna, aðrar skildu elsta barnið eftir heima með yngri börnin, og voru hin eldri þó oft ekki nema 9—10 ára gömul. Börn hér áður fyrr voru auk þess á ungum aldri farin að vinna fyrir kaupi í vist og fiskvinnu á sumrin. Ekki var allt til fyrirmyndar hér áður fyrr, þó að alltaf sé verið að segja að heimur versnandi fari. Ég tel að það sé vænlegra fyrir hjóna- bandið, að tveir dálítið þreyttir foreldrar komi heim að kvöldi en dauðþreyttur eiginmaður (sem hlýtur að verða að vinna lengri vinnudag, ef enginn er til að hjálpa honum við framfærsluna) komi heim til alsprækrar eiginkonu, sem er alveg til í að skreppa í bíó eða heimsókn til kunningja. Hugsum líka um eiginmenn okkar, ekki bara börnin. Eða hafa eiginmennirnir ekki sál einnig? Og einu mikilvægu atriði gleymir Katrín gjörsamlega. Hvernig færi, ef ailar mæður hugsuðu eins og hún? Hverjir ættu þá að kenna í skólunum, vinna á sjúkrahúsunum, við fiskvinnsluna o.s.frv.? Hrædd er ég um að einhvers staðar mundi kreppa að.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.